Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. AGUST 1991 Hækkun framfærsluvísitölu frá mars 1990 til júlí 1991: Mest hækkun hef- ur orðið á ýms- um þjónustuliðum Á TÍMABILINU frá mars 1990'til júlí 1991 hefur framfærsluvísital- an hækkað um 9,3%, en eins og greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær hefur matvöruliður vísitölunnar á sama tímabili hækkað um 2,3%. Búvörur háðar verðlagsgrundvelli hafa hækkað um 4,8%, aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur hafa hækkað um 2,8%, en innfluttar mat- og drykkjarvörur um 0,38%. Þeir liðir framfærsluvís- itölunnar sem mest hafa hækkað eru ýmsir þjónustuliðir aðrir en opinber þjónusta, en þeir hækkuðu um 17,7%. Innfluttir bílar, bens- ín og varahlutir hafa hækkað um 11,4%, og aðrar innfluttar vörur um 11%. Aðrar vörur og þjónusta 15,7% Ferðir og flutningar 15,7 % Föt og skófatnaður Húsgögn og heimilisbúnaður Drykkjarvörur og tóbak ' 11,9%, önnur útgjöld Tómstundaiðkan 6,7% og menntun 9,3% 1 8,6%, heilsuvernd Húsnæði, 5,2 rafmagn og hiti % un meginliða framfærsluvísitölunnar frá mars ’90 til júlí ’91 Heimild: Hagstofa ísl! éðalvægi einstakra liða framfærsluvísitölunnar á tímabilinu Mat- 2,9 vara % Framfærsluvísitalan er samsett úr 9 liðum sem hafa mismunandi vægi í vísitölunni, en innan hvers liðar er ákveðinn fjöldi undirliða. Á umræddu tímabili hefur matvörul- iðurinn hækkað um 2,9%, en meðal- vægi hans í vísitölunni á tímabilinu er 19,4%. Innan matvöruliðarins hefur mest hækkun orðið á fiski og fiskvörum, eða 9,1%. Kjöt og kjötvörur hafa hækkað um 5,5%, mjólk, rjómi, ostar og egg hafa hækkað um 2,2% og sömuleiðis hefur feitmeti og olíur hækkað um 2,2%. Þá hafa mjöl, gijón og bakað- ar vörur hækkað um 3,4%. Sykur hefur hins vegar lækkað um 21,1%, kaffi, te, kakó og súkkulaði hefur lækkað um 1,3%, grænmeti, ávext- ir og ber hafa lækkað um 2,4% og kartöflur og vörur unnar úr þeim hafa lækkað um 12,7%. Það sem skilgreint er sem aðrar matvörur hefur hækkað um 5,4%. Liðurinn drykkjarvörur og tóbak hefur hækkað um 9,3%, en meðal- vægi hans á tímabilinu er 4,4%. Drykkjarvörur hafa hækkað um 9,5% og tóbak um 9,1%. Föt og skófatnaður hefur hækk- að um 12,2%, en sá liður vegur 8,0% í framfærsluvísitölunni. Fatn- aður hefur hækkað um 13,6%, vefnaðarvörur, garn, fataviðgerðir o.fl. hefur hækkað um 4% og skó- fatnaður hefur hækkað um 12,2%. Liðurinn húsnæði, rafmagn og hiti vegur að meðaltali 15,3% í framfærsluvísitölunni á umræddu tímabili og hefur hann hækkað um 5,2%. Húsnæðiskostnaður hefur hækkað um 4% en rafmagns- og hitunarkostnaður um 10,1%. Hækkun á liðnum húsgögn og heimilisbúnaður er 11%, en hann vegur 7,9% í vísitölunni. Húsgögn, gólfteppi o.fl. hafa hækkað um 9,9%, vefnaðarmunir og fleira til heimilishalds hefur hækkað um 12,7%, kæliskápar og önnur raf- 0 0 magnsbúsáhöld hafa hækkað um 8,1%, borðbúnaður, glös, eldhús- áhöld o.fl. hefur hækkað um 24,5%, ýmsar vörur og þjónusta til heimil- ishalds hafa hækkað um 9,8% og barnaheimilisútgjöld, húshjálp o.þ.h. hafa hækkað um 6%. Liðurinn heilsuvemd vegur 2,3% í framfærsluvísitölunni á umræddu tímabili og hefur hann hækkað um 8,6%. Ferðir og flutningar hafa hækk- að um 15,7%, en sá liður vegur að meðaltali 19,5% í vísitölunni. Und- irliðurinn eigin flutningatæki hefur hækkað um 16,7%, reksturskostn- aður reiðhjóls og mótorhjóls hefur hækkað um 16,5%, notkun al- mennra flutningstækja hefur hækkað um 21,4%, en undirliðurinn póstur og sími hefur lækkað um 2,4%. Hækkun á liðnum tómstundaiðk- un og menntun nemur 6,7%, en meðalvægi hans á tímabilinu er 11,2%. Tækjabúnaður hefur hækk- að um 6,2%, opinberar sýningar, þjónusta o.fl um 8,8%, bækur, blöð, tímarit o.fl. hafa lækkað um 0,4%, en skólaganga hefur hækkað um 12,1%. Liðurinn aðrar vörur og þjónusta hefur hækkað um 15,7%, en hann vegur 10,4% í framfærsluvísi- tölunni. Snyrtivörur og snyrting hefur hækkað um 10,8%, ferðavör- ur, úr, skartgripir o.fl. hefur hækk- að um 11,8%, veitingahúsa- og hótelþjónusta hefur hækkað um 18,6%, ólögbundnar tryggingar o.fl. um 10,2% og önnur þjónusta, ótalin annars staðar hefur hækkað um 10,6%. Þá hefur sá liður í fram- færsluvísitölunni sem nefnist önnur útgjöld hækkað um 11,9%, en hann vegur 1,6% í vísitölunni. Verðlagsstjóri segir hugsanlegt að verðútreikningi mjólkurdufts verði breytt: Ríkjandi sjónarmið að verð miðist við framleiðslukostnað GEORG Ólafsson verðlagsstjóri, formaður fimmmannanefndar, segir að nefndin muni fyrir verðákvörðun sína um næstu mánaðamót ræða verðlagningu mjólkurdufts og telur hugsanlegt að fyrri aðferðum við verðútreikninga á þeirri afurð verði breytt, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær er heildsöluverð á þessu hráefni til sælgætis- og kökugerðar nú rúmlega tífalt heimsmarkaðsverð og er mismunurinn niðurgreiddur úr ríkissjóði. Georg segir það hafa verið ríkjandi sjón- armið innan fimmmannanefndar að henni beri ekki að miða ákvarðan- ir sínar við það hvort fyrirkomulag framleiðslu tiltekinnar afurðar sé óhagkvæmt, og tilteknar breytingar á því geti skilað lægra verði, held- ur einungis að heildsöluverð nægi fyrir kostnaði eins og framleiðslu sé háttað og að byggja skyldi á kostnaðartölum framleiðenda. Ingvi Harðarson hagfræðingur á mjólkurdufti síðan fyrir gerð febrú- Félags íslenskra iðnrekenda segir að verði niðurgreiðslur á mjólkurdufti skertar muni iðnrekendur ekki una því að þurfa að kaupa innlent mjólk- urduft sem væri algjörlega ósam- keppnishæft í verði við hráefni er- lendra samkeppnisaðila. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur heildsöluverð mjólkur- dufts hér á landi hækkað úr 375 krónum á kíló í byijun árs 1988 í 605 krónur nú en heimsmarkaðsverð er 59 krónur. Hækkanirnar eru langt umfram hækkanir á mjólkurverði. Georg Ólafsson sagði að fimmmann- anefnd hefði ekki heimilað hækkun arsamnmganna á síðasta ári en ákveðið hefði verið að heimila mikla hækkun þar sem annartveggja fram- leiðenda þessarar afurðar, Mjólkjur- samlag Kaupfélags A-Húnvetninga á Blönduósi, hefði átt í miklum rekstrarerfiðleikum. Georg sagði að lögum samkvæmt væri ákveðið eitt ófrávíkjanlegt heildsöluverð fyrir ákveðna afurð og í þessu tilviki hefði verið tekið tillit til þess aðila sem lakast stóð. Nú stæði yfir á ýmsum vígstöðvum endurskoðun á uppbygg- ingu þessa kerfis. Hvorki náðist í Pál Svavarsson mjólkursamlagsstjóra á Blönduósi né Birgi Guðmundsson mjólkurbús- stjóra í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi, en fyrirtæki þeirra eru einu framleiðendur mjólkurdufts hér á landi, til að fá upplýsingar þeirra um umfang framleiðslunnar. Samkvæmt skýrslu framleiðsluráðs landbúnað- arins um framleiðslu, ráðstöfun og birgðir búsafurða fyrir desember 1990 höfðu þá síðastliðna 12 mánuði farið til framleiðslu á nýmjólkurdufti rúmlega 1 milljón lítra, sem var inn- an við 1% af innveginni mjólk. Talið er að um 7 lítra af mjólk þurfi til að framleiða 1 kíló af dufti. Að sögn Gísla Karlssonar hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins eru notaðir við framleiðsluna á Blöndu- ósi valsaþurrkarar, sem komnir eru til ára sinna, og eru að hans sögn fullafskrifaðir. I Mjólkurbúi Flóa- manna er duftið hins vegar framleitt með nýrri búnaði sem úðaþurrkar. Gísli kvaðst telja að mjólkurdufts- framleiðsla væri að hluta til notuð til að jafna árstíðasveiflur í fram- leiðslu og mest væri þurrkað á sumr- in. Hann kvaðst telja að við úða- þurrkun, eins og á Selfossi, nýttist Flugleiðaþoturnar: Skipta þarf um festingar á handfarang- urshólfum „BOEING-verksmiðjurnar höfðu samband við okkur í vikunni, og nú er ljóst að skipta þarf um fest- ingar á handfarangursliólfum í öllum þotum okkar nema einni,“ sagði Margrét Hauksdóttir hjá upplýsingadeild Flugleiða í sam- tali við Morgunblaðið. Líkt og Morgunblaðið hefur greint frá tilkynntu Boeing-verksmiðjurnar á mánudag að breyta þyrfti handfar- angurshólfum á 1407 Boeing 757 og 737 þotum, þar sem þau upp- fylltu ekki staðla bandaríska ioft- ferðaeftirlitsins. Margrét sagði, að Boeing myndi senda allt sem til breytinganna þyrfti hingað til lands á næstunni, og yrðu þær fram- kvæmdar í næstu stóru skoðun. hráefnið betur en taldi að allt að 10 lítra mjólkur þyrfti til framleiðslu á einu kiiói af mjólkurdufti. Muninn á framleiðslu á Blönduósi og á Selfossi sagði Gísli meðal annars vera þann að fyrir norðan væri lögð áhersla á framleiðslu undanrennudufts, sem væri aukaafurð frá smjör- og smjör- vaframleiðslu á Norðurlandi, og væri að hluta notuð í matvælaiðnaði en aðallega við fóðurframleiðslu. Þorri nýmjólkurframleiðslu til matvælaiðn- aðar færi hins vegar fram í Mjólkur- búi Flóamanna. Viðskiptabók- un undirrit- uð í Moskvu NÝ viðskiptabókun var undirrit- uð í Moskvu milli íslands og Sov- étríkjanna á fimmtudag um gagnkvæmar vöruafgreiðslur á árunum 1991 og 1992. í frétt frá utanríkisráðuneytinu segir að bókunin sé gerð á grund- velli viðskipta- og greiðslusamnings íslands og Sovétríkjanna frá 1953. í bókuninni er miðað við að viðskipt- in muni á áðumefndu tímabili eink- um beinast að hefðbundnum vöru- tegundum í viðskiptum landanna eftir því sem um kann að semjast milli íslenskra og sovéskra aðila sem viðskiptin stunda. Þannig er áfram gert ráð fyrir útflutningi freðfisks, saltsíldar, niðursoðins og niðurlagðs fiskmetis, ullarvara, málningar, véla og tækja til fisk- vinnslu o.fl. til Sovétríkjanna. Af sovéskri hálfu er áréttaður vilji til að selja íslendingum gasolíu, svart- olíu, bensín, timbur, bifreiðar, vélar og tæki m.a. til virkjana og vega- gerðar o.fl. Af íslands hálfu undirritaði Ólaf- ur Egilsson, sendiherra, viðskipta- bókunina í umboði Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkis- og ut- anríkisviðskiptaráðherra, en fyrir Sovétríkin Juri P. Ledentzov, skrif- stofustjóri í sovéska utanríkisvið- skiptaráðuneytinu. Auk fulltrúa ut- anríkis- og viðskiptaráðuneytisins tóku þátt í viðræðunum fulltrúar banka og helstu fyrirtækja sem stúndað hafa viðskipti við Sovétrík- in undanfarin ár. Afskipti af 20 nau ðgrinar málu m STÍGAMÓT og Kvennaathvarfið segjast hafa haft afskipti af 20 nauðg- unarmálum af öllu landinu um verslunarmannahelgina. Ingibjörg Guð- mundsdóttir hjá Stígamótum segir að örfá þessara mála hafi verið kærð vegna þess að konur treysti sér oft ekki til þess og taki stundum á sig sökina vegna þess sem gerst hafi. í fréttatilkynningu frá Stígamót- í tilkynningunni segir jafnframt, um segir, að auk þeirra nauðgunar- að svo virðist sem herferðin sem mála, sem samtökin hafi haft af- skipti af um verslunarmannahelgina, hafi fjöldi kvenna haft samband vegna kynferðislegs ofbeldis, sem þær hafi orðið fyrir áður. Reynslan sýni, að margar konur leiti sér ekki aðstoðar fyrr en löngu eftir að þær hafi orðið fyrir ofbeldinu. Stígamót hafi staðið að fyrir verslun- armannahelgina hafi komið af stað mikilli umræðu um nauðgunarmál og þessi herferð, ásamt ráðgjöf sam- takanna á tveimur útihátíðum og öflugri gæslu, hafi haft einhver fyrir- byggjandi áhrif. I samtaii við Morgunblaðið sagði Ingibjörg hjá Stígamótum, að sam- tökin hafí ásamt Kvennaathvarfinu haft afskipti af 20 nauðgunarmálum. Fá þeirra hafi hins vegar verið kærð, þótt ráðgjafar samtakanna hafi reynt að styðja kopúrnar í því að kæra. „Margar koiíur treysta sér ekki til að kæra nauðganir, það er nógu er- fitt fyrir þær að takast á við áfallið sem þessu fylgir,“ segir hún. „Þær eru hræddar og sumar þeirra taka jafnvel á sig sökina á því, sem gerst hefur. Þetta á til dæmis við um ungl- ingstúikur, sem sumar hafa verið ölvaðar þegar nauðgun átti sér stað.“ Norðlenskar þúfur svartar af beijum BERJASPRETTA er góð norðanlands, þúfur orðnar svartar þótt ekki sé lengra Iiðið á mánuðinn. Húsfreyjum á bæjum sem haft var samband við bar saman um að bláberin sæjust nú óvenju snemma, en best væri að bíða nokkra daga með að tína þau í stór- um stíl. hafi verið í júní. í Svarfaðardal er beijasprettan góð, Olga Steingrímsdóttir á Sökku segir allar þúfur bláar af aðalbeijum, blábeijum og kræki- berjum. „Þetta er heldur fyrr en í meðalári," segir Olga, „það þyk- ir býsna gott að geta tínt út á skyr í miðjum mánuðinum. í fyrra var mesta beijasumar sem elstu menn muna og nú er aftur heil- mikið af beijum. Fyrsta lyngið sem blómstraði í yor dó reyndar eftir þijár frostnætur í júní, en heimamenn þekkja þá bletti og hafa nóg að tína annars staðar. Svona er þetta í snjóþungum sveit- um, lyngið virðist verndað undir breiðu á vetrum og sprettur dug- lega þegar hlýnar." Auður Ketilsdóttir í Lambanesi í Fljótum segir óvenju mikið af blábeijum í sinni sveit og þó spretti þau oftast vel. „Berin eru líklega ekki alveg fullþroskuð, en frekar snemma á ferðinni. Það hefur oft mátt fara að tína þau kringum þann tuttugasta," segir Auður. Hún segir heimamenn í sveitinni jafnan duglega við ber- jatínsluna, fólk komi af Siglufirði og lengra að til að tína bláberin. Auður segist bæði sulta þau og frysta en krækiberin hafi hún í hlaup. Úlla Stefánsson á Ystabæ í Hrísey tekur undir það að bláber- in sjáist nú óvenju snemma. Hún segir mestu furðu hve mikið sé af beijum í eynni þar sem kait

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.