Morgunblaðið - 02.08.1991, Síða 41

Morgunblaðið - 02.08.1991, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 41 Þessir hringdu ... Fólkið komi sjálft með tillögur Reynir hringdi: Það er eitt sem mér finnst oft gleymast í allri umræðu um spamað í ríkiskerfinu. Víða t.d. í Bandaríkjunum em starfandi hugmyndabankar þar sem menn geta komið með hugmyndir og fengið greitt fyrir þær sem reyn- ast einhvers virði. Hví ekki að taka slíkt upp hér? Fáir munu betur að sér um óþarfa eyðslu í ríkiskerfinu en starfsmenn þess. Þess vegna væri þjóðráð að aug- lýsa eftir hugmyndum frá þeim um hvar skera megi niður algjör- an óþarfa. Eflaust fengjust margar góðar spamaðartillögur með þeim hætti. Aumkunarvert yfirklór Hallbera hringdi: Ég er sammála Hólmfríði sem skrifaði í Velvakanda um daginn. Þjónustu SVR fer stöðugt hrak- andi og það er kominn tími til að breyta til hjá þeirri stofnun. Jafnframt finnst mér leiðrétting- in frá SVR sem birtist í Velvak- anda s.l. miðvikudag vera aumk- unarvert yfirklór. Allir vita að það er hárrétt hjá Hólmfríði að áttan og nían hafa gengið á hálf- tíma fresti í mörg ár þó SVR séu nýbúnir að breyta þvi. En verður það ekki einungis um sumartím- ann? Munu vagnarnir fara á stundarfjórðungs fresti eins og aðrir vagnar næsta vetur? Frímerki með skáldjöfrum? Torfi hringdi: Ég sá í Tímanum í dag að nú eru komin út ný frímerki, falleg að vanda. Eitt af þessum nýju frímerkjum ber mynd hins ágæta listvinar Ragnars í Smára. Þetta minnir mig á að Ragnar gaf út margt ágætra höfunda á sinni tíð. Er ekki kominn tími til að gefa út frímerki með myndum af Halldóri Laxness og öðrum mestu rithöfundum íslendinga, s.s. Þorbergi Þórðarsyni? Ég veit að yfírleitt eru ekki gefín út frí- merki með myndum af lifandi mönnum en eigi einhver slíkan heiður skilinn er það Nóbels- skáldið okkar sem verður níræð- ur á næsta ári. Torfþök ekki úðuð með eitri Björk Þórisdóttir, safnvörður í Árbæjarsafni hafði samband við Velvakanda: Af gefnu tilefni vilja starfs- menn Árbæjarsafns benda á að torfþök á safninu eru ekki úðuð með eitri. „Dökkbrúnn vetrarlit- ur“ þeirra stafar af.langvarandi þurrki fyrri hluta sumars, ekki eiturnotkun. Eyrnalokkur Lítill eyrnalokkur með slípuð- um steini og silfurumgjörð (frá Jens) tapaðist fimmtudaginn 25. júlí í Hafnarfirði, annað tveggja á homi Strandgötu og Linnet- stígs eða við Bæjarbakaríið. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band við síma 51308. Dónaleg framkoma Lilja hringdi: Ég vinn í verslun í miðbænum og hringdi um daginn í hið ný- stofnaða Kattholt út af litlum kettlingi sem virtist vera villtur í nágrenni við verslun mína. En þeir vildu ekkert gera. Konan sem ég talaði við sagði bara: Það er fulit af köttum að flækjast í miðbænum, og skellti síðan á. En kettir geta týnst í miðbænum líka. Sjálf er ég kattaeigandi og bý skammt frá miðbænum og mig óar við hvað gerast myndi ef ég týndi kettinum mínum ef þetta eru viðbrögð þeirra sem segjast ætla að hjálpa. Þakkir til Páls Helgasonar Dóra Guðmundsdóttir hringdi: Ég var í Vestmannaeyjum 22-23. júní á vegum Páls Helga- sonar. Það var yndisleg helgi og þjónustan alveg til fyrirmyndar. Það urðu smábrengl af okkar hálfu, þ.e. við urðum færri en um hafði verið talað en þegar ég bauðst til að borga mismuninn var það ekki til að tala um. Ég vil þakka fyrir þessa góðu þjón- ustu. Taska tapaðist Bleik íþróttataska í brúnum plastpoka tapaðist af toppgrind bíls milli Markarfljótsbrúar og Hellu s.l. sunnudag. Taskan var merkt Bryndísi Jónu en í henni voru barnaföt. Finnandi hringi í síma 92-15074. Ekki dýrt á Blönduósi Örn Clausen hringdi: Ég er ekki sammála mannin- um sem kvartaði undan dýrri sjoppu á Blönduósi í Velvakanda s.l. miðvikudag. Mér fínnst ekk- ert mikið að borga 310 krónur fyrir tvær ristaðar brauðsneiðar, ostsneiðar og smjör og kaffí. Það er ódýrara en i Reykjavík. Nú ferðast ég oft um þessar slóðir og hef oft komið við bæði í þess- ari sjoppu og Krútthúsinu. Og mér fínnst ekki dýrt þar en þjón- ustan aftur á móti mjög góð. Gott tímakaup Anna hringdi: Ég fór nýlega í timbursölu BYKO og keypti timbur sem ég þurfti að láta saga niður. Það tók tíu mínútur og kostaði 72,30 krónur á mínútuna eða 723 krón- ur alls. Ég verð að segja að það yrði ansi dýr klukkutími og þætti gott tímakaup. Næst ætla ég að hvetja þann sem sagar fyrir mig að vera röskari. Ónæði af fótboltavelli Kona í Granaskjóli hringdi: Ekki ætla ég að kvarta undan kappleikjum KR en hins vegar er það rétt hjá Sigurði Guttorms- syni sem nýlega skrifaði í Velvak- anda að bílum er oft lagt ólög- lega í kringum völlinn og Frosta- skjólið er t.d. ekki nógu breitt fyrir umferð í tvær áttir þegar á kappleikjum stendur því bílum er lagt báðum megin við götuna. Síðan borgaryfírvöld létu loka Granaskjólinu í annan endann er hins vegar bara um eina leið til og frá heimilum okkar að ræða fyrir okkur í götunni og hún er um Frostaskjólið sem er illfært vegna kappleikja. Þetta er ekki nógu gott. Hótel Borg Selma hringdi: Fyrir mína hönd og annarra aðila að brúðkaupsveislu á Hótel Borg s.l. laugardag langar mig til að þakka Jóhanni hótelstjóra, Guðrúnu veitingastjóra og öðru starfsfólki hótelsins fyrir einstak- lega ánægjuleg samskipti og fyr- irtaksgóða þjónustu. Hjálmur týndur - dúkka fundin Kristín hringdi: Bleikur barnareiðhjólahjálmur með Velúráklæði tapaðist frá Rekagranda 8, sennilega ein- hvern tímann í júni. Hjálmurinn er sennilega ekki merktur. Á sama stað er rauðhærð dúkka í gulköflóttum kjól búin að vera í óskilum lengi. Upplýsingar um þetta tvennt fást í síma 14357. Gullhringur Hvítur gullhringur með litlum demanti tapaðist á leið frá Laugavegi niður á Hlemm (Hverfísgötumegin) aðfaramótt s.l. sunnudags. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 620166 (Silla). Fundarlaun. Þakkir til ríkisskattstjóra Helga hringdi: Það er þakkar vert hvernig hinn almenni borgari fær nú í hendur álagningarseðil sem er skiljanlegur. Slíkt hefur ekki gerst fyrr í þau 30 ár sem ég hef greitt skatta. Ég sendi emb- ættismönnum ríkisskattstjóra bestu kveðjur og þakka þeim þessa einföldun á annars óskiljanlegu plaggi. Bjóðið upp á óáfenga drykki Mig langar til að taka undir með henni Guðbjörgu, sem skrifar um vínlistann í Viðey. Alltof fá veit- ingahús bjóða upp á óáfenga drykki, sem valkost í staðinn fyrir hefðbundin borðvín. Ég er hér að sjálfsögðu ekki að tala um gos- drykki heldur eitthvað, sem gæti komið í staðinn fyrir borðvín. Veit- ingahúsið Argentína hefur boðið upp á óáfengan drykk, sem heitir Aqua Libra, og er sá drykkur það næsta, sem getur komið í staðinn fyrir borðvín. Þar fyrir utan er drykkur þessi sagður mjög hollur og veitir vellíð- an. Ég skora á önnur veitingahús að taka Argentínu sértil fyrirmynd- ar og bjóða upp á Aqua Libra eða sambærilega drykki. Gunnar Forsetinn o g stjórn- málamennirnir Ein algengasta setning margra stjómmálamanna fyrir kosningar er þessi: „Ég hef ákveðið að gefa kost á mér.“ Sjálfsánægja þessara manna hefur oft vakið furðu vegna lélegs árangurs í starfi. Undanfar- in ár hafa þessir menn fjarlægst þjóðina og orðið nokkurskonar ríki í ríkinu, metnaður og eigin hags- munir þeirra stangast á við þjóðar- hag. Margir forsvarsmenn krata, og einhveijir úr Sjálfstæðisflokknum, hafa fengið þá flugu í höfuðið að án afsals fullveldis og samruna við þjóðir EB eigi Island litla möguleika. Það er svo sem ekki oftrú á íslenskri þjóð fyrir að fara hjá þessum mönnum. En einn er sá málsvari þjóðar- innar sem ber höfuð og herðar yfír aðra, trúir á manneskjurnar, sér fram á veginn og berst því gegn allri frelsisskerðingu, Vigdís Finnbogadóttir, forsetinn okkar, sem öll þjóðin virðir og dáir. Hún tók þá mikilvægu ákvörðun að starfa áfram fyrir þjóð sína, ef eftir væri leitað, og léttir það mikl- um áhyggjum af landsmönnum.4 dag er forsetinn okkar, frekar en nokkru sinni fyrr, verndari full- veldisins og manneskjan sem ís- lendingar treysta best. Uppistaðan í málflutningi forsetans okkar hef- ur alltaf verið hvað landi og þjóð er fyrir bestu en frelsið hefur ver- ið efst á blaði og skerðing þess ekki föl fyrir peninga. Það er trú mín að verði einhveij- ir óláns þingmenn til þess að bera upp í þinginu frelsisskerðandi samning við erlendar þjóðir, og meirihluti náist, krefjist hún þjóð- aratkvæðis um málið. Albert Jensen POIVRE BLANC* FRANSKIR BÓMULLARBOUR. EITT AF VINSÆLUSTU MERKJUNUM í DAG í FRAKKLANDI. FRÁBÆRIR LITIR. MEIRIHÁTTAR MYNDIR. FYRSTA FLOKKS BÓMULL. Útsölustaðin Reykjavík og nágr: Útilif, Rvk; Bangsi, Rvk; Hummel-búðin, Rvk; Sportlínan, Kópavogi; Músik og sport, Hafnarfirði. Landið: Sportbúð Óskars, Keflavík; Óðinn, Akranesi; Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi; Sportúsið, Akureyri; Sporthlaðan, ísafirði; Litli bær, Stykkishólmi; Krakkakotið, Sauðárkróki; Torgið, Siglufirði; Við lækinn, Neskaupstað; Axel Ó, Vestmannaeyjum; Orkuverið, Höfn; Blómsturvellir, Hellissandi. Heildversl. SPÖRT (Jtscilca í dcag og ó morgun á klassískri tónlist. Mikid úrval SPRENGIDAGAR A LAUGAVEGI 96 (HLJOðFÆRAHUS REYKJAVIKUR) -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.