Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
29
Minning:
* >
Helga A. Asgríms-
dóttirfrá Efra-Ási
í dag er kvödd á Hólum í Hjalta-
dal og til hvíldar lögð, Helga Ástríð-
ur Asgrímsdóttir frá Efra-Ási i
Hjaltadal. Helga var fædd í Efra-
Ási 20. febrúar 1909 og því orðin
82 ára er hún lést 4. þ.m. á sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki eftir tveggja
mánaða erfið veikindi.
Helga var af traustum Skagfirsk-
um ættum en foreldrar hennar voru
Sigmunda Skúladóttir og Ásgrímur
Stefánsson er bjuggu allan sinn
búskap í Efra-Ási. Afi Helgu, Stef-
án Ásgrímsson, kaupir jörðina og
flytur þangað árið 1883 og þar
hafa afkomendur hans búið fram á
þennan dag.
Stefán var Fljótamaður og hafði
búið á Gautastöðum í Fljótum, son-
ur Á.sgríms bónda þar Steinssonar
af Stóru-Brekkuætt móðir Stefáns,
Guðrún Kjartansdóttir bónda í
Stóru-Brekku og Margrétar Jóns-
dóttur var einnig af þeim ættboga.
Kona Stefáns í Efra-Ási var Helga
Jónsdóttir bónda á Ysta-Hóli í
Sléttuhlíð og Guðrúnar Jónsdóttur
frá Brúnastöðum í Fljótum af Brún-
astaðaætt. Sigmunda var dóttir
Skúla Ingimundarsonar bónda í Mo-
skógum í Fljótum af Kalfaætt og
Kristínar Stefánsdóttur frá Lamba-
nesreykjum en Kristín var ættuð
úr Ólafsfirði.
Sigmunda og Ásgrímur eignuð-
ust auk Helgu sem hér er kvödd,
tvær dætur er upp komust og einn
son er dó á 1. ári. Nú er aðeins á
lífí yngsta systirin Guðrún búsett á
Lóni í Viðvíkursveit, elsta systirin
Hólmfríður er bjó lengst á Akra-
nesi lést fyrir sjö árum. Helga miss-
ir föður sinn aðeins 17 ára gömul
og rúmu ári síðar flytur Sigmunda
með yngri dæturnar til Siglufjarðar
þar sem þær búa næstu árin. Árið
1933 flytur Helga svo aftur að
Efra-Ási og hefur þar búskap með
manni sínum Pétri Marinó Runólfs-
syni. Pétur var fæddur 6. jan. 1906
og voru foreldrar hans Kristbjörg
Pétursdóttir og Runólfur Hannes-
son búendur í Böðvarsdal í Vopna-
fírði. Hann kom til Skagafjarðar
eins og margir aðrir ungir menn til
að fara í Bændaskólann á Holum,
og í Skagafirði varð starfsvettvang-
ur hans allur. Helga og Pétur eign-
uðust 3 dætur, sú elsta Kristbjörg
Erla f. 1935 lést á fyrsta ári, Krist-
björg Hulda f. 1937 er gift Snorra
Jonssyni bifreiðastjóra og búa þau
á Akranesi hún á tvö börn af fyrra
hjónabandi, yngst er Ásdís Sigrún
f. 1943 húsfreyja á Efra-Ási gift
Sverri Magnússyni og eiga þau
fjögur börn. Einnig var alinn upp
hjá Helgu og Pétri frá fjögra ára
aldri Sævar Guðmundsson f. 1932
sonur Hólmfríðar systur hennar,
hann er búsettur á Akranesi kvænt-
ur Grétu Gunnarsdóttur og eiga þau
tvö börn. Þeim hjónum búnaðist vel
í Efra-Ási, þó aðeins byggju þau á
hálfri jörðinni, enda hlífðu þau sér
hvergi. En árið 1962 verður Helga
fyrir þeirri miklu sorg að missa
mann sinn aðeins 56 ára gamlan.
Var hans sárt saknað af öllum, sem
til þekktu enda greindur mannkost-
amaður og vinsæll.
Eftir lát manns síns lætur Helga
svo af búskap og við tekur dóttir
hennar Ásdís með sínum manni og
hafa þau nú búið í Efra-Ási í tæp
30 ár. Næstu árin vann Helga á
Hólum við skólann og búið og
minntist hún oft þess unga fólks
er hún kynntist á þessum árum.
Eftir að starfsþrekið minnkaði
Minning:
Krístín Finnbogadóttir
Boulton frá Hítardal
Þú sæla heimsins svaialind,
ó, silfurkæra tár,
er allri svalar ýta-kind
og ótal læknar sár.
Æ, hverf þú ei af auga mjer,
þú ástarblíða tár,
er sorgir heims í burtu ber,
þótt blæði hjartans sár.
Mjer himneskt ljós í hjarta skín
í hvert sinn, er jeg græt,
því drottinn telur tárin mín
jeg trúi, og huggast læt.
(Kristján Jónsson)
Nú er hún Lalla frænka mín
dáin. Ég kynntist henni aðeins síð-
ustu árin en mest í sumar er ég
dvaldi hjá henni í Englandi. Ég
hafði mikinn áhuga á því að fara
til Englands í enskuskóla og auðvit-
að reddaði Lalla því eins og öllu
öðru. Það var mikill stuðningur í
að hafa hana nálægt og ég gat allt-
af leitað til hennar ef eitthvað kom
upp á. Alltaf var hún tilbún til að
hjálpa mér þrátt fyrir veikindi sín.
Lalla stóð sig eins og hetja í
baráttunni við veikindin. Alltaf leit
hún björtum augum á framtíðina,
staðráðin í að sigrast á þessu.
Með þessum fátæklegu orðum
vil ég þakka henni fyrir alla hjálp-
ina.
Elsku John, Ingrid, Helen og
Richard, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.__
Guðrún Osp Pétursdóttir
í föstudag 9. ágúst kl. 15 fer
fram í Fossvogskapellu minningar-
athöfn um elskulega föðursystur
mína, Kristínu Finnbogadóttur
Boulton, sem lést í Norwich 15.
júní sl. eftir erfið veikindi. Kristín,
eða Lalla eins og hún var alltaf
kölluð, var yngst barna þeirra Sig-
ríðar Teitsdóttur og Finnboga Helg-
asonar í Hítardal í Mýrasýslu, fædd
30. júní 1928, og var aðeins tæp-
lega 63 ára gömul er hún lést, langt
fyrir aldur fram. Hún var eina stúlk-
an áður fæddust tíu bræður og einn
hálfbróðir. Systirin hlýtur því að
hafa verið af öllum velkomin þó
ekki væri fyrir annað en það að
vera eina stelpan í stóra stráka-
hópnum!!
Ein af fyrstu bernskuminningum
mínum tengjast Löllu, þegar
frænka frá útlöndum kom í heim-
sókn, dáðist að litlabróður sem var
verið að baða í stórum bala á eld-
húsgólfínu, og lék sér endalaust við
mig í eltinga- og feluleikjum. Mikið
var hún skemmtileg þessi frænka
sem hló og var hálfgerður prakkari
og leiðinlegt, í huga barnsins, að
hún skyldi fara aftur svona fljótt
aftur út til Englands, til eigin-
mannsins sem beið hennar.
Lalla og maður hennar Richard
Statman höfðu kynnst í leiklistar-
námi í London og settust þar að.
Við bræðrabörnin hennar sáum lítið
af henni næstu árin. Hún, eins og
foreldrar okkar var upptekin af
vinnu, barneignum og búi og hvorki
tími né farareyrir til utanlands-
ferða. Krakkarnir á íslandi gleymdu
þó ekki Löllu, því mörg voru bréfín
sem fóru á milli hennar og bræðr-
anna næsta áratuginn, og einnig
skrifaði hún okkur frændsystkinun-
um reglulega, þó hún hefði nóg
fyrir stafni heima fyrir og í vinnu.
Öll eigum við okkur óskir og
drauma á æsku- og unglingsárum.
Útþráin er ein þeirra. Þessi draum-
ur Löllu rættist haustið 1951 þegar
dvaldist hún hjá dætrum sínum,
sérstaklega þó Kristbjörgu en allra
síðustu árin á dvalarheimilum fyrir
aldraða á Hofsósi og Sauðárkróki.
í byijun júní veiktist hún og var
send á Landspítalann til aðgerðar,
en þar reyndist við illvígan gest að
eiga, sem enginn mannlegur máttur
gat ráðið við. Henni auðnaðist þó
að komast aftur norður í fjörðinn
sinn, en rúmri viku síðar var hún
öll. Það var hjartnæmt að sjá hve
sambýlisfólk hennar á dvalarheimil-
inu fagnaði henni innilega eftir að
norður var komið og hún því, eins
og reyndar öllum er til hennar komu
þessar síðustu vikur. Það má með
sanni segja að hún umvafði okkur
öll af miklum kærleika. Þegar kraft-
arnir eru þrotnir eru hvíldin kær-
komin, og ég er þess fullviss að hún
kvaddi sátt við alla að loknu sínu
langa ævistarfi.
Megi hún hvíla i friði í dalnum
sínum kæra. Ástvinum hennar votta
ég innilega samúð. Blessuð sé minn-
ing hennar.
Gréta
hún fór til London í leiklistarnám,
og óskin mín, litlu frænku, var að
komast til Löllu og fá að dvelja hjá
henni í nokkrar vikur eða mánuði.
Sú ósk rættist sumarið 1967 þegar
ég fímmtán ára gömul dvaldi hjá
henni í tæpa þijá mánuði og hjálp-
aði við að líta eftir litlu systrunum
Ingrid og Helen sem þá voru átta
og fjögurra ára. Sumarið var þó
ekki allt dans á rósum þar sem
skuggi sorgarinnar hvíldi yfír Löllu.
Tæpum mánuði fyrir komu mína
hafði hún orðið fyrir þeirri miklu
sorg að missa eiginmann sinn í
blóma lífsins og gekk hún þá með
þriðja bamið, Richard, sem fæddist
rúmum sex mánuðum eftir lát föður
síns. Löllu tókst að gera mér þessa
fyrstu utanlandsferð eftirminniléga
og skemmtilega. Óþreytandi var
hún að sýna mér markverða staði,
kynna mig fyrir vinum og kunningj-
um sem hún átti mikið af og gera
dvölina sem fjölbreytilegasta fyrir
mig. Þá skynjaði ég fyrst hve Lalia
var í raun einstök kona. Þrátt fyrir
erfiðleika sína vildi hún allt fyrir
mig gera, og þannig var hún gagn-
vart öllum þeim sem heimsóttu
hann. Eftir þessa sumardvöl mína
hjá henni skrifuðumst við á, og
Brynja Þorgríms-
dóttir - Minning
Fædd 7. júlí 1926 ----
Dáin 4. ágúst 1991 HLV.
Mig langar að minnast ömmu
minnar Brynju Þorgrímsdóttur með
nokkrum orðum og þakka henni fyr-
ir allt sem hún bæði gaf mér og
gerði fyrir mig.
Það er mjög erfítt að reyna að
lýsa elsku ömmu minni með þessum
fátæklegu orðum. Hún var alveg
yndislég bæði sem amma og vinur
hvenær sem ég þurfti á því að halda
að leita til hennar.
Frá því ég fyrst man eftir mér
hefur amma passað mig, en þau afí
bjuggu á Vífilsstöðum. Þar bjuggu
einnig tveir jafnaldrar mínir og síðar
skólafélagar.
Það var vinsælt að fá nesti hjá
ömmu og halda út í skóg eða svo
kölluðu við smá blett fyrir aftan
húsið þeirra því amma var alltaf
með nýbakaðar kleinur svo ekki sé
minnst á frábæru jólakökurnar
hennar.
Eftir að ég fór í skóla var alltaf
jafn gaman að koma til ömmu og
afa enda voru það ófáar ferðirnar
sem þangað voru farnar.
Þegar ég var 13 og 14 ára þá
vann ég í görðunum á Vífílsstöðum
og alltaf gat maður hlaupið til ömmu
og afa og fengið hvort sem var
morgunkaffi, hádegismat eða síð-
degiskaffí.
Það var allt jafn gott sem amma
eldaði hvort heldur það var soðin
ýsa eða einhver kjötréttur.
Eitt sumar man ég sérstaklega
vel því þá var ég að fara til Spánar,
en svo óheppilega vildi til að foreldr-
ar mínir voru erlendis á sama tima.
Þá var spurning hver gæti haft Lúlla,
köttinn minn á meðan.
Ekkert mál, amma og afí buðust
til þess þó svo amma hefði ofnæmi
fyrir kattarhárum. Þar með var mínu
svona eftir á að hyggja skil ekki
alltaf hvað hún var iðin við skriftirn-
ar til unglingsstúlku á íslandi, en
alltaf var frá nógu að segja þrátt
fyrir aldursmuninn.
Lalla giftist aftur 1970 eftirlif-
andi eiginmanni sínum John Boult-
on efnafræðikennara við East Angl-
ia háskólann í Norwich, og eftir að
bömin stækkuðu kom hún oftar til
Islands en áður, og styrktust þá
tengsl hennar við okkur frænd-
systkinin. Það var líka gott að hafa
Löllu, Jón og Norwich sem fastan
punkt í undirbúningi utanlands-
ferða. Þær voru því ófáar ferðirnar
frá lestarstöðinni í Liverpool Street
til Löllu frænku hjá bæði mér og
fleirum. Síðan var setið í eldhúsinu
á Christchurch Road og spjallað og
hlegið fram á nótt yfír kaffí sem
hellt var upp á með gömlu íslensku
lagi, emaleruð kaffikanna og taú-
poki í uppáhellinguna voru ómiss-
andi.
Minningamar um elskulega
frænku hrannast upp þegar þessi
orð em skrifuð, minningar um
hjálpsemi hennar í garð annarra,
og þá sérstaklega íslendinga sem
bjuggu í Norwich í skemmri og
lengri tíma, minningar um kær-
leiksríka móður sem vildi börnum
sínum allt það besta, og vann
ósleitilega að því að þau nytu öll
sem bestrar menntunar, minningar
um dýravininn sem lengst af var
aldrei með færri en þijá ketti og
hund á heimilinu og í beinu fram-
haldi af því minningamar um allar
sögurnar sem hún skrifaði um kött-
inn Freyju og eru nú að koma út
á prenti um svipað leiti og duft-
kerfi hennar verður komið fyrir í
íslenskri mold á æskuslóðum í
heimagrafreit í Hítardal. Minningar
um allt sem hún gaf okkur samferð-
amönnum sínum með góðu skapi,
hjájpsemi og elsku í garð annarra.
Ég votta manni henar John
Boulton, dætrunum Ingrid og Helen
Statman, syninum Richard Boulton
svo og tengdasyni mína dýpstu
samúð.
Lilja
sumarfríi bjargað.
Á hveiju ári í desember kom svo
öll fjölskyldan saman hjá ömmu til
að búa til laufabrauð fyrir jólin. Það
er hefð að norðan sem amma vildi
halda við og orðin ómissandi þáttur
í jólahaldinu.
Það verður tómlegt um næstu jól
þegar elsku ömmu vantar.
Vorið 1989 flytjum við kærastinn
minn norður í land. Þá var nú orðið
langt á milli okkar ömmu, en þrátt
fyrir það liðu aldrei meira en tveir
dagar að við heyrðum ekki hvor í
annarri.
Það var alveg ómissandi að heyra
ekki í ömmu, hún hafði alltaf fréttir
að færa af öllum úr fjölskyldunni,
að vestan, austan og auðvitað að
sunnan. Það voru ófáar sögur sem
ég fékk að heyra um öll barnabörn-
in, enda var það alveg dásamlegt
hvað henni þótti vænt um þau öll
og það sem hún gerði ekki fyrir þau
er ekki til.
í janúar 1990 áttu amma og afí
von á sínu fyrsta barnabarnabarni,
þá sat amma og saumaði lök, og
þvottastykki og keypti barnaföt í
stórum stíl, hún hafði sérstaka unun
af því að gefa öðrum.
Því miður gafst ömmu aðeins einu
sinni tækifæri til að heimsækja okk-
ur norður. Þá var farið í sund,
gönguferðir og ýmislegt brallað
saman.
Með þessum orðum langar mig
til að þakka elsku ömmu minni þann
tíma sem við áttum saman og var
alveg yndislegur.
Ég bið Guð að blessa minningu
hennar og megi góður Guð styrkja
afa, mömmu, Möggu, Stínu, Báru,
Helgu og fjölskyldur þeirra.
Brynja Magnúsdóttir
Við andlát Brynju Þorgrímsdóttur
er okkur þakklæti efst í huga fyrir
að hafa kynnst henni og fengið að
hafa hana að samferðamanni.
Gleðin, umhyggjusemin, örlætið,
framkvæmda- og útsjónarsemin
voru þeir eiginleikar, sem hún átti
í svo ríkum mæli og miðlaði óspart
öllum sem voru í návist hennar. Þrátt
fyrir erfíð veikindi um árabil, hélt
hún þessum eiginleikum sínum
óskertum til hinstu stundar.
Hjónin Brynja Þorgrímsdóttir og
Magnús Kristjánsson fluttu á Vífíls-
staðabúið ásamt fimm dætrum sín-
um vorið 1965, er Magnús tók við
stöðu bústjóra. Þar var þá rekið stórt
kúabú. Það kom þvi af sjálfu sér að
mikil umsvif féllu í hlut húsmóður-
innar, þar sem starfslið var margt
og fjölskyldan stór. Þegar kúabúið
var lagt niður og um hægðist fór
Brynja að vinna á sjúkrahúsinu.
Þar, sem annars staðar, sinnti hún
störfum sínum af alúð, var uppör-
vandi við sjúklinga og létti mörgum
lund.
Við, samstarfsfólk og vinir hennar
hér á Vífílsstöðum, söknum hennar
og þökkum henni stundimar, sem
við áttum með henni um 25 ára
skeið. Jafnframt sendum við Magn-
úsi, dætrunum og fjölskyldum þeirra
innilegar samúðarkveðjur.
Starfsfólk á Vífilsstaðaspítala.