Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 36
MQRGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 36 Áskorendaefnum fækkar Skák Margeir Pétursson NÆSTUM allir sterkustu skák- menn heims, að heimsmeistar- anum Kasparov undanskildum, munu berast á banaspjótum næstu tvo mánuði, fyrst í fjórð- ungsúrslitum áskorendakeppn- innar sem hefjast í Brussel 10. ágúst og síðan hefst heimsbikar- keppnin 1991-93 með heimsbik- armótinu hér í Reykjavík, sem byijar 21. september. Hér heima er fleira á döfinni, því nú er ljóst að Skákþing íslands i landsliðs- flokki 1991 verður háð i Garðabæ dagana 27. ágúst til 8. september næstkomandi. Likur eru á að mótið geti gefið alþjóðlegu meisturunum færi á að ná áfanga að stórmeistara- titli, en til þess þurfa a.m.k. þrír stórmeistarar að vera með. Þegar dregið var í áskorenda- einvígjunum í febrúar virtust þau öll fjögur geta orðið býsna ein- stefnukennd, en síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og nú er jafn- vel útlit fyrir tvísýna keppni í þeim öllum. í fjórðungsúrslitunum mætast eftirtaldir: Viswanathan Anand, Indlandi 2.630 stig — Anatolíj Karpov, Sovétr., 2.730 stig. Boris Gelfand, Sovétr., 2.665 stig — Nigel Short, Englandi, 2.660 stig Vassily Ivantsjúk, Sovétr., 2.730 stig — Artur Jusupov, Sovétr., 2.625 stig. Viktor Kortsjnoi, Sviss, 2.610 stig - Jan Timman, Holiandi, 2.630 stig. Jafnvel í einvígi Karpovs og Anands er ákveðinn óvissuþáttur, því Indveijinn náði að leggja Karpov að velli í síðustu skák þeirra í Linares í febrúar. Með hraðri og hvassri taflmennsku gæti honum aftur tekist að setja heimsmeistarann fyrrverandi út af laginu. Um síðustu'áramót var Gelfand þriðji sterkasti skákmaður heims með 2.700 stig, en Short talsvert neðar með 2.635. Síðan þá hefur Gelfand ekki getað staðið undir þessari háu einkunn, en Short hins vegar stöðugt sótt í sig veðrið. Það virðist því alveg undir hælinn lagt hvor þessara sterku skákmanna ber sigur úr býtum. Eftir glæsilegan sigur Ivant- sjuks í Linares töldu ýmsir það allt að því formsatriði að afgreiða Jusupov, en síðan þá hefur Ivant- sjuk teflt á öðru móti á Spáni þar sem honum brást bogalistin, hann mátti sætta sig við þriðja sætið á eftir Anand og Ehlvest. Jusupov var hins vegar að enda við að vinna sinn stærsta mótssigur, hlaut 1IV2 v. af 13 mögulegum í Hamborg og sýndi gríðarlegt öryggi. Hann er miklu reyndari einvígismaður en Ivantsjuk, enda 10 árum eldri, og í síðustu áskorendakeppni átti Karpov í miklum erfíðleikum með hann. Þá gætu menn haldið að Timm- an, sem komst í úrslit síðustu áskorendakeppni gegn Karpov, ætti að fara létt með Kortsjnoi, sem hefur verið býsna brokkgeng- ur upp á síðkastið. En Viktor gamli hefur unnið þrjár síðustu innbyrðis skákir þeirra og þótt þar af hafi ein verið atskák, sýnir það eitt að Timman má vissulega vara sig. Ný heimsbikarkeppni að hefjast í Heimsbikarkeppninni 1988-89 voru haldin sex mót með miklum glæsibrag á tveimur árum 0g tók hver keppandi þátt í fjórum mót- um. Kasparov sigraði eftir harða keppni við Karpov, sem sprakk á limminu í Amsterdam og tapaði þremur skákum í röð, fyrir þeim Salov, Ljubojevic og Nunn, í fyrsta sinn á ævinni. Eitt mótanna fór fram hér á landi og var það haldið af Stöð 2. Aðdragandi þeirrar keppni sem hefst í haust hefur verið mjög erf- iður, aðallega vegna samstarfserf- iðleika Kasparovs og belgíska fjár- málamannsins Bessels Koks, en fyrirtæki hans, fjármagnsflutn- ingafyrirtækið SWIFT, sem íslenskir bankar eru m.a. aðilar að, mun greiða öll verðlaun í þess- ari keppni. Það var ekki fyrr en nú í vor að samningar náðust við Kasparov um þátttöku hans. Þess má reyndar geta að Bessel Kok virðist hafa fengið nóg í bili af samskiptum sínum við heims- meistarann, því hann mun hætta sem framkvæmdastjóri stórmeist- arasambandsins um næstu áramót. Hann hefur þó lofað að halda áfram stuðningi við það, en þar er þó mikið skarð fyrir skildi. I heimsbikarkeppninni tefla eft- irtaldir: Garíj Kasparov, Sovétr. 2.770 Vassilíj Ivantsjuk, Sovétr. 2.735 Anatolíj Karpov, Sovétr. 2.730 Evgeníj Bareev, Sovétr. 2.680 Valery Salov, Sovétr. 2.665 Nigel Short, Englandi 2.660 Alexander Beljavskíj, Sovétr. 2.655 Alexander Khalifman, Þýzkal. 2.630 Mikhail Gurevitsj, Sovétr. 2.630 Jonathan Speelman, Engl. 2.630 Jan Timman, Hollandi 2.630 Predrag Nikolic, Júgósl. 2.625 Ulf Andersson, Svíþjóð 2.625 Zurab Azmaiparashvili, Sov. 2.615 Yasser Seirawan, Bandaríkj. 2.615 John Nunn, Englandi 2.615 Viktor Kortsjnoi, Sviss 2.610 Jaan Ehlvest, Eistlandi 2.605 Murray Chandler, Englandi 2.605 Ljubomir Ljubojevic, Júg. 2.600 Zoltan Ribli, Ungveijal. 2.595 Kiril Georgiev, Búlgaríu 2.590 Simen Agdestein, Noregi 2.590 Lajos Portisch, Ungveijal. 2.570 Nick DeFirmian, Bandaríkj. 2.570 Boris Gulko, Bandarikj. 2.565 Af þessum köppum tefla eftir- taldir á heimsbikarmótinu hér í Reykjavík frá 21. september til 14. \ > Anatolíj Karpov október í haust: Ivantsjuk, Karpov, Salov, Beljavskíj, Khalifman, Spe- elman, Timman, Nikolic, Anders- son, Seirawan, Ehlvest, Chandler, Ljubojevic, Portisch og Gulko. Auk þeirra teflir Jóhann Hjartarson á mótinu sem gestur. Fyrir íslenska skákáhugamenn er mótið ekki sízt athyglisvert fýr- ir þá sök að Anatolíj Karpov teflir nú í fyrsta skipti á íslandi. Búast má við að um hatrammt uppgjör á milli hans og Ivantsjuks verði að ræða, en þeir Salov, Beljavskíj og Timman gætu einnig blandað sér í baráttuna um efsta sætið. Sama má segja um Ehlvest og Ljubojevic, sém eru að vísu mis- tækari. Mótið verður haldið á Hót- el Loftleiðum og Stöð tvö mun vera með nokkrar útsendingar á dag frá því, á sama hátt og frá heimsbikarmótinu 1988. Skákþing íslands hefst eftir mánuð Mótið verður haldið í Garðabæ eftir mánuð og er ekki Ijóst hverj- ir verða á meðal þátttakenda. Þó má búast við að það verði allvel skipað, jafnvel öflugra en íslands- mótið á Grundarfirði 1986. Teflt verður um tvö sæti í Ólympíuliði íslands næsta ár, en þá fer Ólympíumótið fram í Manila á Filippseyjum dagana 7. til 25. júní. Einnig má gera ráð fyrir því að teflt verði um tvö sæti á svæða- móti FIDE, sem jafnframt verður skákþing Norðurlanda, en kepp- endur munu þó líklega ekki vita um það fyrr en eftir að íslandsmót- inu verður lokið. Er það dæmigert fyrir það ástand sem ríkt hefur síðan sérstakt Norðurlandasvæði var stofnað innan FIDE. Fullnægi íslandsmótið þeim skilyrðum að meðalstig þess verði a.m.k. 2.400 og þrír stórmeistarar verði með, gefst alþjóðlegu meist- urunum fágætt tækifæri til að vinna sér inn áfanga að stórmeist- aratitli en þau liggja svo sannar- lega ekki á lausu þessa dagana. Því miður hefur stöðnun ríkt í skáklífmu hér undanfarinn vetur, í fyrsta sinn síðan 1983 var hér enginn alþjóðlegur skákviðburður. Skýtur þar mjög skökku við, því á síðasta ári varð Hannes Hlífar yngstur íslendinga til að ná fýrsta áfanga að stórmeistaratitli og Héð- inn Steingrímsson varð yngsti ís- landsmeistarinn frá upphafi. Þá náði Helgi Áss Grétarsson nýlega þeim frábæra árangri að verða í öðru sæti á heimsmeistaramóti 14 ára og yngri, eins og lesendur Morgunblaðsins gátu íýlgst með í daglegum fréttapistlum frá mót- inu. Atti Helgi þó í höggi við mjög erfíða andstæðinga frá Austur- Evrópuríkjunum, sem sum áttu fleiri keppendur en einn á mótinu. Ég fæ því ekki betur séð en unglingar okkar séu efnilegri en nokkru sinni lýrr, en skortur á tækifærum gerir allar framfarir mjög erfiðar. Stórmeistaramir geta auðvitað mætt verkefnaleysi hérlendis með þátttöku í mótum á erlendri grund, þótt auðvitað sé betra að tefla hér heima, en ekki er hægt að búast við því að ungl- ingar nái sínu bezta ef þeir þurfa að dveljast langdvölum í útlöndum til að fá tækifæri á alvörumótum. TVFJllYINIll oganmrífríi Laugavegi 45 s. 21255 I kvöld: GÓOKUWNIWGJAR LÖGREGLUNNAR FRÍTT INN Laugardagskvöld: DISKOTEK FRÍTTINN Sunnudagskvöld: IIMFERIMO 5 ÁSAMT R.M.F. Við viljum vekja athygli á okkar stórgóða og ódýra matseðli. Cterkurog k J hagkvæmur auglýsingamiöill! ARMIJIA 7 SIMI 68 16 61 GE0R6EGROSSMAN skemmtir í kvöld „Draft happy hour“ daglegakl. 18-21 M01JLIN R0LGE DJ. KRISTINN LAUGAVEG1116 DANSBARINN Grensásvegi 7, sími 33311-688311 ÞAÐ VERÐUR FJÖR í KVÖLD ! OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG BREYTT OG BETRA DANSHUS ! Aögangseyrir kr. 800.- Snyrlilegur klæönaöur. Opiö frá kl. 22 - 03. DAMSHÚM GUESIBÆ SÍMI686220 VITASTÍG 3 SIMI 623137 Föstud. 2. ágúst. Opið kl. 20-03 Hin frábæra blussveit „HAPPYHOUR“kl. 22-23 Geisladiskurinn BLU ICE með CHICAGO BEAU/JIMMY DAWKINS/VINUM DÓRA til sölu við innganginn á gjafverði kr. 1500 (kostar kr. 1899) MÆTIÐ TÍMANLEGA lengi lifi blúsinn! MuMtk í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI INGÚLFS EAFÉ Píanóbarinn opinn frá kl. 22.00 í kvöld, laugardag og sunnudag Snyrtilegur klæðnaður Ingólfscafé, ingólfsstræti, sími 14944

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.