Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 Kirkjumiðstöð Aust- urlands fullbúin eftir Vigfús Ingvar Ingvarsson Nú er sumar verður Kirkjumið- stöð Austurlands við Eiðavatn vígð. Þarna við austanvert vatnið, um 2 km norðan við skólasetrið Eiða, eru risnar myndarlegar byggingar sem hýsa munu sumarbúðir kirkjunnar á Austurlandi og ýmsa aðra kirkju- lega starfsemi svo sem mót og nám- skeið. Húsin er hægt að nota allt árið en fyrst um sinn verður sumar- ið aðal annatíminn. Umsjón með þessari uppbyggingu hefur sam- nefnd sjálfseignarstofnun sem Múlaprófastsdæmi, Austfjarðapró- fastsdæmi og Prestafélag Austur- lands standa að. Aðdragandinn Æskulýðsmái voru mjög á döf- inni innan kirkjunnar um og fyrir 1960 en það ár varð til embætti æskulýðsfulltrúa þjóðkirkjunnar. Norðlendingar stofnuðu ÆSK (Æskulýðssamband . kirkjunnar í Hólastifti) og hófu að reisa sumar- búðir við Vestmannsvatn og Presta- félag Austurlands (PA) byijaði með fermingarbamamót á Eiðum 1958. Sumarið 1963 hafði Vilhjálmur Einarsson, síðar skólameistari, for- göngu um að boða til fundar full- trúa frá ÚÍA (Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands), PA og Sambandi, austf. kvenna. Hug- myndin var að þessi þrenn samtök stæðu að uppbyggingu sumarbúða sem jafnframt yrði íþróttamiðstöð (skíði). Unnið var nokkuð með þessa hugmynd en ekki fannst staður sem einig varð um. Prestar lögðu m.a. áherslu á að byggja við vatn. Á aðalfundi PA sumarið ’64 var ákveðið, að tillögu Þórarins Þórar- inssonar, skólastjóra (sem var guð- fræðingur og áhrifamaður í PA), að prestar hefðu einir forystu í þessu máli. Benti Þórarinn á heppi- legt land við norðurenda Eiðavatns, (Gröf). Áður en árið var liðið hafði PA fengið þarna vilyrði fyrir landi og árið- eftir er ákveðið að hefja byggingarundirbúning en reyna jafnframt að leigja húsnæði, til bráðabirgða, undir sumarbúðir. Það var þó ekki fyrr en 1968 að slíkt húsnæði fékkst, með leigu barnaskólans á Eiðum. Síðan hafa þar verið starfræktar sumarbúðir öll sumur, að einu undanskildu vegna framkvæmda við skólann. Engir langtímasamningar voru þó um þetta húsnæði og það ekki að öllu leyti hentugt til þesarar starf- semi. Áðstaða til útivistar og íþrótta er hins vegar mjög góð á Eiðum. Gönguferð niður í Asinn, til að njóta umhverfisins þar og sigla út á Húsatjörn, er sannarlega fyrirhafn- arinnar virði. Ennfremur hafa feng- ist afnot af íþróttavelli ÚÍA. Það var hins vegar ekki fyrr en 1976 sem byggingarframkvæmdir hófust við Eiðavatn og þá við vatn- ið austanvert sem virðist heppilegur staður þó það hafi valdið óánægju á sínum tíma er Menntamálaráðu- neytið dró til baka vilyrði fyrir landi við norðanvert vatnið (Gröf). Ymiss konar undirbúningsvinna varð tímafrek og fjárskortur háði m.a. vegna síminnkandi framlaga ríkis- ins (að raungildi) til sumarbúða kirkjunnar. En þau framlög höfðu verið mikilvæg við sumarbúðabygg- ingar annars staðar. Ennfremur töldu ýmsir óráð að byggja nema fyrir lægju meiri not af húsum en aðeins fyrir sumarbúðir. Þegar fyrsta skóflustungan var tekin 24. júní, lá fyrir að þarna risi Kirkjumiðstöð Austurlands. Hús- in standa í lyngbrekku upp af svo- nefndri Prestavík en það er gamalt ömefni en tengist ekki umsvifum presta þarna síðari árin svo sem sumir halda. Vitundin um þörf Austurlands fyrir kitjulega miðstöð — sem mikilvægar em í kirkjulífi víða annars staðar á landinu — mótaði áformin í vaxandi mæli. Jóhannes Ingibjartsson, bygg- ingafræðingur, á Akranesi teiknaði húsin og hefur veitt ýmsa ráðgjöf í gegnum árin. Gunnar Auðbergs- son, trésmíðameistari, á Eskifirði smíðaði húseiningamar sem síðan vora reistar á staðnum. Tii fjármögnunar leitaði PA til sveitarfélaga, sýslna og félaga og almennar fjársafnanir hafa verið með ýmsu formi. Kristnisjóður hef- ur stutt verkið og síðar hefur stuðn- igur Jöfnuarsjóðs sókna skipt sköp- um. Afgangur af farsælum sumar- búðarekstri hefur einnig runnið til Kirkjumiðstöðvarinnar. Mikil sjálf- boðávinna, einkum framan af árum þegar unnið var að einfaldari verk: þáttum, hefur drýgt fjármagnið. í þessum efnum eiga margir þakkir skildar bæði fyrir ijárframlög og vinnu. Ekki var eðlilegt að Prestafélag Austurlands væri til lengdar eitt í forsvari fyrir uppbyggingu Kirkju- miðstöðvar Austurlands. Því var ákveðið að mynda sjálfseignar- stofnun og 10. júní 1985 staðfesti forseti íslands skipulagsskrána. PA afhenti stofnuninni, sem hlaut nafn- ið Kirkjumiðstöð Austurlands, byggingarnar við Eiðavatn. Þá var búið að gera grannana og skálinn sem hýsir eldhús og sal fokheldur ásamt tengibyggingunni. Skuldir voru engar en þeirri óvenjulegu stefnu hafur jafnan verið fylgt að safna ekki skuldum vegna fram- kvæmdanna. Fyrsti stjórnarformaður Kirkju- miðstöðvarinnar var Sigurður Helgason, sýslumaður á Seyðisfirði en er hann flutti af svæðinu tók núverandi formaður, sr. Davíð Baldursson á Eskifirði, við. Núverandi staða framkvæmda Með sjálfseignarstofnuninni styrktist staðan. Vösk sveit leik- manna gekk til liðs við þetta upp- byggingarstarf ogtengslin við söfn- uðina urðu skýrari. Stjóm Kirkjum- iðstöðvarinnar er kosin til 2ja ára þannig að héraðsfundir prófast- dæmanna, sem að henni standa, kjósa 2 fulltrúa hvor og PA 1. Eft- ir því sem nær hefur dregið verka- lokum hefur verið auðveldara að kynna þessa hugsjón og afla henni stuðnings. Á síðasta ári var svo ákveðið að ljúka framkvæmdum nú í sumar. Það var gert í skjóli þess að samstilltari krafta og meira ör- lætis mætti vænta af ýmsum þar sem um lokaáfanga væri að ræða. Auk þess var ekki talið óeðlilegt að eitthvert lán yrði tekið til að ljúka byggingunni þar sem engar eldri skuldir hvíldu á henni. Góð orð kirkjuyfirvalda um myndarlegan stuðning vógu og þungt varðandi þesa ákvörðun. Þegar þetta er ritað er vinna við Vigfús Ingvar Ingvarsson „Þjóðkirkjan hefur gert þennan áratug að tíma safnaðaruppbygg- ingar. Til þess að ná því marki verður að virkja leikfólk innan kirkjunn- ar í langtum ríkara mæli en hingað til. Þá skipta námskeið og samvinna safnaða afar miklu máli.“ frágang húsa og lóðar komin á loka- stig. Um er að ræða svefnskála (um 230 mz) með kojum fyrir 40 manns. Þá er um 80 m2 tengibygging (af- greiðsla, anddyri og snyrting) og skálinn næst vatninu (um 265 mz) hýsir eldhús og matvælageymslur, herbergi fyrir starfsfólk og stóran sal sem mætti tvískipta. Verið er að ljúka kaupum á ýmsum búnaði til rekstursins. Og treyst er á já- kvæð viðbrögð fjölmargra aðila, sem til hefur verið leitað um stuðn- ing í ýmsu formi, nú á lokasprettin- um. Sumarbúðastarfið Góð aðsókn hefur verið.að sumar- búðaflokkum bama á Eiðum og börnin komið víða að úr fjórðungn- um. Síðari árin hafa jafnan verið fjórir slíkir flokkar og þá alls um 170 börn á sumri. Fallegt og fjöl- breytt umhverfi hefur átt góðan þátt í vinsældum búðanna og geta má þess að flest börnin hafa tekið þátt í að gróðursetja tijáplöntur á framtíðarsvæðinu við Eiðavatn. Vel hefur tekist til með starfsfólk sem hefur komið úr ýmsum áttum, m.a. hafa nokkrir prestar hér eystra sinnt þessu starfi mikið. Það var líka mikill stuðningur þegar kirkjan á Austurlandi eignaðist sameigin- legan starfsmann,- fræðslufulltrúa (áður æskulýðsfulltrúa), sem mun tengjast Kirkjumiðstöðinni í vax- andi mæli. Sumarið 1986 var boðið upp á dvalarflokk fyrir aldraða og öll sum- ur upp frá því. Þess er að vænta að vaxandi eftirspurn verði eftir slíkum flokkum og gott að geta brátt boðið úrvalsaðstöðu fyrir fólk sem á við ferlivandamál að stríða. Allmörg ár eru síðan fatlaðir ein- staklingar tóku þátt í sumum barnaflokkunum eftir því sem að- stæður leyfðu. Síðastliðið sumar var svo enn stigið nýtt skref með því að hafa sérstakan flokk fyrir fatl- aða, í samvinnu við Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Austurlandi. Og stefnt er að vaxandi samvinnu við stofnanir sem vinna fyrir fatlaða á komandi árum. Hve lengi hefur dregist að fullgera nýju bygging- arnar, gaf reyndar svigrúm til að haga innréttingu við hæfí fatlaðra. Framtíðin Auk sumarbúðaflokka er ætlunin að Kirkjumiðstöðin hýsi ýmsa sam- eiginlega starfsemi kirkjunnar' á Austurlandi. Þar má nefna ýmis námskeið, svo sem fyrir fermingar- börn, kirkjukóra, sóknamefndir o.s.frv. og mót til að glæða áhuga á kirkjulegu starfi og efla kynni fólks. Þjóðkirkjan hefur gert þenn- an áratug að tíma safnaðarupp- bygginar. Til þess að ná því marki verður að virkja leikfólk innan kirkj- unnar í langtum ríkara mæli en hingað til. Þá skipta námskeið og samvinna safnaða afar miklu. Þörf- in fyrir slíkan samastað kirkjunnar á Austurlandi, sem nú er að verða til, er því enn brýnni en frumhetj- arnir gátu séð fyrir. Á vígsludegi — 25. ágúst nú í sumar — eignast kirkjan á Austur- landi sitt safnaðarheimili. Það verð- ur fagnaðar- og þakkargerðardag- ur. Drottinn hefur leyft áformum, sem mörgum virtust óraunsæ, að ná fram að ganga. Framundan er samt áframhaldandi byggingar- starf, að byggja upp söfnuðina á Austurlandi og miklu víðtækara samstarf þeirra, landi og lýð til blessunar. Höfundur er sóknarprestur á Egilsstöðum. r -J0M . íleðSur r a ■ Hjjaú I UlUi^UIl V Reykjavíkurprófasts- dæmi vestra: ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks Áskirkju er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Jak- ob Á. Hjálmarsson. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fyrirbænir eftir messu. HALLGRÍMSKIRKJA:: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Karl Sigurbjörnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjóns- uta kl. 11. Prestur sr. Flóki Krist- insson. Organisti Jón Stefáns- son. Kór Langholtskirkju syngur. Molasopi að guðsþjónustu lok- inni. Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Ron- ald V. Turner. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson. Heitt á könnunni eftir guðsþjónusta. Fimmtudag: Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, altarisganga, fyrirbænir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Miðvikudag: Bæna- rpessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Helgistund kl. 11 á vegum sókn- arnefndar. Organisti Gyða Hall- dórsdóttir. Reykjavfkurprófasts- dæmi eystra: ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Jón Mýr- dal. Sr. Guðmundur Þorsteins- son. BREIÐHOLTSKIRKJA: Engin guðsþjónusta vegna sumarleyfis sóknarprests, en bent á guðs- þjónustur í Árbæjarkirkju kl. 11 og Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Kristinn Ág- úst Friðfinnsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta kl. 20.30. Organisti Guðný M. Magnús- dóttir. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Þorbergur Kristj- ánsson. SELJAKIRKJA: Engin guðsþjón- usta verður í Seljakirkju en vísað á guðsþjónustur í Árbæjarkirkju kl. 11 og Fella- og Hólakirkju kl. 20.30. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Lág- messa kl. 8.30, stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18 nema laugar- daga kl. 14. Laugardagskvöld kl. 20 er ensk messa. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18.30 nema fimmtudaga kl. 19.30 og laugar- daga kl. 14. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sam- koma kl. 11. Söng- og hljómleika- samkoma í Fíladelfíukirkjunni. Hljómsveit norskra Hermanna leikur og Norðmaðurinn Hans Inge Fagervik syngur og talar ásamt meðlimum hljómsveitar- innar NSB. NÝJA Postulakirkjan: Guðsþjón- usta kl. 11. Safnaðarprestur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 11. Organisti Guðmundur Ómar Óskarsson. Einsöngur Margrét Ponzi. Sr. Jón Þorsteinsson. GARÐA- OG HAFNARFJARÐAR- SÓKN: Guðsþjónusta í Garða- kirkju kl. 11. Prestur sr. Gunnþór Ingason. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur. Organisti Helgi Braga- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 10, lesin á þýsku. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sjá Garða- og Hafnarfjarðarsóknir. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Krist- jana Ásgeirsdóttir. Sr. Einar Eyj- ólfsson. KAPELLA St. Jósefsspftala: Há- messa kl. 10.30. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa k| g HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sigrún Óskarsdóttir guðfræðinemi prédikar. Sr. Tóm- as Guðmundsson. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guðmundsson. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Sóknarpestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Sumartón- leikar laugardag og sunnudag kl. 15. Messa kl. 17. Sóknarprestur. ODDAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Þórir Jökull Þorsteinsson guðfræðinemi prédikar. Organ- isti Anna Magnúsdóttir. Kirkju- kaffi verður að messu lokinni í safnaðarheimili Oddakirkju. Sr. Sigurður Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknar- prestur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.