Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 1991 Ast er... ... að gæla við fætur hennar. TMReg U.S. PatOff. — all rightsreserved ® 199 ] Los Angeles Times Syndicate Ég hélt þú væri á fundi í heimilisfriðar-nefndinni. Með morgimkaffmu Bravó. Þú hefur klárað megrunarkúrinn ... Sofnum ekki á verðinum EES-menn bíða færis Samningaviðræðumar um EES sigldu í strand vegna smámuna, segja EB-aðdáendur í flokki krata. Þeir ganga jafnvel svo langt að segja þetta vera áfall fyrir íslensku þjóð- ina! Sannir Islendingar munu hins- vegar telja mikið Guðs-lán, enda hefðum við glatað miklu af því sem okkur ætti að vera helgast, hefðum við verið dregnir á eyrunum inn í þetta anddyri Evrópubandalagsins. Þjóðin hefir verið illa blekkt af full- trúum okkar í þessum samningum. Henni hefur ekki verið greint undan- bragðalaust frá þeim fórnum sem íslendingar hefðu mátt færa og þola með þessum samningi, en sitthvað skuggalegt hefir komið í ljós um undanslátt nú upp á síðkastið. Því síður hefir þjóðinni verið sagður sannleikurinn um þann augljósa ásetning margra þeirra, sem fara með völd á íslandi, að ætla sér að troða andvaralausum löndum sínum inn í Evrópubandalagið að loknum þessum EES áfanga. Vitanlega er EES ekkert annað en biðstofa fyrir inngöngu í sjálft efnahags- og hem- aðarbandalagið, sem nú þegar hug- leiðir að senda hersveitir inn í Júgó- slavíu til að skakka þar leik. íslend- ingar ættu að hugleiða herskyldu- möguleikann verði EB-aðdáendunum að vilja sínum. Islenski utanríkisráðherrann stað- hæfir að ekki sé um fullveidisafsal að ræða með samningi um EES. Hver tekur mark á þeirri yfirlýsingu? Sé það ekki fullveldisafsal að verða að lúta erlendum dómstóli í öllum ágreiningsmálum, sem snerta þetta viðamikla samningssvið, samþykkja að öll lög, samþykktir og reglugerðir Evrópubandalagsins gildi, en ekki íslensk lög, þá veit ég ekki hvað er afsal og uppgjöf. Við mættum með þessum samningi iúta erlendum lög- um sem væru 9.650 fleiri blaðsíður heldur en allt íslenska lagasafnið! Þessu hafa íslensku samningamenn- irnir kyngt hóstalaust fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar, og ég spyr: eru menn að ganga af vitinu? En þetta er nú ekki allt, því fer fjarri. Með EES samningi hefðum við veitt meira en 350 milljónum útlendinga hindr- analausan aðgang að íslenskum vinnumarkaði ásamt búseturétti, rétti til þess að kaupa og reka fyrir- tæki hverskonar, og rétti til þess að kaupa fasteignir ásamt gögnum og gæðum landsins, hvað svo sem sagt er um fyrirvara, aðlögunartíma o.s.frv., en fyrirvarar íslendinga hafa hrunið hver af öðrum vegna undir- lægjuháttar og vanmats á íslending- um og gæðum lands okkar. Erlend stórfyrirtæki í sjávarútvegi myndu fljótlega hasla sér völl hér og færu þá létt með að leika á landann og kerfið, sem útsmognum fjárplógs- mönnum einum er lagið. Fijáls flutn- ingur vinnuafls milli aðiidarríkjanna ætti að vera umhugsunarefni fyrir verkalýðshreyfinguna á íslandi, verði af þessum EES samningi. Við mynd- um þurfa að horfa upp á erlend stór- fyrirtæki flytja hingað ódýrt vinnu- afl, ekki síst ef um stórframkvæmd- ir væri að ræða, og til þess hefðu þau fullan rétt. Hætt er við að þá myndi vera einum of seint að vakna til meðvitundar um að með EES hefðum við glatað frelsinu og sjáifsá- kvörðunarréttinum í lífshagsmuna- málum þjóðarinnar. Við skulum ekki láta fljótfærni og ráðstefnugleði fárra manna verða til þess, að við afhendum iandið í undirgefni og skríðum undir pilsfald þeirra sem síst skyld. Jóhannes R. Snorrason ----------------- Vonina vantar í Biblíunni kennir margra grasa af hinum góðu jurtum andans og hefur öll siðmenningin tekið sneiðar úr forðabúri hennar í aldanna rás. Vottar Jehóva eru nú að færa rök fyrir því, hvernig þýðingar úr frum- texta hennar hafa tekið stakkaskipt- um eftir aðstæðum hveiju sinni og eiga þeir þakkir skyldar fyrir þær ábendingar til leiðréttingar á þeim í núverandi heimskerfi, þar sem ekki er nóg að hafa bæði trúna og kær- leikann, heldur má vonina ekki vanta þar. í brjálæðislegu kapphlaupi við tím- ann hefur verðmætahamstur ís- lenskra afkomenda víkinga til forna orðið viðskila við kristnar hugmyndir forfeðranna og þær hugmyndir, sem vöktu fólk til vonar, trúar og kær- leika hjá þeim, sem viðurkenna heil- agan anda í þeim hluta jarðarsí- mans, sem telst til höfuðburðs mannsins. Höfuðburðir í heilögum anda eru þeim ekki að skapi, sem aðhyllast verðmætahamstur, sem mölur og ryð fá grandað og sem ekki verður talið til tekna í hinni endurheimtu Paradís á jörðu, sem vottar Jehóva hafa svo ötullega boð- að fólki til viðvörunar. Björn Sigurjónsson Ljós og myrkur Að gefnu tilefni vill undirritaður benda á nokkur grundvallaratriði varðandi túlkun á Biblíunni og öðrum helgiritum varðandi t.d. himnaríki og helvíti. Opinberendur Guðs miða kennslu sína ætíð við móttökugetu þeirra sem á þá hlýða. Hafa ber einnig í huga að þeir eru einkum að fræða um andlega hluti sem oft er erfitt að gera án þess að nota „samlíkinga- mál“!. Þess vegna er alltaf hætta á „bókstafs“ túlkun þar sem andlegu merkingunni er ýtt til hliðar þannig samlíkingin ein stendur eftir. Gott dæmi um þetta er helvíti. Þar er andlegt ástand orðið að stað!! Ef menn gerðu sér almennt grein fyrir því að efnisleg lögmái og and- leg iögmái eru aldrei í andstöðu (mót- sögn) við hvort annað, þá væri ekki eins mikið um rangtúlkanir á helgi- ritum og raun ber vitni. Öll lögmál í efnisheiminum eiga sér samsvörun í andlega heiminum. Alveg eins og það er til efnisieg sól þá er einnig til andleg sói (opinberandi Guðs). Efnislegt ljós á sér samsvörun í and- iegu ljósi. Efnislegt myrkur á sér samsvörun í andlegu myrkri. Okkar upplýsta kynslóð veit að það ástand sem eftir er þegar ljós (ljósgjafi) er fjarlægt er myrkur! Það ástand sem ríkir þegar andlegt ljós er horfíð er andlegt myrkur (helvíti). Það hefur ekkert með stað að gera heldur ástand. Við getum skapað okkur helvíti strax hér á þessu tilverustigi, við þurfum ekki að bíða eftir næsta tilverustigi til þess. Ljósgjafi er til, það er hægt að fara með hann og breyta myrkri í ljós. Það er enginn myrkragjafi til sem hægt er að fara með og breyta ljósi í myrkur. Eins og að framan sögðu, ef það er ekki til efnislegur myrkragjafi er heldur ekki til neinn andlegur myrkragjafi („Kölski") til að hafa áhrif á bók- menntir eins og Andrés Önd, eins og sumir hafa haldið fram í fjölmiðl- um undanfarið. Guðm. S. Guðmundsson. Víkveiji skrifar Nú andar suðrið sæla vindum þýðurn." Þannig kvað Jónas Hallgrímsson fyrir meira en hundrað árum þegar hann bað „vorboðann ljúfa“ fyrir kærar kveðjur heim í íslenzka sum- ardalinn til lokkaprúðrar stúlku við Galtará. Víkveiji dagsins hefur notið þess vikum saman að suðrið sæla hefur andað vindum þýðum yfír hraun- dranga og sumardali. Fátt hefur skyggt á sólbros umhverfísins. Fjöl- miðlar tíunda að vísu fjallháar for- tíðarskuldir ríkisins, strandaðar EES-umræður með hugsanlegu milljarða tekjutapi vegna tolla á útflutta sjávarvöru til Evrópuríkja og hrikalegan samdrátt í sjávarafla vegna hættu á hruni þorskstofns- ins. Allt er þetta áhyggjuefni. Að dómi Víkveija dagsins er þyngsta áhyggjuefnið mikill fjöldi slysa á þessu sólríka sumri, einkum um- ferðarslysa, sem kostað hafa mörg mannsiíf, varanleg og tímabundin meiðsl fjölda einstaklinga og ómælt eignatjón. XXX að er sorgleg staðreynd að síð- astliðin ár hafa að meðaltali látizt um 24 einstaklingar í umferð- arslysum hér á landi, eða tveir í mánuði hveijum, auk meiri og minni meiðsla fjölda einstaklinga, á stund- um ævilangra örkumla. Það þætti áreiðanlega saga til næsta bæjar — með tilheyrandi fjöimiðlafári — ef 24 einstaklingar féllu í óeirðum hér á landi og mun fleiri væru sárir í valnum. En þetta er árlegt „mann- fall“ á vígaslóðum umferðarinnar í landinu. Ljóst er að árið 1991 hefur tryggt sér sæti sem meiriháttar slysaár. Hvað veldur? Verri vegir hér en í grannríkjum? Verri akstursskilyrði, t.d. veðurfarsleg? Ónógar merking- ar á blindhæðum og öðrum var- hugaverðum vegarköflum? Slæmt ásigkomulag ökutækja? Ónóg virð- ing fyrir umferðarreglum og tillits- leysi [frekja] í garð náungans í umferðinni? Víkveiji kveður ekki upp neina dóma hér um. Hann hvetur lesend- ur sína til íhuga þetta stóra vanda- mál; til að sýna fyllstu aðgæziu og tillitssemi í umferðinni. Hver vill lifa með það á samvizkunni að hafa valdið dauða eða örkumlum annars manns með ónógri aðgæzlu eða ölv- unarakstri? Það er of seint að ið- rast eftir á! Engum liggur svo mik- ið á í umferðinni að hann megi ekki vera að því að lifa dulítið leng- ur. xxx • • Onnur hlið er á þessu máii. Kvartanir vegna hárra ið- gjalda af bifreiðatryggingum verða æ háværari. Samanburður á ið- gjöldum, einkum hjá þeim sem eiga fjölmörg tjónalaus ökuár að baki, sýna, að þau eru mun lægri í grann- ríkjum en hér. Þó herma fréttir að þessi háu iðgjöld nægi hvergi nærri fyrir útgjöldum (bótaskyldum) tryggingarfélaga. Hvað er til ráða? Strangari um- ferðarkennsla? Strangari ökupróf? Hærra aldurstakmark ökuréttinda? Stórátak í varanlegri vegagerð og vegamerkingum? Harðari viðuriög gegn umferðarbrotum (hærri sekt- ir, svipting ökuréttinda)? Breytt hugarfar, meiri löghlýðni og meiri tillitssemi við náungann í umferð- inni? Víkveiji dagsins telur að hækka beri verulega iðgjöld ökumanna, sem lenda mun tíðar í umferðar- óhöppum en meðaljóninn, en lækka að sama skapi iðgjöld þeirra, sem eiga 5, 10 og 15 ára slysalausan ökuferil að baki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.