Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 Minning: Skafti Þorsteins- son - Dalvík Fæddur 26. nóvember 1914 Dáinn 3. ágúst 1991 Um heiðar nætur er hugur á ferli í himnanna stjömuborg. Djarfur gengur hver maður að morgni móts við gleði og sorg. Vel mega þeir sínum örlögum una, sem afla til skeiðar og hnífs og finna, jafnvel forsælumegin, fegurð hins mikla lífs. (D. Stefánsson.) Það var bjartur og fagur morgunn er við félagamir hjá Netagerð Dalvíkur hófum störf föstudaginn 2. ágúst sl. Að venju mættu þeir bræður frá Efstakoti snemma og þegar ég kom inn í vinnusal sátu þeir hlið við hlið og ræddu það sem fyrir bar daginn áður eftir að við lukum störfum. Þannig gekk þetta til um áratuga skeið, máiin rædd — einkum þau er að sjónum lutu. Það voru engin teikn á lofti um þann atburð er síðar varð réttri klukku- stund seinna. En þá hneig Skafti Þorsteinsson niður og var örendur .^litlu síðar. Það er ótrúlegt að svo snögg umskipti geti orðið er menn ljúka sínu verki á þessu tilvistar- skeiði. En slíkum aturðum höfum við félagarnir — netagerðarmennirn- ir á Dalvík — orðið að standa frammi fyrir nú í tvö skipti. Hið fyrra fyrir sjö árum er einn félagi okkar, Hauk- ur Kristinsson, hneig niður á sama stað. Það er nú svo að í hinni hörðu lífsbaráttu hugsar maður fremur lítið um lífið og tilveruna að öllu __ jöfnu. En þegar samferðamenn um "■'áratuga skeið hverfa á braut þá er eins og gefist oftast einhver góð og hljóðlát stund sem fær mann til að hugsa og láta hugann reika um líf og störf þess sem genginn er á vit feðra sinna. Við slík tímamót sækja ætíð á huga manns ljósar minningar um liðnar samverustundir með þeim sem kvaddur er og þá um leið minn- ingar um sína nánustu ættingja sem horfnir eru yfir landamæri lífs og dauða. Skafti Þorsteinsson var fæddur að Hamri í Svarfaðardal 26. nóvem- ber 1914 og var því á 77. aldursári er hann lést. Hann var sonur hjón- anna Kristrúnar Friðbjörnsdóttur, Gunnarssonar frá Efstakoti og Þor- >-steins Antonssonar, Árnasonar á Hamri. Fæðingarár Skafta hófu for- eldrar hans búskap á Hamri að hluta til. Þeim hjónum var sex barna auð- " ið en frumburðir þeirra voru tvíbur- arnir Hjalti og Skafti. Þeir bræður voru ekki fyrirferðarmiklir við komu sína í þennan heim, en þrátt fyri smæð sína döfnuðu þeir vel og urðu með hærri og þrekmeiri mönnum á sínu blómaskeiði. Annálað var hversu líkir í útliti þeir tvíburabræð- ur voru og iðulega villtist fólk á þeim. Svo sem títt eru um tvíbura voru þeir bræður ákaflega samrýnd- ir og samtaka um flesta hluti. Auk þeirra tvíbura eignuðust þau Kristr- ún og Þorsteinn Freyju, sem fædd . .-var 1916 og lést í janúar á síðasta ári. Þórunni sem fædd var 1918 og dó 1924. Þá fæddist Hólmfríður 1920, hún lést 1984 og svo Þórunn Ingunn sem fæddist 1926. Af þess- um systkinahópi eru því enn á lífi elsta og yngsta barn þeirra Kristrún- ar og Þorsteins. Árið 1920 flytjast foreldrar Skafta að Efstakoti á Upsaströnd þar sem þau taka að mestu við búi af foreldrum Krist- rúnar þeim Hólmfríði og Friðbirni. Þar bjuggu þau til dauðadags en í Efstakoti hefur sama ættin búið óslitið allt frá árinu 1827. . . Hugur Skafta Þorsteinssonar stóð snemma til sjávarins og ekki að furða þar sem faðir hans var mikill sjósóknari og aflamaður, einn af fyrstu vélbátaformönnum hér á Dalvík í byijun aldarinnar. Og einn- ig var tíðarandinn þannig á þessum árum hér að allt snérist um sjóinn og það sem honum viðkom. Skafti - i*fór ungur með Þorsteini, föður sínum til sjós, bæði til síldveiða á sumrin og haustin og þorskveiða á vorin. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að stunda sjóinn og gera sjó- mennsku að sínu starfi, því hann var með afbrigðum sjóveikur og fylgdi sú veiki honum ætíð er hann fór tii sjós. Frá Efstakoti var töluverður útvegur á þeirra tíma mælikvarða og snerist því lífið og daglegt amst- ur meðal annars mikið um veiðar- færi, gerð þeirra og viðhald. Neta- gerð er að sjálfsögðu mikilvægur og stór þáttur í höfuðatvinnuvegi okk- ar, sjávarútveginum. Á heimili for- eldra sinna komst Skafti snemmma í snertingu við þessa atvinnugrein sem síðar varð lífstíðarstarf hans. Með Kristni Jónssyni netagerðar- meistara starfaði Skafti um áraraðir við neta- og nótaviðgerðir, eða þar til 1964 er hann stofnsetti sitt eigið fyrirtæki, Netagerð Dalvíkur hf., ásamt Hjalta bróður sínum og fjór- um öðrum mönnum. Það eru rúmir þrír áratugir sem við félagarnir hjá Netagerð Dalvíkur höfum starfað saman við þessa iðn- grein. Fyrst hjá Netjamönnum hf. og síðar eftir að við stofnuðum okk- ar eigið fyrirtæki. Þessi tími hefur verið okkur góður hvað samstarf og samvinnu snertir. Þar hefur Skafti Þorsteinsson átt sinn hlut ekki síður en við hinir. Hann var sérstaklega góður í allri umgengni, bæði innan- húss sem utandyra, enda ber um- hyggja hans fyrir fögru umhverfi glöggt vitni ef litið er heim að Efsta- koti eða að vinnustað hans. Auk venjulegra starfa hjá Netagerðinni sá Skafti um alla innheimtu hjá fyr- irtæki okkar og held ég að þar hafi framkoma hans og áreiðanleiki kom- ið vel fram við hina mörgu viðskipta- vini Netagerðar Dalvíkur hf. Ásamt netagerð lagði Skafti gjöiva hönd á hin ýmsu störf um dagana og farnaðist vel hvert það verk sem hann gekk að. Ungur að árum varð hann mikill og góður sundmaður ásamt mörgum jafn- öldrum sínum, þó við hin frumstæð- ustu skilyrði í tjörnunum í Böggvis- staðahólum. Það er ekki vafamál að bygging Sundskála Svarfdæla árið 1929 var að mestu leyti að þakka því unga fólki sem á þessum árum sýndi slíkan dugnað og áræði við sundnámið við áðurnefndar aðstæð- ur. Með Kristni Jónssyni sundkenn- ara var Skafti einn hinna vösku stráka sem stofnuðu „Sveit Brim- bátsins" á Dalvík laust fyrir 1940. Sveit þessi var ætíð viðbúin til starfa þegar þannig aðstæður sköpuðust við Böggvisstaðasand. í róðrasveit þessa völdust þrek- og kjarkmiklir ungir menn sem undir stjórn Kristins veittu sjómönnum og fjölskyldum þeiira öryggistilfinningu á þessum hafnleysisárum Dalvíkinga. Það má fullyrða að þarna hafi verið stofn- sett ein fyrsta björgunarsveit á veg- um SVFI. Seinna varð Skafti mikill þátttakandi í starfsemi SVFÍ á Dalvík og um áraraðir í sjómanna- dagsnefndinni. Þann 30. mars 1945 kvæntist Skafti Þorsteinsson konu sini Guð- rúnu Jóhannsdóttur héðan frá Dalvík. Hún er dóttir Önnu Júlíus- dóttur, Hallssonar frá Hverhóli í Skíðadal og Jóhanns Jónssonar, Sigfússonar héðan af Böggvisstað- asandi. Jóhann var einn af fyrstu innfæddu Dalvíkingunum, fæddur árið 1889. Þeim hjónum, Guðrúnu og Skafta, varð tveggja barna auð- ið, Þorsteinn, rafvirkjameistari á Dalvík. Kona hans er Elísabet Jó- hannesdóttir og eiga þau fjögur börn, og Jóhanna, kennari. Hennar maður er Brynjólfur Sveinsson og eiga þau þrjá drengi. Þau Guðrún og Skafti áttu heimili saman í Esta- koti í 46 ár og bjuggu sér fagurt og gott heimili í hamingjusömu hjónabandi. Það var bjart yfir Efstakosti dag- ana 20. og 21. júlí sl. en þá komu niðjar Efstakotshjónanna Hólmfríð- ar og Friðbjörns Gunnarssonar sam- an og gistu þar í túninu heima. Sumir hveijir að hittast í fyrsta sinni og áttu þar góðar stundir. Nú hefur um stund syrt að. Fráfall ættingja og vina kemur alltaf í opna skjöldu, þrátt fyrir að þeir hafi átt við mein að stríða. Við sem best þekktum Skafta vitum að brottför hefði hann fremur kosið á þennan hátt en að hann yrði lasburða gamall maður — það var ekki eðli hans. Með Skafta er genginn góður og nýtur þegn þessa bæjar, sem var vel vakandi fyrir þeim málum er lutu að velferð Dalvíkur og gladdist þegar vel gekk. Ég vil svo að lokum kveðja Skafta Þorsteinsson frænda minn og sam- starfsmann hinstu kveðju. Meðeig- endur hans að Netagerð Dalvíkur og fjölskyldur þeirra þakka honum samfylgdina og um leið bið ég góðan Guð að styrkjaeiginkonu hans, börn, tengdabörn og barnabörn við fráfall hans og votta þeim dýpstu samúð. Ég votta einnig systkinum hans, Þórunni og Hjalta og fjölskyldum þeirra innilega samúð mína. Útför hans verður frá Dalvíkur- kirkju í dag, laugardaginn 10. ágúst. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Júlíus Kristjánsson Það var ævinlega góð tilfínning sem sótti að mér þegar fór að líða að sumarfríi hjá mér. Jú, skýringin var sú að þá komst ég norður á Dalvík, í Efstakot til Skafta og Guð- rúnar. Já, þaðan eru allar mínar bestu minningar frá því að ég var lítill drngur og kúrði hjá ömmu Kristrúnu, móður Skafta, sem bjó á neðri hæðinni ásamt Fríðu frænku, systur Skafta. Á efri hæðinni bjó Skafti og Guðrún kona hans, einnig móðurbróðir Skafta, hann Sveinn nafni minn. Þannig var þetta við mín fyrstu kynni af móðurfólki mínu, sem bjó í Efstakoti. Þessi fólki á ég ótal margt að þakka, það mótaði mig á margan hátt. Það eru nú all nokkur ár síðan þau amma, nafni og Fríða létust. Skafti og Guðrún bjuggu alla tíð í Efstakoti og hefur heimili þeirra alltaf verið til fyrirmyndar. Ég kem aldrei til með að gleyma því hvað Skafti tók alltaf vel og hlýlega á móti mér, faðmaði mig og kyssti. Hann tók alltaf vel á móti öllum, enda gestkvæmt í Efstakoti. Það fannst öllum gott, að koma í Efsta- kot. Þegar konan mín og börnin komu til sögunnar var sama með þau, þeim fannst gott að koma til þeirra. Börnin mín sóttust eftir því að fara norður í Efstakot. Börn eru svo næm og skynja svo fljótt hvar þeim líður vel. Skafti var ávallt svo kátur og glaður og gat hlegið svo innilega. Börnin mín kölluðu hann oft afa og er það kannsi ekki skrýtið þar sem ég gat litið þannig á hann sjálfur. Föðurumhyggja hans í minn garð var alltaf til staðar. Hann var mér og minni fjölskyldu ávallt góður. Skafti var mjög iðinn, duglegur og vandvirkur maður, samviskusamur og reglumaður mikill. Ég vil fá að þakka honum fyrir það að hann kenndi mér að meta áreiðanleika og heiðarleika. Þannig uppeldi fékk Skafti og systkini hans. Þetta get ég leyft mér að segja því það er gott fólk. Einstaklingurinn mótast mikið til af uppeldinu, samanber börn og barnabörn Skafta og Guð- rúnar. Skafti var lánsamur að kynnast Guðrúnu því hún er einstök kona. Hann getur einnig talist lánsamur að hafa átt svo góð börn, tengda- börn og barnabörn. Hann getur ver- ið stoltur af jafnfríðum og góðum hóp. Skafti kom til dyranna eins og hann var klæddur, sagði sína mein- ingu þegar svo bar við. Hann var alltaf hreinn og beinn við alla enda drenglyndur heiðursmaður og get ég verið stoltur af að hafa átt slíkan frænda. Skafti brýndi það ávallt fyr- ir mér að fara varlega þegar ég var að fara suður til Reykjavíkur með fjölskylduna. Já, þannig var Skafti ávallt að hugsa um velferð sinna nánustu og annarra. Það var alltaf sárt fyrir mig að þurfa að kveðja Skafta. Mér fannst fjarlægðin svo mikil og langur tími þar til ég sæi hann næst. Skafti var ævinlega boðinn og búinn að hjálpa ef honum fannst þurfa þess með og leitað var til hans eftir aðstoð. Hann var höfðingi heim að sækja. Þann 14. júlí síðastliðinn komum við í Efstakot til Skafta og Guðrúnar. Móttökurnar voru sem fyrr jafn hlý- legar og góðar. Ættjarðarástin og skylduræknin gagnvart Efstakots- fólkinu toguðu svo ríkt í mig. Ég tók ekkert umfram þessar heimsóknir. Skafta hlotnaðist að fá að sjá í hinsta sinn alla sína ættingja í móð- urætt, afkomendur Hólmfríðar og Friðbjörns úr Efstakoti, sem voru amma og afí Skafta, samankomna á ættarmóti sem haldið var á suðurt- úninu á Efstakotsjörðinni dagana 20. og 21. júlí sl. Það gladdi Skafta hvað ættarmótið tókst vel. Það er mikill söknuður og eftirsjá þegar svona góður maður kveður í hinsta sinn. Ég og fjölskylda mín, mamma, pabbi og systur, eigum svo margar góðar minningar um Skafta en það er of langt mál að telja það upp hér. Ég vil samt fá að koma því að þann 31. júlí síðastliðinn, þegar var komið að því að kveðja þá kvaddi hann okkur á allt annan hátt, en hann var vanur að gera. Hann faðmaði og tók þéttingsfast utan um okkur og sagði: „Við sjáumst kannski næsta sumar.“ Þetta hafði hann aldrei áður sagt við mig þau ófáu skipti sem ég hef þurft að kveðja hann. Ég, konan mín, börnin mín, móðir mín, faðir minn og systur mínar vilj- um þakka Skafta allt sem hann var okkur og'fyrir allar góðu samveru- stundirnar. Blessuð sé minning hans. Ég vil fyrir hönd okkar allra votta maka hans Guðnínu Jóhannsdóttur, börnum, tengdabörnum, barnabörn- um, systkinum og mökum þeirra innilegustu samúð okkar. Sveinn Þorsteinsson og fjölskylda. Föstudagsmorgunninn 2. ágúst rann upp bjartur og fagur. Eins og aðrir mættu netagerðarmenn á Dalvík til vinnu sinnar þess albúnir að takast á við verkefni dagsins. Aðeins klukkutíma eftir að vinna hófst var einn þeirra, Skafti Þor- steinsson, látinn. Það er erfitt að sætta sig við svo skyndilegt fráfall góðs vinar. Vinnusemi og ósérhlífni Skafta í Efstakoti var þvílík að óhugsandi var að hann ætti svo skammt eftir ólifað. Hann vann full- an vinnudag dag hvern og unni sér ekki hvíldar þótt frítímar gæfust. Tveim dögum fyrir andlát sitt vann hann við svarðatekju eftir fullan vinnudag á Netaverkstæðinu. Hann var af þeirri kynslóð sem trúði að vinnan göfgaði manninn, kynslóð sem ólst upp við kröpp kjör og fleytti þjóðinni fram til allsnægta, og það get fullyrt að Skafti Þorsteinsson lagði sinn skerf ríkulega af mörkum. Það eru liðin rétt rúm 20 ár frá því að ég hitti Skafta fyrst. Með okkur tókust strax góð kynni. Við ræddum oft um landsins gagn og nauðsynjar og vorum skoðanabræð- ur í flestum málum. Skafti hafði gaman af að rifja upp gamla tíð og var margt af því mér til fróðleiks og skemmtunar. Hann var frá unga aldri þrekmaður og naut þess að reyna á skrokk sinn. Sund lærði hann snemma en hér á Dalvík var sú íþrótt nokkuð almenn meðal ungs fólks er Skafti var að vaxa úr grasi. Ekki var þó aðstöðunni fyrir að fara til að byija með, kennt var í tjörnum og oft á vorin urðu nemendurnir að bijóta ísskæni af sundpollunum áður en kennsla hófst að morgni. Hann varð mjög vel syndur og naut þess að þreyta ýmsar þolraunir í íþrótt- inni. Hann vílaði ekki fyrir sér að stinga sér til sunds af Árgerðis- brúnni í Svarfaðardalsá, eða að kafa eftir djásni sem hann taldi sig hafa séð á hafsbotni úti fyrir Dalvíkinni en reyndist vera bárujárn er upp kom. Þessi sundmennt hans kom hon- um líka að gagni. Hann ásamt Hjalta tvíburabróður sínum þóttu ómissandi við sjósetningu báta á Böggvisstaðasandi og víluðu þeir ekki fyrir sér að standa í sjó upp undir axlir. Um og eftir 1940 var Skafti á vertíðum á Suðurnesjum. Var hann þá ætíð landmaður og sá um að veiðarfæri væru tiltæk. Þar vann hann það afrek að bjarga manni úr lífsháska. Hann hafði orð- ið var við hvar báturinn slitnaði upp og rak upp í fjöru. Veður var vont en hann freistaði þess að vaða út og ná fangalínu bátsins til að binda hann svo hann brotnaði ekki í spón í fjörunni. Hjálp barst fljótlega. Þá vildi svo til að einn björgunarmanna var hætt kominn við bátinn en Skafta tókst með snarræði að bjarga honum. Það var hreystilega gert en aldrei miklaðist Skafti af þessu af- reki sínu. Sú heiðríkja sem var daginn sem Skafti Þorsteinsson lést, er lýsandi fyrir heiðarleika og hreinskiptni hans. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og fór aldrei í launkofa með skoðanir sínar. Hann fylgdi málum fast eftir ef á þurfti að halda og var trúr í þeim verkum sem honum voru falin. Hann hafði forystu um að hitaveita var lögð í hús norðan Brimnesár. Bærinn hafði þá haft hitaveitu um nokkurn tíma en ekki var talið tæknilega fært að leggja heitt vatn í bæina norðan Brimnesár sökum fjarlægðar. Skafta líkaði ekki þessi afstaða bæjaryfir- valda, safnaði undirskriftum íbúa og fór fram á að þeir sætu við sama borð og aðrir íbúar bæjarfélagsins. Það varð úr að ráðist var í þessa framkvæmd og nú má heita að öll hús í bæjarfélaginu séu tengd hita- veitunni. Skafti Þorsteinsson fæddist að Hamri í Svarfaðardal sonur hjón- anna Kristrúnar Friðbjörnsdóttur og Þorsteins Antonssonar. Hann fluttist ungur með foreldrum sínum í Efsta- kot á Dalvík þar sem hann bjó alla tíð síðan. Árið 1945 kvæntist hann Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Dalvík og eignuðut þau tvö börn, Þorstein og Jóhönnti. í Efstakoti var oft mannmargt og gestkvæmt. Til að byija með bjó Skafti í Efstakoti ásamt foreldrum sínum, systur og móðurbróður. Skafta þótti gaman að fá gesti í heimsókn og alltaf þeg- ar komið var í Efstakot var boðið upp á kaffi hversu stutt sem heim- sóknin var. Þótt oft væru ærsl í börnum í kringum hann ærðist hann ekki. Han skildi að athafnaþrá þeirra var leið til aukins þroska, styrkti þau og stælti, en hann gætti þess ætíð tryggilega að þau gætu ekki farið sér að voða. Þau Skafti og Guðrún hugsuðu vel um heimili sitt, öllu var vel við haldið og tryggilega frá geng- ið. Með Skafta Þorsteinssyni er genginn fulltrúi þeirrar kynslóðar sem taldi manngildið felast í iðni, eljusemi og trú yfír því sem þeim var falið. Andlegur auður var þeim verðmætari en veraldlegur. Að um- gangast Skafta var góður skóli og okkur sem eftir lifum ber að taka við starfi hans. Guð blessi minnningu Skafta Þorsteinssonar, styrki eigin- konu hans, afkomendur og systkini. Ég svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu Ijósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund, er fögur hverfur hjá. (Þorsteinn Valdimarsson) Trausti Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.