Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 Þakka öllum, sem glöddu mig á 60 ára af- mœli mínu þann 27. júlí sl. Sérstakar þakkir fyrir hjálpina fá Biggi kokkur iísal og nágrann- ar mínir í Hlíðartúnshverfi, Mosfellsbœ. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn Kr. Guðmundsson, Lækjartúni 11, Mosfeilsbæ. AÐEINS ÞAÐ BESTAl Hvort sem um nýsmíði eða endurnýjun er að ræða. ELDHÚSINNRÉTTINGAR BAÐINNRÉTTINGAR SKÁPAINNRÉTTINGAR HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. Sími 671010 M ELDHÚS Borðstofuborð + 6 stólar kr. 179.800,- stgr. Veggskápur m/bar kr. 129.860,- stgr. Standlampi kr. 24.630,- t—t ■ .1 Ástandið í Albaníu Fjörutíu ára stjórn kommúnista er búin að færa Albaníu niður á stig fátækustu þriðjaheimslanda: allir sjóðir uppurnir, verksmiðjur úr sér gengnar og ónýtar, galtómar verslanir, aðeins örfáar vöru- bílabeyglur ökufærar og efnahagslífið í rúst. I júlíhefti breska læknatímaritsins Lancet fjallar höfundurinn, Leo Offer- haus, um ástandið í Albaníu eins og það kom honum fyrir sjónir, meðan hann dvaldist í landinu í hópi heilsugæslufólks, sem Sameinuðu þjóðirnar sendu þangað til hjálparstarfa. Aðstoðin var veitt að beiðni samsteypustjórnarinnar, sem tók við völdum eftir fall kommúnistastjórnar- innar. • • Omurleg að- koma „I aðflugiiiu til Tirana komumst við ekki h já því að sjá víðar lendur ríkisbúanna, þar sem engin merki voru um ræktun, og raðir lítilla vamarvirkja á víð og dreif um landið. Við vor- um með fyrstu hjálpar- sveitunum, sem Samein- uðu þjóðirnar sendu til Albaníu, og bjuggumst við hinu versta, ekki síst þar sem nýja samsteypu- stjómin hafði ítrekað beðið stofnunina um neyðaraðstoð. Fjörutíu ára stjóm kommúnista er búin að færa landið niður á stig fátækustu þriðjaheimslanda: allir sjóðir uppurnir, verk- smiðjur úr sér gengnar og ónýtar, galtómar verslanir, aðeins örfáar vömbílabeyglur ökufær- ar og efnahagslífið í rúst.“ Einsogöllum sé orðið sama Ennfremur segir í Lancet „Heilsugæslu- þjónusta er enn nokkur, en ákaflega misjöfn að gæðum. Nútímatækni, sem fáeinir sérfræðingar í hópi lækna hafa innleitt eftir dvöl erlendis, nýtur ekki lengur við vegna skorts á hráefni, vara- hlutum, leiðslum og efna- samböndum til rann- sókna. I læknabókasöfn- um getur að líta fáem vestræn tímarit, sem ætt- ingjar erlendis hafa sent, en fyrir utan þau er ekki annað að finna í hilhmum en ritsöfn [Envers] Hoxa [fyrmrn leiðtoga komm- únistaflokksins] og Leníns. Áhersla er lögð á fyrirbyggjandi heilsu- gæslu, en smám saman hefur dregið úr bólusetn- ingum, sem eitt siim voru stolt landsins, af því að jafnvel glersprautur eru torfundnar, sóttlireins- unarbúnaður er allur 40-50 ára gamall og ísskápar fokdýrir. Ryk og óhreinindi eru ails staðar, en það er eins og öllum sé orðið sama um það. Ef bam kastar upp á sjúkrastofunni, hreins- ar enginn upp eftir það. Baraadeildimar vekja upp minningar um mynd- irnar frá Rúmeniu af smáböraum sem liggja í rúminu sinu (í 35 stiga hita) útötuð í blóði og saur, fá blóð í gegnum margnotaðar plast- leiðslur og stara á er- lenda gesti með stóram augum úr innföllnum ásjónum. Þarna er engin afþreying, enghi leik- föng. í 500 rúma baraa- spítala í Tirana fyrir- finnst einn hitakassi og ein öndunarvél. Einn hitakassi til viðbótar hef- ur verið keyptur upp á krít í krafti loforða Bakers, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna. Vannæring og niður- gangur era algengustu dánárorsakirnar. Skjaldkirtilsstækkun [stafar af joðskorti eða ofvirkni skjaldkirtils] i nýburum og kyrkingur [meðfæddur ágalli sem stafar af of lítilli starf- semi skjaldkirtils — kem- ur fram í andlegum og líkamlegum vanþroska] eru að sögn útbreiddir kvillai' í fjallahéraðun- um; framleiðslu joðsalts (selt á þrisvar sinnum hærra verði en venjulegt salt) hefur verið hætt. Fáir spítalar hafa fyrir- liggjandi nauðsynleg lyf og birgðir hins opinbera eru orðnar hættulega litl- ar. Ef utanaðkomandi hjálp berst ekki, verður ekkert insúlín til eða bún- aður til skurðlækninga (hanskar, sárasaumsþráður, svæf- mgalyf) um miðjan júlí.“ Aliiæmi getur breiðst hratt út Loks segir i greininni í Lancefc „Slæmt hrein- lætisástand á spitölum og skortur á rannsóknarað- stöðu hafa skapað ákjós- anlegan jarðveg fyrir farsóttir. Lifrarbólgu- veira finnst þegar í blóði yfir 10% íbúanna (80% í sumum héruðum); ung- barnadauði, sem fallið hafði úr 43 niður í 25 af þúsundi árið 1985, komst upp í 34 á liðnu ári; búist er við hastarlegum niður- gangshvelli síðla sumars. Frést hefur um fáein al- næmistilfelli hjá fólki sem snúið hefur heim erlendis frá, en alnæmis- prófanir hafa verið n\jög takmarkaðar og aðstæð- ur allar era þaimig að vírusinn getur breiðst hratt út, þar sem landa- mærin við Rúmeníu eru nú opin og smokkar fást ekki nema á svörtum markaði. Vegna rangrar notkunar fúkkalyfja á spítölum, þar sem að- staða til einangrunar er ekki fyrir hendi og rann- sóknarþjónusta hæggeng og óáreiðanleg, hefur nokkuð borið á minni háttar sýkingahrmum." Larig-t í land „Albanskir læknar geta ekki komist út úr þessum ógöngum af eig- in rammleik; þörf er á umfangsmikilli endur- menntunarherferð og bættri upplýsingaþjón- ustu. Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna hef- ur þegar sent neyðarbún- að til landsins, einnota sprautur, bamamat og leikföng, og Alþjóða heil- brigðisstofnunin hefur lagt á ráðin um frekari aðstoð. Útvega verður nýjan bókakost í lækna- bókasöfn og nauðsynlegt er að gefa albönskum læknum kost á styrkjum til framhaldsnáms. Heil- brigðisstéttir á Vestur- löndum verða að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að endurreisa heilsugæsluþjónustuna í Albaniu. Þar i Iandi vant- ar hvorki góðan vilja né vitsmunalega getu, en mörg ár kuiina þó að líða áður en ástandið verður orðið sambærilegt við það, sem þekkist í Evr- ópubandalaginu." 3ja sæta + 2 stólar kr. 197.640,- stgr. Sófaborð kr. 17.640,- stgr. Hliðarborð kr. 17.640,- stgr. Borðlampi kr. 21.420,- stgr. Barborð kr. 35.460,- stgr. Barstóll m/baki kr. 9.570,- stgr. Barhilla kr. 21.360,- stgr. HÚSGAGNAVERSLUN Síðumúla 20 — sími 688799 HEFJUM GAMLA ÍSLENSKA BYGGINGALIST TIL VEGS Á NÝ... MEGA bárulaga álið ryðgar ekki né tærísL Fæst í fjölmörgum Iftum, einnig ólitað. Mjög gott verð. LANGTÍMALAUSN SEM ÞÚ LEITAR AÐ SPARAÐU VIÐHALD NOTAÐU ÁL Mega h/f, Engjateigi 5, 105 Reykjavík Pósthólf 1026, 121 Reykjavík. Sírni 91-680606. Fax 91-680208.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.