Morgunblaðið - 02.08.1991, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.08.1991, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 27 V erslunarmannahelgin: Pjöldi gesta takmark- aður í þjóðgarðana NU ÞEGAR mesta ferðamannahelgi ársins, verslunarmannahelgin, fer í hönd vill Náttúruverndarráð minna landsmenn á að þjóðgarð- arnir í Jökulsárgljúfrum og Skaftafelli eru fyrst og fremst ætlaðir þeim sem vilja njóta útiveru og náttúrufegurðar í friði og ró. Þjóð- garðarnir eru stofnaðir til þess að íslensk náttúra geti þrifist og dafnað þar eftir sínum eigin lögmálum og til þess að veita almenn- ingi aðgang að óspilltri náttúru landsins. Eitt tjaldsvæði er í þjóðgarðin- um í Skaftafelli, en þrjú tjaldsvæði eru í þjóðgarðinum í Jökulsárgljú- frum, þ.e.a.s. tvö í Ásbyrgi og eitt í Vesturdal. Fjöldi tjaldgesta um verslunarmannahelgina verður takmarkaður á þessum svæðum vegna þess að takmörk eru fyrir því hve miklum fjölda fólks snyrti- Leslie Nielsen í hlutverki Franks Drebins. húsin geta þjónað. Ekki verður hægt að taka á móti pöntunum fyrir tjaldstæði, en gestir eru beðn- ir að hafa samband við landverði er þeir koma í þjóðgarðana. Landverðir leiðbeina fólki um tjöldun og umgengni í þjóðgörðun- um. Þeir veita allar nauðsynlegar upplýsingar um gönguleiðir, ástand þeirra og lengd. Daglega er boðið upp á gönguferð í fylgd með landverði og er fólk hvatt til að nýta sér þessa þjónustu, þægi- lega leið til að fræðast um land og náttúru. Það skal sérstaklega tekið fram að tjaldsvæðin eru alls ekki ætl- uð til skemmtanahalds og þar á að ríkja næturkyrrð og ró frá mið- nætti til morguns. Leyfi þarf til þess að hafa gæludýr í þjóðgörðun- um og bannað er að hafa þau laus, hvort heldur er innan eða utan tjaldsvæða. Þeir sem brjóta gegn þessu og öðrum reglum þjóð- garðanna eiga það á hættu að verða vísað úr þjóðgarðinum. (Fréttatilkynning) ■ MARKAÐSNEFND land- búnaðarins hefur í samvinnu við yfirdýralækni gefið út upplýs- ingarit um hvaða reglur eru í gildi þegar ferðamenn flytja erlend matvæli með sér eða annað það sem getur borið hættulega smit- sjúkdóma hingað til landsins. Ritið nefnist „Upplýsingarit til ferða- manna um innflutning matvæla til íslands" og ber undirtitilinn: Erlend matvæli, gæludýr, veiði- tæki og annað sem krefst sérs- takra ráðstafana við komu ferðamanna til landsins.Ritið hefur verið gefið út í þremur út- gáfum á fimm tungumálum, þar sem leiðbeiningarnar eru á íslensku í einni útgáfu, á ensku og frönsku í annarri og þýsku og norsku í þeirri þriðju. ■ NÝMÆLI SF. hefur gefið út hljóðsnældu sem ber heitið „Viki- vaki“ og er undirtitillinn „Songs from the Saga Island". Snældan er einkum ætluð erlendum ferða- mönnum og við val á efni hefur verið haft að leiðarljósi að sameina á einni snældu það efni af þessu tagi sem ferðamenn sækjast helst eftir. Á snældunni eru 18 íslensk þjóðlög — úrval af þeim þjóðlögum sem íslendingar hafa mest dálæti á. Söngvarar eru þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Jóhann Sigurð- arson og Páll Iljálmtýsson en Stefán S. Stefánsson útsetti lögin og stjórnaði upptökum. Auk þjóð- laganna er á snældunni efni sem mörgum þykir áreiðanlega fengur að: Sveinbjörn Beinteinsson alls- heijargoði kveður rímur, Sigurð- ur Rúnar Jónsson, Diddi fiðla, leikur á langspil, leikin lagasyrpa sem nota má við hljóðsetningu myndbandsefnis frá íslandi, bækl- ingur með söngtextum og upplýs- ingum um lögin og loks þjóðsöng- urinn. Hljóðsnældan Vikivaki. Danshljómsveitin Sambandið ■ DANSHLJÓMSVEITIN Sam- bandið hóf að skemmta gestum Súlnasalar Hótels Sögu laugar- daginn 27. júlí sl. Hún mun skemmta á laugardagskvöldum út ágústmánuð frá kl. 22-3. Eftirtaldir hljómlistamienn skipa Sambandið: Kjartan Baldursson bassi, Reynir Guðmundsson söngur, Hörður Friðþjófsson gítar, Bjarni Helga- son trommur og söngur og AI- bert Pálsson hljómborð og söng- ur. NOTAÐAR VINNUVÉLAR TIL SÖLU TRAKTORSGRÖFUR BELTAGRÖFUR CAT 428/438 ’87- -'89 CAT 225B '88 Case 580 '82 Fiat FE20HD '88 HJÓLASKÓFLUR JARDÝTUR CAT 980B '75 CAT D6C '71 CAT 966D '82 CAT D6B '65 CAT 966D '82 Komatsu D65E '81 CAT 966D '75 CAT 950B ■■ ■ y _ ■ ■ ■/ '84 uppiysmgar ma soiumonnum hokiu tlí. Sími 695500. HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 Haskólabíó sýn- irmyndina Beint á ská 2Vi HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga kvikmyndina „The Naked Gun 2'h“. I aðalhlutverk- um eru Leslie Nielsen, Priscilla Presley, Robert Coulet og Ric- hard Griffiths. Leikstjóri mynd- arinnar er David Zucker. Myndin segir frá hetjunni miklu og skálkaskelfinum Frank Drebin (Leslie Nielsen) sem aftur er kom- inn á vettvang og eins og fyrri daginn stendur fátt í vegi fyrir honum. Hjá okkur fæst gott úrval hvers kyns veiðibúnaðar. Allt frá miklu úrvali veiðistanga og hjóla í fjölda verðflokka, til fyrirtaks veiðifatnaðar á hagstæðu verði. Við seljum aðeins viðurkennd merki. Sumarafgreiðslutími Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-19, föstudaga til kl. 20 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 10 til 16. jBAbu Garcia E & HARDY Scientific Anglers Barbour Hafnarstræti 5 ■ Símar 1 67 60 og 1 48 00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.