Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C
185. tbl. 79. árg.
SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS
Ung á uppleið
Valerie Schvartz, sem er sjö ára gömul
svissnesk hnáta, varð á þriðjudag yngst
manna til að klífa tind Mont Blanc-
fjalls sem er við landamæri Italíu og
Frakklands. Þar með sló hún met
Frakkans Christels Bochatays sem
hann setti árið 1975 þegar hann kleif
fjallið átta ára gamall. Mont Blanc er
hæsta fjall Evrópu, 4.810 metra hátt.
Eygðu kýklópa
Nemendur herskóla í Sovétlýðveldinu
Azerbajdzhan komu auga á kýklópa,
sem er eineygður risi samkvæmt
grískri goðafræði, nálægt höfuðborg-
inni Bakú. Að sögn Ali Ahverdíjev, for-
manns Furðufyrirbærafélagsins í
Bakú, rákust nemendurnir á „gríðar-
stóra eineygða veru sem þakin var
dökku hári“. Eldrautt auga á stærð við
epli var í miðju andliti verunnar.
Kaupsýslumenn
á stríðsæfingum
Sérsveitir breska hersins hafa ákveðið
að lyfta leyndarhjúpnum af starfsemi
sinni og gefa 100 kaupsýslumönnum
kost á að taka þátt í stríðsleikjum sem
þær munu setja á svið. Boðsgestirnir
þurfa að greiða 200 pund hver (21.000
ISK) til að fá að taka þátt í æfingum
sérsveitanna. Æfingarnar munu standa
yfir í níu klukkustundir og á þeim tíma
munu þyrluárásir verða settar á svið,
einnig ökuferðir í þungvopnuðum jepp-
um af sömu gerð og notaðir voru til
að ferðast um landsvæði andstæðing-
anna í Persaflóastríðinu, og mönnunum
var einnig kennt að komast af upp á
eigin spýtur. Hagnaðurinn af þessu
mun allur renna í sjóð til stuðnings fjöl-
skyldum þeirra sérsveitarmanna sem
hafa fallið eða örkumlast í átökum.
ÞOKUKÚFUR Á BOLAFJALLI
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Ítalía:
2.500 Albanar sendir brott
þrátt fyrir loforð inn hæli
Fióttamennirnir fluttir með valdi um borð í flugvélar á leið til Tirana
Róm. Reuter.
ÍTALAR sendu í gær um 2.500 Albana, sem þeir höfðu lofað hæli, úr landi, að því
er haft var eftir innflytjendaráðherra Ítalíu, Margherita Boniver. Albanarnir
voru á meðal þeirra 17 þúsund flóttamanna, sem komu með skipinu Vlora til
Bari fyrir rúmri viku.
Tannskemmdir
brátt úr sögtmni?
Martin Curzon, prófessor við tann-
læknadeild háskólans í Leeds, segist
hafa fundið lausn á öllum tannskemmd-
um í framtíðinni. Hann hefur hannað
örlítið glerhylki sem fest er á tennur
fólks og gefur frá sér flúor. Curzon
segir að hylkið muni, ásamt öðrum
ráðstöfunum, gefa öllum mönnum kost
á að^ hafa heilbrigðar tennur allt sitt
líf. I nýlegri skýrslu er því spáð að
fólk muni í framtíðinni stunda tann-
lækningar heima með því að kanna
með einföldum aðferðum hvort
skemmdir séu farnar að gera vart við
sig og gera vinna síðan bug á þeim.
Að sögn Bonivers voru Albanarnir sóttir
fyrir dögun og fluttir með valdi um borð í
flugvélar í nokkrum borgum á Ítalíu. Því
næst var flogið með þá til Tirana, höfuð-
borgar Albaníu. „Við erum mjög ánægð
með hvernig þetta gekk fyrir sig,“ sagði
Boniver við fréttamenn.
Albanarnir voru þeir síðustu, sem ekki
höfðu verið sendir til síns heima af flótta-
fólkinu í Bari. Þeir höfðu flúið sult og seýru
í Albaníu, sem er fátækásta land Evrópu.
'ítölsk yfirvöld höfðu byrgt þá inni á knatt-
spyrnuleikvangi skammt fyrir utan borgina.
Þótt Albanarnir væru þar við slæman aðbún-
að og margir þeirra væru aðframkomnir af
hungri og vosbúð höfðu þeir heitið því að
þeir yrðu ekki fluttir á brott nema með
valdi. ítalska lögreglan var rög við að láta
til skarar skríða gegn flóttamönnunum og
lék grunur á að nokkrir þeirra væru vopnaðir.
ítölsk yfirvöld höfðu lýst yfir því að þeim
yrði ekki sýnd nein linkind og að þeir yrðu
sendir úr landi. En á miðvikudag var skyndi-
lega sagt að þeim yrði veitt landvist.
Þegar flóttamennirnir voru leiddir af vell-
inum fundust í fórum þeirra bæði rifflar og
skarnmbyssur. Þeir voru færðir til nokkurra
borga á Ítalíu.
Stjórnvöld kváðust hafa tekið þá ákvörð-
un að leyfa þeim að vera bæði af mannúðar-
ástæðum og til þess að koma í veg fyrir
blóðbað. Þessi sinnaskipti stjórnvalda hafa
verið gagnrýnd harðlega í ítölskum dagblöð-
um.
KYNM
KYNJANNA
Hjördís
Gissurardóttir
í viðtali
14
Endurgreftrun
FRIÐRIKS
MIKLA
LKFLUTNWGUR