Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 opcíi- «ð Hlíðarvelli, Morfelhbœ gunnudaginn 4. ágúst 1991 Glœsileg verðlaun Skráning í síma 91-667415 VERKSMIÐJAN VIFILFELL HF. Paraghurt getur komið í veg fyrír meltmgaitmflanir í fninu. Einn munnbiti getur hæglega eyðilagt gott sumar- frí. Oft þarf ekki meira til að koma af stað meltingartruflunum. Paraghurt hjálpar meltingarfærunum að venjast framandi gerlum og getur þannig komið í veg fyrir meltingartruflanir. 2 töflur þrisvar á dag er nóg til að halda maganum í jafnvægi. Paraghurt fæst í lausasölu í apótekum. Taktu Paraghurt með í fríið. Góða meltingu - Góða ferð! Einkaumboö á íslandi: Pharmaco HÖRGATÚNI 2, GARÐABÆ SÍMI 44811 í'-i -ní- . .« , ... ■ • -ú'. ; - .. ' . . VERSLUNARMANNAHELGIN Atak gegn nauðgunum á útiskemmtunum Sverrir Það er Ijóst að nei verður ekki meyjar já um verslunarmannahelgina. Stígamót eru fræðslu- og ráðgjaf- armiðstöð fyrir þá sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Miðstöðinni var komið á fót fyrir einu og hálfu ári og að henni standa sérfræðingar og áhugafólk um kyn- ferðisafbrot ásamt þolendum. Þessir aðilar hafa sérstakar áhyggjur af hinum mikla fjölda unglinga sem munu sækja útiskemmtanir um verslunarmannahelgina og hvetja fólk til þess að vera á varðbergi gagnvart nauðgurum. Ingibjörg Guðmundsdóttir starfs- kona Stígamóta, sagði í samtali við biaðamann Morgunblaðsins að það væri óhugnanlegt að heyra hve margar nauðganir ættu sér stað um verslunarmannahelgina og því hefði verið ákveðið að hrinda af stað sér- stöku fræðsluátaki gegn þeim. „Við prentuðum til dæmis sérstakt vegg- spjald með áletruninni: Nei þýðir nei - Nauðgun er glæpur.Með þessu viljum við koma því til skila að neiti stúlka kynmökum er það ekkert annað en nauðgun að beita hana ofbeldi til þess að koma þeim fram. Einnig er það nauðgun ef höfð eru kynmök við stúlku sem er í áfengisdái. Við teljum nauðsynlegt að hamra á því að nauðgun er alvar- legur glæpur. Það kemur alltof oft fyrir að nauðganir eru ekki kærðar. Til dæmis getur stúlka haldið að ekki hafi verið um nauðgun að ræða vegna þess að hún hafi ekki getað varið sig sökum ölvunar. Einnig getur verið að stúlkur þori ekki að kæra vegna þess að þær séu hrædd- ar við allt umstang sem fylgir mála- rekstri og það orð sem þær geta fengið á sig,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ingibjargar má oftast skipta nauðgunum sem eiga sér stað á útiskemmtunum, í tvo flokka. „Annars vegar er um að ræða nauðganir drýgðar af mönnum sem leita uppi dauðadrukknar unglings- stúlkur með það í huga að nauðga þeim, og hins vegar svokallaðar kunningjanauðganir sem eru mun algengari. Þegar um slíka nauðgun .COSPER - V-a-á, hver blés þig upp? Ujl^COSPER^ er að ræða þekkir stúlkan gerandann og hefur því borið til hans ákveðið traust. Það eru einmitt þessar kunn- ingjanauðganir sem við erum hrædd- Þær eru ráðgjafar á vegum Stígamóta og verða í Húnaveri og Her- jólfsdal um helgina. Frá vinstri: Björg Marteinsdóttir, Sigrún Gísla- dóttir og Jónína Gunnlaugsdóttir. ar um að séu sjaldan kærðar og er það miður. Mikilvægast er þó að leggja aherslu á fyrirbyggjandi að- gerðir og þess vegna viljum við beina því til fólks sem verður saman í för að fylgjast vel hvert með öðru og koma til hjálpar en ekki að líta í aðra átt verði það vart við kynferðis- lega áreitni eða nauðgun." Um helgina verða Stígamót með sérstaka ráðgjafa á þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum og á rokkhátíðinni í Húnaveri. Þeir verða með aðstöðu hjá lögreglu og heilsugæslu á þess- um stöðum og getur fólk leitað til þeirra verði það fyrir kynferðislegri misnotkun. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Metsölublað á hverjum degi!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.