Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 26
MQRGUNBLAÐIÍ) ATVINNA/RAÐ/SMA nmvii 1?, ÁGÚST 139,1 ATVIN N M3AUGL YSINGAR RÍKISSPÍTALAR Leikskólinn Sólhlíð, Engihlíð 6-8 Deildarfóstra óskast að leikskólanum Sólhlíð, Engihlíð 6-8. Einnig vantar starfs- mann í eldhús í 80% stöðu svo og starfs- mann í fullt starf. Allar nánari upplýsingar veitir Elín María Ing- ólfsdóttir í síma 601594. Leikskólinn Sunnuhvoli við Vífils- staði Fóstra eða þroskaþjálfi óskast að leik- skólanum Sunnuhvoli við Vífilsstaði. Um er að ræða 50% stuðningsstarf f.h. og þarf við- komandi að geta hafið starf sem fyrst. Einnig óskast fóstra í 100% starf frá 1. sept. Nánari upplýsingar veitir Oddný S. Gests- dóttir, leikskólastjóri, í síma 602875. Leikskólinn Litlahlíð Deildarfóstra óskast til starfa að skóladag- heimilinu Litluhlíð, Eiríksgötu. Nánari upplýsingar veitir Margrét Þorvalds- dóttir, forstöðumaður, í síma 601591. Ér IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Sölustarf Við leitum að starfsmanni til sölustarfa ífullt starf. Um er að ræða sölu á skrifstofuhús- gögnum og tengdum vörum til fyrirtækja auk heimilishúsgagna. Við leitum að starfsmanni sem getur unnið sjálfstætt og á auðvelt méð að umgangast viðskiptavini og þjóna þeim vel. í boði er lifandi starf í nánu samstarfi við viðskiptavini og samstarfsfólk. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af sölustörfum og geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum ber að skila skriflega með al- mennum upplýsingum og upplýsingum um fyrri störf til skrifstofu okkar fyrir 23. ágúst nk. KRISTJÁN SIGGEIRSSON Hesthálsi 2-4 Táknmálstúlkur óskast til starfa við skólann veturinn ’91 -’92. Upplýsingar veittar í skrifstofu skólans í síma 26240. Lagerstörf Hagkaup óskar eftir að ráða starfsfólk í eftir- talin störf: Ávaxtalager, Skeifunni 13 Pökkun á grænmeti og ávöxtum. Vinnutími 7.00-16.00. Upplýsingar veitir lagerstjóri á staðnum (ekki í síma). Sérvörulager, Skeifunni 15 Verðmerkingar á fatnaði o.fl. Vinnutími 8.00-16.30. Vörumóttaka og afgreiðsla. Vinnutími 8.00-16.30. Upplýsingar veitir lagerstjóri á staðnum (ekki í síma). Sérvöruverslun Kringlunni Almennt lagerstarf. Vinnutími 9.00-19.00. Upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum (ekki í síma). Öll ofantalin störf eru framtíðarstörf. Um- sækjendur þurfa að geta hafið störf fljótlega og ekki síðar en 2. september næstkomandi. HAGKAUP Verksmiðjustörf Óskum eftir að ráða starfskrafta til fram- tíðarstarfa sem fyrst. Störfin felast í fram- leiðslu og/eða áfyllingu á málningu. Æskilegt er, að viðkomandi hafi unnið á lyftara og/eða komið nálægt vélum. Vinnan fer fram á Funahöfða 9. Upplýsingar um starfið eru veittar á staðnum mánudag og þriðjudag milli kl 13.00 og 15.00 eða í síma 685577. málning Sölumaður - Gott tækifæri - Traust fyrirtæki óskar eftir sölumanni til framtíðarstarfa í verslun sem fyrst. Starfið: Sala á hljómtækjum, sjónvörpum og öðrum heimilistækjum, alltfrá þekktumfram- leiðendum. Leitað er að aðila, sem vill veita fyrsta flokks þjónustu, á gott með að umgangast fólk og hefur söluhæfileika. Lögð er áhersla á snyrti- legan klæðnað á vinnustað. Umsóknareyðublöð á staðnum. Nánari upp- lýsingar veitir Torfi Markússon í síma 679595 fyrir 23. ágúst nk. R/Æ)GAKDURHE STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88 Leikskólar Reykjavíkurborgar óska eftir starfsfólki Möguleikar á leikskóla fyrir börn umsækjenda. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Þingeyrarhreppur Kennarar Kennara vantar við Grunnskólann á Þingeyri til allrar almennrar kennslu. Flutningsstyrkur greiddur. Upplýsingar gefa skólastjóri í síma 94-8260 og formaður skólanefndar í vinnus. 94-8200 og heimasíma 94-8272. Skólastjóri Skólastjóra vantar við Tónlistarskóla Þing- eyrarhrepps. Þvífylgir hugsanlega organista- starf og kórstjórn við Þingeyrarkirkju. Upplýsingar gefur formaður skólanefndar í vinnus. 94-8119 og heimasíma 94- 8187. fjDlbrautaskúunn BREIÐHOLTI Fjölbrautaskólinn í Breiðholti óskar eftir að ráða eftirtalda starfsmenn á haustönn 1991: Táknmálstúlk Sálfræðikennara Stærðfræðikennara Dönskukennara Rafiðnakennara Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans í slma 75600. Skó,ameistari LANDSPÍTALINN Geðdeild Landspítalans Hjúkrunarfræðingar! Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á hinar ýmsu deildir geðdeildar Landspítala. Veitt er fjölþætt hjúkrunarþjónusta, allt frá bráðaþjónustu til endurhæfingar. Á undanf- örnum árum hafa orðið miklar endurbætur á húsakosti og allri aðstöðu geðdeildanna. Um er að ræða fullt starf og hlutastörf á morgun- og kvöldvöktum. í boði erskipulögð fræðsla og aðlögunartími. Sækja má um barnagæslu og húsnæði. Ennfremur vantar þroskaþjálfa, sjúkraliða og starfsmenn í vaktavinnu. Boðið er upp á námskeið fyrir nýtt starfsfólk. Vinsamlegast leitið frekari upplýsingar hjá hjúkrunarstjórn í síma 602600. Barna- og unglingageðdeild, Dalbraut 12 Við óskum eftir áhugasömu starfsfólki í lausar stöður: Hjúkrunarfræðinga, fóstra, þroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa. Möguleiki á dagvinnu og vaktavinnu. Fræðslunámskeið fyrir nýtt starfsfólk verður í október. Upplýsingar veitir Anna Ásmundsdóttir, hjúk- runarframkvæmdastjóri, í síma 602500. D-33A, móttökudeild fyrir vímuefna- sjúklinga Okkur vantar tvo áhugasama hjúkrunar- fræðinga á kvöld- og helgarvaktir. Einnig vantar tvo starfsmenn í vaktavinnu. Við vekjum athygli á góðri vinnuaðstöðu, fræðslu fyrir starfsfólk, aðlögunartíma og ágætum starfsanda við þroskandi störf. Upplýsingar gefur Jóhanna Stefánsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 602890, 601750 og 602600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.