Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 28
m ATVIN N U A UGL YSINGAR Ræstingar Óskum að ráða fólk til ræstingastarfa. Vinnutími frá kl. 14.00-18.00. Upplýsingar á staðnum hjá verkstjóra. Brauðhf., Skeifunni 19. Okkur'vantar fólk í brauðskurð og pökkun. Vinnutími frá kl. 19-24 og 7-15. Einnig í tiltekt á pöntunum. Vinnutími frá kl. 5-8 og 5-13. Upplýsingar hjá verkstjóra. Brauð hf., Skeifunni 19. Ritari Verkfræðistofan Fjarhitun hf. óskar eftir að ráða ritara. Starfið felst í almennri af- greiðslu, símavörslu og ritvinnslu. Upplýsingar um starfið veitir framkvæmda- stjóri. Umsóknarfrestur er til 22. þ.m. Fjarhitun hf., Borgartúni 17. Húsvörður Húsvörður Húsvörður óskast til starfa í fjölbýlishúsi. í starfi húsvarðar felst almenn umsjón hús- eignarog lóðar, ræsting og minniháttarviðhald. Starfinu fylgir 55 fm, tveggja herb. íbúð. Húsfélagið greiðir fyrir hita, rafmagn og fastagjald af síma. Skriflegar umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „Húsvörður - 14037“ fyrir 26. ágúst. BORGARSPÍTALINN peglunareining Hjúkrunarfræðingar - því ekki að breyta til? Nú er tækifæri til að kynnast nýjungum á sviði greiningar og meðferðar sjúkdóma í lungum og meltingarvegi. Fjölbreytt vinna, hentugur vinnutími - aðeins dagvaktir. Möguleiki á barnaheimilisplássi. Laus er til umsóknar 60% staða. Nánari upplýsingar veitir Laura Sch. Thor- steinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696356. Öldrunardeildir Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar á öldrunardeildir. Vaktavinna. Starfshlutfall samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar veitir Anna Birna Jens- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696358. Skurðlækninga- deildir Staða aðstoðardeildarstjóra á skurðlækn- ingadeild A-5 er laus til umsóknar. Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á kvöld- og næturvaktir á skurðlækninga- deildum A-4 og A-5. Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Valdi- marsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 696364. Slysadeild Móttökuritarar óskast í afgreiðslu slysa- deildar. Vaktavinna eða dagvinna. Upplýsingar í síma 696623 milli kl. 2 og 4 eftir hádegi. Ráðgjafi Fyrirtækið er öflugt ráðgjafarfyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Áætlanagerð, hagkvæmnisat- huganir, logistik, gæðaeftirlit, greining kostn- aðar og almenn rekstrarráðgjöf. Við leitum að rekstrarverkfræðingi eða manni með aðra sambærilega menntun á sviði rekstrar og/eða stjórnunar. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson, nk. þriðjudag og miðvikudag f.h. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Ráðgjafi 446“, fyrir 24. ágúst nk. Hagvangurhf Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Dagvist barna Leikskólar - skóladagheimili Dagvist barna í Reykjavík rekur 52 leikskóla og 12 skóladagheimili víðs vegar um borgina fyrir um 4400 börn á aldrinum 6 mán. - 10 ára. Megin markmið leikskóla og skóladagheimila er að búa ungum Reykvíkingum þroskavæn- leg uppeldisskilyrði í öruggu og ástríku um- hverfi í leik og starfi með jafnokum. Til þess að ná settu marki þurfum við liðs- styrk áhugasams fólks og minnum á að störf með börnum eru áhugaverð og gefandi. Við óskum eftir: Fóstrum, þroskaþjálfum og fólki með sambærilega uppeldismenntun. Einnig viljum við ráða fólk til aðstoðarstarfa. Um er að ræða bæði heilsdags- og hlutastörf. Möguleikar á leikskóla fyrir börn umsækjenda. Upplýsingar gefur Þorsteinn Kristiansen á skrifstofu Dagvistar barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, 3. hæð, sími 27277. Leitar þú að gefandi starfi? Áhugasamt og ábyggilegt fólk óskast til starfa við leikskóla borgarinnar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Húsvörður óskast sem fyrst til starfa hjá húsfélaginu Dalbraut 18-20. Starfið: Almenn umsjón húseignar og lóðar. Minniháttar viðhald, ræsting o.fl. Gæti mjög vel hentað laghentum aðila á aldrinum 50-60 ára. Helst er óskað eftir hjónum. Starfinu fylgir falleg og stór 3ja herberja íbúð, hiti og fastagjald af síma. Umsóknareyðublöð á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon. RÁÐGARÐURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Sendiferðir -16-17 ára Þjónustufyrirtæki í miðborginni vill ráða rösk- an starfskraft til almennra sendiferða (banki, tollur) ekki á bíl. Starfið er laust strax. Þarf að vinna í vetur og næsta sumar. Umsóknir, merktar: „S - 11023“, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Afgreiðslustörf Hagkaup óskar eftir að ráða starfsfóik í eftir- taldar verslanir fyrirtækisins: Kjörgarður (Laugavegi 59) Uppfylling og afgreiðsla í kjötdeild. Vinnutími frá kl. 9.00-18.00. Afgreiðsla á kassa. Vinnutími frá kl. 13.00 eða 14.00 til kl. 18.00. Skeifan 15 Afgreiðsla á kassa. Heilsdagsstörf og hlutastörf eftir hádegi. °Tgreiðsla í búsáhaldadeild. Heilsdagsstarf. Jmsjónarmaðurmeð bakaríi. Heilsdagsstarf. Afgreiðsla og uppfylling í matvörudeild. Sérvöruverslun, Kringlunni Afgreiðsla á kassa. Heilsdagsstörf. Afgreiðsla á dömu- og herrafatnaði. Heilsdagsstörf. Afgreiðsla í ritfangadeild. Heilsdagsstarf. Afgreiðsla á barnafatnaði. Hlutastarf eftir hádegi. Matvöruverslun, Kringlunni Afgreiðsla á kassa. Heilsdagsstörf og hlutastörf eftir hádegi. Afgreiðsla og uppfylling í kjötdeild. Heilsdagsstörf. Eiðistorg, Seltjarnarnesi Afgreiðsla á kassa. Heilsdagsstörf og hlutastörf eftir hádegi. Afgreiðsla og uppfylling í ávaxta- og græn- metisdeild. Heilsdagsstörf. Umsjónarmaður með salatbar. Heilsdagsstarf. Öll ofantalin störf eru framtíðarstörf. Um- sækjendur þurfa að geta hafið störf fljótlega og ekki síðar en 2. september næstkomandi. Upplýsingar um störfin veita verslunarstjórar viðkomandi verslana á staðnum (ekki í síma). HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.