Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 ÓGNVEKJANDI UMFERÐARSLYS eftir Arinbjörn Kolbeinsson Að undanförnu hefur alda um- ferðarslysa risið hærra en áður hefur þekkst á björtum júlídögum. Dæmi er um að á hálfum sólarhring hafi tugur manna slasast. Að vísu hefur umferð á vegum sjaldan eða aldrei verið meiri en undanfarnar góð- viðrisvikur. Stærstu slysin eru ekki alltaf tengd mikilli umferð, heldur hafa þau orðið í lítilli umferð á frum- stæðum vegum og vanmerktum hættustöðum. Umferðarslysin hafa skapað margþættan vanda og erfið- leika. Þar ber fyrst að nefna sorg og sársauka hlutaðeigandi fjöl- skyldna og alltof stóran hóp stór- slasaðs fólks, að mestum hluta ung- menni. Mikill vandi hefur skapast á sjúkrahúsum. Gjörgæsludeildir eru þéttskipaðar stórslösuðum ung- mennum, sem flest hafa þurft að gangast undir stærri og minni að- gerðir. Á biðlista sjúkrahúsanna fjölgar þeim sjúklingum, sem lífsnauðsynlega þurfa á aðgerðum að halda. Getur svo farið að sumt af þessu fólki þurfi að senda á er- lend sjúkrahús vegna þrengsla á gjörgæsludeildum stóru sjúkrahús- anna í Reykjavík. Að undanförnu hefur mannfall og meiðsl í umferðarslysum hér á landi verið hlutfallslega stærra í sniðum en gerist um sömu þætti í alvöru styijöldum stórþjóða, t.d. í Persa- flóastríðinu. íslendingar eru friðelsk þjóð og andvígir vopnaskaki og stór- styrjöldum, enda hefur þeim giftu- samlega tekist að komast framhjá slíkum ófögnuði um aldaraðir. Á þessu sviði hafa stjómmálamenn sýnt fyrirhyggju og beitt hlutleysis- stefnunni með lagni. Umferðarstyij- öld er annars eðlis en vopnavið- skipti. Þar eru engir sýnilegir vinir eða óvinir. Þar er verið að beijast við tímann og plássið á veginum. Sigurvegarar eru engir, en alltof margir tapa fjárhagslega og heislu- farslega eða falla í valinn. Orsakir umferðarslysa Helstu orsakir umferðarslysa eru vel þekktar. En í hveiju einstöku slysi fmnast oft margir samtvinnað- ir orsakaþættir. Því eru rannsóknir umferðarslysa oft erfíðar, en nauð- synlegar svo unnt sé að fínna megin- orsakir hvers einstaks slyss. Slíkt getur veitt mikilvægar upplýsingar fyrir skipulag slysavarna. Talið er að helstu orsaka umferðarslysa megi leita hjá ökumanni, ökutæki og ástandi vegarins. En auk þess koma aðrir sjaldgæfari þættir inní myndina og má þar nefna veðurfar og náttúruhamfarir. Svipuð lög og reglur varðandi Ökumenn og örygg- isbúnað ökutækja gilda í flestum löndum Vestur-Evrópu. En um gerð vega og öryggi þeirra gilda víða aðrar reglur en hérlendis, enda veg- ir hér á landi frábrugðnir því sem gerist meðal menningarþjóða. Rannsóknir bæði hér á landi og erlendis hafa sýnt að slysatíðni er hæst hjá ökumönnum á aldrinum 17-20 ára. Þetta bendir til þess að ökufærni, kunnáttu og skilningi á hættum umferðarinnar sé ábótavant hjá ungum ökumönnum. Umferðar- fræðsla í grunnskólum er ófullnægj- andi og ber að stórauka hana, því umferðarreglur eru lífsreglur nútímafólks. Einnig þarf að auka og bæta ökukennslu og ökupróf. Þessi mál eru nú í endurskoðun og þess að vænta að þau færist brátt í betra horf, ásamt umferðarfræðslu, bæði í grunnskólum og öðrum skól- um. Einnig þarf að koma til sérstök umferðarfræðsla í fjölmiðlum, þ.e. símenntun ökumanna. Mikilvægt er að öryggisbúnaður ökutækja sé í góðu lagi og er nú unnið að þeim málum á markvissan hátt hér á landi. Þessi þýðingar- mikli þáttur öryggismála hefur mætt nokkrum misskilningi og jafn- vel andúð vegna ónógrar fræðslu almennings um umferðarmál. Umferðarlög og akvegir Umferðarlög þau sem nú eru í gildi, eru frá árinu 1987, en frá setn- ingu þeirra hefur ýmislegt breyst og reynslan sýnt að lög þessi þarf að endurskoða. Bílum hefur fjölgað þannig að nú eru fleiri bílar hér á landi miðað við íbúatölu en í nokkru öðru Evrópulandi. Ástand vegakerf- isins er misjafnt, á köflum er það sæmilegt, einkum sums staðar á suðvesturhomi landsins, þar sem flestir landsmenn búa. Víðast annars staðar hefur vegagerð verið vanrækt á undanfömum árum. Eins og öllum er kunnugt er vegakerfí landsins mjög frumstætt og víða stórhættu- legt og er orsakanna að leita í ónóg- um fjárveitingum til vegagerðar. Vamir gegn umferðarslysum Eins og áður er sagt er mikil þörf á aukinni umferðarfræðslu og bættri aðstöðu til ökukennslu. Að þeim málum verður unnið á næstu árum. Vegina þarf stórlega að bæta og útrýma þeim mörgu slysagildrum, sem þar er að fínna. Ekki er útlit Arinbjörn Kolbeinsson „Réttar aðgerðir gegn umferðarslysum geta þegar fram líða stundir bjargað mörgum mannslífum, komið í veg fyrir hundruð al- varlegra meiðsla og sparað þjóðfélaginu 3 milljarða króna ár- lega.“ fyrir að neitt verði gert í þeim málum á þessu ári, þar sem fé til vegamála var stórlega skorið niður á síðasta Alþingi. Ríkisstjórnin fyrirhugar nú enn frekari niðurskurð á fé.til sam- göngumála. Horfir því mjög illa fyr- ir þjóðinni á þessu sviði. Endurskoða þarf umferðarlögin og taka þar upp „punktakerfí" um- ferðarlagabrota og endurskoða regl- ur um ökuleyfíssviptingu og veitingu ökuleyfis að nýju. Löggæslu í umferðinni þarf að stórauka og endurskoða viðurlög við umferðarlagabrotum. Lækka ber skatta af rekstri bifreiða, t.d. afnema hinn rangláta skatt frá 1987, sem nefnist bifreiðagjald, en hækka sekt- ir (sem einnig má kalla skatt), fyrir umferðarlagabrot. Það að eiga bif- reið og geta annast rekstur hennar er víðtæk nauðsyn í nútíma þjóðfé- lagi og tilheyrir því hinum jákvæðu þáttum. Umferðarlagabrotin eru meginorsök þeirrar umferðarstyij- aldar, sem nú geysar á íslandi. Þau eru neikvæð starfsemi, sem ber að skattleggja. Skattlagningu á að breyta þannig, að sköttum sé létt af hinum jákvæðu og nauðsynlegu þáttum, en stórlega þyngdir á hinum neikvæðu þáttum, svo sem umferð- arlagabrotum, sem sífellt bjóða hættunni heim og valda þjóðinni allri ómældu tjóni. Enginn ökumaður, sem sviptur hefur verið ökuskírteini, ætti að fá skírteini að nýju, nema að undan- gengnu ökuprófí. Setja þarf sérstak- ar reglur um innheimtu sekta fyrir umferðarlagabrot og miða þær að nokkru við erlendar fyrirmyndir. Lögum um hámarkshraða á þjóð- vegum þarf að breyta í heild og færa hámarkshraðann til samræmis við gerð og ástand veganna. Ein- göngu verði leyfður' 90 km/klst. hámarkshraði á vegum með bundnu slitlagi, merktum gulri miðlínu, hvítum kantlínum og vegöxlum, þannig að bíll geti ekið útá axlirnar og staðnæmst þar ef þörf krefur. Vegir með bundnu slitlagi, tveim akreinum og merktri miðlínu geta haft 80 km/klst. hámarkshraða. Lélegir malarvegir hafi aðeins 60 km/klst. hámarkshraða, 7 metra breiðir malarvegir hafi 70 til 80 km/klst. hámarkshraða í samræmi við annað ástand þeirra. Sama gild- ir um vegi, sem hafa aðens eina akrein af bundnu slitlagi. Merkingar I I GA>1LA • KRONAN BOLHOLTI 6 BOLHOLTI 6, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 679860 N0TUÐ & NY I HÚSGÖGIM I Við bjóðum upp á margskonar húsgögn s.s. sófasett, borðstofusett, skrifborð, stóla, barnarúm, hillur, skápa og margt fleira. Seljum á góðum kjörum. Kaupum gegn staögreiðslu. I I Úr sænsku ferðablaði Getur einhver útskýrt hvers vegna íslensku brýrnar eru svona þröngar? á hættulegum stöðum á vegum þarf að stórauka. Má þar nefna blindhæð- ir, þröngar brýr og ræsi, krappar beygjur, brekkur, mjög óslétt yfír- borð o.fl. Nauðsynlegt er að Umferðarráði verði gert fjárhagslega kleift að stofna og viðhalda ökuferilsskrá allra ökumanna í landinu. Sömuleið- is er nauðsynlegt að koma á fót tjónaskrá yfír allar bifreiðir. Þetta ætti einnig að verða hlutverk Um- ferðarráðs í samvinnu við umferðar- lögreglu, tryggingarfélögin, Bif- reiðaskoðun Islands o.fl. Fastnúmerakerfi bifreiða auðveld- ar stofnun og rekstur tjónaskrár. Ekki er að vænta árangurs af slysa- vörnum néma löggæsla og umferð- areftirlit verði stóraukið. Fjölga þarf starfsliði og stórefla tæknibúnað umferðarlögreglu. Þá ber þess að geta, að verulegur og varanlegur árangur í umferðarslysavörnum næst ekki nema fjárveitingar til vegamála verði stórauknar. Engar framkvæmdir ríkisins skila eins miklum arði og varanleg vegagerð á fjölförnum leiðum. Lokaorð Þegar rætt er um umferðarslysa- vamir er nauðsynlegt að gera sér- grein fyrir því, að umferðarslysin kosta þjóðfélagið gífurlega mikið fé, ekki síst í sambandi við heilbrigðis- þjónustuna. Nákvæmar tölur um fjölda slasaðra í umferðinni hér á landi eru ekki fyrir hendi. En flestir munu sammála um að í umferðinni slasist nokkur þúsund landsmanna árlega, þar af mörg hundruð alvar- lega og yfir 20 manns falla í valinn ár hvert. Auk þessa koma til álita mörg og stór kostnaðaratriði, þ.e. vegna munatjóns, atvinnutaps, ör- orku o.fl. Á umferðarþingi, sem Umferðar- ráð o.fl. efndu til í nóvember 1990, flutti Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræðingur, erindi um kostnað umferðarslysa hér á landi árið 1989. í erindinu sundurliðaði hún kostnað- inn í sjö iiði, og reyndist heildar- kostnaður vegna umferðarslysa 5,2 milljarðar króna. Þar af greiddu Tryggingastofnun ríkisins og sjúkra- húsin um 350 milljónir króna. Síðan þá hefur slysum, einkum stórum slysum, fjölgað verulega, þannig að gera má ráð fyrir að kostnaður heil- brigðisgeirans í ár (1991), verði milli 400-500 milljónir kr. Trygging- arfélögin greiddu um 3,5 milljarða kr. vegna munatjóna o.fl. í umferð- arslysum. Þá fjárhæð greiða bif- reiðaeigendur tryggingafélögum í formi iðgjalda. Sjúkrahúskostnað ríkisins endurgreiða bifreiðaeigend- ur og aðrir ríkinu til baka í sköttum. Auk þess greiddu sjúklingar 1,5 milljarða kr. í formi tekjutaps. Gera má ráð fyrir að heildarkostnaður við umferðarslysin á þessu ári verði á milli 5-6 milljarðar króna, og senni- lega enn meiri á næsta ári ef ekkert verður að gert. Réttar aðgerðir gegn umferðarslysum geta þegar fram líða stundir bjargað mörgum manns- lífum, komið í veg fyrir hundruð alvarlegra meiðsla og sparað þjóðfé- laginu 3 milljarða króna árlega. Þetta er sannur spamaður fyrir þjóð- félagið, sem mundi létta okkur greiðslur sjúkrahúsa og sjúkratrygg- inga vegna umferðarslysa. Umferð- arslysavöm er virk og ódýr leið til sparnaðar fyrir heilbrigðisþjón- ustuna og þjóðina í heild. Höfundur er læknir og formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Leitum leiða til að bjóða út lyfin - segir Davíð A. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna DAVÍÐ Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, segir að rnjög mik- ið sé um útboð á hjúkrunarvörum Ríkisspítalanna. í viðtali í Morgun- blaðinu sl. miðvikudag sagði Valgarð Stefánsson, innkaupafulltrúi á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, að lyfjakostnaður spitalans væri minni en kostnaður við hjúkrunarvörur og unnt yrði að spara á því sviði með fleiri útboðum. Davíð sagði að á undanförnum árum hefði náðst umtalsverður sparnaður með útboðum á hjúkrunarvörum. „Við fórum í gegnum þetta fyrir nokkmm árum. Þá skoðuðum við hvað það er sem kostar mest og svo fórum við að reyna að bjóða út þær vörur sem. vom dýrastar. Við bjóðum í dag út afskaplega mikið af þessum vörum, annars vegar með formlegum útboðum og hins vegar með verðkönnunum. I gegnum tíðina höfum við séð mik- inn sparnað á þessu sviði, en ég hef miklu meiri áhyggjur af lyfja- kostnaðinum," sagði Davíð. Hann kvaðst telja að sífellt væri verið að reyna að draga úr kostn- aði við iyfjainnkaup og ein af þeim leiðum sem hefðu verið reyndar væri að bjóða út iyfjainnkaup. „Einn af fáum liðum sem okkur hefur ekki enn tekist að bjóða út eru lyf. Við reyndum það fyrir nokkmm árum og það var stöðvað, meðal annars af Verslunarráði. Við höfum leitað leiða til að bjóða út lyf og erum með það mál í gangi. Vonandi verður það hægt innan tíðar,“ sagði Davíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.