Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
5
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Langiskúrinn sem Pétur J. Thorsteinsson lét reisa árið 1897 hefur
nú verið rifinn, en hann var um tíma lengsta hús á Islandi, 76 metrar
á lengd og sex metrar á breidd.
Bíldudalur:
Langiskúrinn allur
Var á sínum tíma lengsta hús á Islandi
Hér er Karl Garðarsson ásamt börnum
sínum, Elvari t.v. og Ornu Mjöll t.h., að
rífa Langaskúrinn.
HIÐ sögufræga hús
„Langiskúrinn" sem
Pétur J. Thorsteinsson
lét reisa árið 1897, var
endanlega rifið fyrir
skömmu. Langiskúrinn
var upphaflega 76
metrar á lengd og sex
metrar á breidd, en síð-
ustu áratugina hefur
hann verið styttur og
var siðasti hluti hans
um 20 metrar.
Langiskúrinn var upp-
haflega reistur sem salt-
og fiskgeymsla. Síðasti
eigandi Langaskúrsins
var Karl Garðarsson sjó-
maður á Bíldudal. Karl
notaði húsnæðið undir
veiðarfæri. Til aðstoðar
Karli við niðurrifið voru
pólskir verkamenn sem
starfa í fiskvinnslu á
staðnum, ásamt fjöl-
skyldu Karls. Efnið úr
skúrnum kom Karli að
góðum notum því hann
smíðaði verrönd við húsið
sitt úr viðarþjölum og
sverum stoðum. í geymslu á Karl
um 300 lengdarmetra af efni úr
Langaskúrnum ef á þarf að halda
seinna meir. Ákveðið hafði verið
að rífa skúrinn og rýma fyrir nýju
skipulagi en skúrinn stóð við lóð
Fiskvinnslunnar Bíldudals hf.og
kirkjunnar.
Langiskúrinn var reistur á hinu
mikla framkvæmdaári Péturs J.
Thorsteinssonar 1897. Pétur var,
ásamt Thor Jensen, mestur athafn-
armanna í sjávarútvegi á sinni tíð.
Hann var frumheiji í atvinnulífi
þjóðarinnar á síðustu áratugum 19.
aldar og fyrstu áratugum 20. ald-
ar. Pétur J. Thorsteinsson vann
það einstæða afrek að byggja upp
frá grunni öflugt sjávarpláss, sem
er nú Bíldudalur. Hann kom þar
ungur að einu íbúðarhúsi á staðn-
um og einni jagtinni í nausti en
engum íbúa, en húsin voru 50 og
íbúarnir 311 ,og 20 seglskútur eft-
ir þegar hann fór frá Bíldudal árið
1903. Þess má geta að á Bíldudal
búa í dag í kringum 330 manns.
R. Schmidt.
Óformleg dagskrá forsætisráðherra:
Ræða þróun EES-samn-
inga og’ fara til Eyja
Á FUNDI forsætisráðherra Norðurlanda sem haldinn verður í
Reykjavík á mánudag verður aðaláhersla lögð á þróun samningavið-
ræðna EFTA-landa og Evrópubandalagsins, að sögn Hreins Loftsson-
ar aðstoðarmanns forsætisráðherra.
LAUGARAS
Hami bíður, liljóðlaus, bak við dyrnar.
Ehm andardráttur af súrefni og hami springur með ægilegum ofsa
✓
A slíkri stundu getur hami skapað lietju...
...eða breytt yfii’ leyndarmál.
ELDHUGAR
BACKDRAFT
KURT WILLIAM SCOTT JENNIFER REBECCA DONALD ROBERT
RUSSELL BALDWIN GLENN JASON LEIGH DE MORNAY SUTHERLAND DE NIRO
FORSÝNING
MIÐVIKUDAGIN N 14. ÁGÚST KL. 21.00
Slökkvilið Reykjavíkur hitar upp fyrir sýningu.
Hreinn segir að dagskrá fundar-
ins sé fremur óformleg eins og jafn-
an á sumarfundum norrænu for-
sætisráðherranna. Þó verði eflaust
ijallað um skýrslu samstarfsráð-
herra Norðurlanda auk EES-mál-
efna. Hvað þau varði megi vænta
þess að íslendingar og Norðmenn
vilji koma sínum sjónarmiðum sér-
staklega á framfæri við ráðherra
hinna landanna þriggja.
Norrænu gestirnir koma til
landsins síðdegis á sunnudag og
fundað verður daginn eftir. Forseti
íslands býður til hádegisverðar að
Bessastöðum á mánudeginum en
um kvöldið efnir Davíð Oddsson
forsætisráðherra til kvöldverðar í
Perlunni. Forsætisráðherrarnir
hyggjast skýra fréttamönnum frá
viðræðum sínum síðdegis á mánu-
dag.
Gestirnir halda til Vestmanna-
eyja á þriðjudagsmorgni og heim-
leiðis skömmu eftir hádegið.
Finnski og danski ráðherrann munu
hafa hætt við áform um lengri dvöl
hérlendis.
Agóði af forsviiúigu gengur til Barnaspítala Ilrbigsins og Bnmavarðafélagsins.
Forsala aðgönginniða hefst laugarclaguui 10. ágúst kl. 16.00. Miðaverð er kr. 500.-