Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 39
f&infTt (41 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 10. AGUST 1991 39 KNATTSPYRNA ■ ^ A v Ú \ 'síT ; Guðni og Sigurður mætast á Wembley MorgunblaðiðA/alur Jónatansson Guöni og Sigurður mætast í Lundúnarorustunni. I DAG fer fram leikur um Góðgerðarskjöldinn í Eng- landi milli meistara Arsenal og bikarmeistara Tottenham. Sigurður Jónsson verður f leikmannahópi Arsenal og Guðni Bergsson íleikmanna- hópi Tottenham. Sigurður Jónsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann væri bjartsýnn á að fá að spreyta sig í dag þó svo að hann yrði sjálfsagt ekki í byrjun- arliðinu. „Eg er kominn í góða æfingu og hef spilað sjö leiki á þremur vikum. Það verður gaman að mæta Guðna á Wembley," sagði Sigurður. Guðni Bergsson hefur verið fastamaður í liði Tottenham í æfingaleikjum að undanförnu, leikið í stöðu miðvarðar. „Ég er vongóður um að fá að spila. Ann- ars veit maður aldrei. Ég er alla- vega í leikmannahópnum og er að fara með liðinu inná á hótel í dag,“ sagði Guðni í gær. Ef Guðni og Sigurður fá að leika í dag er það í fyrsta sinn sem íslendingar leika með ensk- um liðum á þessum gamalkunna velli. Stórsigur Skagamanna SKAGAMENN eru á góðri leið með að tryggja sér sæti í 1. deild á næsta ári. í gærkvöldi . unnu þeir Tindastólsmenn á Sauðárkróki með sex mörkum gegn engu og hafa nú 33 stig. URSLIT Knattspyrna 2. DEILD Tindastóll - Akranes.........0:6 Alexander Högnason 3, Þórður Guðjónsson 2, Arnar Gunnlaugsson. Grindavík - Haukar...........3:0 Arnar Bjamason (7.), Einar Daníelsson 2 (52. og 60.) Selfoss - Þróttur R..........0:1 ; Ingvar Ólafsson (9.) ÍR-Fylkir....................3:1 Pétur Jónsson 2 (63., 88.), Tryggvi Gunn- arsson (78.) - Finnur Kolbeinsson (20. vítasp.) Fj. leikja U J T Mörk Stig ÍA 13 11 0 2 42: 8 33 ÞÓR 12 8 1 3 28: 16 25 ÍBK 12 7 3 2 29: 10 24 ÍR 13 7 1 5 33: 23 22 ÞRÓTTUR 13 6 3 4 15: 14 21 GRINDAV. 13 6 2 5 20: 15 20 FYLKIR 13 3 5 5 16: 18 14 SELFOSS 13 4 2 7 21: 26 14 HAUKAR 13 1 2 10 11: 45 5 TINDAST. 13 1 1 11 12: 52 4 Markahæstir Amar Gunnlaugsson, IA............11 Tryggvi Gunnarsson, ÍR............10 Halldór Áskelsson, Þór........... 9 EinarDaníelsson, UMFG..............9 Þórður Guðjónsson, ÍA..............9 Júlíus Tryggvason, Þór...........9/6 3. DEILD Dalvík-Bf...................... 1:2 Ágúst Sigurðsson - Ámundi Sigmundsson, Stefán Tryggvason Reynir Á. - Völsungur............0:0 Skallagrímur - KS...............1:1 Finnur Thorlacíus - Hafþór Kolbeinsson Fj. leikja U J T Mörk Stig LEIFTUR 12 8 2 2 31:11 26 DALVÍK 13 7 3 3 27: 19 24 SKALLAGR. 13 6 4 3 32: 30 22 Bí 13 6 3 4 20: 13 21 VÖLSUNGUR13 4 5 4 13: 19 17 ÞRÓTTUR N. 12 3 5 4 22: 20 14 ÍK 12 3 5 4 20: 23 14 REYNIRÁ. 13 3 3 7 18: 34 12 MAGNI 12 3 2 7 28: 36 11 KS 13 2 4 7 12: 18 10 4. DEILD Leiknir R. - TBR................2:0 Jóhann Viðarsson og Róbert Magnússon Austri - Leiknir................1:2 Siguijón Kristjánsson - Kári Jónsson, Ágúst Sigurðsson Einherji - Huginn...............6:2 Lýður Skarphéðinsson 2, Helgi Þórðarson, Hallgrimur Guðmundsson, Björn Heiðar Sigurbjömsson, Einar Björn Kristbergsson - Halldór Ingi Róbertsson, Kristján Jónsson V-Þýskaland Wattenscheid - Bayer Leverkusen..3:0 Mönchengladbach - Duisburg......0:0 Hamburger - Dynamo Dresden......2:0 Frakkland Marseille - París St. Germain...0:0 Körfuknattleikur Undankeppni Evrópumóts unglingalands- liða i Lissabon í Portúgal: Portúgal - ísland.......60:73 (30:30) Stigahæstu menn: Sigfús Gizurarson 13, Jón B. Stefánsson 11, Bergur Eðvarðsson 9. Skagamenn fengu óskabyijun er þeir skoruðu strax á 3. mínútu. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var jafnræði með liðunum og ekki mátti þá á Björn milli sjá hvort liðið Bjömsson var á toppnum. skrífar Heimamenn áttu þá nokkur færi, en mistókst að skora. Bæði lið byijuðu af miklum krafti í síðari hálfleik. En á 60. mín. gerðu gestirnir annað markið og þá var ekki aftur snúið. Þeir bættu við fjór- um mörkum til viðbótar. Vörn heimamanna var slök á lokakaflan- um og stóð varla steinn yflr steini. Tindastólsliðið barðist vel framan af, en átti við ofurefli að etja í síðari hálfleik. Það virðist fátt sem getur komið í veg fyrir að Tinda- stóll leiki í 3. deild næsta keppn- istímabil, liðið hefur fengið' á sig 13 mörk í tveimur síðustu leikjum. Alexander Högnason var besti leikmaður IA og eins var Luka Kostic mjög öflugur í vörninni og mataði samheija sína á góðum sendingum. Dómari leiksins var Gísli Guðmundsson og var hann slakur. Maður leiksins: Alexander Högnason, ÍA. ÍR nálgast toppliðin IRfærði sig nærtoppliðum 2. deildarinnar með3:1 sigriá Fylki f gærkvöldi í leik þar sem Fylkir hafði frumkvæðið á miðj- unni en ÍR-ingar voru grimmari ívítateignum. Fylkir náði fljótlega undirtökum á miðjunni og náði forystunni á 20. mínútu. Lúðvíki Bragasyni var brugðið innan vítateigs og Finn- ur Kolbeinsson skor- Frosti aði af öruggi úr spyrnunni. ÍR komst meira inn í leikinn eftir markið en Fylkir hafði sem fyrr undirtökin í tíðindalitlum hálfleik. I síðari hálf- leiknum dró til tíðinda og eftir átján mínútna Ieik kom jöfnunarmarkið. Pétur Jónsson tók knöttinn við- stöðulaust á lofti utarlega í víta- BIKARKEPPNI FRI Eiðsson skrifar teignum hægra megin og skaut föstu skoti í íjærhornið. Tryggvi Gunnarsson, markaskorarinn mikli sem var á varamannabekk Breið- holtliðsins vegna meiðsla í ökkla, kom stuttu síðar inná sem varamað- ur og það tók hann aðeins nokkrar mínútur að komast á blað. Tryggvi skoraði með skoti sem fór í Indriða Pálsson varnarmann Fylkis og í netið. Pétur átti síðan síðasta orðið þegar boltinn fór af honum og í markið á 88. mínútu eftir „tækl- ingu“ við markteig Fylkis. Jón Þór Eyjólfsson og Pétur Jóns- son voru bestu menn IR í leiknum en þeir Finnur Kolbeinsson, Indriði Pálsson og Kristinn Tómasson voru bestu hjá Fylki. Maður leiksins: Pétur Jónsson, ÍR. Alexander Högnason skoraði þijú mörk fyrir Skagamenn. Þróttarar sigruðu á Selfossi Þróttarar sigruðu Selfoss með einu marki gegn engu á Selfo^^ velli í leik sem einkenndist af hröðum sóknum af beggja hálfu. Þrátt fyrir mörg góð færi náðu Sigurður Selfyssingar ekki að Jónsson jafna en urðu að skrifar sætta sig við tap. Þróttarar skoruðu fyrsta markið á níundu mínútu eftir mistök hjá varnarmönnum Selfoss. Það var Ingvar Ólafsson sem fékk boltann á auðum sjó og skoraði með skoti nokkuð utan vítateigs. Selfyssingar sóttu mun meira allan fyrri hálfleik og áttu hvert herið^rr' öðru og jöfnunarmark lá í loftinu það sem eftir lifði af hálfleiknum. Tvisvar sinnum voru sóknarmenn Selfoss komnir einir innfyrir en tókst ekki. að skora. Síðari hálfleikur var niarkalaus en ieikurinn mjög opinn og allt gat gerst. Selfyssingar sóttu af miklu kappi undir lok leiksins en varnar- menn Þróttar voru vel á verði. Það sem mesta athygli vakti í leiknum voru hinar löngu skógarferð- ir Antons Hartmannssonar, mar- kvarðar Selfoss, sem stundum fór allt fram undir miðju á móti sóknar- mönnum Þróttar þegar sókn Selfoss var.sem þyngst í seinni hálfleik. Maður leiksins: Sævar Sverrisson, Selfossi. Blautur leikur Leikur Grindvíkinga og Hauka bauð ekki upp á burðuga knatt- spyrnu og í seinni hálfleik setti mikil rigning og rok mark sitt á leikinn. Heimamenn sigruðu Frímann með þremur mörkum Útafsson gegn engu. Amar skrifar Bjarnason skoraði fyrsta markið fyrir Grindvíkinga beint úr aukaspyrnu á 7. mínútu og kom markið eins og köld vatnsgusa framan í Hauka sem höfðu byijað ágætlega í leiknum. Einar Daníelsson kom heimamönn- um í 2:0 á 52. mínútu með skoti úr vítateig og hann gerði endanlega út um leikinn á 60. mínútu með góðu marki eftir sendingu frá Hjálmari Hallgrímssyni. \ Maður leiksins: Þorsteinn Bjamason, UMFG. lfÆtlum að veija titilinn U segir Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Skarphéðins BIKARKEPPNI FRÍ, 1. og 2. deild, fer fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ um helgina. Keppni í 3. deild fer fram á Akureyri. Keppni hefst báða dagana kl. 14. HSK er núver- andi bikarmeistari FRÍ og er talið að keppnin komi til með að standa nú milli HSK og FH, sem varð í öðru sæti í fyrra. II. deild keppa HSK, FH, UMSE, ÍR, KR og Ármann. HSK hlaut 154 stig í fyrra, FH varð í Öðru sæti með 143, ÍR í þriðja með 142 og UMSE í 4. sæti með 128. Þá féllu UMSS og UMSK í 2. deild, en sæti þeirra tóku KR og Ármann. Engilbert Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri HSK, sagði í samtali við Morgunblaðið að Iiðsmenn HSK væru ákveðnir í að veija titilinn. „Við teflum fram svipuðu liði og í fyrra og stefnum að sjálfsögðu. á sigur eins og reyndar alltaf. Ég reikna með að keppnin komi til með að standa milli okkar og FH og hún verður tvísýn. Úrslitin gætu ráðist í boðhlaupunum. Við höfum haft gott klapplið með okkur undanfarin ár og vonandi verður engin breyting á því núna,“ sagði Engilbert. Sigurður Haraldsson, þjálfari FH, sagði að FH og HSK myndu beijast um sigurinn og væru þau í nokkrum sérflokki. „Við erum með sterkara lið en í fyrra og ætlum okkur sigur. Ég hef þó trú á því að úrslitin ráðist ekki fyrr en í síðustu grein,“ sagði Sigurður. Keppni í 2. deild fer fram samtímis keppni í 1. deild. Þar eig- ast við UMSS, USAH, UMS«Í HSÞ, UMSB og UDN. Ljóst er að þar verður um harða keppni að ræða, en tvö efstu félögin fara upp í 1. deild en tvö neðstu falla niður í 3. deild. í 3. deild, sem fram fer á Akur- eyri, keppa aðeins þijú lið; HSH, UFA og USÚ. Keppni þar hefst i^. 13 í dag og verður framhaldið ki. 12 á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.