Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
11
Þannig hefur ýmislegt úr graf-
íktækni fortíðarinnar verið dregið
fram í dagsljósið og endurnýjað í
ljósi breytta viðhorfa til listsköp-
unar.
Hér er um nokkra viðhorfs-
breytingu frá hinum fyrir margt
andlausu og geldu tilraunum inn-
an ýmissa tæknibragða, sem fyllt
hafa hvert skúmaskot graf-
íktvíæringa nútímans, þar sem
sýningarskráin hefur iðulega verið
hrifmesta verkið!
Og hér er alls ekki um aftur-
hvarf til listar fortíðarinnar að
ræða, heldur sömu hvöt og kemur
fram hjá ýmsum núlistamálurum,
sem hafa leitað til tækni eldri
meistara við útfærslu hugmynda
sinna.
Hér er þvert á móti um að
ræða afturhvarf til náttúrulegra
efna, sem er í beinum tepgslum
við nýjustu viðhorf innan mynd-
listarinnar,' um hlutverk lista-
mannsins í heimi tæknialdar og
mengunar náttúrunnar.
Það ber að minna á þetta í sam-
bandi við hina athyglisverðu sýn-
ingu pólsku listakonunnar, Malg-
orsata Zurakomska, í Listasafni
ASÍ að Grensásvegi.
Hér er um óvenju sannan lista-
mann að ræða sem fyrst og fremst
og í auðmýkt þjónar miðli sínum,
messótintunni, sem er ein erfiðast
grein grafík-lista.
Melgorsata hefur með því öll
skilyrði til að geta miðlað miklum
sannindum um heim miðilsins og
tæknibragðanna, og það er langt
síðan ég hef séð jafn fagra dökka
og kolsvarta tóna. Hún þróar hina
dökku tóna í hina hreinustu, fersk-
ustu og dýpstu dimmu sem til er,
flauelssvart.
Sú dimma er ekki hörð og þekj-
andi, heldur mjúk, opin og upphaf-
in, líkt og eilífðin. Og mikið er
það er rétt sem Aðalsteinn Ing-
ólfsson hefur ritað í formála sýn-
ingarskrár, að þetta sé list fyrir
vitsmunaverur, einnig að myrkrið
er framlenging ljóssins og að hin
minnstu form geta tæpt á mestu
sannindum.
Trúarsöngvar á Hót-
el Islandi 12. ágúst
HJALPRÆÐISHERINN efnir til
trúarsöngvatónleika á Hótel |s-
landi mánudaginn 12. ágúst kl.
20.30.
Þar mun norski söngvarinn Hans
Inge Fagervik ásamt hljómsveit nor-
skra hermanna, NSB, syngja og leika
ásamt 50 manna unglingasöngkór
frá íslandi, Færeyjum og Noregi, sem
um helgina hefur tekið þátt í ungling-
asöngmótinu „Gleðitónum" sem
haldið hefur verið í Fíladelfíu. Tón-
leikarnir eru þeir síðustu sem NSB
og Hans Inge Fagervik munu halda
hér á Islandi, en þau hafa haldið
tónleika í Fíladelfíukirkjunni og á
Lækjartorgi undanfarna daga.
Drengir að leik í sumarbúðum í Vatnaskógi. Morgunbiaðið/pþ
Karlaflokk-
ur í Vatna-
skógi
SÍÐUSTU helgina í ágúst verð-
ur karlaflokkur í sumarbúðun-
um í Vatnaskógi í Svínadal.
Nýmæli er, að nú geta menn
mætt strax á fimmtudeginum
29. ágúst og verið þannig í slök-
un í Vatnaskógi í 4 daga alls.
Dagskrá er hefðbundin í þessum
flokki, sem er fyrir 17 ára og eldri.
Gömlu dansarnir rifjaðir upp, þeg-
ar menn voru ungir að árum í
sumarbúðunum í Vatnaskógi.
Á laugardeginum verður nýr
knattspyrnuvöllur vígður og menn
geta litið endurbætur á Gamla
skála, þar sem svefnsalir hafa
verið endurnýjaðir að miklu leyti.
Með þessum karlaflokki lýkur
hefðbundnu sumarstarfi í Vatna-
skógi.
FISKRÉTTIR
FORRÉTTIR
1. Rtekjukokkteill meö ristudu braudi og hvítv ínsbœttri kokkteilsósu
2. Kræklingar „Vinegrette“ med ristudu brauöi og „Finegrette“sósu
3. Lifrarkafa meö .ristuöum sveppum, agúrkusalati og rúgbrauöi
SÚPUR
4. Frönsk lauksúpa „au gratin “
5. Súpa dagsins
ÁBÆTIR
6. Pönnusteikt ýsuflök „Murat“ meö sveppum og rækjum,
bragöbœtt meö hvítvíni og framreidd meö hrísgrjónum
„pilaf'.
7. Fiskur og franskar, sem er paneraöur í brauömylsnu og
borinn fram meö frönskum kartöflum og remúlaöisósu
8. Heföarréttur fiskimannsins: Saltfiskur, framreiddur aö
gömlum sið, meö hvítum kartöflum, agúrkusalati oghamsa-
tólg eöa stnjöri
9. Síldarkabarett Ölkjallarans: Þrjár tegundir af síld fram-
reiddar aö hætti hússins meö hvíturn kartöflum, íslensku,
seyddu rúgbrauöi og besta fáanlegu, fersku grænmeti.
HEITIR RÉTTIR
10. Körfukjúklingur aö dönskum siö meö agúrkusalati, app-
elsinusneiö og frönskum kartöflum
11. JKienersnitzelÞunn sneiö af grísakjöti', paneruö í brauö-
mylsnu og pönnusteikt, borin fram meö sítrónusneiö, an-
chowies, capers og pönnt? steiktum kartöflum
12. Kryddlegnar lambalærissneiÖar bemaise meö frönskum
kartöflum, hrásalati og bemaisesósu
13. Lambakótilettur aö hætti hússins meö frönskum kartöflum,
hrásalati og grænmeti
14. Perur „Belle Helenne“
RÉTTIR DAGSINS:
MÁNUDAGUR:
Nætursöltuöýsa meö hvítum kartöflum, grænmeti oghamsatólg
ÞRIÐJUDAGUR:
Saltkjöt og baunir meö hviturn kartöflum, rófum og baunasúpu
MIÐ VIKUDAGUR:
Kjöt og kjötsúpa
FIMMTUDAGUR:
Fiskibollurað islenskum hætti meö hvitum kartöflum, agúrkusal-
ati, grænmeti og brúnni lauksósu
FÖSTUDAGUR:
Danskar kjötbollur meö rauðkáli, grænertum, hvitum kartöflum og
brúnni sósu
LAUGARDAGUR:
Plokkflskur meö grænmeti og rúgbrauöi
SUNNUDAGUR:
Steikt lambalifur meö lauk, hvítum kartöflum og brúnni sósu
ÖLKJALLARINN,
Pósthússtræti 17
Bordapantanir t síma 13344
HAGSTÆÐARI DOLLAR
HAGSTÆÐARA VERÐ
Það er okkur mikil ánægja
aðtilkynna verðlækkun
á vinsælasta jeppa sumarsins
- Ford Explorer í kjölfar
gengislækkunar Bandaríkjadollars
- Eigum nokkra bíla
til afgreiðslu strax
Finndu muninn...
G/obust
Lágmúla 5, stmi 681555