Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 33
Mör&uMÍlaIíiiI ATVINNftMð)S/»ni9(^M4 ffSMtewft ATVIN N UA UGL YSINGAR ísbúð Snyrtileg manneskja óskast til afgreiðslu- starfa í ísbúð í vaktavinnu. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir ágústlok merktar: „ísbúð -7902“. Hótel/næturvörður Stórt hótel í borginni óskar að ráða regiu- saman og lipran næturvörð sem fyrst til framtíðarstarfa. Góð tungumálakunnátta er skilyrði. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „H - 1021 “ fyrir hádegi miðvikudag- inn 21. ágúst. Járnsmiður Vanan járnsmið vantar í litla járnsmiðju. Mikil og fjölbreytt smíði. Aðeins vanir smiðir koma til greina. Upplýsingar í síma 79300 á daginn, en í síma 45260 á kvöldin. Afgreiðslustarf Óskum að ráða starfsmann, karl eða konu, til afgreiðslustarfa íverslun okkar, hálfan eða allan daginn. Upplýsingar hjá Fönix hf., Hátúni 6a, ekki í síma. Sérverslun með barnavörur óskar eftir starfskrafti í krefjandi sölu- og af- greiðslustörf. Fullt starf. Góð laun í boði fyrir hæfan starfskraft. Reyklaus vinnustaður. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „B - 13741“ ryrir 23. ágúst. Blikksmiður Blikksmið vantar sem fyrst vegna mikilla verkefnaaukningar. Góð laun í boði fyrir réttan mann. Upplýsingar hjá verkstjóra í síma 681104. Nýja blikksmiðjan. Heildverslun Lítil heildverslun í Kópavogi óskar eftir starfs- krafti. Einhver reynsla æskileg. Vinnutími eftir samkomulagi. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „H - 1022“ fyrir 1. sept. nk. Erindreki/USA Ungur maður, sem verður við nám og störf í vesturhluta Bandaríkjanna í vetur, getur aðstoðað íslensk fyrirtæki í samskiptum við bandarísk fyrirtæki. Hann vill fyrst og fremst auka reynslu sína og afla þekkingar á þessu sviði. Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu okkar. CtIIÐNI Iónsson RÁÐCJÓF & RÁÐNI NCARNÓN LI5TA TJARNARGÖTU 14. 101 REYKIAVÍK, SÍMl 62 13 22 „Au pair“ íslensk fjölskylda, búsett í Varberg í Svíþjóð, óskar eftir barngóðri „au pair“. Reglusemi áskilin. Lágmarksaldur 17 ára. Nánari upplýsingar í síma 91-71145 til þriðju- 'dags. Hjúkrunarfræðingar Á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, vantar 1. september nk. hjúkrunarfræðing til starfa á kvöldvöktum í hlutastarf. Nánari upplýsingar veitir Þuríður Ingimund- ardóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 50281. Macintosh umbrot - hönnun Prentsmiður með reynslu í Quark express, Freehand, Page maker og fleiri forritum óskar eftir 50-60% vinnu. Þeir, sem hafa áhuga leggi inn nafn og síma- númer til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 23. ágúst merkt: „Vanur - 9503“. Véltæknifræðingur Véltæknifræðingur, með víðtæka starfs- reynslu, óskar eftir vinnu. Alls konar störf koma til greina. Þeir, sem áhuga hafa, sendi nafn og síma- númer til auglýsingadeildar Mbl. merkt: „Véltæknifræðingur - 14038“. Lagerstörf Vantar röska og snyrtilega menn til lager- starfa. Framtíðarvinna. Upplýsingar hjá lagerstjóra milli kl. 9 og 12 mánudag og þriðjudag (ekki í síma). Smjörlíki hf., Þverhotli 19. Skrifstofustarf Laust er starf skrifstofumanns í fyrirtæki í nágrenni Reykjavíkur. Reynsla í tölvunotkun nauðsynleg. Húsnæði á staðnum. Skriflegar upplýsingar um aidur, menntun og fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 26. ágúst, merktar: „L - 3987“. Atvinna Óskum að ráða menn til starfa í þjónustu- deild okkar við bónieysingar og bónun, teppahreinsun, marmarasiípun, hreingerningar og ýmsa aðra verktakaþjónustu. Umsækj- endur verða að vera laghentir og duglegir, geta unnið sjálfstætt og á óreglulegum vinnutíma. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til okkar fyrir 22. ágúst. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Besta, þjónustudeild, pósthólf 136, Nýbýlavegi 18, 202 Kópavogi. Starfsfólk óskast Okkur vantar nú þegar til starfa rennismiði, lærlinga í rennismíði, og lagermann. Upplýsingar gefnar á staðnum eða í síma 76600. Landvélarhf., Smiðjuvegi 66, Kópavogi. t!r ST. JÓSEFSSPlTALI LANDAKOTI Fóstrur - Öldukot Leikskólinn Öldukot, Öldugötu 19, óskar eft- ir fóstrum eða öðrum áhugasömum starfs- mönnum. Um er að ræða heilar og hálfar stöður. Öldukot er 2ja deilda heimili í grónu hverfi og með góðan starfsanda. Upplýsingar í síma 604365 milli kl. 10 og 14. Kennari óskast Vegna breytinga vantar kennara að Flata- skóla, Garðabæ, fyrir næsta skólaár. Um er að ræða almenna kennslu í 9 ára bekk. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 51413 eða 42656. Sölustjóri - sjávarafurðir Rótgróið útflutningsfyrirtæki í sjávarafurðum óskar eftir að ráða sölustjóra. Þarf að hafa þekkingu og reynslu á sölu og dreifingu á frystum sjávarafurðum. Krafist er reynslu úr sambærilegu starfi. Umsókn, með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 22/8 ’91, merkt: „Þ - 3986“. Ef þú ert fóstra ... sem hefur áhuga á að breyta til, þá vantar okkur liðsauka á leikskólann Sólvelli, Nes- kaupsstað, frá 1. september nk. Við munum taka vel á móti þér og útvega húsnæði á góðum kjörum. Leitaðu frekari upplýsinga hjá leikskólastjóra í síma 97-71866 eða 97-71485 eða hjá fé- lagsmálastjóra í síma 97-71700. Börn og starfslið Sólvalla. „Au pair“ íslensk hjón, búsett nálægt Genf í Sviss, óska eftir „au pair“ frá 15. september til að gæta tveggja barna á 1. og 9. ári. Viðkom- andi þarf að vera a.m.k. 19 ára og hafa bílpróf. Má ekki reykja. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega leggi inn umsókn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 24. þ.m. merkta: „Au pair - Sviss“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.