Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 13 forgöngu um ábyrgð á erlendum lántökum. Stöðugt gengi íslensku krónunnar getur þá orðið niður- staða af efnahagslegum forsend- um.“ Eins og fram kemur í þessum orðum dregur Verzlunarráðið hvorki taum eins né annars í gengis- málum. Sjónarmið þess er að ná þurfi verði gjaldmiðils í jafnvægi miðað við framboð og eftirspurn. Rétt verð er þegar viðskiptajöfnuð- ur er í jafnvægi þannig að ekki þurfi að greiða meira fyrir vörur og þjónustu erlendis frá en selt er fyrir úr landinu. Verð gjaldmiðilsins á að ráðast á frjálsum markaði. Vilji Seðlabanki íslands stuðla að stöðugleika í gengismálum getur hann gert það með því að eiga öflugan gjaldeyrisvarasjóð, og selt eða keypt gjaldeyri eftir því hvernig ástandið á gjaldeyrismarkaði er hveiju sinni. Efnahagsstefna stjórnvalda hefur mikil áhrif á gengisskráninguna. Verðtrygging með lánskjaravísitölu er öflugt tæki til þess að ná jafvægi. Því er nauð- syn að notast við lánskjaravísi- töluna þar til gott jafvægi hefui náðst í ríkisfjármálum. Eins og ástandið er í dag er staða ríkisfjármála nánast eins og dínamítsprengja, sem myndi sprengja efnahagslegan stöðug- leika í loft upp um leið og slakað væri á lánskjaravísitölunni. Þessi stefna í gengismálum er hlutlaus gagnvart atvinnugreinum. Hún skapar mestan hagnað í þeim grein- um sem standa sig best. Ef sá at- vinnuvegur er sjávarútvegur, þá á ekki að refsa honum með sérstöku veiðigjaldi. Tekju- og eignarskattar og samræming annarra skatta s.s. byggingargjalds og fasteignaskatta er nægilegt fyrir þá hít. Það á að leyfa hagnaði að myndast í sjávar- útvegi, sem fyrst og fremst verður notaður til hagræðingar, aukinnar vöruvöndunar og öflugri markaðs- sóknar, til þess að skila meiri verð- mætum í þjóðarbúið. Hagnaður umfram það því svo í fjárfestingu í öðrum atvinnugreinum. Ef gróði í sjávarútvegi yrði hins vegar „allt of mikill“ fengju menn loksins skemmtileg „vandamáT* að glíma við. Höfundur er formaður Verslunarráðs íslands. Álver á röngum stað? eftir Jón Hálfdánarson Nú þegar dregur að lokum í samningum við Atlantálshópinn virðist gerð hafnar fyrir hið nýja álver ætla að verða mönnum tals- verður þröskuldur. Keilisnes liggur óvarið fyrir opnum Faxaflóa og því verður hafnargerð þar mjög dýr. Kostnaður er áætlaður nærri einum milljarði króna. Þennan kostnað vilja hin erlendu stórfyrirtæki ekki bera og því fellur hann væntanlega á ríkissjóð að hluta. Því er rétt að minna á það að horft var fram hjá Grundartanga þegar nýju álveri var ákveðinn stað- ur. í skjóli Hvalfjarðar við aðdýpið á Grundartanga verður hafnargerð miklu ódýrari en á Keilisnesi. Fjár- hagsstaða Grundartangahafnar er auk þess mjög traust svo hún gæti hugsanlega borið sjálf kostnað við nauðsynlega stækkun á hafnar- mannvirkjum. Á Grundartanga eru einnig allar aðrar aðstæður mjög góðar til að reisa stóriðjuver. Og ef svo heldur sem ho.rfir um framkvæmdir við göng undir Hval- fjörð verður vegalengd frá Grund- artanga til Reykjavíkur aðeins 34 Jón Hálfdánarson km. Það gæti orðið að veruleika innan þriggja ára svo ekki þarf að óttast að vinnusvæðið yrði of fá- mennt og skortur yrði á fólki til að reisa og reka verksmiðjuna. Það hlýtur líka að vera skynsam- legri stefna að teygja byggð á Suð- vesturhluta landsins frekar norður „Það hlýtur líka að vera skynsamlegri stefna að teygja byggð á suðvest- urhluta landsins frekar norður fyrir eldvirk svæði en suður í ný- runnin hraun.“ fyrir eldvirk svæði en suður í nýr- unnin hraun. Það er ekki víst að máttarvöld hafi biðlund í þúsund ár áður en þau bæra næst á sér á Reykjanesi. Þau höfðu það ekki í Heimaey og öllum virist koma það á óvart. Slíkt gæti gerst hvenær sem er á svæðinu sunnan við Reykjavík. Það er eins í lífinu og í skákinni að nauðsynlegt er að breyta um áætlun þegar mál horfa illa við, hversu góð sem hugmyndin var í upphafi. Ríkissjóður virðist hafa þörf fyrir einn milljarð króna, gleymum heldur ekki eldvirkninni í landinu. Væri ekki ráð að hrókera álverinu upp á Grundartanga? Höfundur er formaður stjórnar Grundartangahafnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg 22 ungir fiðluleikarar halda tón- leika í Tónskóla Sigursveins á morgun, sunnudag. Suzuki- börn halda tónleika HIÐ islenska Suzukisamband gengst fyrir tónleikum á morgun, sunnudag, í Tónskóla Sigursveins í Hraunbergi 2. Á tónleikunum, sem hefjast kl. 13.30, leika 22 börn á fiðlu, en þau hafa öll ver- ið á námskeiði á vegum Suzuki- sambandsins i þessari viku. I fréttatilkynningu frá Suzuki- sambandinu segir að öllum sé heim- ilt að fylgjast með síðasta hluta námskeiðsins í dag frá kl. 10 til 15, en það fer fram í Tónskóla Sig- ursveins í Hraunbergi 2 í Reykjavík. Á námskeiðinu eru 22 börn á aldrin- um 3 til 9 ára, sem eru mislangt komin í fiðlunámi og munu þau á morgun slá botninn í námskeiðið með því að halda tónleika. Aðgang- ur að tónleikunum er ókeypis. werzalitr íglugga SÓLBEKKIR Ma fyrirliggjandi. vatn. Samningar um skiptingu sameiginlegra fiskistofna: Fyrst og fremst um viðræð- ur vísindamanna að ræða JÓN B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir að töluvert skorti á um að fullnægjandi vitneskja sé fyrir hendi varðandi sameiginlega fiskistofna Islendinga og Grænlendinga og viðræður um skiptingu þeirra hafi því fyrst og fremst verið fólgnar í því að vísindamenn hafi skipst á upplýsingum. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segist vonast til að þær viðræður fari að komast á lokastig. Jakob segir að vísindamenn reyni nú að átta sig á stærð hinna sameiginlegu stofna og skiptingu þeirra milli fiskveiðilögsagna. Til dæmis hafi staðið yfír miklar at- huganir á karfastofninum í sam- starfi íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna. Enn fremur hafí sérfræðingar reynt að komast að niðurstöðu um það hvernig rækjustofninn skiptist um miðlínuna milli íslands og Græn- lands á Dohrnbanka. Jakob segir að samkomulag hafi ríkt um skiptingu loðnustofnsins í þijú ár, en hins vegar renni það út á næsta án. Varðandi þorsk- stofninn séu Islendingar í nánu sambandi við þá vísindamenn, sem vinni fyrir Grænlendinga, en ekki hafi verið rætt um neina skiptingu þorskstofnsins í líkingu skiptingar loðnustofnsins. KK SENDUM I PÓ8TKRÖFU *CO Þ. Þ0R&RÍMSS0N & G0 Ármúla29 • Reykjavík • sími 38640 fJORHJOLÁDRItlN FJÖLNOIÁBIFREIÐ FINNDU MUNINN HAGSTÆÐARI DOLLAR HAGSTÆÐARA VERÐ Ford Aerostar - skemmtilega knár, sterkur, glæsilega búinn og frábær í akstri. AfGRÉlÐSLO stra^ Lágmúla 5. sími 681555

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.