Morgunblaðið - 02.08.1991, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.08.1991, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 Skúlaskeið tók niðri við Engey SKÚLASKEIÐ, eldri Viðeyjar- ferja Hafsteins Sveinssonar, tók niðri við Engey síðdegis í gær. Hafsteinn var einn um borð og þurfti hann að bíða í um klukku- stund áður en báturinn losnaði. Hafsteinn var að sækja hóp skólabarna, sem var að hreinsa rusl í Engey. Báturinn tók niðri rétt Sunnan við eyna og tókst Hafsteini ekki að losa hann fyrr en tók að flæða að um klukkustund síðar. Á meðan voru börnin flutt úr eynni í land á hafnsögubátnum Haka. ísafjörður: Magnús Erl- ingsson gnð- fræðingur kall- aður til starfa ísafirði. Sóknarnefndirnar á ísafirði, í Hnífsdal og Súðavík hafa ákveðið að kalla Manús Erl- ingsson guðfræðing og starfs- mann biskupsstofu til prests- þjónustu í ísafjarðarpresta- kalli en það nær yfir þessar þijár sóknir. Séra Karl Matt- híasson lét af störfum prests í vor og fluttist til Tálknafjarð- ar. Enginn sótti um þegar brauðið var auglýst en nú hefur Magnús lýst sig reiðubúinn til starfa. Sóknamefndirnar komu saman fyrr í þessari viku og ákváðu þá að óska eftir fundi með prófasti til að ganga formlega frá málum. Magnús Erlingsson er 32 ára, hann lauk guðfræðiprófi fyrir 5 árum. Fyrstu tvö árin starfaði hann sem æskulýðsfulltrúi á Aust- íjörðum en um þriggja ára skeið hefur hann starfað á skrifstofu biskups. Ef að líkum lætur mun hann taka prestsvígslu í águst og hefja störf hér í byijun september. - Úlfar Geitungabúum fjölgar verulega TVÖ ungmenni voru bitin í gær af geitungum í Fossvogskirkju- garði. Krakkar úr vinnuflokki kirkjugarða Reykjavíkur fundu geit- ungabúið fyrir tveimur vikum og síðan hefur það vaxið verulega. Krakkarnir sögðust hafa fundið arnar geta orðið alvarlegri ef við- búið þegar þeir sátu undir tré í pásu og einum þeirra varð litið upp og sá þá búið. Þeim bar saman um að engin ástæða væri til þess að vera hræddur við geitungana en það væri kannski ekki sniðugt að vera of nálægt búinu. Tvö ung- menni voru svo bitin i gær er þau voru í grennd við búið , Hildur Björk Gunnarsdóttir og Bjöm Sig- urðsson. Hildur var bitin í hand- legginn og varð húðin strax rauð í kringum bitið og blés upp og að sögn Hildar sveið hana mikið í sár- ið. Að sögn lækna valda bitin oft talsvert mikilli bólgu en afleiðing- Morgunblaðið/Júlíus Geitungarnir gerðu árás um leið og krakkarnir stilltu sér upp fyrir myndatöku við búið sem þau fundu í Fossvogskirkjugarði. Geitungabú finnast oft í laufþykkni. komandi einstaklingur hefur of- næmi gagnvart eitrinu. Þetta er ekki eina geitungabúið sem fundist hefur í kirkjugarðinum en að sögn krakkanna hafa hin búin ekki verið svona stór. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir geitungana komna til að vera og talsvert sé um geitungabú í borg- inni. Þau fínnist hins vegar oft ekki fyrr en menn eru alveg komn- ir að þeim. Erling segir þijár meg- inreglur vera um það hvar búin sé að finna: í fyrsta lagi er það undir þak- skeggjum húsa eða kofa, í öðru lagi í laufþéttum runnum neðan á grein og að lokum í jarðveginum og þá eru þau oft hulin gróðri. Menn geta látið eyða búum sem eru í nágrenni við þá en að sögn Erlings verða geitungamir árásar- gjarnir er kemur fram í ágústmán- uð og nægir oft að standa nálægt búinu til þess að reita geitungana til reiði. Að sögn Ásbjöms Bjömssonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkur, verður ákveðið fljótlega hvað gert verður við þessi bú í Fossvogs- kirkjugarði. Sjá bls. 25: Geitungabúi eytt á Hvolsvelli. Akranes: Bæjarstjórn vill breyta skipan lögsagnarumdæma Akranes BÆJARRAÐ Akraness hefur opinberlega lýst yfir óánægju með við- brögð sýslumannsembættisins í Borgarnesi við hraðamælingum lög- reglunnar á Akranesi á Akranesvegi. Bent er á að fyrir löngu sé orðið tímabært að breyta umdæmi embætta bæjarfógetans á Akra- nesi og sýslumanns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og vísar bæjarráðið í fyrri samþykktir sínar um málið. Bæjarráð Akraness skorar á það að ekki skuli með öllum tiltæk- dómsmálaráðherra að beita sér fyr- ir því að reglum um lögsögu fram- angreindra embætta verði þegar breytt og þau færð í nútímalegra horf sem miði að því að auka ör- yggi íbúa og vegfarenda á svæðinu og bæta þjónustu við þá. Bæjar- stjóranum á Akranesi er falið að lýsa yfír óánægju bæjarráðs með Ármúli 1A: Dýrar framkvæmdir til að stöðva þakleka TILLAGA um að setja fjórðu hæðina ofan á Armúla 1A, þar sem Rannsóknarstofa Háskólans í veirufræði og Hollustuvernd ríkisins eru til húsa, er nú til umfjöllunar þjá ríkisstjóminni. Það var Sig- hvatur Björgvinssson, heilbrigðisráðherra, er lagði fram tillögu í ríkisstjórninni um þessar framkvæmdar en þær eiga að koma í veg fyrir leka á baki húsins. um ráðum að halda umferðarhraða niðri. Þá er ítrekað skorað á lögregl- una á Akranesi að beita í auknum mæli radarmælingum til þess að stemma stigu við hraðakstri bif- reiða og bifhjóla. Gísli Gíslason bæjarstjóri á Akra- nesi segir að á sama tíma og óvenju mörg alvarleg slys hafi orðið í um- ferðinni og áskorunum um hert eft- irlit með hraðakstri bifreiða og bif- hjóla sé í auknum mæli beint til lögregluembætta, m.a. frá dóms- málaráðuneytinu, sé það tíma- skekkja að sleppa ökuníðingum við refsingu og ökuleyfissviptingu vegna úreltra skiptingar umdæma. Gísli segir að umræðan um breyt- ingu umdæma embættanna tveggja sé ekki ný og hafí dómsmálaráðu- neytinu m.a. verið send umsögn bæjaryfírvalda á Akranesi um mál- ið fyrr á þessu ári. Það eru mjög mörg sterk rök sem mæla með breytingum, segir Gísli. Þetta svæði sem í daglegu tali er kallað „svæðið sunnan Skarðs- heiðar“ telur fjóra hreppa auk Akraneskaupstaðar með um 5.800 íbúa alls. Þessi sveitarfélög hafa haft náið samstarf á mörgum svið- um um langt árabil og fer það sífellt vaxandi. Gísli segir að nú sé t.d. veri að vinna að sameiginlegu svæð- isskipulagi sem ætlað sé að efla enn þann samstarfsgrundvöll sem fyrir er. Breytingin á þessu úrelta lög- sagnarumdæmi mun því verða góð- ur áfangi til aukins samstarfs auk þess sem nauðsyn ber til að gera eðlilegar breytingar með tilliti til breyttra tíma, sagðir Gísli að Iokum. - J.G. Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, sagði að hann hafí flutt tillögu byggingarnefnd- ar, sem hefur fjallað um húsið, um að bæta fjórðu hæðinni við Ármúla 1A til þess að loka þakinu og koma í veg fyrir þakleka. Þessi tillaga var fyrst flutt í vor af forvera Sig- hvats í heilbrigðisráðuneytinu og var þá farið fram á nánari athugun á málinu. Þessari athugun er nú lokið og tillagan því aftur lögð fyrir ríkisstjómina. Að sögn Sig- hvats er lauslega áætlaður kostn- aður við þessar framkvæmdir um 35-40 milljónir. Sighvatur sagði að næst á dagskrá væri að ijalla um þessar framkvæmdir við fjár- málaráðherra. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort eða hvenær verður ráðist í þessar framkvæmdir að sögn heilbrigðis- ráðherra. Að sögn Sighvats var húsnæðið keypt af Vörumarkaðinum á sínum tíma og innréttað fyrir hina nýju starfsemi í húsinu. Breyta þurfti ýmsu þegar rannsóknarstofa Há- skólans í veirufræði flutti starfsemi sína að Ármúla. Þær framkvæmd- ar sem þá voru unnar eiga á hættu að skemmast ef ekki verður komið í veg fyrir þaklekann. Sighvatur sagði að ekki hefði tekist að þétta þakið og því væri lagt til að leysa vandann með því að bæta við hæð og nýju þaki á Ármúla 1A. AB fær 2 mánaða greiðslustöðvun ALMENNA Bókafélagið hf. fékk í gær veitta greiðslustöðvun til tveggja mánaða hjá skiptaráðandanum í Reykjavík. Félagið hefur glímt við mikinn fjárhagsvanda undanfarin ár en að sögn Óla Björns Kárasonar, framkvæmdastjóra AB, verður greiðslustöðv- unartiminn notaður til að endurskipuleggja fjárhag félagsins. „Almenna bókafélagið berst eins f(jSar Eymundssonar í október sl. og mörg önnur fyrirtæki við of miklar skuldir. Þrátt fyrir mikla vinnu við að endurskipuleggja rekstur og fjárhag félagsins á síðustu 10 mánuðum hefur það ekki dugað til,“ sagði Óli Bjöm í samtali við Morgunblaðið. Hann segir þó að verulega hafí tekist að grynnka á skuldunum síðustu mán- uði með margháttuðum aðgerðum. AB seldi þannig Bókaverslanir Sig- og fasteignina Austurstræti 18 nokkru síðar. í þriðja lagi var hluta- fé félagsins aukið. „Það svigrúm sem greiðslustöðv- unin skapar ætlum við að nota til að semja við lánardrottna og ná fram frekari hagræðingu í rekstri en í þeim efnum hefur okkur orðið verulega ágengt undanfarið," sagði Óli Bjöm. Pierre Vaneck Kvikmyndin „Svo á jörðu sem á himni“: Kunnur Frakki leikurhlutverk dr. Charcot PIERRE Vaneck, þekktur fransk- ur sviðsleikari, hefur verið ráðinn til að leika dr. Charcot í kvikmynd Kristínar Jóhannsdóttur „Svo á jörðu sem á himni“. Sigurður Pálsson, framkvæmda- stjóri kvikmyndagerðarinnar Tíutíu sem framleiðir myndina, sagði að samningar hefðu náðst við umboðs- mann Vanecks sl. helgi. Að sögn Sigurðar sýndi Vaneck mikinn áhuga á hlutverkinu en engu að síður tók nokkum tíma að semja þar sem launakröfur Vanecks voru ekki mið- aðar við hinn þrönga stakk sem íslenskri kvikmyndagerð er skorinn. Pierre Vaneck er vel þekktur í Frakklandi sem sviðs- og sjónvarps- leikari og hefur einnig leikið ( á annan tug kvikmynda. Með hlutverk skipvetjans sem lifði af þegar Porquoi pas? fórst fer ung- ur franskur sviðsleikari, Christope Pinon. Báðir koma þeir til landsins um miðjan ágúst og dvelja um mán- aðartíma við tökur í Homafírði og í nágrenni Reykjavíkur. Þriðji erlendi „leikarinn“ er vænt- anlegur til landsins í lok ágúst en það er breskt seglskip er mun fara með hlutverk Porquoi pas?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.