Morgunblaðið - 02.08.1991, Side 40

Morgunblaðið - 02.08.1991, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. ÁGÚST 1991 Þarna fer hann í banka til að skrifa uppá víxiana vegna sumarfrísins ... Með morgunkaffmu Reyndu nú að gleyma garðinum heima meðan við erum í fríinu, góði.... HÖGNI HREKKVÍSI Treysti betur útihátíðum Ástæða þess að ég skrifa eftirfar- andi bréf er sú að verslunarmanna- helgin er framundan, aðal ferða- helgi íslendinga, ungra sem ald- inna. Ég á tvö börn á unglings- aldri, strák og stelpu. Strákurinn er eldri og hefur farið nokkrum sinnum í útilegu um verslunar- mannahelgina og hefur þá ýmist farið á skipulagðar útihátíðir eða eitthvað annað. í fyrra bættist stelpan í hóp þeirra unglinga sem geta ómögulega setið heima þessa helgi og „misst af öllu stuðinu“ auk þess sem allir hinir fá að fara, eins og þau segja alltaf. Mér var alltaf illa við að hleypa syni mínum á útihátíð og sat frekar róleg heima ef hann fór í vinahópi í t.d. Húsafell, Þórsmörk eða á Laugarvatn. Þar að auki var það ódýrara. En nú er svo komið að hugur minn hefur gersamlega snú- ist og ég hef meira að segja boðist til þess að borga fyrir unglingana mína inn á skipulagða útihátíð að þessu sinni. Þannig er að sonur minn fór í Vaglaskóg um síðustu verslunar- mannahelgi og hefur einnig farið einu sinni upp í Þórsmörk í sumar. Eftir verslunarmannahelgina í fyrra bar svo við að einn vina hans kom lemstraður og illa útleikinn úr þeirri ferð. Méi- skildist á syni mínum að hann hefði lentí slagsmálum og var hann víst ekki sá eini sem slíka útreið fékk. Þegar huga átti að meiðslum hans kom í ljós að fátt var um sjúkragæslumenn eða að- stöðu til hjúkrunar því hvorki var um skipulagða sjúkra- eða löggæslu á staðnum. Staðreyndin er að staðir eins og Vaglaskógur og fleiri eru ekki í stakk búnir til að taka á móti fjölda ungmenna. Það sem líklega er ekki síður slæmt er eyðileggingin sem af fjöldanum hlýst, enda var víst ekki fallegt um að litast í skóginum eftir verslunarmannahelgina í fyrra. Á sama tíma og sonur minn og vinir hans ráfuðu um í reiðu- leysi og höfðu ekkert við að vera í skóginum, þá var dóttir mín með sínum vinum á útihátíð í Húnaveri. þar var aðstaðan sögð til fyrirmynd- ar og lögreglu- og sjúkragæslu að fá ef eitthvað bjátaði á. Af fenginni reynslu veit ég að þessir unglingar fara oft illa búnir af stað í svona ferðir og taka ekki einu sinni með sér prímus. Þá er skárra að vita af því að á útihátíðun- um geta þau fengið heitt að drekka og borða og fengið inni hjá gæslu- mönnum ef illa fer. Persónulega fínnst mér því betra að vita af börn- unum mínum þar sem ég veit að fylgst er með þeim og haft ofan af fyrir þeim með skemmtiatriðum og dansi. Sendum ekki börnin okk- ar eitthvað út í óvissuna, sorgleg slys í sumar ættu að styrkja okkur í þeirri ákvörðun. Móðir Hraðinn og tungan Hugleiðingar um slæmt málfar þjóðarinnar Ég skrifa hér nokkrar línur út af einu sem verið hefur áhyggjuefni mín og margra annarra í áraraðir. En það er málfar íslensku þjóðarinn- ar. Ég fæ ekki betur séð en því fari stöðugt aftur. Það kann ekki góðri lukku að stýra því íslensk tunga er viðkvæmt blóm sem þarfnast mikill- ar aðhlynningar og deyr ef enginn annast hana. En hvernig getur staðið á því að málfar þjóðarinnar verður ekki stöð- ugt vandaðra og betra? Það skyldi maður halda því sem kunnugt er verður nánast öll þjóðin bráðum orð- in menntamenn, öðruvísi en var í mína tíð þegar ekki þótti sjálfsagt að fátækir bændasynir (og dætur) færu í skóla. En það virðist ekki duga til enda hef ég grun um að íslensk tunga sé ekki ofarlega á verkefnaskrá framhaldsskóla og há- skóla. Ég tel að senn verðum við að snúa vörn í sókn og bjarga íslensku máli úr þeim háska sem að því steðj- ar. En þá verðum við að ráðast að rótum vandans. Og hveijar eru þær? Hvers vegna fer íslensku máli ekki stöðugt fram með bættri menntun þjóðarinnar? Ég tel að vandamálið liggi í hrað- anum. í þessu tæknivædda þjóðfé- lagi þarf allt að gerast svo hratt að menn hafa hreinlega engan tíma til að vanda mál sitt. Þetta á til að mynda við um dagblöð og útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Einnig sést þetta í skólakerfinu þar sem allt of litlum tíma er eytt í ræktun tungunn- ar. Þetta sést alls staðar í þjóðfélag- inu. Og afleiðingarnar eru hrikaleg- ar. Menn eru hættir að nenna að bera fram öll þau hljóð sem tilheyra orði og jafnvel farnir að sleppa orð- um. Hver nennir svo sem að segja: Hvað er þetta, maður? þegar miklu fljótlegra er að segja bara kvadam- ar. Hver nennir að tala um dagblað þegar hægt er að komast af með da bla? Og dæmin eru óteljandi. Þjóðin er orðin svo löt að hún nenn- ir ekki að bera fram stafi eins og v og ð og segir til að mynda sona, sefnlyf og sart auk þess sem frétta- menn taka viðtöl við Serri Hermannsson. Það má vera að ég sé íhaldskurf- ur en ég sakna allra þessara hljóða sem ég ólst upp við. Það var í sveit og engum lá svo mikið á að hann gæti ekki spurt náunga sinn: hvað segirðu í staðinn fyrir að segja bara kvaseiru. Við verðum að hætta að flýta okkur svona mikið. Allt sem er ein- hvers virði í lífinu tekur sinn tíma. Sem betur fer lifir maðurinn nú leng- ur en áður. Það er mikil synd að eyða allri ævinni á harðahlaupum og glata öllu sem skipti máli. Ég vil biðja menn um að íhuga þetta mjög vel. Eitthvað verður að gera. Þangbrandur Víkverji skrifar Víkveija barst nú nýlega í hend- ur ársskýrsla Ríkisútvarpsins fyrir árið 1988. Skýrslan er snyrti- lega upp sett og um margt fróðleg, bæði hvað varðar almenna starf- semi þessarar stofnunar og fjárhag. Hins vegar væri útgáfa hennar vart í frásögur færandi ef ekki kæmi fram á blaðsíðu 2 í henni, að hún er gefin út árið 1991! Nú veit Vík- veiji ekki hvernig útgáfu fyrri árs- skýrslna útvarpsins hefur verið háttað, en telur það vægast sagt sérkennilegt fyrirkomulag, að árs- skýrsla komi ekki út fyrr en tvö og hálft ár eru liðin frá Iokum þess árs, sem þar er um íjallað. xxx að hlýtur að rýra nokkuð gildi skýrslu sem þessarar þegar hún kemur svo seint út. Vissulega verður hún áfram heimild fyrir sagnaritara framtíðarinnar en fyrir hinn almenna borgara, sem vill kynna sér starfsemi og fjárhag stofnunar eða fyrirtækis á hveijum tíma, kemur hún að litlu gagni. Þetta er sérstaklega slæmt þegar um er að ræða opinbera stofnun eins og Ríkisútvarpið, sem að stærstum hluta er rekið fyrir gjöld, sem fólk þarf að greiða, hvort sem það nýtir sér þjónustu þess eða ekki. xxx Ef litið er til efnis ársskýrslu Rfkisútvarpsins fyrir 1988 kemur margt fróðlegt í ljós. Meðal annars, að á því ári var útvarpið rekið með um 60 milljóna króna hagnaði, en hafði á árinu 1987 ver- ið rekið með 180 milljóna króna tapi. Þetta er út af fyrir sig at- hyglisvert, en skýrist þó að mestu af verulegri hækkun afnotagjalda. Annað sem vekur athygli við lestur skýrslunnar er mikil breyting á skiptingu tekna milli afnotagjalda og augjýsinga á árunum 1985 til 1988. Árið 1985 voru afnotagjöld 31,3% tekna útvarpsins en auglýs- ingatekjur 65,4%. Árið 1988 var hlutfall auglýsingatekna hins vegar komið niður 34,1% og hlutfall af- notagjalda upp í 63,6%. Sama þróun kemur fram hjá sjónvarpinu; af- notagjöld voru 63,7% árið 1985 en auglýsingatekjur 34%. Árið 1988 voru auglýsingatekjurnar hins veg- ar 20,9% og afnotagjöldin komin upp í 75,2%. Af þessum tölum dregur Vík- veiji þá ályktun, að á árunum 1985 til 1988 hafi útgjöld Ríkisútvarpsins aukist mun meira hlutfallslega en tekjur af auglýsing- um og því verið mætt með hækkun afnotagjalda, eða eyðslan hafi með öðrum orðum aukist og kostnaðin- um velt yfir á almenning. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hvort núverandi rekstrarfyrirkomu- lag útvarpsins sé eðlilegt. Er til dæmis yfírhöfuð rétt að einhver önnur lögmál gildi um rekstur Rík- isútvarpsins en annarra ijölmiðla? Á að gera þá kröfu, að rekstur þess beri sig? Er rétt að skylda eig- endur viðtækja til að greiða gjöld til stofnunarinnar ef þeir nýta sér ekki þjónustu hennar? Og ef útvarp- ið fær afnotagjöldin, á það þá að keppa við aðra fjölmiðla á auglýs- ingamarkaðnum? Víkveiji ætlar ekki að svara þessum spurningum hér en skorar á menntamálaráð- herra að taka starfsemi Ríkisút- varpsins til gagngerrar endurskoð- unar á kjörtímabilinu, sem nú er að hefjast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.