Morgunblaðið - 02.08.1991, Síða 33

Morgunblaðið - 02.08.1991, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 Guðmundur Hann- esson - Kveðjuorð Fæddur 10. desember 1898 Dáinn 5. júlí 1991 Guðmundur Hannesson var orð- inn 92 ára, er hann lést. Hann fæddist í Bollastaðakoti í Flóa. Þar bjuggu foreldrar hans Sigríður Hansdóttir og Hannes Sigurðsson. Sigríður fæddist 1859 á Baugstöð- um í Stokkseyrarhreppi en alin upp á Tóftum í sama hreppi. Hans var Jónsson Hanssonar. Jón Hansson var bróðir Hannesar Hanssonar landpósts. Faðir Guðmundar, Hann- es Sigurðsson, fæddist 1834 á Langsstöðum í Flóa. Sigurður var Þorsteinsson ættaður af Rangár- völlum og kominn af Víkingslækjar- ætt. Guðmundur var næst yngstur sjö systkina. Elstur var Ingibergur sem var sjómaður í Vestmannaeyj- um. Síðan Sigurhans sem bjó í Reykjavík og vann lengst af hjá Isaga og_ talinn er fyrsti logsuðu- maður á Islandi. Síðan koma Jónína sem bjó í Reykjavík, Hannesína sem bjó í Kálfholti í Villingaholtshreppi en síðustu árin á Selfossi og Guðríð- ur sem bjó einnig í Reykjavík. Yngstur sinna systkina er Gestur sem orðinn er níræður og er pípu- lagningameistari í Reykjavík. Af- komendur þessara systkina er Ijöld- amargir. Sökum fátæktar var Guðmundi ráðstafað af hreppnum eins og öll- um hans eldri systkinum. Þriggja ára ætlaði hann að reyna að stijúka heim en gafst upp við „stóra fljót- ið“ eins og hann sagði sjálfur sem í raun var ekki nema lækjasrsytra milli þúfna. Síðar ólst hann upp til 17 ára aldurs á Litlu-Reykjum þar til hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Oft talaði Guð- mundur um harðræði sitt í æsku en honum var hlýtt til bóndans sem oft hefði tekið hans málstað. Guðmundur vann almenna verk- amannavinnu í Reykjavík en mest í smiðjum. Fyrst í Hafnarsmiðjunni við brúa- og vitasmíði. í mörg ár í Stálsmiðjunni og fór orð af honum þar að ekki brenndi hann hnoðin og þótti góður ásláttarmaður. Síð- ustu starfsár sín vann Guðmundur á málningarverkstæði Egils Vil- hjálmssonar og bjó bíla undir sprautun og sprautaði. Guðmundur var mjög sérstæður maður, einstæðingur alla sína ævi og ávallt í varnarstöðu gagnvart þjóðfélaginu. Bestu árin átti hann í kartöflugörðunum í Kringlumýr- inni þar sem hann gerði upp skúr að notalegu heimili fyrir sig. Þar höfðu vinir hans, málleysingjarnir, griðland. Hann var sérstakur fugla- og dýravinur. Þar hafði hann kart- öflurækt og byggði forláta jarðhús sem við frændurnir nutum góðs af. Þegar hann varð að yfirgefa Kringl- umýrina flutti hann til frænda síns Óskars Halldórssonar í Laugarásn- um. Síðustu æviár sín bjó hann í þjónustuíbúðum aldraðra á ' Dal- braut 27. Þegar þrótturinn fór að bila og hann hætti að geta hugsað um sig sjálfur þáði hann í fyrsta sinn á æfinni umönnun annarra. Þar sem starfsfólkið veitti honum ást og umhyggju sem hann hafði alltaf farið á mis við. Hannes Ingibergsson. Þá eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá en þá fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má en angan horfin innir fyrst, ‘ urtabyggðin hvers hefur misst. (Bjarni Thorarensen) Þetta erindi kom upp í huga mér, þegar ég frétti lát Guðmundar Hannessonar. Það kom að vísu ekki á óvart og mun hann örugglega hafa fagnað þeirri hvíld. Enda löngu tilbúinn til hinstu ferðar, búinn að vera sjúkur og þreyttur um langt skeið, orðinn ellimóður 92 ára gam- all. Guðmundur var alla tíð maður hversdagsleikans. Hann barst ekki mikið á, enda ekki fyrir hégómlega hluti, en vann sín verk af trú- mennsku og skyldurækni. Guð- mundur var vel greindur maður og yfir honum hvíldi reisn og virðu- leiki, sem erfiði og basl gat ekki afmáð. Hann var heiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita í neinu, og bar einstakan hlýhug til alls sem var minni máttar. Hann var fæddur af fátækum foreldrum, sem áttu ekki jarðnæði, en börðust harðri baráttu til að halda í sér og börnum sínum lífi, sem þau urðu samt að láta frá sér eitt af öðru til óviðkomandi fólks, þeim til sárrar sorgar. Guðmundur hlaut óblíða æsku hjá vandalausu fólki, og bar hann þess merki allt sitt líf. Hann tre- ysti ekki á menn, en elskaði dýr og blóm. Þar kofn hans umhyggja fram. Stoltur var hann af ættingjum sínum, sem hann líka mátti, því þar er mikið myndar- og mannkostafólk að finna. Guðmundur dvaldi á Laugarás- vegi 8, hjá Óskari systursyni sínum, sem nú er látinn fyrir rúmum mán- uði. Þar var hann um tíu ára skeið, og hugsaði um sig alla tíð sjálfur. Hann fékkst við garðrækt eftir því sem heilsan leyfði, því kunni hann vel. Síðan fluttist hann á Dalbraut 27, og eyddi þar sínum síðustu árum og var mjög ánægður. Starfsfólk var honum sérlega gott, og kunni hann vel að meta það og myndi hann hafa viljað færa því fólki þakkir fyrir alla umhyggju og hjálp, sem honum var sýnd þar. Eins veit ég að hann hefði að lokum viljað þakka _þeim frændum sínum Hannesi og Oskari sem alla tíð sýndu honum þá sérstöku ,um- hyggju og artarsemi, sem einsdæmi má_ teljast. Eg vil þakka þann tíma, sem við Óskar og börn okkar áttum með honum og fagna því að nú fær hann hvíld hjá foreldrum sínum, eftir langa ævi. Megi Guðs blessun fylgja honum í nýjum og góðum heimi. Hrefna Jónsdóttir Hilmar Ólafs- son — Kveðjuorð Hilmar Ólafsson, vinur okkar og starfsfélagi, er látinn. Þetta ægihögg reið yfir okkur starfsfé- lagana miðvikudagskvöldið 24. júlí er okkur var tilkynnt lát hans. Sorg og reiði grípur okkur á svona stund og spurningin vaknar: Hvers vegna? Hilmar byijaði að vinna á verk- stæði Friðriks Ólafssonar 17 ára gamall, þá var hann búinn með 2. bekk í bifvélavirkjun í Iðnskó- lanum og vantaði sumarvinnu. Þessi rauðbirkni ungi maður reyndist hinn ágæti verkmaður og varð fastráðinn hjá fyrirtækinu í sumarlok vegna þess hvað hann var duglegur, handlaginn, vinnu- samur og útsjónarsamur í verkum. Eftir sveinspróf, þá 21 árs gam- all, langaði hann að eignast sína eigin íbúð. Það var eins og allt sem hann tók sér fyrir hendur, hann leysti það verkefni með elju og dugnaði. Þegar íbúðin var skuld- laus byijaði hann að endurbæta hana og fegra. Hilmar var með eindæmum hjálplegur vinum, kunningjum og venslamönnum. Eftir erfiðan vinnudag vann hann fram eftir nóttum við að gera við bíla fyrir þá sem höfðu lítil efni á viðgerð- um. Þannig var Hilmar vinur okk- ar. Megi Guð umvefja hann hlýju sinni því það á hann skilið eftir líf sitt á þessari jörð. Friðrik, Ríkharð, Ing- ólfur, Steinþór, Jón, Elías og Unnar Már. Erfidrykkjur í hlýlegu og notalegu umhverfi Við höfum um árabil cekið að okkur að sji um erfidrykkjur fyrir allt að 300 manns. I boði eru snittur með margvislegu áleggi, brauðtertur, flatbrauð með hangikjöti, heitur eplaréttur með rjóma, rjómapönnukökur, sykurpönnukökur, marsípantertur, rjómatertur, formkökur, 2 tegundir o.fí. Með virðingu, FLUGLEIÐIR HÓTEL LOFTLEIBIR REYKJAVlKURFLUCVELLI, 101 REYKJAVlK SlM1: 9 1-22322 Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS BJÖRNSSONAR frá Dilksnesi, Skjólgarði, Höfn í Hornafirði. Björg Antoníusdóttir, Jóhanna Jónsdóttir, Ingólfur Dan Gíslason, Björn Lúðvík Jónsson, Bryndís Hólm, Kristján A. Jónsson, Ingunn Ólafsdóttir, Ásdís Birna Jónsdóttir, Agnes Olga Jónsdóttir, Halldór Olgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát föður okkar og tengdaföður, LÁRUSAR ÞJÓÐBJÖRNSSONAR, er lést þann 15. júlí. Börn og tengdabörn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNHILDAR BALDVINS, Kambaseli 8, áður til heimilis í Laufskógum 32, Hveragerði, Dorothe Gunnarsdóttir, Valdimar Svavarsson, börn og barnabörn. Hjartanlegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, EVU KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Mánagötu 5, Reykjavík. Óskar Páll Ágústsson, Ágúst Óskarsson, Ragnheiður Guðjónsdóttir, Guðmundur Óskarsson, Anna Lilja Kjartansdóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Geoffrey Shelton og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, HELGA SIGURGEIRSSONAR, Stafni, Reykjadal. Jófríður Stefánsdóttir, Maria Kristín Helgadóttir, Hallur Jósefsson, Ólöf Helgadóttir, Kristján Jósefsson, Ingibjörg Helgadóttir, Guðlaugur Valdimarsson, Ásgerður Helgadóttir, Jón Hannesson, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Jakobsson, barnabörn, barnabarnabörn, barnabarnabarnabarn. Biiiing- afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til- vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning- argreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.