Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 19 Morgunblaðið/Kári Jónsson Frá afhjúpun minnisvarða um Greip Sigxirðsson landgræðsluvörð á Haukadalsheiði. Haukadalsheiði: Minnisvarði um Greip Sigurðsson afhjúpaður Laugarvatni. LAUGARDAGINN 27. júlí sl. var afhjúpaður á Haukadalsheiði minn- isvarði um Greip Sigurðsson landgræðsluvörð. Varðan stendur við krossgötur þar sem farið er af línuveginum niður í Haukadalinn og hafa nú verið nefndar Greipsgötur. Séra Guðmundur Óli Ólafsson sóknarprestur í Skálholti flutti minningarorð um Greip Sigurðsson í Haukadal. Sveinn Runólfsson landgræðsiustjóri minntist frum- heijans í landgræðslu á heiðinni og verka hans til að stöðva uppblástur ogsandfok af Haukadalsheiði. 1963 var Haukadalsheiðin fyrst friðuð og girt af, þar með hófst tími land- vinninga og uppgræðslu á heiðinni sem Greipur stjórnaði allt þar til hann lést í september í fyrra. Varð- an sem er hlaðin úr hraungijóti af heiðinni er staðsett í dal sem Greip- ur nei'ndi 'sjálfur „Dauðadal“ því þar var ekki stingandi strá áður en uppgræðslan hófst. Þar liggur veg- urinn af heiðinni niður í Haukadal- inn. Sveinn taldi að hér eftir yrði þessi staður nefndur Greipsgötur og varðan Greipsvarða. Varðan er hlaðin af Kristni Antonssyni með aðstoð Siguijóns Kristinssonar í Vegatungu. Lionsklúbbarnir Freyr og Baldur gáfu fé til verksins auk fleiri aðila en umsjón með verkinu höfðu mæðginin Kristín Sigurðar- dóttir og Sigurður Greipsson. - Kári Kann að tapa húsnæði vegna vanskila ættingja NÝLEGA birtist í Morgunblað- inu beiðni um fjárhagsaðstoð frá 74 ára gömlum manni. Maðurinn sem heitir Halldór Guðnason skrifaði upp á skuldabréf fyrir fjarskyldan ættinga sinn. Skuldunauturinn hefur ekki staðið í skilum með tvær fyrstu afborganir skuldarinnar og hætt er við að Halldór þurfi að láta 3ja herbergja blokkaríbúð sem hann býr í til þess að borga skuldina. „Við skrifuðum tveir upp á 1.200.000 króna skuldabréf sem ég hef ekki haft tiltakanlegar áhyggjur af vegna þess að skuld- hafínn hefur komið til mín og sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur vegna þess að lánið lenti örugglega ekki á mér. Skuldhafinn, fjarskyld- ur ættingi, borgaði hins vegar ekki fyrstu afborgunina 1. maí síðastlið- inn og þegar ekki var heldur greitt af láninu 1. júní fór skuldabréfíð til borgarfógeta. Ég hef enga pen- inga aðra en ellilaunun en nú hef- ur sonur minn gengið í málið og fengið frest á því að íbúðin verði seld á nauðungaruppboði. Engu að síður er ég viss um að þetta lendir á endanum á mér. Fyrir gamlan mann er agalegt að lenda í svona. Ég hef alltaf borgað öll mín gjöld og skatta. Aldrei skuldað neinum neitt. Þetta er verulegt áfall,“ segir Halldór. Hann sagði að hann hefði ekki leitað til hins opinbera um stuðning og engir hefðu boðið honum aðstoð sína eftir að beiðnin birtist í Morg- unblaðinu. Hins vegar hefðu ýmsir fjölmiðlar sýnt málinu áhuga. --------------- Verslunarmannahelgin: * Ahersla á hraðamæiingar LÖGREGLAN í Reykjavík mun beita sér af auknum þunga að hraðamælingum fyrir og um verslunarmannahelgina, sam- kvæmt tilmælum frá dómsmála- ráðuneytinu. Að sögn Arnþórs Ingólfssonar, aðstoðaryfírlögregluþjóns, verður eftirlitið aukið og hert í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík, sem nær upp í Hvalfjörð og Svínahraun. Því til viðbótar verður lögreglan með eftirlit á hálendinu og bíla úti á landsbyggðinni. Um helgina heldur lögreglan einnig uppi eftirliti með þyrlu Land- helgisgæslunnar, bæði á hálendinu og í byggð. Umferðarkönnun: Tæp 90% nota bílbelti Karlmenn á aldrinum 17-25 ára nota bílbelti minna en aðrir og eru oftar en aðrir með radarvara í bílum sínum. Bílbeltanotkun í aftur- sæti hefur minnkað örlítið frá því í fyrra þrátt fyrir að lög sem skylda notkun belta í aftursæti hafi verið sett í október í fyrra. Umferðarráð hefur látið gera könnun sem varpar ljósi á margt í umferðarmenningu íslendinga. Könnunin hefur staðið yfir frá árinu 1985 og sýnir þróun umferðar þessi ár. Könnunin var framkvæmd í sam- vinnu við lögreglu sem stöðvaði öku- menn og spurði þá um ýmiss atriði tengd hegðan þeirra í umferðinni. Það kemur í ljós að bílbeltanotkun í framsæti er nú tæp 90% og hefur alltaf farið hækkandi á milli ára. Lög um bílbeltanotkun í aftursæti voru sett í október s.l. en þeim hefur þó fækkað frá því í fyrra sem nota belti í aftursæti. Börnum sem eru laus í framsæti hefur fækkað mikið á þessu árabili eða úr 3,3% í 0,4%. Mikill meirihluti bama í aftursæti var í stól eða belti Karlar eru mun meira úti í umferð- inni en konur, 70 % þeirra sem voru stöðvaðir voru karlar en 30% konur. Ungir karlmenn nota hlutfallslega minnst bílbelti og hlutfall þeirra er hæst af þeim sem hafa radarvara í bílnum. Þeir sem hafa bílasíma í bflnum eru flestir eldri en 26 ára. Ljósanotkun er liðlega 95% í ár og hefur lítð breyst frá því í fyrra. Könnunin leiðir í ljós að á tímum orkusparnaðar er ökumaður einn í bílnum í yfir helmingi tilfella. Rösk- lega helmingur bíla reyndist vera árgerð 86 eða þaðan af yngri. Nú er TVÖFALDUR 1. vinningur draumurinn gæti orðið að veruleika! Verslunarmannahelgi Við gefum starfsfólki okkar frí um versiunarmannaheigina og eru verslanir okkar því lokaðar laugardaginn 3. ágúst og mánudaginn 5. ágúst. Föstudaginn 2. ágúst er opið frá kl. 9—20. HAGKAUP J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.