Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991
Loftferðaeftirlitið:
Nokkuð um kærur vegna
lágflugs einkaflugvéla
Eldur í djúpsteikingar-
potti í Borgarspítala
NOKKUÐ er um að fólk sendi kvartanir eða kærur til Loftferðaeftir-
litsins veg-na flugumferðar. Oftast er kært vegna lágflugs og að
sögn Skúla Jóns Sigurðssonar, deildarstjóra rannsóknadeildar loft-
ferðaeftirlitsins, kannar stofnunin öll slík tilvik en segir þó sjald-
gæft að um bein brot á flugumferðarreglum sé að ræða. „Það er
minna um þetta en áður var þó alltaf séu einhveijir flugmenn innan
um sem bijóta reglur um lágflug. Það eru viss svæði sem kvartað
er yfir, eins og samkomusvæði, sumarbústaðahverfi og skíðalönd á
vetrum,“ segir hann. „Við höfum þurft að grípa til þess að svipta
menn flugréttindum til bráðabirgða en ekki hefur komið til þess á
þessu ári,“ segir hann.
SLOKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
um hádegi i gær kallað að eld-
húsi Borgarspítalans, en þar
hafði kviknað í djúpsteikingar-
potti.
Nokkur reykur varð af eldinum
en slökkviliðsmönnum tókst að
VEÐUR
koma reykblásara í opinn glugga
þannig að hægt var að hreinsa
reykinn út. Nokkurn tíma tók að
komast að feitinni í pottinum og
kæla hana, en sjúklingar spítalans
urðu ekki fyrir óþægindum vegna
atviksins.
Loftferðaeftirlitinu barst kæra
vegna Iágflugs í Þórsmörk um sein-
ustu helgi. Skúli sagði að í slíkum
tilvikum hefðu starfsmenn loft-
ferðaeftirlitsins samband við við-
komandi flugmann til að kanna
málið. Öðrum viðurlögum væri þó
ekki beitt en að taka af flugmönn-
um flugskírteinið til bráðabirgða
þegar um gróf brot væri að ræða
en ekki væri beitt sektum vegna
þessa.
VEÐURHORFUR I DAG, 10. AGUST
YFIRLIT: Um 300 km suðaustan af Hvarfi er 996 mb lægð á hreyf-
ingu norðaustur.
SPÁ Sunnan- og suðaustangola og rigning á Suðurlandi og aust-
an, en norðaustankaldi og skýjað en úrkomulítið norðvestanlands.
Vindur verður smám saman norðaustlægur um allt land er líður á
daginn og fer þá að létta til sunnanlands en skúrir verða við vestur-
ströndina. Hiti 9 til 15 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Norðlæg átt, skýjað og dálítil súld eða
rigning austanlands og með norðurströndinni en víða léttskýjað á
Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast sunnan til.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðaustanátt austanlands en suðvestan-
átt vestantil, víðast kaldi. Skýjað um allt land, rigning suðaustan-
lands, skúrir Vestanlands en úrkomulítið norðanlands. Heldur hlýn-
andi.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
TAKN:
O - Heiðskíi
A Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
f * / * Slydda
/ * /
* * #
* * * * Snjókoma
j 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
Skúrir
*
V H
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
|"X Þrumuveður
W / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 13 léttskýjað Reykjavik 14 léttskýjað
Bergen 13 skúr
Helsinki 18 þrumuveður
Kaupmannahöfn 20 alskýjað
Narssarssuaq 13 skýjað
Nuuk 9 léttskýjað
Osló 18 alskýjað
Stokkhólmur 22 hálfskýjað
Þórshöfn 11 skúrir
Algarve 29 heiðskírt
Amsterdam 22 skýjað
Barcelona vantar
Beriín 21 skýjað
Chicago 17 léttskýjað
Feneyjar 32 léttskýjað
Frankfurt 23 léttskýjað
Glasgow 16 rigning
Hamborg 21 skýjað
London 22 skýjað
Los Angeles 18 þokumóða
Lúxemborg 21 léttskýjað
Madríd 25 iéttskýjað
Malaga 28 léttskýjað
Mallorca 24 skýjað
Montreal 22 skýjað
NewYork 25 rigning
Oríando 27 alskýjað
París 22 léttskýjað
Madeira 22 skýjað
Róm 28 léttskýjað
Vfn 26 hálfskýjað
Washington 23 skúr
Winnipeg 14 léttskýjað
Loftförum hefur farið fjölgandi
á undanförnum árum. Um síðustu
áramót voru skráð 315 loftför á
landinu og þar af voru 273 minni
vélar. Fyrir tíu árum var heildar-
fy'öldi loftfara 196. Samkvæmt flug-
umferðarreglum er lágmarksflug-
hæð yfir óbyggðum 150 metrar en
300 metrar yfir þéttbýli.
„Við höfum verið með áróður
meðal flugmanna að valda ekki
ónæði á útivistarsvæðum og yfir
sumarbústaðalöndum þar sem fólk
vill vera í friði og yfirgnæfandi
meirihluti flugmanna virðir þetta
vel þó alltaf sé einn og einn innan-
um sem sýnir óvarkárni. Við erum
þakklátir fólki sem hringir og lætur
okkur vita af slíku,“ segir hann.
„Verstu tiifellin eru þegar flug-
menn eru að leika einhverjar kúnst-
ir yfir útivistarsvæðum eða sumar-
bústaðahverfum. Þetta eru nokkur
tilfelli á hveiju sumri og á einnig
við um hálendið þegar flogið er lágt
yfir bfla. Það hefur komið fyrir að
menn hafa flogið á loftnet á bílum.
Það koma upp nokkur alvarleg til-
vik á hveiju ári, bæði að sumri og
vetri,“ segir hann.
Skúli sagði að loftferðaeftirlitið
héldi reglulega flugöryggisfundi
með flugmönnum og sagði ríkjandi
anda meðal flugmanna að fylgja
reglum stíft eftir en nokkrir svartir
sauðir væru innan um. „Oft er erf-
itt fyrir fólk að meta hvort flug-
menn bijóta reglur því oft eru þeir
til dæmis að skoða lendingarstaði.
Landverðir hafa líka kvartað yfir
lágflugi á stöðum eins og Þórs-
mörk, Jökulsárgljúfri og Þingvöll-
um. Fólk á þessum stöðum vill ekki
ónæði frá flugvélum í lágflugi þó
ekki sé endilega verið að bijóta
reglur um iágmarksflughæð. Þetta
er ekki stórt vandamál enda erum
við sannfærðir um að slysum og
óhöppum hefur fækkað og lang-
flestir flugmenn halda lög og regl-
ur,“ segir hann.
Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson
Ahættuleikarinn Alfreð Halldórsson ræðir við Jóhann Axelsson pró-
fessor. A bak við þá sést í Sigmar B. Hauksson, forsvarsmann hóps
áhugamanna um kuldavarnir.
J
Sjóslys sett á svið
fyrir fræðslumynd
UM ÞESSAR mundir standa yfir tökur á fræðslumynd um sjóslys
af völdum kulda, en talið er að ofkæling sé bein eða óbein orsök
langflestra dauðaslysa á sjó.
Að gerð myndarinnar stendur
hópur áhugamanna um kuldavamir
í samvinnu við Háskóla íslands,
landhelgisgæsluna og Slysavarna-
félag íslands. Í henni eru sett á
svið þijú slys sem kalla á ólík við-
brögð og ólíka meðhöndlun skip-
veija og skipstjórnarmanna. Morg-
unblaðið fékk að fylgjast með tök-
um á einu þeirra þar sem sett var
á svið hvernig maður fer fyrir borð
úr togara með trollinu en slíkt get-
ur oft hent og getur verið mjög
háskalegt.
Allt kapp er lagt á við gerð mynd-
arinnar að hafa allt sem raunveru-
legast og líkast því sem slík slys
eru í raun og veru. Var atriðið tek-
ið aftur og aftur sem mæddi mjög
á áhættuleikaranum Alfreð Hall-
dórssyni en hann fór einum tíu sinn-
um fyrir borð úr togaranum Ás-
geiri áður en atriðið var fullkomnað.
Morgunblaðið náði tali af Jóhanni
Axelssyni prófessor í lífeðlisfræði
við læknadeild Háskólans en hann
er meginfrumkvöðull kuldarann-
sókna á Islandi og gerði fyrir nokkr-
um árum rannsóknir á sjómannin-
um Guðlaugi Friðþórssyni, sem
synti í land þegar Hellisey fórst
árið 1984.
„Það er ákaflega brýnt að gera
fræðslumynd um sjóslys af kulda,“
sagði Jóhann við Morgunblaðið.
„Ofkæling er bein eða óbein orsök
langflestra dauðaslysa á sjó. Sjórinn
við Islandsstrendur er mjög kaldur,
oftast á milli 5 og 7 gráður. Ef
maður er ekki þeim mun betur ein-
angraður lifir hann vart lengur en
10-20 mínútur í slíkum kulda.
Við viljum með þessari mynd
bæði sýna hvernig menn eiga að
bera sig að til að draga úr slysa-
hættu en einnig sýna hvernig á að
bregðast við þegar slysin hafa orð-
ið. Fyrsta boðorðið er auðvitað að
ná mönnum upp úr sjónum en það
er ekki sama hvernig það er gert.
Þeir ráku sig á það í Bretlandi fyr-
ir nokkrum árum þegar stormur
geisaði á Norðursjó að fólk dó með-
an þyrlurnar voru að hífa það upp
vegna þess að ekki var gætt að það
héldi láréttri stellingu.
Það hefur lengi skort á að hægt
væri að gera vandaðar rannsóknir
á ofkælingu hér á landi. Við höfum
allá jafna þegið þær frá útlöndum. “