Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 13
MQRGUNBLAÐIÐ, EÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 199;1 13 eftir Ragnheiði Davíðsdóttur Það hefur stundum verið sagt að hin íslenska þjóð sé eins og stór og samhent fjölskylda þegar eitt- hvað bjátar á. Sú mikla samkennd sem einkennir okkar smáu þjóð varð svo sannarlega lýðnum ljós sunnudaginn 17. september árið 1989 þegar fólkið í landinu opnaði hjörtu sín og pyngjur til þess að leggja fórnarlömbum umferðarslys- anna lið. í eftirminnilegri sjónvarps- útsendingu á Stöð 2, sem Áhuga- hópur um bætta umferðarmenningu gekkst fyrir, ásamt SEM hópnum og Stöð 2, söfnuðust um 12 milljón- ir í peningum og annað eins í vinnu- framlögum og gjafaloforðum. Tilefni þessarar sjónvarpsútsend- ingar var tvíþætt; annars vegar að vekja fólk til umhugsunar um hörm- ungar umferðarslysanna og hins vegar að safna peningum til þess að hefjast handa við byggingu sér- hannaðs húsnæðis fyrir meðlimi SEM samtakanna, sem allir búa yfir þeirri sáru lífsreynslu að hafa skaddast á mænu — flestir af völd- um umferðarslysa. Okkur, sem stóðum fyrir þessu framtaki, grunaði ekki að viðbrögð Ferðafélaginn 1991 kominn út RITIÐ Ferðafélaginn er komið út áttunda árið í röð. íþróttasam- band lögreglumanna gefur ritið út en efni er unnið í samvinnu við Umferðarráð. Ritinu verður dreift um allt land fram yfir verslunarmannahelgi af Iögregl- umönnum, inni í bæjum, úti á vegum og á fleiri stöðum. Samt er þetta alvörubjór með ósviknu Löwenbrau-bragði. LOWENBRAU almennings yrðu slík sem raun ber vitni — hvað þá að draumurinn yrði að veruleika á aðeins tæpum þrem- ur árum. Nú hefur draumurinn ræst. í lok júlí var SEM húsið við Sléttuveg tekið 'notkun með tuttugu sérhönn- uðum íbúðum fyrir fólk í hjólastól- um. Nú getur það fólk, sem hefur mátt sæta þeim örlögum að lamast í blóma lífsins, litið til bjartari fram- tíðar. Þökk sé ykkur öllum sem lögðuð okkur lið sunnudaginn eftir- minnilega í september árið 1989. Við, sem stöndum að Áhugahóp um bætta umferðarmenningu, erum ákaflega stolt og þakklát að hafa fengið tækifæri til þess að láta „Nú er framundan ein mesta ferðahelgi árs- ins, sem oftar en ekki hefur skilið eftir sig sorg og skelfingu.“ draum SEM samtakanna rætast með ykkar hjálp. I sameiningu hefur okkur öllum tekist að lyfta Grettistaki hvað varðar félagslegar úrbætur í mál- efnum fórnarlamba umferðarslys- anna. Um það ber hið glæsilega og vandaða SEM hús glöggt vitni. Nú er framundan ein mesta ferðahelgi ái-sins, sem oftar en ekki hefur skilið eftir sig sorg og skelf- ingu. Um leið og við ítrekum þakkir okkar til þjóðarinnar fyrir veittan stuðning biðjum við þess hátt og í hljóði að sú samkennd og vinarþel, sem einkenndi þetta framtak, verði öllum vegfarendum hvatning til þess að skera upp herör gegn um- ferðarslysunum — þannig að við megum öll koma heil og hamingju- söm heim. Höfundur er þátttakandi í Áhugahóp um bætta umferðarmenningu. Ragnheiður Davíðsdóttir ... t ■ Bruggmeisturum Löwenbráu í Múnchen hefur tekist að brugga alkóhóllausan alvörubjór, sem fer sigurför um Evrópu. Hann er nú einnig framieiddur á Akureyri úr íslensku vatni. Þú ert fúilfær í hvað sem er, ef þú drekkur aikóhóllausa bjórinn £rá Löwenbrau. í samræmi við þá mikiu heilsuhreyfingu, sem nú fer um Vesturiönd, vill fólk njóta þess að drekka alvörubjór án þess að það hafi áhrif á starfshæfhi þess og heilsu. Nýi alkóhóllausi bjórinn frá Löwenbráu inniheldur minna magn af alkóhóli en finnst í matvælum, sem við neytum dags daglega án þess að detta alkóhói í hug. Það er innan við 0,5%. DRAUMURINN SEM RÆTTIST Tilgangur útgáfunnar er þríþætt- ur, segir í fréttatilkynningu frá íþróttasambandi lögreglumanna. Lögreglumenn vilji stuðla að góðum og jákvæðum samskiptum við al- menning. Tækifæri til þess skapist meðal annars við að afhenda fólki á ferðalögum ritið um leið og rætt er við það. Lögreglumenn verði oft vitni að sorglegum og oftast óþörfum slysum í starfi sínu. Þeir vilji miðla af þeirri reynslu sinni og koma á framfæri skilaboðum til fólks í þeirri von að þessum slysum fækki. Ritið er einnig fjáröflunarleið fyr- ir íþróttastarfsemi lögreglumanna. Lögreglumenn um landið allt eigi góða samvinnu, m.a. í gegnum íþróttaiðkun. Þar fyrir utan séu sam- skipti við erlend starfssystkin mikil á íþróttasviðinu. Heimilistæki hf Tæknideild. Sætúni 8 SÍMI 69 15 00 i/ti&UitoSvetíyoxúegA í saM/uxgim* Alkóhóllaus Fáðu þér alkóhóllausan alvörubjór og vertu áhyggjulaus við leik og störf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.