Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 16
16 MRfiíá&LAÐIÐ SUNNUDAgM^-ÁGÚST 1991 eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Á LOFTINU í gömlu steinhúsi við Skóla- vörðustíginn situr fínleg kona við stórt skrifborð og rýnir í reikninga og skjöl. Þessi kona talar hratt, borðar hratt og hugsar hratt, og á þremur dögum seldi hún fyrirtæki sitt einmitt þegar rekstur þess stóð í blóma. Hefur það komið land- anum á óvart, sem selur helst þegar í óefni er komið. Hjördís Gissurardóttir, fyrrum eigandi Benetton verslananna á * Islandi er nú í óða önn að byggja upp ný fyrirtæki og liggur ekki á skoðunum sín- um þegar vinna og uppeldi unga fólksins á íslandi er annars vegar. g hef fylgst með verslunum frá því ég rak gullsmíðavinnustofu hér á Skólavörðustíg 5, og hef séð versl- anir koma og fara, segir kaupsýslu- konan og gullsmiðurinn Hjördís Gissurardóttir. „Maður hefur séð myndir í tímaritum þar sem eigend- ur fagna opnun fyrirtækja sinna með glas í hendi, en ég hef aldrei haldið upp á opnun nýrrar verslun- ar. Ég opna bara dyrnar fyrir við- skiptavinum mínum, það er venju- legur dagur, og ég er ein af af- greiðslustúlkunum.“ Hjördís hefur rekið fyrirtæki sitt í tíu ár og segir að sú reynsla hafi verið betri en 25 ára nám í við- skiptafræði. Benetton-umboðið fékk hún innan þriggja daga á sín- um tíma og selur það nú jafn skyndilega og hún fékk það. Mar- geir Márgeirsson frá Keflavík og tjölskylda hans eru kaupendurnir og leigir Hjördís þeim húsnæði sitt í Kringlunni næstu tíu árin. Á Skólavörðustíg 4, mun hún hins vegar opna nýja verslun með ítalskar vörur frá Peter Hadley. Eru það vörur í vönduðum, sígildum stíl bæði fyrir dömur og herra. I Borgarkringlunni opnaði hún tvær nýjar verslanir í sumar, skóverslun- ina Cinderella og verslun með heilsuvörur frá L’herbier, og mun reka þær áfram. LISTAVERKIÐ Þar sem Hjördís hefur lengi ver- ið kunn fyrir kænsku í viðskiptum og á velgengni að fagna á tímum gjaldþrota, þykir nokkuð forvitni- legt _að vita hvað fyrir henni vakir. „Ástæðan fyrir því að ég seldi er einfaldlega sú að mér finnst kom- inn tími til „gíra mig aðeins niður!“ segir hún. „Þú segir að ég tali hratt, en það er nú ekki nóg með það, ég er farin að borða hratt, aka hratt og hugsa hratt. Ég varð fertug í desember í fyrra og ég held að það sé gott að fara að breyta aðeins til Morgunblaðið/Kristján Arngrímsson Hjördís Gissurardóttir selur fyrirtœki sín þegar best gengur, hefur gaman afað byggja upp önnur ný og hefur ákveðnar skoðanir þegar vinna og þekking er annars vegar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.