Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 10
MOUGUKBLAÐH) SUNK'UÓÁGGR ‘ W ÁÖ'ÖST i<991 10 Kirsten Kruch atferlislíffræð- ingurfrá Þýska- landi hefurrann- sakaðtímalega samhæfingu at- ferlis þegarum fyrstu kynni karls og konu er að ræða, og benda niður- stöðurtil þess að það sé konan sem ráði því hvort um nánari kynni verði að ræða Atferli paranna kvikmyndað gegnum spegil; Hjá þessu pari var spennan mögnuð og komu fram flókin hegðunarmynstur hjá konunni .þegar hún reyndi að vekja áhuga mannsins á sér. eftir Kristínu Marju Baldursdóttur / myndir: Kristjón Arngrímsson ANDSTÆTT því sem menn ætla þá er það konan en ekki karlinn sem ákveður hvort um nánari kynni verður að ræða eða ekki. Sýni konan engan áhuga á samskiptum er það borin von fyrir karlmanninn að vera með tilburði. Hins vegar hefur það lítil áhrif á konuna hvort karlinn sýnir áhuga eða ekki. Þetta eru fyrstu niðurstöður rannsókna Kirsten Kruch atferlislíffræðings frá Þýskalandi, en hún hefur unnið úr rannsóknum sínum hér á landi síðan í maí í samráði við Magnús S. Magnússon atferlissálfræðing sem þróaði þær aðferðir sem hún beitir við rannsóknir sínar. Kirsten Kruch starfar við eina fræg- ustu rannsóknarstofnun Þýska- lands, „Forschungstelle fiir Hum- anitiologie in der Max Planck Ges- ellschaft" sem er í nágrenni við Miinchen, en það var sjálfur Konrad Lorenz nóbelsverðlauna- hafi, sem var frumkvöðull þeirrar stofnunar. Þegar Kirsten hugðist skrifa doktorsritgerð, var það leið- beinandi hennar, prófessor Karl Grammer í Vín, sem benti henni á aðferðir þær sem Magnús S. Magnússon hafði þróað í sambandi við atferlisrannsóknir. Magnús var í sex ár í París og var þar bæði aðstoðarforstöðumaður mann- fræðistofnunar og prófessor við Parísarháskóla. Hann er nú for- stöðumaður rannsóknarstofu í at- ferlisfræði við Háskóla íslands. Kirsten byggði síðan rannsóknir sínar á aðferðum Magnúsar, sem þá þegar höfðu verið notaðar í Frakklandi og í Bandaríkjunum, og var m.a. styrkt af þýska ríkinu til að vinna hér á landi í samráði við Magnús. Kirsten og Magnús voru fús til að gefa lesendum Morgunblaðsins nokkra innsýn í rannsóknirnar og niðurstöður, en þær hafa ekki verið birtar fjölmiðl- um áður. Hulin mynstur Sú atferlisfræði sem Magnús fæst við er sambland af „etholog- iu“ og sálarfræði og á lítið skylt við „behaviorisma“. Aðferðir þær sem hann þróaði byggjast á því að fínna hulin mynstur í mannlegu atferli, sérstakt tjáskiptaatferli. Er þá reynt að finna tengsl milli þess sem fólk gerir og hvemig það hefur áhrif hvert á annað. „Aðallega er átt við hin ómál- rænu boðskipti," segir Magnús, „en málræn boðskipti koma einnig inn í myndina, þótt farið sé öðru- vísi að en í málfræði til dæmis. Þetta er atferlisfræðileg nálgun, en viðfangsefnið hefur reynst mjög þverfaglegt. Margir hafa fengist við sömu verkefnin innan margra greina vísinda og nálgun verið mjög svipuð. Þessar aðferðir hafa verið notaðar af rannsóknar- fólki á mismunandi sviðum, til dæmis af sálfræðingum, geðlækn- um, mannfræðingum, líffræðing- um og málfræðingum. Á grundvelli gagna sem safnað er með myndbandstækni er atferli greint í smáeiningar sem eru tíma- settar. Kirsten er í þessu tilfelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.