Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. i' Tíu athuga- semdir vegna aðalskipulags ’Reykjavíkur FRESTUR til að gera athuga- semdir vegna endurskoðaðs aðalskipulags Reykjavíkur- borgar rann út nú í vikunni. Síðdegis í gær höfðu Borgar- skipulagi borist 10 athuga- semdir, flestar vegna umferð- ar- og gatnamála. Bjarni Reynarsson, arkítekt hjá Borgarskipulagi, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að tíu athugasemdir hefðu borist stofn- uninni vegna aðalskipulagsins. Aðallega væri verið að gera at- ^hugasemdir við gatnakerfi borgar- innar, þótt aðrir þættir skipulags- mála hafi einnig verið nefndir. Meðal athugasemdanna hafi til dæmis verið athugasemd frá sam- tökunum Líf í Fossvogsdal um framtíð dalsins og frá Kópavogsbæ um ýmis mál. Bjarni segir að kynning á aðal- skipulaginu hafi staðið yfir í 6 vik- ur og að því loknu hafi gefist tveggja vikna frestur til að skila kinn athugasemdum. Um 200 manns hafi komið í húsnæði Borg- arskipulags til að skoða sýningu á skipulaginu og auk þess hafi það verið kynnt á tveimur borgara- fundum. Skaut sig í lær- ið við slátrun Selfossi. SLÁTRARI hjá Sláturfélagi Suðurlands á Selfossi skaut sig í lærið í gærmorgun er hann var að aflífa kálf. r Slátrarinn var með kálfinn við hlið sér og um leið og hann hleypti af byssunni rykkti- kálfurinn til hausnum og byssan hrökk yfir á lærið á slátraranum. Hann fékk tveggja sentimetra djúpt sár á lærið eftir fleininn sem skýst út úr byssunni þegar skotið er, en hann er 6 sentímetra langur. Gert var að sári slátrarans á Sjúkrahúsi Suðurlands á meðan starfsfélagar hans gengu frá kálfinum. Sig. Jóns. Morgunblaðið/Bjami Unnið að fræðslumynd um sjóslys Undanfarið hafa tökur staðið yfir á nýrri fræðslumynd um sjóslys af völdum kulda sem sýnd verður í Sjónvarpinu bráðlega. Þar eru í fyrsta sinn sviðsett nokkrar af algengustu slysaaðstæðum. í gær fylgd- ist Morgunblaðið með sviðsettu slysi þar sem maður fer fyrir borð með trollinu eins og stundum hendir á sjó. Á myndinni sést kvikmynda- tökumaður í bát frá Slysavarnarfélaginu í óða önn að festa „slysið“ á filmu. Sjá frétt á bls. 4. Norrænt þing um umferðarlækningar: Fyrsta hjálp skiptir sköpum fyrir þá sem fá hjartastopp Akureyri. Frá Margréti Þóru Þórsdóttur, ÞAÐ GETUR skipt sköpum að kunna skil á skyndihjálp, það sannar könnun sem gerð var á afdrifum fólks sem fékk hjarta- stopp í Reykjavík á árunum 1982 til 1986. Lífslíkur fólks sem fékk fyrstu hjálp frá vegfaranda eða öðrum er atviksins varð var áður en sjúkrabifreið kom á vettvang blaóamanni Morgunblaðsins. voru mun meiri en þeirra sem enga slíka hjálp fengu. Þetta kom fram í erindi sem Gríma Huld Blængsdóttir læknir flutti í gær á sjötta norræna þinginu um um- ferðarlækningar á Akureyri. Á þinginu kom einnig fram að höfuð- og andlitsáverkum eftir um- ferðarslys hefur fækkað nokkuð síðustu ár, eða eftir að notkun bílbelta jókst. Á tímabilinu 1974 til 1990 hlutu 6.800 manns slíka áverka eftir umferðarslys í Reykjavík og tæplega 1.600 voru lögð inn á sjúka- hús, eða um 90 á ári að meðaltali. Algengast er að karlmenn hljóti slíka áverka og stærsti hluti þeirra sem höfuð- og andlitsáverka fengu voru Náttúruverndarráð afturkallar rannsóknaleyfi Landsvirkjunar NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ hefur afturkallað leyfi til Landsvirkjunar til rannsókna á friðlýstu svæði á hálendinu og verður haldinn fund- ur þessara aðila um málið á mánudaginn. Landverðir Náttúruvernd- arráðs á Norð-Austurlandi héldu sérstakan fund i Hrossaborg á Mývatnsöræfum í gær og mótmæltu leyfinu og fóru fram á fund með formanni og framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs um sam- skipti þeirra og landvarða og trúnaðarbrest þar i milli. Þóroddur F. Þóroddsson, fram- eftir enn frekari leyfum og þá kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að síðastliðinn fímmtu- dagsmorgun hefði Landsvirkjun verið veitt leyfi til rannsókna á við- kvæmum gróðursvæðum á hálend- inu vegna fyrirhugaðrar lagningar Fljótsdalslínu. Síðar um daginn hefði komið í ljós í símtali við full- trúa Landsvirkjunar að þeir óskuðu meðal annars að flytja hús á tiltek- inn stað. Þá hefði verið óskað eftir nánari upplýsingum um hvað Landsvirkjun fyrirhugaði að gera, og síðan ákveðið að afturkalla áður veitt leyfi. Þóroddur sagði að land- verðirnir hefðu að vissu marki mis- skilið stöðu málsins, þar sem búið hefði verið að afturkalla leyfið þeg- ar þeir héldu fund sinn í gær og þeim hefði átt að vera það kunn- ugt. Aðspurður hvort trúnaðar- brestur væri milli formanns og framkvæmdastjóra Náttúruvernd- arráðs annars vegar og landvarð- anna hins vegar sagði Þóroddur að farið hefði verið fram á skýring- ar á yfirlýsingum landvarðanna þar að lútandi. Sólveig Jónsdóttir landvörður sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri rangt, að landverðir hefðu vitað að leyfíð hefði verið afturkallað þegar fundurinn var haldinn í gær. í samþykkt landvarðanna er mótmælt „þeirri ákvörðun fram- kvæmdastjóra og formanns Nátt- úruverndarráðs að leyfa utanvega- akstur og jarðrask á friðlýstu landi“. Sólveig sagði að þetta mál með Landsvirkjun hefði bara verið kornið sem fyllti mælinn. Alvarleg- ir samskiptaörðugleikar væru milli landvarða og yfirmanna þeirra. „Við landverðir höfum orðið að þola margt frá þessum mönnum undanfarin ár,“ sagði Sólveig. Þorgeir Andrésson frá Lands- virkjun sagði ljóst að ef drægist mjög úr hömlu að Landsvirkjun fengi þetta leyfi gæti það haft veru- leg áhrif á framkvæmdir á svæð- inu. ökumenn bifreiða. Þetta er m.a. nið- urstaða rannsóknar Kristins Guð- mundssonar yfirlæknis. I erindi Gunnars Þórs Jónssonar yfirlæknis á slysadeild Borgarspítal- ans kom fram að 93 af hveijum 10 þúsund íbúum á höfuðborgarsvæðinu geta búist við að slasast í umferðar- slysum á hverju ári. Fjöldi slasaðra í umferðinni í Reykjavík er fimmfalt meiri en opin- berar tölur gefa til kynna og segir Gunnar hinar opinberu tölur ómark- tækar. Fleiri konur en karlar slösuð- ust í umferðinni í Reykjavík og hálsá- verkar voru algengasti áverkinn er menn hlutu í bifreiðaslysum, oftast eftir aftanákeyrslur. Állstór hluti þessara sjúklinga fer fram á slysa- bætur vegna áverkanna, sem Gunnar segir erfítt að greina og valdi í fæst- um tilvikum vinnutapi. Á þinginu voru flutt um 35 erindi um umferðarslys á landi, sjó og lofti, afleiðingar slysa, sjúkraflutninga og björgunaraðgerðir. Þátttakendur voru um 70 af öllum Norðurlöndun- um. Forseti þingsins var Ólafur Ól- afsson landlæknir, en hann sagði í samtali við Morgunblaðið að þingið hefði tekist með ágætum og mikið hefði verið rætt um fyrirbyggjandi aðgerðir. Hann sagði það valda mönnum þungum áhyggjum að á íslandi væri hæst hlutfall dáinna og slasaðra ungra ökumanna og vekti það spurningar um hvort ökukennslu hér á landi væri ábótavant. Sjá einnig fréttir á bls. .3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.