Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 Stefna Verslunarráðs Islands í sjávarútvegs- og gengismálum eftir Jóhann J. Olafsson Gylfi Þ. Gíslason hefur að und- anfömu birt nokkrar greinar í Morgunblaðinu um stjórnun fisk- veiða. I annarri grein hans „Þröng- ir hagsmunir eða þjóðarheill", sem birtist 23. júlí segir svo: „í sjálfu sér er óþarfi að undr- ast, að samtök útvegsmanna skuli beita sér af alefli gegn veiðigjaldi, þau beijast auðvitað með oddi og egg fyrir hagsmunum sínum. Það kemur hins vegar á óvart, að for- maður Verslunarráðs íslands skuli vera eindreginn andstæðingur veið- igjalds. Aðilar að hans samtökum eru þó ýmsir útflytjendur mikil- vægrar þjónustu, sem verður mjög fyrir barðinu á ríkjandi fiskveiði- stefnu og þeirri gengisstefnu, sem tengist henni. Þeir eiga sér ekki málsvara í Verslunarráðinu". Hér er allt í senn I) heilindi samtaka útvegsmanna dregin í efa II) undrast yfir afstöðu formanns Verslunarráðs íslands og III) gefíð í skyn að þeir, sem vilji réttláta gengisskráningu eigi sér ekki málsvara í Verslunarráðinu. Víkjum nú að hveijum þætti fyr- ir sig. I. Samtök útgerðarmanna geta sjálfsagt svarað fyrir sig sjálf, en mér finnst ósanngjamt að ætla þeim samtökum einhveija þröng- sýni í sínum málflutningi. Fulltrúar þeirrar undirstöðu, sem aflar helm- ings gjaldeyris þjóðarinnar túlka ekki þrönga hagsmuni. Velferð og hagur útgerðar er grundvöllur vel- megunar á íslandi. Fijáls markaðs- búskapur byggist og á þeirri megin- reglu að einstaklingurinn efli þjóð- arhag með viðleitni sinni til að efla eiginn hag, sbr. kvæði Einars Bene- diktssonar „Minni íslands" 1898. „Því dáð hvers eins er öllum góð hans auðna félagsgæfa,. og markmið eitt hjá manni og þjóð, hvem minnsta kraft að æfa. Þann dag, sem þjóðin finngr það og framans hlýðir kenning í sögu þess er brotið blað. - Þá byijar íslands menning. Menningu landsins hefur fleytt hratt fram vegna þess að margir hafa ötullega gætt hagsmuna sinna og „æft hvern minnsta kraft“. Auk þess er þekking og reynsla í útgerð- armálum mest hjá útgerðarmönn- um og vandinn brennur þeim heit- ast á baki. Fulltrúum samtaka út- gerðarmanna er fullljóst að hags- munir þjóðar og útgerðar eru þeir sömu, þótt skoðanir séu mismun- andi. Enginn efast um einlægni Gylfa Þ. Gíslasonar í skrifum hans né les í þau skrif annarleg sjónarm- ið. Skrif Gylfa Þ. Gíslasonar hafa aukið áhuga höfundar þessarar greinar á sjávarútvegsmálum og hann hefur sótt mikinn fróðleik í þau skrif, sem hann byggir viðhorf sín á. Um mjög margt eru menn sammála. Öðru máli gegnir að undirritaður hefur í mörgum atriðum dregið sín- ar eigin ályktanir eins og gengur og er mjög ósammála því að van- meta eignarréttinn til efnahags- legrar stjómunar fiskveiða og and- varaleysi gegn of stórum þætti rík- issjóðs (sem sumir kalla „sameign ísl. þjóðarinnar") í stjómun fisk- veiða. II. Verslunarráð íslands hefur markað stefnu sína í stefnuskrá ráðsins 1990. í kaflanum „Sjávarút- vegur með framtíð“ stendur: „Sjávarafla eru skorður settar en litlar takmarkanir em á því hversu mikil verðmæti unnt er að gera úr þeim sjávarafurðum sem Islendingar selja á erlenda mark- aði.“ Sjávarútvegurinn sækir m.a. styrk til þess fólks sem hefur gert þessa atvinnugrein að sínum starfs- vettvangi. Möguleikarnir í sjávarútveginum em nánast á öllum sviðum. Mikið er óunnið í því að byggja upp fiski- stofnana, með betri stjórnun sjávar- útvegsfyrirtækja má ná árangri og í bættri vöruþróun og markaðssetn- ingu em endalausir möguleikar. Sjávarútvegur mun því áfram leggja dijúgan skerf af mörkum til uppbyggingar og hagvaxtar í land- inu. Eftir útfærslu landhelginnar í 200 mílur er bann við löndun er- lendra fískiskipa orðið úrelt. Afnám þess gæti orðið til hagsbóta fyrir innlenda fiskvinnslu og þjónustu- greinar. Stærsta vandamál sjávarútvegs- ;ins sem og annarra útflutningsat- vinnuvega er sú tilhneiging stjórn- valda að halda niðri verði á erlend- um gjaldmiðlum á verðbólgutímum. Agaleysi í ríkisfjármálum og pen- ingamálum hefur í för með sér að eftirspurn í efnahagslífinu er oftast imeiri en verðmætasköpun atvinn- ulífsins og er því undirrót verðbólg- mnnar. Umframeftirspurnin eftir þjónustu og vinnuafli hækkar ■ kostnað sjávarútvegsins sem ann- arra útflutningsgreina og framkall- ar þörf á gengislækkunum sem stjómvöld hafa veigrað sér að horf- ast í augu við. Verðbólguna verður að hemja með því að ráðast að rótum hennar sem liggja í þeirri áráttu að eyða um efni fram en ekki með því að neita að skrá gengi krónunnar rétt. Skipan eignarréttar eða nýting- arréttar á fiskimiðum umhverfís landið hefur mikil áhrif á rekstrar- skilyrði í sjávarútvegi. Til skamms tíma var þessi réttur ekki skil- greindur og síaukin sóknargeta flotans ógnaði þá tilveru fískistofn- ana. Jóhann J. Ólafsson „Með þessari yfirlýs- ingri sýnir Verslunar- ráðið traust sitt á sjáv- arútveginum og því fólki, sem þar vinnur. Það kemur einnig skýrt fram að eignarréttur á að vera grundvöllur sljórnunar í sjávarút- vegi eins og annars staðar í atvinnulífinu.“ Nausynlegt er að ráða til fram- búðar skipan eignarréttar eða nýt- ingarréttar á fískimiðunum. Far- sælast er að rétturinn verði sjálf- stæður einkaeignarréttur og við- skipti með þennan rétt eiga að vera sem kvaðaminnst. Starfsemi fiskmarkaða er jákvæð þróun og hefur aukið svigrúm til athafna í sjávarútvegi. Enn um sinn getur þó verið nauðsynlegt að ákveða lágmarksverð í viðskiptum með ferskan físk. Slík verðákvörðun ætti þó alfarið að vera á ábyrgð hagsmunaaðila sjálfra í sjávarút- vegi en ríkisvaldið ætti þar ekki að koma nærri.“ Með þessari yfirlýsingu sýnir Verslunarráðið traust sitt á sjávar- útveginum og því fólki, sem þar vinnur. Það kemur einnig skýrt fram að eignarréttur á að vera grundvöllur stjórnunar í sjávarút- vegi eins og annars staðar í atvinn- ulífinu. Eins og sést á ofanrituðu er formaður Verslunarráðsins ekki að gera annað en að halda fram stefnu þess í einu öllu. III. í stefnuskrá Verslunarráðsins 1990 er kafli um gengisskráningu undir yfírskriftinni „Raunhæf gengisskráning" „Pólitísk tilraunastarfsemi með gengisskráningu krónunnar hefur haft mjög skaðvænleg áhrif á íslenskt atvinnulíf. Stjórnvöld hafa sífellt reynt að beijast gegn lögmál- um efnahagslífsins með því að nota gengisskráningu krónunnar sem tæki í baráttu við verðbólguna. Slíkar tilraunir hafa ávallt mis- tekist jafn hrapallega og öll önnur verðlagshöft hafa gert. A verðbólg- utímum breytist verð á erlendum gjaldmiðlum í takt við almenna verðlagsþróun, þótt stómvöld reyni að seinka viðurkenningu á efna- hagslegum staðreyndum. Það er nauðsynlegt ef íslensk útflutningsfyrirtæki eiga að ná ár- angri á erlendum mörkuðum að gengisskráning krónunnar verði raunhæf og miðist við að ná jaf- vægi í viðskiptum við útlönd. Pen- ingamálastefna stjómvalda verður að hafa sama markmið. Atvinnulífið nær bestum árangri þar sem stöðugleiki og festa ein- kenna stjómarhætti. Því er afar brýnt að ná verðbólgu niður á sama stig og í nágrannalöndum okkar. Forsenda fyrir því að ná verðbólg- unni niður er að stöðva síþenslu ríkisbáknsins og það hætti að hafa ÚTLAGI Lysimachia punctata Blóm vikunnar Umsjón Ág. Björnsd. 216. þáttur. Segja má að ÚTLAGI sé í röð allra harðgerðustu fjölærra jurta sem ræktaðar em hér á landi. Einmitt núna skartar hann sínum skrautlegu blómstönglum víðs- vegar í görðum, heldur fyrr á ferðinni en venjulega og virðist sældarlegur og vel á sig kominn á þessu óvenju hlýja sumri. Útlagi er fagur og tígulegur á að líta og er ættaður frá Austur- Evrópu. Blómin, klukkulaga, sólgul að lit, með dimmrauðan hring í botni, em smágerð og sitja í krönsum uppeftir stönglin- um, sem getur orðið 80-100 sm hár við góð skilyrði. Blöðin sitja líka í krönsum uppeftir stönglun- um sem era stinnir og öll ber plantan sig svo vel að eftir henni er tekið. Margir telja honum það til foráttu hversu ört hann íjölgar sér með sinum ljósrauðu frísk- legu rótarskotum og viðhafa jafnvel um hann hin hæðilegustu orð eins og t.d. að hann sé bæði leiðinlegur og frekur. Að vísu verður að játa að hann getur orðið æði aðsópsmikill sé hann látinn sjálfráður, en ef rétt er að honum farið á ekki að vera nein- um vandkvæðum bundið að halda vextinum í skefjum. Gott ráð til þess er að skera utan af hnausun- um með stunguskóflu eða kant- skera á hveiju vori strax og hann fer að gægjast upp úr moldinni. Gott er og að skipta honum á nokkurra ára fresti. Útlagi þolir vel að vera í nokkmm skugga einkum þar sem jarðvegur er rakur. Raki á yfírleitt vel við hann, en þó getur hann þrifíst með ágætum í venjulegri garð- mold og ekki ástæða til að hún sé mjög fijó. Útlagi er vel fallinn til afskurðar. Náinn ættingi útlagans er SKILDINGABLOM — Lysimac- hia nummularia — þó vaxtarlagið sé ólíkt. Skildingablómið er jarð- lægt og skríður með löngum ofanjarðarrenglum sem auðveld- lega skjóta rótum. Skildingabló- mið fer vel í steinhæð, einnig í hengipottum t.d. á svölum, en það þarf mikla vökvun. Skild- ingablómið er fremur harðgert en þó vilja renglurnar oft fara illa í vorkuldum og veitir plön- tunni því varla af lítilsháttar vetr- arskýli. * í síðasta þætti, um eyrarrós, urðu þau mistök að myndin sem fylgdi greininni birtist ekki í lit þannig að illmögulegt var að sjá af hveiju hún var. Myndin er því birt héma aftur og nú í lit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.