Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 25 Minning: ^ Kristján Fjeldsted Fæddur 23. apríl 1972 Dáinn 3. ágúst 1991 Mig langar að minnast í fáum orðum kærs vinar, sem nú er látinn. Þegar ég hugsa um Krissa þá sé ég hann fyrir mér brosandi, og ef ég hugsa mig betur um þá var hann alltaf brosandi og í góðu skapi og stundum var eins og það geislaði af honum. Ég man þegar ég kynntist Krissa fyrst fyrir nokkrum árum í sundlaug- inni héma í Borgarnesi, en þá var hann að vinna í frystihúsum. Þá átti hann það til að hrekkja okkur stelp- urnar með allskonar busli og látum. Eftir kynnin í sundlauginni fór hann að bjóða okkur í heimsókn í Hvíta húsið, eins og við kölluðum húsið sem hann bjó í og áttum við þar margar góðar og ógleymanlegar stundir sem ég vil þakka fyrir. Það var mér mikil ánægja að fá að kynnast Krissa í þessu stutta lífí, þó svo að ég hefði viljað hafa þessar samverustundir miklu fleiri. Megi minning um góðan dreng lengi lifa, og mun hann alltaf eiga stórt rúm í huga mínum og hjarta. Að lokum vil ég senda mínar inni- legustu samúðarkveðjur til foreldra, systkina og allra sem eiga um sárt að binda á þessum sorgartíma. Guð blessi ykkur öll. Anna Baldursdóttir Fæddur 14. apríl 1926 Dáinn 2. ágúst 1991 I dag er til moldar borinn, að Höskuldsstöðum í A-Húnavatns- sýslu, vinur minn og frændi Sophus Sigurlaugur Guðmundsson, sem fæddur var í Hamrakoti í Torfalækj- arhreppi 14. apríl 1926. Til allmarga ára hafði heilsa hans verið mun lakari en aldur gaf tilefni til, en þrátt fyrir það bar andlát hans óvænt að 2. ágúst sl. Að morgni þess dags fann hann til óþæginda í brjósti,-tók bíl sinn og ók til sjúkra- hússins á Blönduósi, en þar var hann búsettur síðustu árin. Á sjúkrahúsinu fékk hann eðlilega meðhöndlun, en var látinn innan lítillar stundar. Foreldrar hans voru hjónin Elín- björg Petrea Jónsdóttir og Antoníus Guðmundur Pétursson, sem bæði áttu ættir að rekja til bændafólks í Húnaþingi. Þau bjuggu nær allan sinn búskap í Laxárdal í A-Hún. all- mörg síðustu árin á eignarjörð sinni í dag verður borinn til grafar drengurinn sem ég kynntist fyrir 10 árum. Tvö sumur dvaldi ég í svéit hjá föðursystur Kristjáns, Guðrúnu Fjeldsted, og áttum við þar saman margar ánægjustundir ásamt yngri bróður hans, Magnúsi. Þó Kristján væri mér yngri að árum bjó hann yfir mikilli visku og reynslu hvað varðaði störfin í sveit- inni og veitti mér oft leiðsögn og hjálp. Hann var kátur og stríðinn, fór oft í taugarnar á mér en innst inni þótti mér alltaf vænt um hann. Kynni okkar Kristjáns voru stutt en ánægjuleg og í huga mér lifír minning um góðan og vandaðan dreng. Megi Guð styrkja foreldra hans, systkini, ættingja og ástvini í þeirra miklu sorg. Guðs blessun fylgi Kristjáni Fjeldsted á nýjum og ókunnum veg- um. Helena Jónsdóttir Ég var nú bara hreykin af því og leit upp, hátt upp, til hans. Og það gerðu strákarnir mínir líka. Hann var þeim góður félagi, sem alltaf tók þeim opnum örmum þegar þeir komu í heimsókn. í vetur var frændi minn alltaf boðinn og búinn að rétta litlu frænku hjálparhönd þegar mikið lá við. Fyrir það er seint þakkað. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (K. Gibran.) Öll brugðumst við svipað við þegar við fréttum af láti Krissa, því eins og hendi sé veifað er höggvið stórt skarð í vinahópinn. Við eigum bágt með að horfast í augu við þá stað- reynd að vinur okkar sé horfinn af sjónarsviðinu. Krissi var okkur sem bróðir, því í þröngum hópi myndast alltaf náin tengsl sem aldrei verða rofin. Hann var sannkallaður vinur vina sinna, áreiðanlegur og alltaf var stutt í brosið. Minningarnar eru fjölmargar sem koma upp í hugum okkar þegar við lítum til baka. Hann var metnaðar- fullur í leik og starfi en einu atviki munum við sérstaklega öll eftir þar sem áhuginn minnkaði í lestrartíma og Krissi leið útaf steinsofandi. Við læddumst öll út og lögðumst á gluggann og skellihlógum. Alltaf var hann til í smá „vista- flakk“ þar sem strákarnir fóru í kurt- eisisheimsókn yfir á stelpuvistina eftir háttatíma þó að það hafi verið misjafnlega vel liðið af kennurum skólans. En allt var þetta nú bara gert til að fá smá spennu í heimavist- arlífið. Þó að Krissi sé ekki lengur á meðal okkar mun minningin um góð- an dreng ávallt lifa í hjörtum okkar. Elsku Heba, Keli, Heiða Dís, Elísa- bet, Björgvin, okkar kæri vinur Maggi og aðrir aðstandendur. Við viljum biðja algóðan Guð um að ins og endalok, má Ijóst vera að hann lifði, ásamt sínum samferða- mönnum, meiri þjóðfélagsbreytingar en nokkur önnur kynslóð hefur þurft að takast á við. Hann tekur út þroska sinn og mótar sín fyrstu lífsviðhorf á tímum fátæktar og kreppuára, en aðlagast svo á undraskömmum tíma byltingarkenndar breytingar í öllu þjóðlífinu, þegar tæknivæðing og bættur efnahagur leiddi til þess að nú getum við talað um nýjan og betri heim, af ástæðum sem ekki verða raktar hér. Sophus var því í raun þátttakandi í mesta ævintýri sem íslensk þjóð hefur lifað, og mér er kunnugt um að hann dró mikla lærdóma af sinni lífsreynslu og einnig að hann kom heill og sannur út úr ævintýrinu mikla. Sophus kvæntist ekki og lætur ekki eftir sig afkomendur, en hann gleymist ekki vinum sínum. Hann var, eins og hann átti kyn til, maður þeirrar gerðar að allar minningar er honum tengjast bera með sér andblæ hugþekkra geðhrifa, og njótum við hjónin þeirra nú, er við vottum eftir- lifandi systur og nánum vinum sam- úð okkar. Ég efast ekki um að hann nýtur góðrar heimkomu, og framtíð hans í nýjum heimi verður friði vígð. Sigurður J. Pétursson Hann stóri frændi minn, Kristján Fjeldsted, er dáinn. Harmi slegin ráfa ég um og hugsa um hann, og minningarnar hrannast upp. Ég man hve hann var sæll og glað- ur daginn sem hann uppgötvaði að hann var orðinn stærri en ég, og síð- an var ég alltaf „litla“ í huga hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku systir, mágur og böm, góður Guð styrki ykkur í sorginni. Linda Björk Sophus S. Guðmunds- son — Minning Skrapatungu. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, það eldra var Sophus en systir hans er Helga Guð- rún, húsfreyja á Höskuldsstöðum. I Laxárdalnum lifði Sophus æsku sína og manndómsár. Hann missti föður sinn 24. desember 1957, en hafði nokkrum árum áður keypt af honum ábúðaijörð þeirra feðga. Hófst nú nýr þáttur í lífi hans er hann tók að reka sjálfstæðan búskap með móðir sinni, meðan hennar naut við, en hana missti hann 22. mars 1972. Eftir það bjó hann ýmist einn eða í félagi við annan mann til árs- ins 1987, þá kaupir hann íbúð á Blönduósi og flytur þangað, en ny- tjar þaðan jörð sína, að hluta, þau ár sem ólifuð voru. Þó starfssvið Sophusar væri fyrst og fremst á hans heimili, fyrst hjá foreldrum og síðar við eigin búskap, þá brá hann því fyrir sig að fara t.d. í vegavinnu, og um margra ára skeið stundaði hann á haustin vinnu á sláturhúsi Húnvetninga á Blönduósi, og var þá gjarna verkstjóri á sínu sviði. Hann ávann sér traust þeirra sem þekktu hann best, það sést m.a. á því að hann var kjörinn til trúnaðarstarfa í sínu sveitarfélagi. Þessi fáu orð lýsa í grófum drátt- um lífsferli Sophusar, hann einkenn- ist ekki af umbrotum eða ævintýrum, en það er ekki allt sem sýnist. Þegar litið er á ártölin við upphaf æviskeiðs- styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minning Kristjáns. Bekkjarsystkinin Hvað er það Ijós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það Ijós, sem Ijósið gjörir bjar^ og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá og „eilíft líf“ í feiga skörungs brá? Hvað er þitt ljós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvern tímans son? Guð er það Ijós. ^ ^ Laugardagurinn 3. ágúst rann upp bjartur, fagur og fullur fyrirheita. Árla morguns fórum við mæðg- urnar, Heba og ég, í göngutúr niður í víkina við klettana þar sem bræð- urnir Kristján og Maggi léku sér litl- ir snáðar — iitlu dýrmætu gulldrqp- arnir mínir. Áfram gengum við ýíir á sandeyrina í Hvítá og rifjuðum upp gengna tíð. Eftii-væntinguna er von var á fyrsta barnabarninu, þakklætinu er litli glókollurinn fæddist velskapaðan og heilbrigður og hlaut nafn föður- afa síns — Kristján. Svo bættist Maggi í hópinn, fjör- kálfarnir þá orðnir tveir og fyrir- gangur oft æði mikill í athafnasöm- um ungum mönnum. Jóla fengum við afi að njóta í sveit- inni kæru. Ein eru mér sérlega hug- stæð. Kristján og Magnús höfðu sjálfir valið okkur jólagjöf. Hver var gjöfin? Kertastjaki — ljós til að lýsa okkur og það gerir það svo sannap- lega núna og mun gera. Helen Keller fæddist blind, samt bendir hún okkur á að horfa í Ijósið, þá sjáum við ekki skuggana. Æ, brothætt eins og smákæna er líf mannsins. Léttum árum rær hann til hafs - og í dögun ekki tangur né tetur. (Japanskt ljóð) Allt í einu gi-úfir myrkur yfir og tóm. Ég vil muna hjartans Kristján minn geislandi af lífsorku, ham= ingju og eftirvæntingu kvöldið 10. júlí sl. Daginn eftir fór hann til Keflavíkur að sækja stúlkuna sína. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Og þannig var ástin sem átti ég mér. Hún fæddist einn daginn, en dó svo í þér. (Rúnar Hafdal) Eitt sinn er mér þótti lífsbyrði mín of þung sagði mér vitur maður — Lestu Passíusálmana og ef þér finnst bikarinn enn of beiskur — þá Jobsbók. Ég bið góðan Guð að líkna Hebu minni og Kela mínum og öllum sem eiga um sárt að binda. „Guðirnir" gefa ljúflingum sínuffe ekki einasta gleðina, heldur og sorgina alla. Megi góður Guð halda verndar- hendi yfir sálu litla gulldropans míns. Amma Vallý KENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið byrja 12. ágúst. Vélritunarskólinn, s. 28040. FÉLAGSLÍF ssat Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 „Gospel-night" í Fíladelfíukirkj- unni íkvöld, laugardag, kl.22.00. NS6 og Hans Inge Fagervik ásamt íslenskum hljómsveitum og söngvurum syngja og leika. Fjölmennið á þessa söng- og lofgjörðarstund. Kynningarfundur um heilsubót og heilsurækt fyrir tilverknað svæðameðferðar, Kinesologi og heilunar verður haldinn láugardaginn 10. ágúst kl. 20.00 í kaffistofu Hafnarborg- ar, Strandgötu, Hafnarfirði. Fyrirspurnir og umræður. Frummælendur: Oda Fuglo og Wlaren Bláhammer. Sjá fféttatil- kynningu í blaöinu í dag, einnig uppl. í síma 52107. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía „Gospeltónleikar" með norsku Hjálpræðishershljómsveitinni NSB í kvöld kl. 22.00. Ath. breyttan tíma. Dagskrá vikunnar íramundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 11.00 í umsjá Hjálpræðis- hersins. Gestir frá Noregi taka þátt. Tónlistarsamkoma kl. 20.00. NSB og íslenski sönghóp- urinn „Gleðitónar" sjá um tónlist á samkomunni. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. Sunnudagurinn 18. ágúst: Brauðsbrotning kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Kanadískur æskulýðskór kemur í heimsókn. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3S11798 19533 Sunnudagsferðir 11.ágúst Kl. 08 Þórsmörk - Langidalur. Verð 2.300,- kr. (hálft gjald fyrir 7-15 ára). Muniö sumardvöl í Skagfjörðsskála, aðstaöan er hvergi betri í óbyggöum. Gönguferð um gosbeltið 9. ferð a. Kl. 10.30 Draugatjörn - Hengill - Dyradalur. Eitt fjöl- breyttasta gönguland á Suð- vesturlandi. Gengið yfir Hengil í Grafning. b. Kl. 13.00 Draugatjörn - Mar- ardalur - Dyradalur. Gengið um þennan fallega hamradal vestan undir Hengli. Gönguleiðirnar enda báðar á Nesjavallaveginum nýja og hann verður ekinn heim. Verð 1.100,- kr. i báðar feröirn- ar. Spurning 9. ferðar: Nefnið gamla þjóðleiö í Grafning? Brott- för frá Umferöarmiðstööinni, austanmegin. Verið meó i öllum gönguferðunum upp að Skjald- breið. Munið miðvikudagsferðirinar í Þórsmörk. Dagsferð og til sum- ardvalar. Brottför kl. 08 að morgni. Kvöldganga um Rauða- mel og Slunkaríki á miðvikudags- kvöld kl.20. Ferðafélag íslands. Ðútivist ’SÓFINKI I • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVAKI H606 Sumarleyfi með Útivist Holl hreyfing - góður félagsskapur Eldgjá - Básar 13.-18/8: Ein áhugaverðasta gönguleiðin af Torfajökulssvæð- inu í Þórsmörk. Fyrsta deginum varið i að skoða Eldgjá sem er sannkallað náttúruundur. Ófærufoss skoðaður og boðið upp á göngu á Gjátind. Þaðan er gengið í Álftakrók, Strútslaug - heit laug, ef veður leyfir yfir Torfajökul í Hvanngil, Hattfells- gil. Dagur í Básum i lok ferðar. Bakpokaferð, göngutjöld. Farar- stjóri: Óli Þór Hilmarsson. Landmannalaugar - Þórsmörk 13.-18/8: Aukaferð vegna mikill- ar eftirspurnar eftir hinum vin- sæla Laugavegi óbyggðanna sem allir geta gengið. Svefn- pokagisting. Helgi í Básum i lok ferðar. Landmannalaugar - Strútslaug - Básar 20.-25/8: Skemmtilegt afbrigði af „Laugaveginum" sem reynir aðeins meira á, því farið verður yfir Háskerðing og Torfajökul. Bakpokaferð, tjöld. Fararstjóri: Sveinn Möller. Ath. Sumarleyfinu er vel varið í ferð um Island með Útivist. Sjáumstl Útivist. ÚTIVIST GROFIKNII • lEYKJAVÍK • SÍMIAlMSVAII M606 Sunnudagur 11. ágúst Kl. 08: Básar Dagsferð, 3-4 klst. í Básum. Einnig hægt að dvelja í Básum fram á miðvikudag eða föstu- dag. Póstgangan 16. áfangi Kl. 08: Oddgeirshólar - Egilsstaðir Gengið verður frá Oddgeirshól- um með Hvítá um Merkurhraun, Skálmhoitshraun og niður með Þjórsá að Egilsstöðum. Kl. 10.30: Skálmholtshraun - Egilsstaðir Sameinast morgungöngunni við Skálmholtshraun og verður gengið þaðan niður með Þjórsá að Egilsstöðum. Brottför í báðar ferðirnar frá BSÍ - bensinsölu. Stansað við Árbæjarsafn og Fossnesti á Selfossi. Kl. 13: Selatangar - ísólfsskáli Gengið verður frá Selatöngum um Katlahraun og út með ströndinni að Isólfsskála. Róleg ganga um rómantískt svæði fyr- ir alla fjölskylduna. Kl. 13: Hjólreiðaferð Hjólað kringum Elliðavatn. Nest- , isstopp við Hrauntúnstjörn. Létt ' hjólreiðaferð, sem allir geta tek- ið þátt í. Ath.: Gamla götuhjólið dugar í þessa ferð. Helgarferðir 16.-18. ágúst Kerlingafjöll Básar á Goðalandi Fimmvörðuháls - Básar. Sjáumst. « Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.