Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUCARDAGUR 10. ÁGÚST ;I991
19
Umfjöllun norskra dagblaða um EES-
viðræðurnar:
Mikill ávinningur
fyrir Norðmenn að
samningum við EB
Var krafan um frjálsan markaðsað-
gang sjávarafurða vanhugsuð?
AÐ UNDANFÖRNU hefur verið fjallað mikið um Evrópska efnahags-
svæðið (EES) í dagbiöðum í Noregi. Bent er á að það séu miklir hags-
munir í húfi fjrir Norðmenn að samningar takist um sjávarútvegsmál
innan EES. Avinningurinn sé slíkur að Norðmenn geti greitt fyrir
hann með því að láta af hendi veiðiheimildir og með framlögum í
þróunarsjóð. Einnig hefur vakið athygli skýrsla Norska vinnuveitenda-
sambandsins þar sem kemur fram að EB-aðild myndi treysta stöðu
Noregs sem stórveldis í gasútflutningi. Sumir sem fjalla um EES-mál-
ið eru sárir út í Breta og íra fyrir að hafa lagst svo eindregið gegn
niðurfellingu tolla á sjávarafurðir EFTA-ríkja. Aðrir benda á að þetta
hafi ekki átt að koma norskum sfjómvöldum á óvart. Síðastliðinn
vetur hafi það komið skýrt fram hjá framkvæmdastjórn EB að alger
niðurfelling tolla á þessu sviði kæmi ekki til mála. I ljósi þessa hafi
krafan krafan um fullan og frjálsan markaðsaðgang fyrir sjávarafurð-
ir verið vanhugsuð.
í grein sem birtist í Aftenposten
6. ágúst er staðan í sjávarútvegi
Noregs og Danmerkur borin saman
Norðmönnum í óhag. Þar segir að á
árunum 1977 til 1988 hafi störfum
í dönskum sjávarútvegi fjölgað úr
6.850 í 9.397, og fyrirtækjum hafí
einnig fjölgað úr 119 í 136. Annað
er uppi á teningunum þegar litið er
til norsks sjávarútvegs; á sama tíma-
bili hefur störfum fækkað úr 14.210
í 11.810 og fyrirtækjum úr 782 í
593. Danir eru enn að hafa okkur
undir, segir í greininni.
Háir tollar á mörkuðum EB
Norðmönnum erfiðir
Talað er við Torbjorn Lorentzen,
sem starfar hjá Rannsóknarstofnun
atvinnulífsins, og hann telur að rekja
megi þessa óheillaþróun í norskum
sjávarútvegi til hárra tolla á mörkuð-
um Evrópubandalagsins (EB). Hann
segist telja að verði tollarnir felldir
niður muni Norðmenn hagnast um
250 milljónir norskra króna (2,3
milljarða ÍSK). Aftur á móti myndu
veiðiheimildir EB-ríkja í norskri fisk-
veiðilögsögu hafa þau áhrif að störf-
um myndi fækka í norskum sjávar-
útvegi og þegar við bættist framlag
Noregs til þróunarsjóðs EB yrði
heildarútkoman neikvæð til skamms
tíma iitið. Ef hins vegar er horft til
ókominna ára muni þetta jafna sig
og hagnaður vegna afnáms tollanna
aukast, og einnig framleiðslan. Það
mun því borga sig fyrir Noreg að
semja um EES, telur Lorentzen.
í greininni kemur einnig fram að
Noregur flutti út sjávarafurðir fyrir
12,6 milljarða norskra króna (113
milljarða ÍSK) á síðasta ári, þar af
60% til EB-landa. Einnig segir að
25% af innfluttum sjávarafurðum til
EB-ríkjanna hafi komið frá Noregi.
í grein í Arbeiderbladet sem birtist
daginn eftir kemur fram að árið
1988 hafi ríki Fríverslunarbandalags
Evrópu (EFTA) flutt út fisk til EB-
landa fyrir 5.7 milljarða ECU (410
milljarða ÍSK) á meðan fiskfram-
leiðsla EB-landanna til eigin neyslu
nam 8,5 milljörðum ECU (612 millj-
örðum ÍSK).
EB ætlaði aldrei að veita
frjálsan markaðsaðgang
Telur greinarhöfundur að fram-
kvæmdastjóm EB hafí aldrei ætlað
sér að ná samkomulagi um fríverslun
með sjávarafurðir innan EES þar
sem EB-löndin telji mikilvægara að
vernda eigin fiskframleiðendur fyrir
erfiðum keppinautum eins og Norð-
mönnum og íslendingu. Er því hald-
ið fram að krafa EFTA-ríkjanna um
þetta efni hafi hafí verið gagnslaus
frá upphafi.
Bent er á að Noregur sé mikilvæg-
asti viðskiptaaðili EB hvað sjávaraf-
urðir varðar og sérstaklega er
minnst á eldislax, en af þeim
115.000 tonnum sem flutt voru frá
Noregi í fyrra fóru 80% til EB-
landa. Er Noregur langstærsti fram-
leiðandi eldislax í Evrópu.
Kemst greinarhöfundur að þeirri
niðurstöðu að það sé mikið hags-
munamál fyrir Breta og íra að ekki
náist samkomulag um sjávarútvegs-
mál innan EES þannig að fiskfram-
leiðendur í þessum löndum verði
áfram samkeppnisfærir.
Lítil stórmennska hjá Bretum
í annarri grein í sama blaði eru
norsk stjórnvöld ásökuð um að hafa
ekki haft athyglina vakandi þegar
þau töldu allt fram í byijun júlí að
„erkifjandinn“ Spánn myndi verða
erfíðastur viðfangs í sjávarútvegs-
William Kennedy Smith: nýr kafli í raunasögu Kennedy-fjölskyldunnar.
mennings á réttarhöldunum. Það
þykir m.a. koma sér vel fyrir Palm
Beach þar sem veðurfarið er heitt
og mollulegt á þessum árstíma og
því ekki freistandi fyrir ferðafólk
að ala manninn á þeim slóðum um
hásumarið. Og hvort sem réttar-
höldin leiða til sýknu eða áfellis-
Reiknað hefur verið út að ef tollar af norskum sjávarafurðum yrðu felldir niður á mörkuðum EB
myndi það þýða 2,3 milljarða ISK hagnað fyrir Noreg. Þannig myndi norskur sjávarútvegur styrkjast
þegar tímar líða. Á myndinni sjást norskir sjómenn með feng sinn.
umræðunni. Síðan hafi komið í ljós
að Bretland og írland, sem bæði líta
á fijálsan markaðsaðgang Norð-
manna með t.d. eldislax, sem mikla
ógnun við eigin framleiðslu, hafi
veitt mesta mótspyrnu. Segir blaðið
að þrátt fyrir þetta hafi norskum
stjómvöldum verið fullkunnugt um
að hið lága verð á norskum eldislaxi
hafi verið Bretum þyrnir í augum
um langt skeið.
Miðvikudaginn 7. ágúst birtist enn
önnur grein í Arbeiderbladet þar sem
vitnað er í embættismenn innan
breska sjávarútvegsráðuneytisins.
Þeir krefjast þess að Bretland hljóti
þriðjung þeirra fiskveiðiheimilda
sem EB fengi innan norskrar fisk-
veiðilögsögu ef samkomulag um
EES næðist. Hingað til hafi verið
talið sjálfsagt að Spánveijar nýttu
nánast allar heimildirnar. Segir í
greininni að „að þær fórnir sem
Bretar sjálfir þurftu að færa til að
fá inngöngu í EB liggi sjálfsagt að
baki kröfum þeirra“. Síðan er fullyrt
að þeir þoli ekki að horfa upp á
önnur ríki fá aðgang að mörkuðum
EB á miklu auðveldari máta.
Þann 6. ágúst birtist í Aftenpost-
en grein þar sem svipuðum skoðun-
um er haldið fram og sagt að „Bret-
ar hafi ekki sýnt meiri stórmennsku
en svo að þeir settu sig á móti inn-
flutningi á norskum fiski. Telur
greinarhöfundur að menn verði að
gera það upp við sig hvort sjávarút-
vegsmálin séu mikilvægari en öll hin
til samans í norsku efnahagslífi og
hvetur Norðmenn til að leggja sig
alla fram um að ná samkomulagi
um EES.
EB-aðild betri kostur en EES?
í sömu grein er því haldið fram
að EB hafi svo mörg járn í eldinum
að hætt sé við að viðræður um EES
verði ekki forgangsmál þegar emb-
ættismenn EB taka aftur til starfa
í september. Þar að auki er sagt að
mikilvæg EFTA-ríki eins og Svíþjóð
og Austurríki hafi ekki litið á EES
sem vænlegan kost og sótt um fulla
EB-aðild. I grein í Arbeiderbladet
7. ágúst er rætt við Henning Chri-
stophersen, varaforseta fram-
kvæmdastjórnar EB, og hann spurð-
ur hvort Norðmenn missi af lestinni
ef þeir sæki ekki um inngöngu í EB
fyrir haust 1992. Hann svarar að
þá verði a.m.k. of seint að fjalla um
umsóknina með umsóknum Svía og
Austurríkismanna og að sennilega
verði þá að bíða til aldamóta áður
en full EB-aðild geti orðið að raun-
veruleika.
Gasútflyljendur vilja EB-aðild
Þann 6. ágúst birtust greinar í
Aftenposten, Arbeiderbladet og
Nationen sem allar fjölluðu um að
gasútflutningi Norðmanna yrði best
borgið með fullri aðild að EB. Allar
vitna þær í skýrslu sem Norska
vinnuveitendasambandið sendi ný-
lega frá sér, þar sem kemur fram
að EB-aðild myndi treysta stöðu
Noregs sem stórveldis í gasútflutn-
ingi. Kemur fram að gasútflutningur
Norðmanna hefur verið um 25 millj-
ónir rúmmetra að jafnaði síðustu tíu
ár og að auðlindirnar ættu að end-
ast í um 100 ár í viðbót. Bent er á
að Evrópubandalagið sé nú að hefj-
ast handa við að móta sameiginlega
stefnu í orkumálum og sé líklegt að
litið verði á jarðgas sem framtíðar-
orkugjafa. Náið samstarf við EB eða
aðild auðveldi Norðmönnum að kom-
ast inn á EB-markaðinn í framtíð-
inni.
Boðað hefur verið til sérstaks
aukafundar Stórþingsins þann 15.
ágúst þar sem rætt verður um stöðu
Noregs í sambandi við EES. Búist
er við að Kaci Kullmann Five, for-
maður Hægri flokksins, muni leggja
til að kannað verði hveijar hugsan-
legar afleiðingar fullrar aðildar
Norðmann að EB yrðu. Þá hefur
miðstjórn norska Verkamanna-
flokksins verið boðuð til sérstaks
fundar þann 14. ágúst, þar sem ein-
göngu verður rætt um EES, en
auknar kröfur eru um það innan
flokksins að stefnan verði tekin beint
á EB á meðan enn sé mögulegt að
hafa samflot með Svíum og Aust-
urríkismönnum.
-----»-M------
Júgóslavía:
RÖSEvfll
enn leita
sátta
Prag, Bonn. Reuter.
TVEGGJA daga fundi ráðstefn-
unnar um öryggi og samvinnu
í Evrópu (RÖSE), sem 35 þjóðir
eiga aðild að, lauk í Prag í gær
en þar var fjailað um málefni
Júgóslavíu. Embættismenn
RÖSE-ríkjanna samþykktu
ályktun þar sem hvatt var til
áframhaldandi friðarumleitana
af hálfu Evrópubandalagsins
(EB) sem og annarra ríkja RÓSE
er vilja leggja sitt af mörkum
til að friðsamleg lausn finnist.
Aðildarríki RÖSE voru sammála
um að stækka bæri sendinefnd
eftirlitsmanna í Júgóslavíu og að
í henni yrðu einnig menn frá ríkjum
utan EB. Yrði þessu komið á í
samvinnu við júgóslavnesk stjórn-
völd en þau samþykktu á fimmtu-
dag að bjóða einnig eftirlitsmönn-
um frá Tékkóslóvakíu, Póllandi,
Svíþjóð og Kanada til landsins.
Novak Pribiceviv, aðstoðarutan-
ríkisráðherra Júgóslavíu, sem sat
fundinn í Prag, sagði að hann
væri ekki andvígur þvi að haldin
yrði friðarráðstefna um málefni
Júgóslavíu. Hann teldi hins vegar
enga ástæðu til að halda hana utan
Júgóslavíu eins og lagt hefði verið
til af sumum aðildarríkjum RÖSE.
Þýsk stjórnvöld sögðust í gær
ætla að veita Slóvenum og Króöt-
um lán að nýju til að festa kaup
á þýskum útflutningsvörum. Serb-
um verða hins vegar ekki veitt
samsvarandi lán. Theo Waigel,
fjármálaráðherra Þýskalands,
sagði að með þessari ákvörðun
væru Þjóðveijar að styðja við bak-
ið á þeim sem vildu leysa deilurnar
í Júgóslavíu án valdbeitingar. „Við
erum þar að auki að íhuga hvort
við eigum, og þá hvernig, að veita
Slóvenum og Króötum frekari
stuðning," sagði Waigel.
dóms þá fer ekki hjá því að þau
glæða efnahag nkisins og íbúa þess.
Eigendur gistihúsa sem eru hálftóm
um þessar mundir í Palm Beach
hugsa sér enda gott til glóðarinnar
og vænta þess að réttarhöldin
standi í mánuð eða lengur.
Mac McLaughlin, formaður ferð-
amálaráðs Palm-Beach-sýslu, telur
að 500 blaðamenn sem fylgdust
með málaferlunum í einn mánuð
muni skilja eftir sig 4,6 milljónir
dala (280 milljónir ISK) í sýslunni
og að það sé mikil búbót.
Þegar gistihús í Palm Beach þar
sem David Kennedy, sonur Roberts
Kennedy, lést af völdum eiturlyfja-
neyslu árið 1984, auglýsti eftir
gestum sem kæmu vegna réttar-
haldanna þótti það of langt gengið
og gistihúsaeigendum var skipað
að hætta slíku. „Ég býst nú ekki
við að Kennedy-fjölskyldan sæki
Au Bar að þessu sinni,“ er haft
eftir eiganda knæpunnar sem varð
fræg sakir öldrykkju þeirra
Kennedy-frænda. „En það er fullt
hús á hveiju kvöldi hvort sem er,“
bætti hann við.
Sú saga gengur um þessar mund-
ir fjöllunum hærra í Palm Beach
að ítalskir blaðmenn hafi boðið rit-
höfundinum Pat Booth 40 þúsund
dali í leigu (2,5 milljónir ÍSK) fyrir
afnot af húsi hennar meðan á rétt-
arhöldunum stæði.
Dregið um sæti í réttarsalnum
Þótt blaðamenn komi í hundraða-
tali til að fylgjast með, jafnvel alla
leið frá Kína, þá komast ekki fleiri
að í einu í réttarsalnum en sextán.
Jafn mörg sæti eru ætluð fyrir al-
menning. Á hverjum morgni verður
því að fara fram happdrætti um
þessi 32 sæti. Þeir sem ekki kom-
ast að geta þó líklega fylgst með í
sjónvarpi. CAW-sjónvarpsstöðin
hefur nefnilega tilkynnt að hún
hyggist sjónvarpa réttarhöldunum
í heild en slíkt er leyfilegt í Flórida.
Loks má geta þess að áletraðar
bolir hafa verið til sölu í Palm Be-
ach að undanförnu þar sem segir
eitthvað á þessa leið: „Þeir sem
hætta sér inn á Kennedy-lóðina
ættu að vara sig á nauðgunarhætt-
unni.“