Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. START- samkomulagíð Með undirritun START-sam- komulagsins í Moskvu á miðvikudag lauk gerð þriðja viða- mikla afvopnunarsamkomulags- ins á fjórum árum. Haustið 1987 var undirritaður samningur um upprætingu meðaldrægra kjam- orkuflauga á landi en henni lauk á þessu ári og á síðasta ári var gert samkomulag um niðurskurð hefðbundins herafla í Evrópu milli Atlantshafs og Úralfjalla. Við- ræður um START-samkomulag hófust árið 1982 og hafa staðið síðan með hléum. Mikilvægur áfangi náðist í Reykjavík í októ- ber 1986 þegar Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov urðu sam- mála um það markmið að stefna að helmingsfækkun langdrægra kjamorkuvopna. Þá höfnuðu Sov- étmenn samkomulagi vegna geimvamaáætlunar Banda- ríkjanna. Ein af síðustu hindran- unum í vegi fyrir START-sam- komulagi var einmitt sú áætlun en nú setja Sovétmenn hana ekki lengur fyrir sig. Niðurstaða START-samkomu- lagsins varð sú að hvort ríki um sig fækkar kjamaoddum í vopna- búri sínu um 25-30%. Bandaríkja- menn fækka sínum kjamaoddum úr 12.000 í 9.000 og Sovétmenn úr 10.000 í 8.000. Fjöldi kjama- odda segir ekki alla söguna og búið hefur verið til hugtakið kjamorkuvopnaeining til að auð- velda samanburð á vopnabúnaði samningsaðilanna og er kjaminn í START-samkomulaginu ójafn niðurskurður sem miðar að sama fjölda kjamorkuvopnaeininga eða 6.000 hjá hvoram aðila. START-samkomulagið er að mörgu leyti hið merkasta af þess- um þremur sem lokið hefur verið undanfarin ár. Annars vegar tek- ur það til ógnvænlegustu gereyð- ingarvopna mannkyns sem draga yfir 5.500 km og búa yfir gífur- legum eyðingarmætti. Þetta era vopnin sem lagt hafa grandvöllinn að ógnarjafnvæginu sem ein- kenndi um áratugi Samskipti risa- veldanna. Samkomulagið felur t.d. í sér að Sovétmenn fækka SS-18 flaugum sínum um helm- ing en hver þeirra getur borið 10 kjarnaodda. Hins vegar er sam- komulagið sjálft geysiviðamikið og flókið. Samningstextinn er um 750 síður og þar er kveðið á um víðtækara eftirlit með samnings- ákvæðum en áður eru dæmi um. Því hefur verið haldið fram að START-samningurinn verði hinn síðasti sinnar tegundir. Afram verði stefnt að afvopnun en áherslunar breytist. Hingað til hafi samningar um takmörkun vígbúnaðar falist í því að telja upp vopn aðila allt niður í smæstu einingar. Við taki tímabil þar sem fremur verði rætt um stöðugleika og traust. Ennfremur gætir þeirr- ar þverstæðu að nú þegar sam- skipti risaveldanna eru að færast í eðlilegt horf sem ætti að auð- velda samningsgerð virðist nauð- synin á vopnatakmörkun ekki eins brýn og áður. Vert er að benda í þessu sambandi á hið ótrygga ástand í Sovétríkjunum og þá hættu sem fælist í því ef þar risu upp mörg kjamorkuveldi. Þessi möguleiki ætti að verða mönnum hvatning til að láta ekki staðar numið. Það hefur þótt gæta nokkurrar þreytu hjá samningamönnum risaveldanna nú þegar samning- urinn er í höfn. Það er því ástæða til að fagna þeirri bjartsýni sem fram kom í máli Bush og Gorb- atsjovs við undirritunina er þeir sögðu að um réttnefnt upphaf væri að ræða en ekki endalok. Enn era mörg svið vígbúnaðar eftir þar sem ekki liggja fyrir samningar. Má þar nefna efna- vopn, skammdræg kjarnorkuvopn og geimvopn. Einnig hafa Sovét- menn vakið máls á því í tengslum við leiðtogafundinn nú að ósamið sé um afvopnun á höfunum. Hafa þeir sakað ríki Atlantshafsbanda- lagsins um ósveigjanleika í þeim efnum. Ennfremur er ósamið um opnun lofthelgi til eftirlitsflugs yfir ríkjum NATO og ríkjum Var- sjárbandalagsins sáluga. Bush Bandaríkjaforseti hefur lagt fram tillögur um afvopnun og vígbún- aðareftirlit í Miðausturlöndum sem vonandi ná fram að ganga. START-samkomulagið vekur upp spurningar um hvert skuli stefnt í framtíðinni. Alger uppr- æting langdrægra kjarnorku- vopna risaveldanna er óraunhæf- ur kostur en á hinn bóginn er fátt sem mælir á móti því að setja þakið lægra en nú er, t.d. við 3.000-4.000 kjamaodda hjá hvor- um um sig eins og margir sér- fræðingar hafa lagt til. Þá ykist vægi langdrægra kjarnorkuvopna Breta, Frakka og Kínverja og yrðu þessir aðilar því að vera með { ráðum og samningsgerð. Norskir vamarmálasérfræð- ingar hafa vakið athygli á þeirri hættu sem fylgir START-sam- komulagi að kjamorkuflaugar á landi verði færðar til sjávar. Sá ótti minnir á að undirstaða samn- ingsgerðar af þessu tagi er gagn- kvæmt traust. Sovétmenn hafa orðið uppvísir að undanbrögðum varðandi CFE-samkomulagið um takmörkun hefðbundins herafla en leiðtogafundurinn nú í Moskvu og hinn vinsamlegi andi sem þar ríkti hlýtur að vera vísbending um að START-samkomulagið haldi og standi undir þeim vonum sem við það era bundnar. Leiðtogafundinum í Moskvu lokið; Höfum staðfest að það er margt sem sameinar okkur - sagði Bush í kveðjuávarpi sínu í Kreml Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, bladmann' GEORGE Bush, forseti Banda- ríkjanna, fór frá Moskvu í gær að loknum fundi sínum með Mik- haíl Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna. Bush sagði í kveðju- ávarpi sínu í Kreml áður en hann lagði af stað á flugvöllinn að á fundinum hefðu leiðtogarnir staðfest að mörg sameiginleg gildi sameinuðu þjóðir þeirra. „Við höfum unnið að því að skapa nýjan grunn fyrir gagnkvæma hag- sæld og nýja von um frið og stöðug- leika,“ sagði Bush. „Við höfum rætt um leiðir til að koma á nánara efnahagssamstarfi og koma efna- hagslífi Sovétríkjanna inn á alþjóð- lega braut. Við höfum leitað leiða fyrir sameiginlegt friðarátak í Mið- Austurlöndum, og lausn annarra langvarandi deilna um allan heim. Við höfum skoðað leiðir til að stöðya fjölgun gereyðingarvopna og til að vemda umhverfí okkar. Og við höf- um undirritað START-samning, sem mun hjálpa heiminum til að varpa öndinni aðeins léttar,“ sagði forsetinn. „Enn mikilvægara er þó, að eftir áratugi tortryggni og aðskilnaðar, tel ég að við höfum staðfest að mörg sameiginleg gildi sameina okkur nú. Samanborið við dimma daga kalda stríðsins er ágreiningur okkar nú minni en nokkru sinni fyrr — og meiri ástæða til að vona.“ Bandaríkjaforseti hrósaði Míkhaíl Gorbatsjov enn einu sinni og sagði: „Bjartsýni mín á framtíð Sovétríkjanna stafar af styrk for- ystu þeirra — Gorbatsjovs forseta og margra annarra í Moskvu og út um allt þetta mikla land. Enn meira máli skiptir að ég trúi á framtíð Sovétríkjanna vegna þess að ég hef djúpstæða trú á kröftum sovézku þjóðarinnar." Bush hefur í hverri einustu ræðu á leiðtogafundinum haft eftir rúss- neska málshætti eða vitnað í helztu Morgunbiaðsins. rithöfunda Rússa. Hann gerði enga undantekningu á því í kveðjuræð- unni og sagði: „Eins og Tsjekov skrifaði einu sinni: „Maðurinn er það sem hann trúir. Við skulum trúa á frelsið." neuter Úkraínsk börn standa fyrir aftan skilti við götu sem Bush ók um meðan á heimsókn hans stóð í Kiev. Á skiltinu er vitnað til orða sem Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, sagði eitt sinn en á því stendur: „Hr. Bush, hafðu hugfast að Sovétríkin eru heimsveldi hins illa“. Bandaríkjaforseti í Úkraínu: Varar við upplausn sambandsríkisins Kiev. Reuter. ÞEGAR tveggja daga leiðtogafundi þeirra George Bush Bandarikja- forseta og Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga var lokið í Moskvu hélt Bush til Kiev í Úkraínu í eins dags opinbera heimsókn. Bush ávarpaði úkraínska þingið og hélt síðan til Babí Jar þar sem hann heiðraði minningu 100.000 manna sem nasistar tóku þar af Iífi í síðari heimsstyrjöldinni. Leóníd Kravtsjúk, forseti Úkr- aínu, tók á móti Bush á flugvellinum í Kiev. í ávarpsorðum sínum til Bandaríkjaforseta sagði Kravtsjúk að Úkraínumenn væru smám sam- an að fikra sig í átt að æðsta markmiði sínu, sem væri fullveldi lýðveldisins, og hvatti til þess að komið yrði á beinum samskiptum milli ríkisstjóma Úkraínu og Bandaríkjanna. í ræðu sem Bush hélt í úkraínska þinginu sagði hann að Bandaríkja- menn styddu umbótasinna bæði í lýðveldunum og innan sambands- stjórnarinnar en varaði aðskilnaðar- sinna við því sem hann kallaði „von- lausa einangrun" lýðveldanna. Hann sagði að Bandaríkjastjóm vildi efla og auka tengsl sín við lýðveldin 15 en gætti þess að segja ekkert sem styggt gæti Gorbatsjov. „Sumir hafa hvatt Bandaríkjastjórn til að velja á milli þess að styðja Gorbatsjov eða styðja leiðtoga hinna ýmsu lýðvelda, sem beijast fyrir auknu sjálfstæði. Ég tel það ekki rétta leið.“ Þá varaði Bush við upplausn sovéska ríkjasambandsins og hvatti til stuðnings við nýgerðan sambandssáttmála sem níu lýðveldi standa að auk sambandsstjómar- innar og sem gerir ráð fyrir auk- inni sjálfsstjórn lýðveldanna. Að heimsókninni í þingið lokinni hélt hann til Babí Jar þar sem hann Iagði blómsveig að minnismerki um nærri 100.000 manns sem nasistar myrtu í síðari heimsstyrjöldinni. Bush hélt ræðu við minnismerkið sem stendur á gjárbarmi þar sem fjöldamorð á gyðingum, Rússum, kristnum mönnum og sígaunum fóru fram. Nokkrir af þeim sem lifðu af dvölina í útrýmingarbúðun- um í Babí Jar voru viðstaddir at- höfnina í gær og grétu þeir í lágum hljóðum meðan Bush flutti mál sitt. Forsetinn komst sjálfur við þegar hann minntist skelfíngaratburð- anna sem gerðust þar fyrir 50 árum og rödd hans brast. Blaðamannafundur Bush og Gorbatsjovs: Ekki spuming um „platónska ást“ LEIÐTOGAFUNDUR í M0SKVU Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephenscn, blaðamanni Morgunblaðsins. Reuter Forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á blaðamannafundinum. Gorbatsjov vitnaði í Biblíuna Moskvu. Rcutcr. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovét- forsetí sagði við kveðjuat- höfn í Kreml að loknum leið- togafundinum í gær að sam- komulagið um fækkun lang- drægra flauga, sem undirrit- að var á fundinum, hefði styrkt trú heimsbyggðarinn- ar á því að kalda stríðið væri endanlega úr sögunni og kæmi ekki aftur. Það vakti sérstaka athygli að Gorbatsjov, sem einnig er formaður sovéska kommúnista- flokksins er aðhyllist guðleysis- stefnu, vitnaði í biblíuna í ræðu sinni, nánar tiltekið í Predikara Gamia testamentsins þegar hann kvaddi Bandaríkjaforseta. LEIÐTOGARNIR tveir voru mjög samtaka í yfirlýsingum á blaðamannafundi sem þeir héldu á miðvikudag en sögðu hins veg- ar ekki beinlínis neitt sem menn höfðu ekki átt von á fyrirfram. Lögðu þeir ríka áherzlu á að hafið væri nýtt skeið gagnkvæms samstarfs risaveldanna á nánast öllum sviðum. Fundurinn fór skrykkjótt af stað, þar sem gleymzt hafði að ganga úr skugga um að heyrnartækið í borði Bush forseta virkaði. Forset- inn heyrði ekki í túlknum þegar Gorbatsjov hóf mál sitt og gretti sig ógurlega. Marlin Fitzwater, blaðafulltrúi Bandaríkjaforseta, og Vítalíj Ignatenkó, blaðafulltrúi Gorbatsjovs, spruttu á fætur forset- anum til aðstoðar, én Gorbatsjov sagði hvað eftir annað í hljóðnem- ann: „Heyrðirðu í mér núna, hvem- ig er þetta..?“ Þegar Bush hafði fengið nýtt heyrnartæki hóf Gorbatsjov mál sitt með því að lýsa fundi sínum með Bandaríkjaforseta sem heims- viðburði. í fyrsta sinn hefðu leiðtog- ar risaveldanna til dæmis lagt niður fyrir sér hvernig efnahagslegum tengslum ríkjanna ætti að vera háttað, en þar væru ógrynni verk- efna framundan. Gorbatsjov taiaði um inngöngu Sovétmanna á heims- markaðinn og notaði orðin „að spila eftir leikreglunum" í því sambandi. Gorbatsjov sagði að á öðrum tíma hefðu mál getað þróazt með öðrum hætti þegar stórveldin stóðu frammi fyrir erfiðum „úrlausnarefnum" á borð við Persaflóadeiluna. „Það er erfitt að segja hvað þá hefði gerzt. En í dag skiljum við betur gildi samstarfs okkar, þá staðreynd að það er nauðsynlegt. Kannski er þetta ekki spurning um „platónska ást“ heldur djúpan skilning á að sem lönd og ríki þörfnumst við hvort annars, jafnt í dag og á morgun," sagði -forsetinn............... MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 23 Edúard Shevardnadze, fv. utanríkisráðherra Sovétríkjaima, í viðtali við Morgunblaðið: Sundruð kalla umbóta- öflin yfir sig harðsljórn Sameinuð geta þau borið umbótastefnuna fram til sigurs Moskvu. Frá Ólafi Þ. Stephensen, blaða- inanni Morgunblaðsins. EDÚARD Shevardnadze, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, er ahncnnt talinn einn helzti leið- togi umbótaafla í Sovétríkjunum og hefur að undanförnu verið í fararbroddi þeirra, sem sameina vilja sovézk umbóta- og lýðræði- söfl í öflugum flokki. í viðtali við Morgunblaðið, sem fram fór í Moskvu í gær, varar She- vardnadze enn við því að harðlinuöfl í Kommúnistaflokkn- um reyni að nýta sér ólguna meðal almennings í Sovétríkjun- um vegna bágs efnahagsástands og lirifsa til sín völdin. Hann seg- ir að sameinuð geti umbótaöflin borið stefnu sína fram til sigurs, en sundruð kalli þau yfir sig harðstjórn. Viðtalið fór fram á skrifstofu Shevardnadzes í Moskvu, þar sem hann hefur að því er virðist heilt hús til umráða og ljölda aðstoðar- manna. Þetta var í annað skiptið, sem ég hitti Shevardnadze í Moskvu — fyrra sinnið var fyrir hreina tii- viljun, frammi á gangi í þinghúsi rússneska lýðveldisins við Moskvu- fljót. Ég rauk auðvitað á hann og bað um viðtal og Shevardnadze tók því öllu vel, sagði mér að hafa sam- band við skrifstofu sína og þá mætti ákveða stað og stund. Erfitt reynd- ist þó að finna hentugan tíma. She- vardnadze virtist mjög upptekinn vegna leiðtogafundarins í Moskvu, fundaði meðal annars lengi með James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Með hjálp góðra manna tókst loksins að fá Shev- ardnadze til að sjá af fáeinum mínútum af tíma sínum á milli funda. Shverdnadze tók við embætti ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna árið 1985. í ráðherratíð sinni var hann talinn einn nánasti ráðgjafí Míkhaíls Gorbatsjovs, aðalritara Kommúni- staflokksins og forseta Sovétríkj- anna, og einarður stuðningsmaður umbótastefnu hans, sem kennd er við glasnost og perestrojku. She- vardnadze er talinn hafa ráðið miklu um grundvallarbreytingar á ut- anríkisstefnu Sovétríkjanna, sem meðal annars komu fram í því að byltingarnar í Austur- og Mið-Evr- ópu voru látnar afskiptalausar og Sovétmenn samþykktu að sameinað Þýzkaland yrði aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins. í desember síðastliðnum sagði Shevardnadze af sér embætti ut- anríkisráðherra, að eigin sögn í mótmælaskyni við aukin áhrif harðlínuafla í Sovétríkjunum. Hann lýsti því þá yfir að umbótastefna Gorbatsjovs væri í mikilli hættu og uppgjör harðlínu- og umbótafla væri í nánd. — í bytjun maí töluðuð þér um að hætta væri á því að harðlínu- kommúnistar hrifsuðu til sín völdin og vöruðuð við því að upp kæmi sovézkur Hitler. Þá gáfuð þér Gorb- atsjov þijá til fjóra mánuði til að tryggja áframhaldandi lýðræðisum- bætur áður en harðlínumenn létu til skarar skríða. Nú eru þrír mánuð- ir liðnir. Hvernig metið þér stöðuna núna — ógna harðlínumenn ennþá umbótum eða hefur Gorbatsjov tek- izt að festa umbótastefnu sína í sessi? „Svo sannarlega ógna harðlínu- menn umbótastefnunni ennþá, og það í stórum stíl. Ástandið í landinu verður æ verra, og einhver gæti reynt að nýta sér það til að hrifsa völdin. Sérstaklega í efnahagsmál- um fer ástandið síversnandi, og af því leiðir félagslegur órói. Andrúms- Hér má sjá þá George Bush Bandaríkjaforseta og Míkhail Gorbatsjov Sovétforseta er þeir á miðviku- dag undirrituðu hið svokallaða START-samkomulag um fækkun langdrægra eldflauga. í viðtalinu segir Edúard Shevardnadze um aðdraganda samkomulagsins að ísinn hafi verið brotinn á Reykjavíkur- fundi Gorbatsjovs og Ronalds Reagans 1986. loftið verður eitraðra með hveijum degi. Þetta eru engar ýkjur, heldur raunveruleikinn sjálfur. Forseti okk- ar segir þetta. Þetta er staðreynd — stjómmálamenn eru sammála um það.“ — En hvor aðilinn hefur yfír- höndina að yðar mati, Gorbatsjov eða harðlínuöfiin? „Ég tel ennþá að þetta sé spurn- ing um nokkra mánuði. Ég spái því að í vetur verði ástandið miklu verra en það er núna. Ef lýðræðis- og umbótaöflin sameinast, þá verður umbótastefnan borin fram til sig- urs. En ef við verðum áfram sundr- aðir, köllum við harðstjórn yfir okk- ur.“ Shevardnadze sagði sig nýlega úr Kommúnistaflokki Sovétríkjanna vegna árása harðlínumanna, sem höfðu fyrirskipað rannsókn á „aga- brotum" hans. Þau fólust í því að lýsa yfir stuðningi við stofnun Lýð- ræðislegu umbótahreyfingarinnar, sem hefur að markmiði að sameina lýðræðisöfl í Sovétríkjunum. Auk Shevardnadzes eru á meðal frum- kvöðla hreyfingarinnar þeir Stan- islav Sjatalín, hagfræðingur og höf- undur Fimm hundruð daga áætlun- arinnar svokölluðu um markaðs- væðingu sovézks efnahagslífs, Alexander Jakovlev, sem um árabil var helzti ráðgjafi Gorbatsjovs, ög hinir lýðræðislega kjörnu borgar- stjórar Moskvu og Sankti Péturs- borgar, þeir Gavríl Popov og Ana- tólíj Sobtsjak. Þessir menn, ásamt nokkrum öðrum, sitja í undirbún- ingsnefnd um stofnun nýs lýðræðis- flokks í haust. — Nú dregur að formlegum stofnfundi Lýðræðislegu umbóta- hreyfíngarinnar í september. Teljið þér að hún geti orðið að öflugum lýðræðisflokki, sem gæti tekið við stjórnartaumunum af Kommúnista- floíknum? „Við ætlum okkur ekki að taka við forréttindastöðu Kommúnista- flokksins. Við viljum keppa við hann á jafnréttisgrundvelli. Við erum andstæðingar Kommúnistaflokksins og ætlum okkur að mynda mótvægi við hann.“ Fer ekki sjálfur í forsetaframboð — En gæti lýðræðisflokkur unnið meirihluta í lýðræðislegum kosning- um og þannig náð landstjórninni í sínar hendur? „Já. Við viljum bjóða fram í næstu þingkosningum, og reyndar líka for- setakosningum í Sovétríkjunum, þegar þar að kemur. Við ætlum að vera með eigin forsetaframbjóð- anda, en við vitum ekki ennþá hver það verður. Það ræðum við á stofn- fundinum í september." — Verður sá frambjóðandi ef til vill þér sjálfur, eins og sumir hafa spáð? „Nei.“ — Eru líkur á að Lýðræðislega umbótahreyfingin geti jafnvel laðað sjálfan Míkhaíl Gorbatsjov í raðir sínar, eins og ýmsir hafa getið sér til Um að myndi gerast?" „Um það verðið þér að spyija Gorbatsjov sjálfan." ísinn brotínn á Reykjavíkurfundinum — í gær undirrituðu George Bush og Mikhaíl Gorbatsjov sögu- legan samning um fækkun kjarn- orkuvopna. Leiðtogafundurinn hér í Moskvu virðist innsigla breytt eðli samskipta risaveldanna. Þér voruð utanríkisráðherra Sovétríkjanna á þeim tíma, sem skriður var að kom- ast á afvopnunarviðræður. Mig langar að biðja yður að líta til baka til leiðtogafundarins í Reykjavík 1986. Að hvaða ieyti teljið þér að þar hafi tónninn verið gefinn fyrir þann árangur, sem síðan hefur náðst? „í Reykjavík náðist samkomulag í mikilvægum grundvallaratriðum, þótt þar væru engir samningar und- irritaðir. Þá vorum við að tala um 50% fækkun langdrægra kjarnorku- vopna. START-samningurinn, sem nú hefur verið undirritaður, gerir ráð fyrir að vopnum fækki um 30%. Þótt tölurnar séu ekki þær sömu, hefur mikilsVerður árangur náðst. Ég kýs að lýsa Reykjavíkurfundin- um þannig að þar hafi ísinn verið brotinn hugarfarslega. Engin plögg voru undirrituð, en Reykjavíkur- fundurinn var sannarlega einhvers konar upphaf að öðru og meira.“ Ofbeldið í Eystrasaltsríkjunum verður að stöðva — Getum var leitt að því á Vest- urlöndum að ein ástæðan fyrir að þér sögðuð af yður embætti utanrík- isráðherra hefði verið að yður hefði grunað að valdbeiting stæði fyrir dyrum í Eystrasaltsríkjunum. Attu þessar vangaveltur við rök að styðj- ast? Hvaða augum lítið þér sjálf- stæðiskröfur Eystrasaltsríkjanna og ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinn- ar um að styðja þær? „Það versta er ofbeldið — það verður að róa öllum árum að því að stöðva ofbeidið í Eystrasaltslýð- veldunum. Ef miðstjórnarvaldið í Moskvu heldur áfram að nota vopn og hermenn gegn þessum lýðveld- um, er illa komið fyrir stjórninni og hún er einangruð og ráðlaus." — En teljið þér að ríkin eigi að verða sjálfstæð? „Eins og þér vitið, hafa öll lýð- veldin rétt á því samkvæmt stjórnar- skrá Sovétríkjanna að segja sig úr Sovétsambandinu. Framkvæmdin verður hins vegar að byggjast á viðræðum miðstjórnarvaldsins í Moskvu og forseta Eystrasaltslýð- veldanna. Það er mikilvægt að slíkar viðræður fari fram.“ — Hvað með stuðning íslendinga við sjálfstæðiskröfur Eystrasalts- landanna? „Það er auðvitað réttur ríkis- stjórnar ykkar. ísland er fullvalda ríki og má gera það, sem því sýnist." — Þér teljið ekki að yfirlýsingar íslenzkra stjórnvalda hafí spillt fyrir samskiptum íslands við Sovétríkin? „Ég á erfitt með að tjá mig urn það. Ég held að þessi mál hafi al- mennt engin áhrif haft í grundvall- aratriðum á samskipti Sovétríkj- anna og Vesturlanda." Á ekki von á breytingum á utanríkisstefnunni — Teljið þér að nýtt andrúmsloft í samskiptum risaveldanna. kunni að leiða til enn frekari breytinga á utanríksstefnu Sovétríkjanna — til dæmis að aðstoð við Kúbu verði hætt eða Kúrileyjum skilað aftur til Japans? „Nei, ég held að samskipti risa- veldanna hafi varla áhrif á þessi mál, sem þér spyijið um. Við höfum ákveðna samninga við Kúbu, sem ég á von á að við munum uppfylia. Ég sé ekki að neitt breyti því. Ég sé heldur ekki fram á að samskiptin við Japan taki neinum breytingum eftir leiðtogafundinn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.