Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 23
23
MÓRGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGUST 1991
Metvika í far-
þegaflutning-
um með Hrís-
eyjarfeijunni
Sævari
METVIKA var í farþegaflutn-
ingum Hríseyjarferjunnar Sæv-
ars fyrstu vikuna i ágúst, en
dagana 1. til 7. ágúst flutti ferj-
an 3.500 farþega. Rúmlega 22
þúsund farþegar hafa farið á
milli lands og eyjar það sem af
er sumri.
Hörður Snorrason skipstjóri á
Sævari sagði að mikið hefði verið
um að ferðafólk legði leið sína út
í Hrísey í sumar.
Mikil aukning væri í hópferðum
erlendra ferðamanna á vegum
ferðaskrifstofa, en á móti kæmi
að nokkur samdráttur væri í ferð-
um íslensks fjölskyldufólks. „Það
er sjálfsagt góða veðrið sem verið
hefur um land allt, sem þar spilar
inn í, fólk er minna á ferðinni,"
sagði Hörður.
í júní voru farþegar með Sæv-
ari 7.342 talsins, og í júlí 11.254.
í fyrstu viku ágústmánaðar fóru
3.500 farþegar milli lands og eyj-
ar, en það er metvika hvað farþe-
gaflutninga varðar frá upphafi.
Flestir stansa í eynni í nokkra
tíma, að sögn Harðar, skoða sig
um í þorpinu, líta á fuglalífið og
fá sér að borða.
Stjórn Verkalýðsfélagsins Einingar:
Allur afli verði fulluiminn heima
Krakkarnir í skólagörðunum við Vestursíðu á Akureyri voru kampak- frá vinstri: Lilja, Ingibjörg, Inga María, Gunnar Óli, Tinna, Brynj-
át með uppskeru sumarsins, en þau voru í óða önn að taka upp ar, Trausti, Viðar og Hjálmar.
kál, radísur og rófur er ljósmyndara bar að í gær. Á myndinni eru
Anægð með uppskeruna
Morgunblaðið/Guðmundur Hrafn
Landskeppni í skák milli
Islendinga og Færeyinga
LANDSKEPPNI í skák á milli
Islands og Færeyja verður háð
á Akureyri um helgina, dagana
10. og 11. ágúst.
Sveit íslands skipa skákmenn
frá Akureyri, auk liðsstyrks frá
Austfjörðum og Vestfjörðum.
Landskeppni með þessu sniði
hefur verið háð reglulega síðan
1978, til skiptis í Færeyjum og hér
heima. Sveit íslands sigraði í fyrstu
viðureignunum, en í síðustu tvö
skiptin hafa Færeyingar sigrað
naumlega.
Teflt verður á tíu borðum og
hefst keppnin kl. 14 á laugardag
og sunnudag og verður teflt í skák-
heimilinu í Þingvallastræti 18.
Á föstudagskvöld verður haldið
á sama stað opið hraðskákmót með
þátttöku Færeyinga.
Drottinn Guó. veit mér
vernd þína, og lát mig
minnast ábyrgðar minnar
er ég ek þessari bifreið.
I Jesú nafm. Amen.
Fæst í Reykjavík:
Kirkjuhúsinu, Kirkjutorgi 4
og Jötu, Hátúni 2.
Akureyri:
Hljómveri, Glerárgötu 32
og Shell bensínaf-
greiðslu v/Hörgárbraut.
Verð kr. 100,-.
Orð dagsins, Akureyri.
Árskógshreppur:
Fólksfjölgun en skortur á húsnæði
ÍBÚUM í Árskógshreppi hefur fjölgað umtalsvert á liðnum árum og
á siðasta ári var um 3% fjölgun í hreppnum. Þar vantar nú tilfinn-
anlega húsnæði, en hreppnum var úthlutað láni fyrir byggingu á einni
íbúð nú í ár innan félagslega kerfisins, en sótt var um fjórar.
Sveinn Jónsson oddviti í Árskógs-
hreppi sagði að menn væru afar
óhressir með að fá einungis úthlutað
einni íbúð í félagslega kerfinu. „Okk-
ur þykir þetta ansi lítið, þar sem
fólksfjölgun hér er tvöföld miðað við
landsmeðaltal," sagði Sveinn, en
hann sagði stefna í að fjölgunin í
ár yrði meiri en á síðasta ári.
Árskógshreppur sótti um að fá
að byggja fjórar íbúðir í félagslega
kerfínu. Þær íbúðir sem skila átti
næsta vetur samkvæmt verksamn-
ingi eru þegar fullbúnar og flutt inn
í þær og sagði Sveinn að fram-
kvæmdir við þær hefðu verið ári á
undan áætlun.
Forráðamenn hreppsins vinna nú
að því að fá lán fyrir byggingu fleiri
íbúða, en Sveinn sagði að mikil þörf
væri á að byggja þjónustuíbúðir fyr-
ir aldraða í hreppnum. Margt eldra
fólk hefði hug á að minnka við sig
húsnæði. Sveinn sagði að stefnt
væri að því að byggja fjórar slíkar
íbúðir í hreppnum og helst á næsta
ári.
Fólksfjölgunina sagði hann m.a.
stafa af góðu atvinnuástandi, jöfn
og stöðug vinna væri við fiskverkun
og í rækjuverksmiðjunni Árveri og
aukning hefði orðið í þjónustustörf-
um ýmiss konar. Töluvert hefði ver-
ið um að aðkomufólk ynni í hreppn-
um og sumt af því væri að flytja
búferlum þangað.
Bifreiðastjórar:
Hafið bílbænina í bílnum
og orð hennar hugföst
þegar þið akið.
starfsmönnum eðlileg laun.
Hækkun lyfjakostnaðar sjúklinga
sé afturhvarf frá uppbyggingu vel-
ferðarríkis á íslandi og þetta spor
aftur á bak komi illa við þá sem
minnst hafa handa á milli. Ottast
megi að áfram verði haldið á sömu
braut og útgjöld einstaklinga aukist
vegna lyfjakostnaðar, sjúkrahúsdv-
alar og annars veikindakostnaðar.
Krefst stjórnin þess að snúið verði
af þessari braut.
Þá segir að fyrirsjáanlegt sé að
atvinna í landi dragist verulega sam-
an einkum á þeim stöðum þar sem
fiskverkun er uppistaða atvinnulífs
í kjölfar niðurskurðar á aflakvóta
fiskiskipa. Eina leiðin sem fyrir
hendi sé, er sú að öllum afla flski-
skipa verði landað innanlands og
hann fullunnin til sölu á erlendum
mörkuðum. Stjórn Einingar geri þá
kröfu til stjórnvalda að ákvörðun þar
um verði hiklaust tekin. „Við höfum
ekki lengur efni á svo frumstæðum
atvinnuháttum sem þeim að selja
fískinn óunninn á erlendum hafnar-
bökkum,“ segir í lokin.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Furðuverur á ferð
Þessar furðuverur urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins í miðbæ
Akureyrar á dögunum.
Hörður sagði ferjuna vel gegna
hlutverki sínu yfir vetrarmánuð-
ina, frá október og fram í apríl,
en ekki veitti af stærra skipi þeg-
ar mesti straumurinn liggur út í
eyju.
Sævar sé hannaður sem vöru-
og farþegaferja, en Sæfari annast
nú alla vöruflutninga.
STJÓRN Verkalýðsfélagsins Einingar átelur mjög í ályktun sem sam-
þykkt var á fundi fyrir skömmu hversu þrengt sé nú að kjörum laun-
þega með ýmsum ráðstöfunum af hálfu ráðamanna í þjóðfélaginu.
Þrennt beri helst að nefna, hækkun vaxta, hækkun lyfjakostnaðar og
niðurskurður á aflakvótum, sem mæta verði með fullvinnslu afla hér
heima.
Umhækkun vaxta segir í ályktun- leggi þungar byrgðar á fjölda ein-
inni, að engin haldbær rök hafi leg- staklinga og heimila og vandséð að
ið að baki vaxtahækkun, en hún undir þeim álögum verði staðið.
Gjaldþrot heimilanna séu orðin fleiri
en góðu hófi gegni og vextirnir legg-
ist einnig með ofurþunga á fyrirtæki
í landinu, sem geri þeim erfitt fyrir
og dragi úr möguleikum á að greiða