Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 15 ELLIN - ÆSKAN - ALDAHVÖRF eftir Svein Ólafsson Undanfarin ár hafa umræður far- ið vaxandi um það sem nefnist MÁL ALDRAÐRA. Margt er vel um þetta — en málið hefir margar hliðar — sumar sem vekja ugg um andlega heilbrigð áhrifamanna í þjóðfélaginu — og spurningar um raunverulega hreinskilni eða hreint fals og blekk- ingar. Stjórnmálaflokkar og ýms samtök hafa á seinni árum stöðugt sótt í sig veðrið útaf þessu — og allsstaðar er látið í veðri vaka að bættur hagur aldraðra sé æðsta skylda sem á sam- félaginu hvílir — enda eru það orð að sönnu. Margt virðingarvert fram- takið hefir komið út af þessu — og ber að þakka slíkt af alhug. Það sem hinsvegar er áhyggju- efni, er allt annað og stefnir í aðra átt. — Hér er á ekki mörgum árum orðin breyting á hugsunarhætti yngri kynslóðarinnar í landinu, sér- staklega þeirra, sem menntast vel, og eru ungir að árum orðnir ráða- menn í ýmsum fyrirtækjum, margir hveijir menntaðir erlendis og komn- ir heim með annarlegar hugmyndir frá þjóðum — sem hafa sumpart lent á villigötum — í manneskjulegu tilliti. Lög landsins og reglugerðir eftir- launasjóða mæla svo fyrir að fólk skuli fara á eftirlaun — hætta störf- um 67 ára. — Skjóta má inn í að margir eru fegnir slíku og hlakka til. Aðrir kvíða fyrir, því þeir hafa gert þá skyssu að „lifa til að vinna“ í stað þess að „vinna til að lifa“. Þeir eiga ekkert eftir þegar starfinu sleppir. — Þarna eru vandamál sem þarf að leysa — kenna fólkinu að eiga eitthvað fyrir sjálft sig — svo hægt sé að hlakka til að hverfa að slíku „einhveiju sínu eigin“ þegar „stóra fríið“ kemur sem búið er vera að vinna sér inn nánast alla ævina. En, þótt þetta sé stórt vandamál margra, þá er annað sem er miklu verra, og það er það sem vekur ugg „Hinir ungu, sem hafa á seinni árum komist beint úr t.d. háskóla — innlendum eða erlend- um — í háar stöður og fengið mannaforráð, hafa í mjög vaxandi mæli tileinkað sér stefnu í meðhöndlun eldri starfsmanna, sem eru e.t.v. að nálgast starfslok — sem er svo gjörsneydd hugsuninni um að koma vel fram gagnvart „öldruðum“ — að nánast verður vart flokkað undir annað en hreint mannúðarleysi.“ í bijóstum margra: Hinir ungu, sem hafa á seinni árum komist beint úr t.d. háskóla — innlendum eða erlend- um — í háar stöður og fengið manna- forráð, hafa í mjög vaxandi mæli tileinkað sér stefnu í meðhöndlun eldri starfsmanna, sem eru e.t.v. að nálgast starfslok — sem er svo gjör- sneydd hugsuninni um að koma vel fram gagnvart „öldruðum“ — að nánast verður vart flokkað undir annað en hreint mannúðarleysi. Slíkt er ástandið víða, að vart verður flokkað undir annað en beina mann- vonzku eða það sem sumir hefðu jafnvel nefnt „helstefnu". — Menn eru settir til hliðar í stöðum — laun látin sitja eftir (í launaskriðinu) — en hinir yngri hækka launin við sjálfa sig — reynsla hinna eldri er einskis metin, og þeir lítillækkaðir af því að menntun hinna nýbökuðu skólamanna er svo „fullkomin", að reynsla þeirra sem áður unnu störfin er einskis metin: oft með herfílegum og afdrifaríkum afleiðingum fyrir fyrirtækin. Mönnum er svo gjarnan sagt upp störfum — reknir — til að koma öðrum yngri að — jafnvel þótt atutt sé í að viðkomandi geti með lögleg- um rétti farið á eftirlaun. — Mönnum er hreinlega kastað „á öskuhaug- ana“ — eða „út á gaddinn“ sem kannski samsvarar því að kasta þeim „í höfnina" — því það er líka að verða „móðins“ að enginn vill „eldri menn eða konur" í vinnu — jafnvel þótt um mjög hæft og traust fólk — með góða reynslu — sé að ræða: oft betra en yngra fólk, sem oft er á hlaupum á milli fyrirtækja í von um hærri laun o.s.frv. Þótt horft sé nú framhjá þeirri „helstefnu“ sem í þessu felst, þá er sóunin af því að þeir, sem kallast „aldraðir", eru bæði settir til hliðar og reynslu þeirra hreinlega oft kast- að á glæ — með þessum „nýmóðins" hætti — og auk þess vegna þess, að fólk er jafnvel nú — með bættu heilsufari og lengra lífí — látið hætta alltof snemma að vinna, þá felst í þessu slík gegndarlaus sóun á verð- mætum og starfskröftum þjóðfé- lagsins, að við blasir, að innan ekki margra -ára verði ein allsheijar sprenging í eftirlaunakerfinu (sem er allt í brotum og molum nú) — þat' sem það hrökkvi ekki til að axla þær byrðar sem þjóðfélagið gerði sér vonir um — eins og ýmsir sem vit hafa á hafa þegar bent á. Ég vildi því í stað alls þessa „upp- hlaups“ til að standa við bakið á „öldruðum" — sem sumsstaðar er gott, en líka sumsstaðar hálfkák — sjá eftirlaunaaldurinn gerðan fijáls- ari — þannig að menn megi og geti eftir t.d. 70 ára aldur valið, hvort þeir vilja hætta — eða vinna eitthvað áfram — og — sem mér virðist vera mannúðar- og um leið hagkvæmnis- mál og mannréttindamál fyrir þjóð- ina — að settar verði með einhveiju móti skorður við misþyrmingu á al- mennum mannréttindum með alls- kona „kúnstum" — eins og nú eru Sveinn Ólafsson víða viðhafðar og nefnt var — og nærtæk dæmi eru um úr blöðum nýverið — auk annars. Þannig vil ég sjá Sjálfstæðisflokk- inn, sem í mínum huga er ennþá almennt skoðaður sem veijandi al- mennra mannréttinda, mannúðar og réttlætis, beina kröftum sínum að því, að hér verði tekið á málum af viti, sanngirni ogyfirsýn til að koma því til leiðar að viðhaldið sé réttlæti gagnvart hinum „öldruðu“ — og jafnframt, að reynt verði að fínna leiðir til að sú sóun á hæfileikum og mannafia og ljármunum samfé- lagsins með starfslokum of fljótt, sem nú stefnir í — verði útilokuð og tekin verði upp hagkvæmari, réttlátari og mannúðlegri stefna í málefnum „aldraðra" en nú tíðkast — bæði vegna rangra og gamaldags lagasetninga og „nýmóðins kúnsta" sem engum dyljast — og sem nefnd- ar voru og ekki er hægt að nefna annað en helstefnu í mannlegum samskiptum og vítavert mannúðar- leysi í því, sem við viljum nefna menningarsamfélag á Islandi. — Þarna vil ég sjá ALDAHVÖRF — og til þess treysti ég Sjálfstæðis- flokknum bezt. Höfundur er fyrrverandi verslunarmaður. Frá afhendingu kistlanna, sem Umliyggja gaf Landspítalanum, Land- akoti og barnadeildinni á Akureyri. Ríkisspítalar; Börnum færðar gjafir UMHYGGJA, félag til stuðnings sjúkum börnum, færði barnadeildun- um á Landspítalanum, Landakotsspítala og barnadeildinni á Akur- eyri fyrir nokkru gjöf, sérútbúna kistla sem innihalda fræðsluefni til undirbúnings börnum fyrir aðgerðir og rannsóknir. Umhyggja er áhugamannafélag Syke barns hehov“ NOBAB. fagfólks og foreldra. Markmið fé- lagsins er að vinna að bættum að- búnaði og aðstæðum sjúkra barna jafnt innan sjúkrahúsa sem utan. Félagið er aðili að norrænum samtökum, „Nordisk förening for Þessir kistlar voru keyptir fyrir gjafafé sem ýmsir einstaklingar og fyrirtæki gáfu félaginu. Umhyggja vill þakka öllum þess- um aðilum fyrir stuðninginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.