Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 Hrossakjötsútflutningur: Flugleiðir sjá um flutning á kjötinu GOÐI HF. hefur gert samkomulag við Flugleiðir um að flytja út tíu tonn af hrossakjöti 11. ágúst næst komandi. Flugfax sá áður um flutningana til Japans en félagið hefur nú fengið greiðslustöðvun. Margrét Hauksdóttir, deildar- stjóri upplýsingardeildar Flugleiða, segir að gert hafi verið bindandi samkomulag við Goða hf. um flutn- ing á hrossakjöti til Japans 11. ágúst. Ekki hefur verið gengið frá samningi um áframhaldandi flutn- ing á hrossakjöti en viðræður eru í gangi og segir Margrét að þá sé verið að ræða um helmingi minni sendingar eða fimm tonn í einu. Félag hrossabænda stendur að hrossakjötsútflutningnum í sam- vinnu við Goða hf. Halldór Gunn- arsson er formaður markaðsnefnd- ar Félags hrossabænda og segir hann þá ánægða með'þetta sam- komulag enda flytji Flugleiðir fyrir þá á sama verði og Flugfax hf. gerði áður. Halldór segir þó að flutningstíminn sé nú lengri þar sem kjötið er fyrst flutt til Evrópu áður en það fer til Japan og það eigi eftir að koma í Ijós hvernið kjötið þoli það. Kjötið verður flutt með sérstöku fraktflugi til Ostend í Danmörku en þaðan fer það með kælibíl til Parísar þar sem Japan Airlines tek- ur við því og flytur það til Japans. Flugleiðir hafa einnig flutt út hrossakjöt til Japans fyrir Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna en sá flutn- ingur fer í gegnum London. Um er að ræða mun smærri sendingar en þær sem Goði hf. og Félag hrossabænda standa fyrir og fara þær jafnvel í fraktrými farþega- véla. Að sögn Margrétar hafa Flug- leiðir áætlað að vera með um hundrað sérstök fraktflug á þessu ári. Morgunblaðið/KGA Franskur kafbátur í heimsókn Franskur kafbátur, Beveziers, lagðist að biyggju í fari héðan 5. ágúst. Beveziers er rúmlega 1.700 lesta Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Aformað er að hann báturog68metralangur.íáhöfnhanseru66manns. VEÐUR Norrænuferöir vinsælar: VEÐURHORFUR I DAG, 2. AGUST. YFIRLIT: Milli íslands og Noregs er 1.025 mb hæð en um 1.000 km uðvestur af Reykjanesi er 995 mb lægð, sem þokast austur. SPÁ: Hæg austlæg eða breytileg átt. Þokuloft og súldarvottur við norður- og austurströndina, skúrir sunnanlands en víða bjart veður vestanlands og í innsveitum á Norðurlandi. Áfram hlýtt, einkum inn til landsins. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg austanátt. Smáskúrir eða súld á Austur- og Suðausturlandi en bjart veður á Norður- og Vestur- landi. Híti 10-17 stig, hlýjast vestanlands og í innsveitum á Norður- landi. HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Hæg austan eða breyti- lega átt og skúrir víða um land. Hitafar svipað áfram. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -JQ“ Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir * V E' ~ Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur [~<[ Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIH kl. 12:00 í gær að ísl. tíim hlti veður Akureyri 20 léttskýjað Reykjavík 16 mistur Bergen 25 léttskýjað Helsinki 25 iéttskýjað Kaupmannahöfn 22 skýjað Narssarssuaq 14 hálfskýjað Nuuk 9 rign.á síð. klst. Ósló 26 skýjað Stokkhólmur 26 skýjað Pórshöfn 13 súld Algarve vantar Amsterdam 24 skýjað Barcelona vantar Berlín 23 skúr Chicago vantar Feneyjar 24 þokumóða Frankfurt 20 rign.ásíð. klst. Glasgow 19 skýjað Hamborg 24 skýjað London 23 skýjað LosAngeles 17 alskýjað Lúxemborg 22 skýjað Madríd 29 léttskýjað Maiaga 26 heiðskírt Mallorca 29 léttskýjað Montreal 21 skúrásíð.klst. NewYork vantar Orlando 26 alskýjað París 19 skýjað Madeira 23 hálfskýjað Róm 25 skýjað Vín 20 skúr á síð. klst. Washington 23 mistur Winnipeg 13 heiðskirt Meira um fjölskyldur en minna um bakpokafólk „REKSTUR Norrænu hefur gengið skinandi í sumar, við nálgumst aftur toppinn sem náðist 1987 og 88,“ segir Jónas Hallgrímsson um- boðsmaður ferjunnar á Seyðisfirði. Hann segir júní hafa verið betri nú en fyrr og farþegar yfir sumarið verði liklega um 14.000. Áber- andi sé hve miklu minna sjáist nú skyldum, oft með húsbíla. Jónas segir að eftir tvö góð sumur í siglingum Norrænu hafí komið tvö slök, 1989 og 90. En nú séf.allt í uppsveiflu. Þeir ferðalangar sem sigli hingað upp og utan sumarmán- uðina þrjá hafí með sér milli 1.800 og 2.000 farartæki. „Farþega- straumur hefur verið jafnari þetta sumarið en undanfarin, júnimánuður var mun betri nú en fyrr. Ég þakka það helst auknum auglýsingum er- Björgólfur Guðmundsson. Björgólfur Guðmundsson framkvæmda- sljóri Gosan BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, fyrrum forsljóri Hafskips, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Gosdrykkjaverksmiðjunnar Sani- tas - Gosan, sem framleiðir m.a. Pepsi, 7Up og fleiri gosdrykki og dreifir Löwenbrau bjór. Hann tók til starfa í gær. Að sögn Wemers Rasmussonar stjórnarformanns, hefur enginn eig- inlegur framkvæmdastjóri verið starfandi við fyrirtækið frá því að Pharmaco keypti rekstur þess af Sanitas en Sindri Sindrason, fram- kvæmdastjóri Pharmaco og Ottó B. Ólafsson, framkvæmdastjóri Delta, hafa haft yfírumsjón með rekstri. af bakpokafólki en meira af fjöl- lendis og svo lægra verði ferða í sumarbyijun." Af útlendingum sem sigla með Norrænu eru Þjóðveijar flestir, álíka margir og íslenskir farþegar. Jónas segir líka mikið um að Frakkar og fólk frá Norðurlöndum taki feijuna, því hafi raunar fjölgað, sérstaklega Svíum og Dönum. Hann segir ein- hlítar skýringar á þessum breyting- um illfundnar, en telur gott gengi í sumar byggjast á kynningarstarfí erlendis, ekki síður en blíðviðri hér heima. Ólögleg laxveiði úr sjó; Tugir tonna veiddir í net í sumar „ÓLÖGLEG laxveiði úr sjó skiptir tugum tonna í sumar,“ segir Gylfi Guðjónsson, full- trúi Landssambands fiskeldis og hafbeitarstöðva í sam- starfsnefnd gegn ólöglegum fiskveiðum. „Þetta er neta- veiði að langstærstum hluta. Hún skerðir mjög möguleika á laxveiði í smærri ám og veld- ur alvarlegum vanda hjá litl- um hafbeitarstöðvum. Aðal- atriðið er að fólk átti sig á því tjóni sem veiðar þess valda.“ Gylfi segir veiðarnar með ýmsum hætti, bæði ferðafólk og heimamenn leggi fyrir lax. „Menn veiða mikið í ýsunet og fara á hraðbátum í vitjanir eða leggja net í ijörur og taka upp á flóðum. Lax hefur verið lagður inn í frystihús sem þorskur, menn beita ýmsum brögðum." Gylfí nefnir net í Steingríms- fírði og við Snæfellsnes sem ný- leg dæmi um ólöglegar veiðar. Hann segist vita til að heldur hafi dregið úr ólögmætum veið- um við ísafjarðardjúp. „Þar virð- ist fólk vera að átta sig á þeim skaða sem veiðarnar valda ein- staklingum og fyrirtækjum. Hugarfarsbreyting fólks er ein- mitt besta leiðin úr þessum vanda, en auðvitað er aukin lög- gæsla nauðsynleg líka.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.