Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrútnum gefst langþráð tæki- færi -snemma dagsins. Hann ætti ekki að taka fjárhagslega áhættu núna. Einn af vinum hans á við erfiðleika að stríða. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið lendir ef til vill í deilu við náinn ættingja eða vin. Áhyggjur þess út af einhveiju í starfinu setja svip sinn á frítíma þess í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 5» Tvíburinn fær góðar fréttir, en hann kemst ekkert áfram með það sem hann er að gera. Hon- um sýnist tillaga sem borin er undir hann vafasöm í meira lagi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HI8 Krabbinn er heppinn í fjármál- um, en ætti að gæta þess að halda sig frá öllu sem ólöglegt getur talist. Þunglyndi bærir á sér hjá horium í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ljónið þarf að taka á öllu sem það á til svo að það geti ein- beitt sér við hversdagsstörfin. Það ætti að forðast árekstra við sína nánustu. _ Meyja ’ (23. ágúst - 22. septembcr) &£ ' Meyjan verður að fara rnjög varlega ef hún er á ferðalagi og forðast hættulega staði. Einhver vafi gerir vart við sig í ástarsambandi hennar. Vog (23. sept. - 22. október) Voginni gefast mörg tækifæri til að njóta sín í félagsstarfi, en pengingamál kunna að setja skugga á samband hennar við náinn vin. Sporódreki (23. okt. —21. nóvember) H|f8 Þó að sporðdrekinn fari inn á .blindgötu í starfi sínu í dag, opnast honum ný leið. Um- hugsun hans um fjölskyldumá! gengur fyrir öllu öðru í kvöld. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Bogmaðurinn gæti lent í fé- lagsskap fólks sem á ckki sam- leið með honum. Honum býðst tækifæri til að ferðast. Hann hefur áhyggjur af ákveðnu við- skiptamálefni í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þó að steingeitin fái tækifæri til að styrkja fjármálastöðu sína verður hún að stilla eyðslu sinni mjög í hóf um þessar mundir. Hún er ekki of ánægð mcð ráðleggingar sem hcnni eru gefnar núna. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Annað tveggja gerist að samn- ingur verður brotinn á vatns- beranum eða deilur rísa út af ákveðnu verkefni. Hann ætti að sýna nánum ættingja meira umburðarlyndi en hann hefur gert enda þótt hann sé sér- viskufullur. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'Sx Starfið og frístundaiðjan beij- ast um athygli fisksins í dag. Hann er gramur út í starfsað- ferðir einhvers. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþúr af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI LJÓSKA FERDINAND r.. k. ^ = o i w-i m— — — OR/lÁrÁl IX bMArULK UJHAT IF I PECIDED TO BEC0ME A UJAITER 50MEPAY? I VE MAP a lot of EXPERIENCE FEEPIN6 MY P06 PROBABLY, MOUOEVER, N0T TME 50RT OF TWIN6 TOPUTON A RÉ5UMÉ.. //-/<? Hvað ef ég ákvæði að gerast þjónu Ég- hef fengið heilmikla reynslu við Samt líklega ekki þess konar hlutur einhvern daginn? að gefa hundinum minum ... sem maður setur í „Hver er maður- inn...“ BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Útspilið hjá Erni Arnþórssyni var 25 IMPa virði í miklu hasar- spili í leik íslands og Austurríkis á EM. Vestur gefur: enginn á hættu. Norður ♦ ÁD753 VKD2 ♦ KDG8 Austur + 2 ♦ K109 ¥9 Suður ♦Á109732 ♦ G 4943 ¥ ÁG876 ♦ - ♦ ÁDG10765 Leikurinn var sýndur á töflu, én það eru nákvæmlega spil af þessu tagi sem kæta geð áhorf- enda. I opna salnum voru Örn og Guðlaugur R. Jóhannsson í AV gegn Kriftner og Terraneo. Úrslitin úr lokaða salnum lágu þegar fyrir. Þar höfðu Jón Bald- urson og Aðalstein Jörgensen sagt og unnið 6 hjörtu. Áhorf- endur fylgdust því spenntir með sögnum Austurríkismannanna: „Fara þeir í sex eða sjö?“ „Er hægt að vinna alslemmu, til dæmis með tígli út?“ Sitt sýnd- ist hveijum, en áður en speking- amir við hljóðnemann höfðu náð að greina spilið botns, gerðist þetta: Yestur Norður Austur Suður Örn Kriftner Guðl. Terraneo Pass 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 hjörtu Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Kerfið er einhvers konar „canapé“, sem byggist á því að melda styttri litinn fyrst. Þegar báðir eiga sterk spil og góðan lit, kemur þetta dálítið klunna- lega út. Enda lítur út fyrir að hækkun Terraneo í sjö sé hreint skot í myrkri, því vörnin getur hæglega átt spaðaásinn. Menn voru nú komnir á þá skoðun að slemman stæði NEMA með tígli út. Suður þyldi ekki styttinginn svo snemma vegna 4-1 legunnar í trompi. Sem reyndist rétt vera. Örn kom út með tígul, kóngur og trompað. Terraneo gerði sitt besta þegar hann tók fjórum sinnum tromp, fór inn á spaðaás og svinaði fyrir laufkóng. Og tjaldið féll. 14. IMPar í stað 11 út ef Örn hefði ekki fundið tígulútspilið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á öflugu opnu móti í Hartberg í Austurríki í júlí kom þessi staða upp í viðureign júgóslavneska stórmeistarans Milan Vukic (2.500), sem hafði hvítt og átti leik, og ísraelska alþjóðameistar- ans Ma. Zeitlin (2.435). Svartur drap síðast peð á b3, lék 21. Dbóxb3, en það reyndist baneitr- að: 22. Rxd5! - Dxa3, 23. Rc7 (Hvítur vinnur nú heilan hrók og efitrleikurinn er auðveldur) 23. — Bd7, 24. Rxa8 - Bc6, 25. Bxc6 — bxc6, 26. h3 — Rxe5, 27. dxe5 — Hxa8, 28. Hxc6 og svartur gaf skömmu síðar. Mot þetta var býsna sterkt, þar tefldu tíu stór- meistarar og meira en 20 alþjóð- legir meistarar, þ.á m. þeir Þröst- ur Þórhallsson og Hannes Hlífar Stefánsson sem urðu í 22. til 46. sæti með 6 v. af 9 mögulegum. Vestur ♦ 8642 ¥10543 ♦ 654 ♦ K8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.