Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 17
og hafa meiri tíma fyrir sig og sína.“ Hjördís segir að Benettonumboð- ið sé mjög umfangsmikið, þar sé um að ræða fjögur vörumerki og að fjöldi vara samsvari tíu verslun- um. Þegar hún opnaði verslanir sín- ar tvær í Borgarkringlunni hafi henni fundist hún taka þær báðar upp með litla putta, svo miklu létt- ari í vöfum voru þær. Benettonumboðið var selt á „þreyttum mánudegi", eins og hún kemst að orði. „Þegar ég sá að mín biðu 197 kassar af Benettonvörum í tollinum, stakk ég upp á því við Sigríði Jónsdóttur sem er mín hægri hönd, að umboðið yrði selt. Sigríður tók fálega í það og spurði hvers vegna ég seldi ekki nýju fyrirtækin mín? Ég sagðist ekki geta látið frá mér óuppalin börn. Mér leið skringilega eftir að ég hafði selt, en ég hugsa um fyrirtæk- ið eins og verðmætt málverk. Ég sá um að það fengi rétta lýsingu og rétt rakastig og svo kom ein- hver og bauð mér í listaverkið. Ég sel það, en get alltaf horft á það og fylgst með því. Ég tók áhættu þegar ég byrjaði með Benetton vörurnar á sínum tíma. En lífið er ein áhætta. Hættu- legast er að vera til.“ — Tekurðu alltaf svona skjótar ákvarðanir? „Já ég hef alltaf verið fljót að taka ákvarðanir. Faðir minn sagði eitt sinn: Hún er ekki frek stelpan, hún er ákveðin." GJÖRGÆSLUDEILD Hjördís ólst upp hjá foreldrum sínum Gissuri Elíassyni hljöðfæra- smíðameistara og Ragnheiði Magn- úsdóttur, sem starfar nú við að hlúa að öldruðum. Þau eru sex systkinin, þijár stúlkur og þrír drengir, og segir Hjördís að ástúð hafi þau systkin fengið næga þótt efni hafi kannski ekki alltaf verið mikil. „Pabbi ók á blöðruskóda sem við systurnar skömmuðumst okkar fyr- ir, en hann lét okkur ekkert kom- ast upp með það. Sagði eitt sinn við mig: Þú átt aldrei að skammast þín fyrir neitt nema sjálfa þig. Við systkinin gengum í öll störf heima, strákarnir voru í uppvaskinu jafnt sem stelpurnar. Við fórum fljótt út á vinnumarkaðinn, ég var komin í frystihúsið níu ára gömul og bý enn að því að hafa lært að verka fisk. Unglingar nú til dags eru aldir upp á gjörgæsludeild," segir hún svo og horfír fast á mig eins og ég ætli eitthvað að mótmæla því. „Þeir skiptast í tvo hópa, annar hópurinn er ofverndaður, en hinn er alinn upp með plastpoka í hend- inni, lykil um hálsinn og lögregluna á hælunum, það er að segja ef hún sést þá. Það horfír nú til vandræða að aldrei skuli sjást lögregluþjónn í einkennisbúningi. Ég var tekin fyrir of hraðan akstur um daginn, og ég sagði við strákana þegar þeir stoppuðu mig: Mikið óskaplega er ég hamingjusöm að sjá ykkur. Þeir voru nú ekkert hressir með þau ummæli, en ég æki hægar ef ég sæi þá oftar. Ég er því hlynnt þeim aðgerðum borgarstjóra að auka gæslu í miðbænum." ÞEGNSKYLDUVINNA Ég umgengst mikið af ungu fólki og mér finnst skorta á að það kunni jafnt til höfuðs og til handa. Við útskrifum stúdenta sem eru mis- hæiir að bera það próf. Þeir koma oft hingað í vinnu til mín, hvorki fróðir né víðlesnir og varla skrif- andi. Og ekki er verkkunnáttunni fyrir að fara, þótt demantar finnist að vísu í sandhrúgunni. _________MEm m EF ÞINGMAÐUR GLEYMIR ÞVÍ AÐ HANN Á AÐ ÞJÓNA FÓLKINU, HELDUR AÐ STARFIÐ SÉ TÓMAR ÁTVEISLUR OG SKEMMTIREISUR, ÞÁÁHANNSTRAX AÐ SEGJA UPP. ■ ÉG SAGÐI HENNIAÐ ÞETTA VÆRIEKKI SKEMMTISTAÐUR, HELDUR VINNUSTAÐUR ■ SJALDAN LÁTUM VIÐ ORÐ FALLA UM GOTT ÚTLIT EINHVERS. Ef ég væri stjórnmálamaður mundi ég setja á þegnskylduvinnu. Eftir tíunda bekk grunnskólans yrðu unglingar sendir vítt og breitt um landið þar sem þeir ynnu launa- laust í eitt ár. Þeim yrði skylt að vera í vegavinnu, vinna fiskvinnslu- störf og skógræktarstörf. Þau fengju fæði, húsnæði og vinnuföt, hver dagur mundi byija með fræðslu um holla næringu og síðan yrði stund varið til íþróttaiðkana. Á þessu mundu þau læra að þekkja landið sitt og ef til vill fengju þau hugmynd um hvernig þau gætu notað hæfileika sína í framtíðinni. Það er ekkert skrýtið þótt ungt fólk eigi stundum erfitt með að velja sér framtíðarstarf, það kann svo lítið til verka. Hringsólar oft úr einni vinnu í aðra og missir trúna á sjálft sig. Framtíð ungs fólks er ótrygg og kröfurnar sem gerðar eru til þess eru ósanngjarnar. Það á að vita allt, geta allt, en á sama tíma er vanrækt að búa það undir öll al- menn störf. Við höfum auk þess gleymt iðnaði en algjörlega treyst á sjávarútveginn. Því finnst mér þegnskylduvinna nauðsynleg því Jiún gæti komið ungu fólki af stað, gefið því hugmyndir. Viðhorfið til vinnunnar þarf að breytast. Ég minnist þess þegar stúlka sem vann hjá mér sagðist ekki geta unnið með einni starfs- systur sinni því hún væri svo leiðin- leg. Ég sagði henni að þetta væri ekki skemmtistaður, heldur vinnu- staður. Og í unglingavinnunni, sem er til háborinnar skammar, læra þau hvernig á ekki að vinna. Það er ömurlegt að sjá þessi annars elskulegu, heilbrigðu börn hanga fram á skóflurnar, eða horfa á þau kasla torfum hvert í annað. Ég vildi gjarnan sjá ellilífeyris- þeganna vinna að garðyrkjumálum borgarinnar. Ég held að það yrði góður kostur fyrir alla.“ EINKALÍF En hvernig hefur uppeldið á eig- in börnum gengið? „Þau hafa staðið sig vel. Þau hafa notið þeirra forréttinda að búa í sveitinni, og hafa borið ábyrgð á býlinu jafnt og við hjónin. Elstu börnin hafa stundað nám í MR og fengið þar vissan aga. Guðni rektor hefur sem betur fer haldið vel í taumana í þeim skóla og þau hafa grætt á því. Þau hafá ekki fengið föt að vild úr verslunum okkar eins og margir halda kannski. Að vísu fengið þau á innkaupsverði, en orðið að vinna fyrir þeim. Við höfum líka skipt vinnunni heima fyrir á milli okkar.“ — Aldrei ágreiningur um það hver eigi að taka til? „Jú jú blessuð vertu. Þau „segja upp“ og við förum í fýlu. Sem bet- ur fer, við erum engin fyrirmyndar- fjölskylda. Fáum okkar fýlu— og frekjuköst." Hjördís er gift Geir Gunnari Geirssyni frá Lundi í Kópavogi og eiga þau þijú börn, Hallfríði Krist- ínu sem er 21 árs og nú í námi í Siena á Ítalíu, Geir Gunnar 20 ára, og Friðriku Hjördísi sem er 13 ára. Geir er bóndi og hefur fjölskyldan lengst af búið í Vallá á Kjalarnesi þar sem þau reka hænsnabú. „Mað- urinn minn er góður bóndi og mik- ill athafnamaður," segir hún stolt. Ég spyr hana hvernig henni finn- ist að búa svona langt frá bænum? „Það er mikil hvíld að komast út úr bænum að vinnudegi lpknum. Ég skil vandamálin eftir á Ártúns- ljósunum. Set þá á tónlist, hlusta á Edit Piaf og tala við sjálfa mig. Ég hlakka alltaf til að koma heim. Iiugsa um það á leiðinni hvað ég ætli að gera um kvöldið. Ég fer ekki á skemmtistaði, skemmti mér best í einkalífinu. Við göngum mik- ið úti eða sitjum bara í stofunni þar sem við sjáum borgina, og eigum góðar stundir saman. Ég horfi sjald- an á sjónvarp, krakkarnir segja að það sé leiðinlegt að horfa á það með mér. Ég sofni alltaf, og vakni bara til að vita hver hafi dáið. Ég tek við vinnunni aftur á Ár- túnsljósunum. Þrasa þá mikið við sjálfa mig á leiðinni niður í bæ og fæ auðvitað góð svör!“ FJÁRFESTING — Þú lést þau orð falla í frétt hér í blaðinu fyrir skömmu að þú hefð- ir reynslu í að byggja upp. Upp- bygging af öllu tagi kostar mikla vinnu, er vinnan þér mjög hugleik- in? „Ég hef ætíð þurft að hafa mikið að gera, alltaf verið á botni í upp- byggingu. Við hjónin höfum bæði þörf fyrir þetta sem betur fer, því annars hefði annað hvort okkar kæft hitt, framkvæmdagleðin er svo mikil.“ — Segðu mér, hvernig fjárfesta svona kaupsýslukonur eins og þú? „Fjárfesta?" endurtekur hún og kemur af fjöllum. „Ja, ég á ekkert verðbréf, — fjárfesta já. Jú, ég hef fjárfest vel,“ segir hún að lokum, krossleggur hendur og málið er útrætt. — Hvaða ráðleggingu áttu handa ungu fólki í sambandi við fjárfest- ingar?- „Ég hugsa að stór hluti af fjár- magni fólks fari í öskutunnuna," segir hún. „Fólk nýtir til dæmis mat mjög illa, en fer þó með stærsta hluta tekna sinna í/þá vöru. Ég var svo heppin að alast upp í nálægð ömmu minnar og sjá hvernig hún nýtti hlutina. Henni féll aldrei verk úr hendi. Þegar hún sat og bróderaði setti hún alla tvinnaenda í skál. Ég hélt að hún gerði það af því hún kæmist ekki með þá í ruslið. Þegar hún féll frá fundust í skúffunum hennar margir konfektkassar með teygjum utan um og þegar þeir voru opnaðir komu tvinnaendarnir í ljós. Hún hafði notað þá til að fylla upp púða. Ég veit að stúlkurnar sem vinna hjá mér halda stundum að ég sé klikkuð þegar ég er að safna saman notuðum plastpokum. En það er svo margt sem fer forgörðum í þessu þjóðfélagi. Þegar fólk er til dæmis að kaupa sér innbú, þá á það að kaupa fáa hluti en góða. Það er grunnurinn að fjárfestingu. Ungt fólk er oft tvístígandi þegar það kemur út á vinnumarkaðinn. Ég ráðlegg þeim að byija ekki með fyrirtæki sem eru stór og fyrirferð- armikil. Byrja heldur í neðsta þrep- inu og ganga síðan upp. Öll þekking er neðst. Öll störf eru þjónustu- störf. Ef þingmaður gleymir því að hann á að þjóna fólkinu, heldur að starfið sé tómar átveislur og skemmtireisur, þá á hann strax að segja upp. Fólk heldur oft að eitt starfið sé mikilvægara en annað. Það er mis- skilningur og ég ráðlegg ungu fólki að hugsa ekki þannig. Það á að hugsa jákvætt um öll störf og öf- unda aldrei náungann. Þegar fólk öfundar gleymir það að rækta upp hið góða í sér, allur tíminn fer í niðurrif." — Ert þú öfunduð af kynsystrum þínu? „Ég veit það ekki. En mér finnst það sjálfsagt að vera til niðurrifs ef þeim líður eitthvað betur við það.“ PÓLITÍK Síminn hringir látlaust og Hjör- dís þykist ekki heyra í honum, en stundum stenst hún ekki mátið og lyftir tólinu. Segir oft elskan við þann sem er hinum megin á lín- unni. Stúlkurnar sem afgreiða í búðinni niðri, stinga stundum koll- inum upp á stigaskörina og spyija hana einhvers. Hún segir líka elsk- an við þær. Það orð hefur þó farið af henni að hún sé harður stjórn- andi og gefi ekkert eftir í jafnréttis- málum. — Mér skilst að þér sé ekkert um Kvennalistann gefið. Maður hefði þó haldið að þú ættir eitthvað sameiginlegt með þeim? segi ég. „Ég er á móti því að konur beij- ist bara af því þær eru konur,“ segir hún hratt. „Ef kona kemst ekki áfram, þá er það ekki körlum að kenna. Konur eru konum verst- ar. Þær eiga að beijast eins og mannverur, en vera ekki að kyn- greina sig. Það er einkennandi fyrir Kvenna- listann, að ef ein stendur sig vel er strax komin önnur í staðinn. Þær fá aldrei að njóta sín. Ég hefði vilj- að sjá eina eða tvær konur fara með forystu flokksins. Ef ein skín, eins og til dæmis Sigríður Dúna gerði, þá er hún nöguð inn að beini. Sjálfsagt af því hún er vel gefin og sjarmerandi. Meðan konur hugsa svona eru þær að setja fætur fyrir dætur sín- ar.“ Ég spyr hana hvort hún sé hlynnt ai7 inngöngu íslendinga í EB. Hvort hún haldi að við munum ef til vill missa fullveldi okkar ef við göngum í bandalagið? „Höfum við eitthvert fullveldi þegar við skuldum svona mikið?“ spyr hún á móti. „Ég er hlynnt því að við léttum á tollum og álagn- ingu, en við erum mjög illa undir það búin að ganga í EB. Við höfum eingöngu byggt á sjávarútvegi og það getur reynst erfitt að ná sér- samningum þar. Við höfum van- rækt alla menntun á sviði iðnaðar og erum því langt á eftir hvað það snertir. Við ræðum áfram um þekkingu og reynslu, sem Hjördís segir að við höfum lítið af, og um uppeldis- stefnu sem hún telur vera ranga.„Við höfum lengi byggt á rangi'i ímynd. Það byggir enginn velgengni sína á efnuðum afa. ís- lenska þjóðin er lítil og hefur til- hneigingu til að snobba upp á við. Þegar ég bjó í Kópavoginum bjuggu bæði sjómenn og flugmenn í hverf- inu mínu. Þegar sjómannskonurnar fóru út að hitta kunningjakonur voru þær að fara út að djamma, en eiginkonur flugmanna voru að fara í boð. Þarna munaði um gylltu hnappana á flugmannsbúningnum. Það eru margir sem berast á í þessu þjóðfélagi þótt bankinn eigi nærfötin sem þeir ganga í. En ís- lenska þjóðin má aldrei verða of fín til að vinna ákveðin störf, best er að hugur og hönd vinni saman.“ ÍMYNDIN Hjördís hefur ekki sagt sitt síð- asta varðandi þá röngu ímynd sem íslendingar hafa. „Það eru svo fáir hér sem þora að vera þeir sjálfír. Það má aldrei hrósa neinum, og sjaldan látum við orð falla um gott útlit einhvers. Eitt sinn kom eldri kona inn í búðina til mín því hún hafði heyrt að hjá mér gæti hún fengið gott peysusett. Hún bar nokkur sett við sig og ætlaði að kaupa eitt grátt að lit. Ég benti henni á djúpfjólublátt sett sem fór afar vel við grátt hár hennar. Sérðu ekki hvað þú ert falleg í þessu, sagði ég. Falleg? hváði hún og horfði lengi á mig. Sagði svo, veistu það góða mín, ég er orðin áttatíu og þriggja ára gömul og þetta er í fyrsta sinn sem einhver segir að ég sé falleg. Ég hef verið mikið á Ítalíu og þar er algengt að fólk slái hvert öðru gullhamra, segi eitthvað lítið sem gleður. Tengslin milli fólks eru líka öðru vísi. Það er dásamlegt að sjá kannski ömmuna á veitingastað með barnabarni sínu, ungum manni sem hjálpar henni í kápuna þegar þau fara út. Hér heima yrði sagt: Hva, ætli hún hafi sofið hjá honum þessum? Hjördís verður hugsi: „Það er svo fallegt í Feneyjum í febrúar. Fáir á ferli og yndislegt að vera þar einn. Síkin, þokan ... — ... maður sér fyrir sér Richard Wagner á líkbörunum ... segi ég. „Já einmitt!“ segir hún hrifin. Stúlkurnar koma upp á stigapall- inn, segja að þær séu búnar að loka búðinni og séu á leiðinni heim. Umferðarniðurinn á Skólavörðu- stígnum er þagnaður, en Hjördísi hef ég greinilega misst til Ítalíu. — Þú ert sívinnandi, alltaf að, þú hlýtur að hafa eitthvert mark- mið? „Markmið? segir hún og fer næstum hjá sér. „Ég vil bara láta gott af mér leiða, vera góð fyrir- mynd barna minna. Ég reyki ekki, drekk ekki, ja hvaða markmið hefur randaflugan sem suðar allan dag- inn? Hún reynir að komast heim til sin til að hlúa að öllu, fer svo aftur út til að leita að hunangi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.