Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 3 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sprengingin í steypuskálanum varð þegar glóandi málmi var hellt í kerald og þeyttust 700 gráðu heitar sletturnar fimm til sex metra yfir gólfið og á fimm starfsmenn. Vinnueftirlitið hefur ílátið nú til rannsóknar en talið er fullvíst að raki í því hafi valdið sprengingunni. Slysið í steypuskála álversins: Mennirnir fimm hlutu þriðja stigs brunasár Gengust undir aðgerð á Landspítalanum í gær MENNIRNIR fimm, sem slösuðust í sprengingu í steypuskála álversins í Straumsvík á fimmtudag, gengust allir undir aðgerð á lýtalækningadeild Landspítalans í gærdag og fyrrinótt. Að sögn Olafs Einarssonar læknis eru mennirnir allir með þriðja stigs brunasár, sem eru dreifð um Iíkamann en þeir eru þó mismikið brenndir. Segir Ólafur að þeir verði að vera á deild- inni í a.m.k. tvær vikur á meðan sár þeirra gróa og verði ekki vinnufærir fyrr en eftir talsverðan tíma. Þrátt fyrir alvarleg brunasár eru mennirnir ekki illa haldnir að sögn Ólafs. „Brunasárin eru ekki stór á yfirborði húðar en málmurinn er svo heitur eða 700 til 800 gráður að hann brennur strax inn úr húðinni og það djúpt, að þeir finna minna til en ef bruninn hefði verið grynnri. Sá mannanna sem var mest brenndur gekkst undir aðgerð í fyrrinótt en hinir í gær,“ segir Ólafur. Ólafur sagði að sá sem brennd- ist mest hefði fengið slettu á skó og hún hefði farið í gegnum húð- ina og inn í vöðva. „Það þarf að taka skinn af óbrenndum stað og græða upp brunastaðina þar sem þriðju gráðu brunasár gróa aldrei af sjálfu sér. Það skvettist upp úr pottinum við sprenging- una en mennimir hafa snúið sér undan svo sárin eru mikið til aftan á þeim og málmurinn hefur svo lekið niður í skó. Auk þess eru svo sár á hnakka og víðar á skrokknum,“ sagði hann. „Hitastig glóandi málms er alltaf það hátt að ef hann kemst í snertingu við húð er ömggt að af hlýst þriðju gráðu bruni,“ sagði hann. Ólafur sagði að viðbrögð á slysstað hefðu verið hárrétt en mennimir voru kældir í nokkrar klukkustundir á staðnum skv. ráðleggingu læknis. Tveir mann- anna eru áberandi verr brunnir en hinir en allir þurftu þeir þó að gangast undir skurðaðgerð. Olafur sagði að nokkuð hefði verið um slettubruna í álverinu á fyrstu áram starfseminnar en ekkert á síðustu áram. „Þetta hefur eitthvað lagast hjá þeim því ég man ekki eftir brunaslys- um í álverinu í nokkur undanfar- in ár en þetta var óþægilega al- gengt um tíma,“ sagði hann. Sprengingin í Álverinu: Ljótasta slys sem hér hefur orðið í mörg ár - segir Eiríkur Páll Einarsson öryggistrúnaðarmaður UNNIÐ er að rannsókn á orsök sprengingarinnar sem varð í steypuskála Álversins í Straumsvík á fimmtudag þegar glóandi málmur slettist á fimm starfsmenn. Að sögn Eiríks Páls Einars- sonar, öryggistrúnaðarmanns í steypuskálanum, eru starfsmenn- irnir með fullar tryggingar gagnvart slysum af þessu tagi. Sagði hann þetta ljótasta slys sem orðið hefði í Álverinu í mörg ár. Eiríkur sagði að yfirmenn og trúnaðarmaður myndu ræða saman um öryggisþátt málsins yfir helgina og vildu ekkert tjá sig um málið fyrr en í næstu viku. Erlingur Leifsson, deildarstjóri í steypuskálanum, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að nokkur brunaslys hefðu orðið í álverinu, þó ekki fjöldaslys frá því árið 1969 en þá hefði svipaður fjöldi starfsmanna brennst í steypuská- lanum. „Við vinnum í kringum heitan málm og annað slagið gerast atburðir af þessu tagi sem eru annaðhvort mannlegs eða vél- ræns eðlis,“ sagði hann. Erlingur sagði sífellt unnið að því að bæta öryggi á staðnum en aldrei væri hægt að útiloka slys með öllu. Vinnueftirlitið vinnur að rannsókn sprengingar- innar, sem varð þegar afgangs- málmi úr rennu, sem málminum er fleytt eftir úr ofni í mót, var hellt í sérstakt ílát. „Það var ekkert athugavert við vélbúnað- inn sjálfan. Það var eingöngu sprenging í þessu íláti sem olli þessu og það er óyggjandi að raki hefur valdið henni. Ekki eru einhlítar skýringar á því hvernig rakinn komst í þetta ílát,“ sagði Erlingur. Að sögn Guðmundar Eiríks- sonar, umdæmisstjóra Vinnueft- irlitsins, má ætla að við spreng- inguna hafi glóandi málmurinn slest 5-6 metra í kringum kerið og í allt að 4-5 metra hæð. Sagði hann að starfsmenn vissu vel hvernig bregðast ætti við atvik- um af þessu tagi og hefði mönn- unum sem slösuðust verið komið í kælingu innan tveggja mínútna frá því að sprengingin átti sér stað. Guðmundur sagðist ekki eiga von á að auðvelt yrði að upplýsa hvernig raki hefði komist í ílátið sem sprengingin varð í en hugsanlega hefði rakinn verið falinn í ryði. Atburðurinn hefur ekki raskað starfsemi í steypuskálanum og var full framleiðsla þar í gær. Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir slysadeildar: Fjöldi slasaðra í um- ferðinni fímmfalt hærri en tölur segja HÁLSÁVERKAR er algengasti áverkaflokkurinn hjá þeim sem lenda í umferðarslysum í bifreið- um, eða 54% og virðist allstór hluti sjúklinga sem fyrir þessum áverka verða fara fram á slysa- bætur vegna áverka sem erfitt er að greina og mjög oft valda litlu vinnutapi. Þetta kom fram í er- indi sem Gunnar Þór Jónsson prófessor í slysalækningum og yfirlæknir á slysadeild Borgar- spítalans flutti á norrænu þingi um umferðalækningar. Gunnar gerði ásamt Þorvaldi Ingvarssyni lækni rannsókn á áverk- um bílstjóra og far- þega í umferðar- slysum á höfuð- borgarsvæðinu árið 1989. Alls hlaut 1.341 einstakling- ur áverka, sem þýðir að tíðnin er 93 einstaklingar á 10 þúsund íbúa eða um 1%. Miðað við opinberar tölur Umferðarráðs byggðar á lögreglu- skýrslum urðu 269 slys á þessu svæði árið 1989, með 18,7% tíðni á 10 þúsund íbúa. Rannsókn Gunnars og Þorvaldar sýnir að fjöldi slasaðra er fimmfalt fleiri, en opinberar tölur gefa til kynna og segir Gunnar að tölur Umferðarráðs þar um séu ómarktækar. Nokkru fleiri konur en kariar slös- uðust í umferðinni á höfuðborgar- svæðinu, eða 51%, en 65% hinna slös- uðu voru á aldrinum 10 til 29 ára. Flest slysanna urðu við aftanákeyrsl- ur og voru hálsáverkar stærsti áverk- aflokkurinn eða 54%, en 7% slasaðra voru lagðir inn á sjúkrahús. Fjarvist- ir frá vinnu voru að meðaltali 26 dagar. Áhætta íbúa á höfuðborgarsvæð- inu hvað varðar að lenda í umferðar- slysum er mismunandi eftir bæjarfé- lögum, minnst er hún á Seitjarnar- nesi eða 19,3 á 10 þúsund íbúa, 33,6% í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós og á milli 60 og 70% í Kópa- vogi, Garðabæ og Hafnarfírði, en langmest er áhættan í Reykjavík, eða nær 111 af 10 þúsund íbúum geta átt von á að slasast þar í umferð- inni. Gunnar segir aðalástæðu þess að umferðarmannvirki í borginni séu illa hönnuð. Vegna hárrar tíðni hálsáverka við umferðarslys í bifreiðum var gerð nánari könnun á ýmsum þáttum þessa áverkaflokks. Hálsáverkar eft- ir umferðarslys eru tvöfalt algengari hér á landi en t.d. í Danmörku og Noregi, þó aðstæður séu um margt svipaðar. „Það er ekki innbyggt í Reykjavíkursálina að aka aftan á, svo leita verður annarra skýringa og þá koma léleg umferðarmannvirki upp í hugann. Hér er eðlileg umferð alltaf að stoppa, þannig að ökumenn eru ekki alltaf á vaktinni með þeim afleiðingum að þeir aka aftan á næsta bíl,“ sagði Gunnar. Algengasta orsök hálsáverka eru aftanákeyrslur eða í 56% tilvika og eru algengastir hjá bílstjórum og farþegum í framsæti. Um 85% þeirra sem þennan áverka hlutu notuðu öryggisbelti, en aðeins 0,5% voru iagðir inn á sjúkrahús og nær 80% voru ekki íjarverandi frá vinnu vegna áverkans. Þau 20% sem voru frá vinnu vegna hálsáverka eftir umferðarslys voru að meðaltali 31-2 daga frá vinnu. Gunnar sagði erfitt að fullyrða hvort um tryggingasjúkdóm væri að ræða eins og ýjað hefði verið að, en menn yrðu mjög varir við mikla ásókn manna í vottorð vegna þessa áverka. Aðeins 34% þurftu vottorð til vinnu- veitenda, en 55% fengu vottorð til tryggingastofnunar og kom fram í máli Gunnar að allstór hluti þessara sjúklinga virtist fara fram á slysa- bætur vegna áverka sem erfitt væri að greina og mjög oft ylli litlu vinnu- tapi. Bílbeltanotkun hefur dregið úr höfuðáverkum Kristinn Guð- mundsson yfir- læknir á heila- og taugaskurðdeild Borgarspítalans kynnti á þinginu rannsókn sem gerð var á komum slas- aðra á slysa- og bráðavakt Borg- arspítalans á árinum 1974 til 1990. Á þessu tímabili komu 29 þúsund manns, eða 1.700 að meðaltali á ári. Á umræddum árum komu 6.800 vegna þessara áverka og voru 1.580 lagðir inn eða um 90 á ári að meðal- tali. Meirihluti þeirra voru karlmenn, ’eða að tveimur þriðju allra. Kristinn sagði að áberandi væri að karlmenn lentu í hinum alvarlegri slysum. Algengast er að ökumenn hljóti höfuð- og andlitsáverka eftir umferð- arslys, því næst farþegar í bílum, þá hjólreiðamenn, fótgangandi og ökumenn og farþegar bifhjóla. Þó svo að umferðarslysum hafi fjölgað á tímabilinu, hefur höfuð- og andlitsáverkum fækkað á síðustu þremur áram, eða um og eftir 1988, en á þeim tíma jókst notkun bílbelta hér á landi. Fram kom í máli hans að einn fjórði þeirra sem lenda í umferðar- slysum og koma á slysavarðstofuna höfðu höfuð- og andlitsáverka, um helmingur þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús eftir umferðarslys höfðu slíka áverka og um 27% þeirra sem þessa áverka hlutu í umferðarslysum á tímabilinu dóu, eða komu látnir inn á sjúkrahús, en alls lést 31 af völdum þessara áverka í umferðarslysum á tímabilinu. Kristinn sagði að tvöfalda mætti þá tölu, þar sem fólk hefði látist af völdum áverkanna, en verið skráð á öðrum deildum spítalans. Mikilvægt að almenningur kunni skyndihjálp Gríma Huld Blængsdóttir læknir og umsjón- armaður neyð- arbílsins fyrir hönd lækna sagði frá þvi að lífslíkur þeirra sem fá fyrstu hjálp vegfarenda eða annarra áður en sjúkrabíll kemur á vettvang séu margfalt meiri en þeirra sem enga slíka hjálp fá. Á árunum 1982 til 1986 var gerð könnun, sem leiddi í ljós mikilvægi þess að hinn almenni borgari kunni eitthvað fyrir sér í skyndihjálp. Athuguð voru afdrif allra þeirra sem fengu hjartastopp í Reykjavík á umræddu tímabili og í ljós kom að 29% þeirra sem fengu fyrstu hjálp frá vegfaranda eða öðr- um nærstöddum er atvikið gerðist lifðu af og útskrifuðust, en sjaldgæft var að fólk lifði, fengi það enga hjálp áður en sjúkrabifreið kom 'að. „Þetta sýnir hversu brýnt er að fólk læri skyndihjálp og kunni eitt- hvað fyrir sér er atvik sem þessi koma upp,“ sagði Gríma. Neyðarbíll hefur verið í gangi í Reykjavík frá árinu 1982, fyrst til reynslu yfir daginn en þörfin jókst þannig að vakt var tekin upp á kvöld- in og um helgar síðar og frá árinu 1989 er vakt allan sólarhringinn árið um kring. Borgarspítalinn gerir bíl- inn út í samvinnu við Rauða krossinn og Slökkvistöð Reykjavíkur. Á síð- asta ári voru útköll 3.556 eða um 30% af öllum sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu og sagði Gríma það alltof mikið. Bíllinn væri oft kallaður út í minniháttar slys, m.a. vegna óljósra upplýsinga í fyrstu, en stefnt væri að því að fækka ferðum bifreiðarinnar í slík útköll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.