Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 16

Morgunblaðið - 10.08.1991, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 Nýr framkvæmda- stjóri Vísindaráðs AXEL Björnsson eðlisfræðing- ur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Vísindaráðs. Axel er fæddur í Reykjavík 1942. Hann tók stúdentspróf frá Axel Björnsson Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og hóf síðan nám í eðlisfræði og jarðeðlisfræði við háskólann í Göttingen í Þýskalandi. Hann lauk diplómprófi 1968 og hlaut doktors- gráðu í jarðeðlisfræði 1972. Frá 1972-1990 starfaði Axel hjá Orkustofnun við jarðhitaleit og þjónustu við hitaveitur lands- ’ins. Jafnframt vann hann að ýms- um vísindastörfum á sviði eldfjall- afræði og jarðeðlisfræði. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla íslands og gestafyrirles- ari við erlenda háskóla. Axel hefur ritað fjölmargar vísindagreinar í alþjóðleg vísindarit og alþýðlegar greinar í blöð og tímarit um rann- sóknir sínar og gegnt ýmsum trún- aðarstörfum innan fræðisviðs síns. Axel hefur átt sæti í Náttúruvís- indadeild frá stofnun þess og starf- að þar sem sérfræðingur frá 1990. Hann var ráðinn framkvæmda- stjóri ráðsins 1. júlí sl. Upp og ofan í urriðanum Það gengur svona upp og ofan á urriðasvæðunum í Laxá í Mý- vatnssveit og í Laxárdal. í heild er veiðin dauf, eins og fram kom í samtali við ónafngreindan stangaveiðimann sem var að koma að norðan fyrir nokkru og hafði lítið séð og enn minna veitt þótt hann hafi 20 ára reynslu á bak við sig á þessum slóðum. Hólmfríður Jónsdóttir veiðivörður á Arnarvatni sagði í samtali við Morgunblaðið að satt væri að margir fengu lítið, en aðrir veiddu vel og færi þetta að mestu eftir því hvort menn væru kunnugir á svæðinu eða ekki. Þannig hefðu Ingi Ámason og félagar fengið 28 fallega físka á þremur dögum 8. til 10. júlí og Sturla Jón Geirs- son og félagar hefðu fengið 38 stykki daganna 22. til 24. júlí. Rétt fyrir verslunarmannahelgina voru komnir rétt um 1300 silung- ar á land sem Hólmfríður sagði talsvert minna heldur en þykir í góðu ári, en reyndar ekkert minni veiði heldur en oft áður. Það væru sveiflur í þessu, menn vissu það, en rangt væri að tala um algera ördeyð. „Það má heldur ekki gleyma, að sumarið er búið að vera stórfurðulegt frá veðurfars- sjónarhóli, miklir hitar langtímum saman og áin varð allt að 21 gráðu heit. Við slíkar kringumstæður hreyfir fiskurinn sig lítið. Mér þótti leitt að nema tóninn í hinum ónafngreinda viðmælanda Morg- unblaðsins á dögunum. Það er með ýmsa, að það er eins og við- horfin breytist um leið og menn koma inn fyrir borgarmörkin fyrir sunnan. Þá hefur gieymst hvað það var gaman og gott að dvelja við ána og farið að meta allt í aflatölum og útlögðum krónum," sagði Hólmfríður. Hér og þar... Við höfum frétt að um 60 laxar hafi verið dregnir úr Húseyjar- kvísl það sem af er og talsvert af ágætum urriða í bland. Telja kunnugir að ef einhverjir nenntu að gera út á urriðann fremur en laxinn gætu þeir hinir sömu náð eftirminnilegum afla. Frést hefur um 14 punda fiska stærsta á þessu svæði, en það mun óstað- fest tala. Rangárnar skila ekki óhemju á borð við þá veislu sem var á boð- stólunum í fyrra. Þar munu þó komnir um 200 laxar á land sem er þegar orðið það næst mesta sem veiðst hefur í ánni.Það er talsverður lax í ánum, ekki þó sama mergðin og í fyrra, en mikl- ir hitar og sólbaðsveðrið hefur staðið veiði fyrir þrifum. Það er helst að menn setji í fáeina fiska kvölds og rnörgna. Einn heyrðist stinga upp á því, að þegar tíðin væri svona væri athugandi að veiða á nóttunni og liggja í sól- baði á daginn. Fyrir skömmu kom gott skot í Eystri Rangá ofan- verða. Þá veiddust 8 laxar í Fiská- rósi og annað eins slapp og menn sáu að minnsta kosti nokkra tugi laxa ganga fram í Fiská, en þar hafa einnig veiðst nokkrir laxar að undanfömu. Ekki sést til sjó- birtinga á svæðunum að ráði enn sem komið er og urriðaveiðin hef- ur einnig verið treg, einkum þó vegna þess hversu lítið hún er stunduð. gg- Menn hafa verið að fá ’ann í Rangánum í sumar, bara ekki eins marga og í fyrra. Þarna eru Sigurgeir og Jón Ársælssynir og Þröstur Elliðason með fallega fiska úr Ytri Rangá. Frá sýningunni í Þrastarlundi. Minningarsýning á verkum Valtýs Péturssonar í Þrastarlundi: Blanda af myndum frá Par- ísarárunum og öðrum yngri MINNINGARSÝNING á verkum Valtýs Péturssonar, listmál- ara, stendur yfir í veitingastofunni Þrastalundi. Á sýningunni eru 19 uppstillingar og landslagsmyndir en sumar þeirra hafa ekki verið sýndar opinberlega áður. Elstu myndirnar eru frá Parísarárum Valtýs en nýlegar myndir eru einnig á sýning- unni. Sýningin í Þrastalundi stendur yfir til 18. ágúst. I spjalh við Herdísi Vigfús- dóttur, ekkju Valtýs, kom fram að listmálarinn hefði verið afar afkastamikill og fjöldinn allur af myndum hefði legið í vinnu- stofu hans. Sumar þessarra mynda væru á sýningunni en húsnæðið leyfði ekki mikinn fjölda af myndum eða stórar myndir og því ætti enn eftir að sýna hluta af myndum Valtýs. Herdís sagði að á sýningunni væri blanda af myndum frá ýmsum árum. Þær sýndu þróun- ina hjá listamanninum, elstu myndirnar væru frá Parísarárum Valtýs en aðrar væru yngri. Nokkrar myndir væru frá geó- metríska. tímabilinu en aðrar væru meira laust abstrakt. Valtýr hélt fyrstu einkasýn- ingu sína í París 1948 og fyrstu sýninguna í Þrastarlundi sumar- ið 1974. Þar sýndi hann myndir sínar á nær hveiju sumri þar til hann lést árið 1988. Hann var í hópi þeirra málara sem um langt skeið stóðu að Septembersýning- unni svokölluðu og hvatamaður að stofnun Septem-hópsins síðar. Hann tók dijúgan þátt í félags- starfi myndlistarmanna, átti lengi sæti í stjórn FÍM og var fulltrúi íslands í Nordisk Kunst- forbund um fjölda ára. Valtýr ritaði mikið um listir og var myndlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins í áratugi. Samband veitinga- og gistihúsa: Yill afnám vínsölubanns síð- asta hálftímann á böllum Farið fram á að rekstur næturklúbba verði heimilaður SAMBAND veitinga- og gistihúsa hefur farið þess á leit við Þor- stein Pálsson dómsmálaráðherra að rekstur næturklúbba verði leyfður að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Jafnframt hefur sam- bandið farið þess á leit að aflétt verði reglugerðarákvæði um að sölu áfengis skuli hætt hálftíma fyrr en skemmtun lýkur. Gert er ráð fyrir að forráðamenn sambandsins hitti Þorstein seinna í mánuðinum vegna þessara og fleiri málaleitana. Erna Hauksdóttir framkvæmd- astjóri Sambands veitinga- og gistihúsa kynnti ráðherra í síðasta mánuði þau mál sem sambands- fólk vill leggja sérstaka áherslu á. Hún segir að leitað hafí verið eftir því að danshús, sem uppfylli skilyrði um innréttingar og annað sem þurfa þyki, geti fengið nætur- klúbbaleyfi og haft opið til fimm að morgni. Eðlilegt sé að slíkir skemmtistaðir hafi opið lengur en krár, hér á landi rétt eins og ann- ars staðar í heiminum. Barinn er lokaður síðasta hálft- ímann á balli eftir ákvæði í áfeng- isreglugerð. Erna segir tímabært að þessi regla sé afnumin, ekki nái nokkurri átt að veitingamenn geti ekki veitt gestum sínum fulla þjónustu til Ioka skemmtunar. Barþjónar verði sem von sé fyrir stöðugu kvabbi gesta vegna ákvæðisins og komið hafí fyrir að veitingahús hafí verið svipt vín- veitingaleyfí yfír helgi vegna þess að vín hafi verið selt nokkrum mínútum eftir klukkan hálf þijú. „Það hefur raunar óneitanlega borið dálítið á því í Reykjavík að refsingar séu ekki í samræmi við brot veitingamanna,“ segir Erna. „Okkur finnst sjálfsagt að refsa veitingahúsum ef öryggisreglur eru brotnar; of mörgum gestum hleypt inn eða neyðarútgangar ekki hafðir eins og vera ber. Þá er eðlilegt að svipta hús vínsölu- leyfi helgina eftir. En það er harla lítið jafnvægi í því að nota þessa refsingu vegna sögu lögreglu- manns um barþjónustu nokkrum mínútum eftir hálfþijú." Ema Hauksdóttir segir að með- al annarra erinda Sambands veit- inga- og gistihúsa við dómsmála- ráðherra sé ósk um að afnumin verði gjaldtaka vegna löggæslu á dansleikjum. „Svona gjaldtaka þekkist varla í öðrum atvinnu- rekstri. Eigendur vínveitingahúsa tvígreiða í reynd fyrir löggæslu á hendur sjálfum sér; fyrst með háum leyfisgjöldum til reksturs veitingahússins, vínveitinga og skemmtanahalds, síðan er þeim gert að borga sérstaklega vegna sérstakra eftirlitsmanna. Utan Reykjavíkur ræður hver sýslumaður hvort hann tekur gjald af danshúsum fyrir löggæslu. Slík gjöld eru oft svo há að þau standa allri þjónustu fyrir þrifum, menn treysta sér ekki til að halda ball nema afar góð aðsókn sé tryggð. í ofanálag halda viðkomandi lög- regluþjónar sig tiðum á tjaldstæð- um eða í sumarbústaðahverfum þar sem ónæðið er í raun. Það kórónar svo ástand þessara mála í höfuðborginni að félagsheimili, þar sem keypt eru svokölluð tæki- færisvínveitingaleyfí, þurfa ekkert eftirlitsgjald að borga. Einhvers staðar hefur sanngirnin gleymst í þessum reglum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.