Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/fiNNLENT
EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991
SUS-þingi
lýkur í dag
31. ÞINGI Sambands ungra sjálf-
stæðismanna á ísafirði Iýkur i
dag, sunnudag.
Að loknum hefðbundnum aðal-
fundarstörfum í gærmorgun átti að
sigla í Vigur síðdegis og í gær-
kvöldi var á dagskrá hátíðarkvöld-
verður, þar sem Matthías Bjarnason
alþingismaður var ræðumaður.
Klukkan 10 í dag á að ganga til
afgreiðslu ályktana og að því loknu
klukkan 15:30 fe’r fram kosning
formanns og stjórnar.
Þingslit eru á dagskrá klukkan
17:30.
Landbúnaðarráð-
herra um niðurgreitt
mjólkurduft:
Brjóta þarf
upp verð-
lagningu
HALLDÓR Blöndal landbúnað-
arráðherra segist telja að brjóta
þurfi upp verðlagningarkerfi
landbúnaðarins og að til greina
komi að fella niður niðurgreiðsl-
ur á mjólkurdufti til sælgætis-
og kökuframleiðslu og taka í
staðinn upp jöfnunargjald á inn-
flutning. Hann segir að mjólkur-
duftið hafi löngum verið nefnt
sem dæmi um mjög óhagkvæma
framleiðslu þar sem markaðs-
verð væri aðeins brot af fram-
leiðslukostnaði.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu nýlega nemur heildsöluverð
á mjólkurdufti frá Mjólkurbúi Flóa-
manna og Mjólkursamlagi A-Hún-
vetninga tíföldu heimsmarkaðs-
verði, og er mismunurinn niður-
greiddur úr ríkissjóði.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra segir að laga þurfi verðlagn-
ingarkerfið að þörfum markaðarins.
Verið sé að vinna að þessu í sam-
vinnu við bændur og aðila vinnu-
markaðarins.
Ráðherrann sagði að niður-
greiðslur á mjólkurdufti ættu rætur
að rekja til þess tíma er um offram-
leiðslu á mjólk var að ræða. „Það
er nú verið að vinna að tillögum
um hagræðingu í framleiðslu bú-
vara og jafnframt virðist liggja ljóst
fyrir að á næsta ári geti orðið nauð-
synlegt að draga eitthvað úr mjólk-
urframleiðslu, þar sem landbúnað-
urinn, bæði mjólk og kjöt, hlýtur
fyrst og fremst að miðast við innan-
landsmarkaðinn," sagði Halldór
Biöndal landbúnaðarráðherra.
Lögreglumenn dæla upp vatni sem flæddi inn í kjallara lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í
vatnsflóðinu í fyrrakvöld.
Úrkomumet í úrfellinu á föstudagskvöldið:
Mílljónatjón í vatnsflóðinu
SLÖKKILIÐSMENN og starfsmenn Vélamiðstöðvar Reykjavíkur-
borgar unnu stanslaust að því að aðstoða fólk við að dæla vatni
upp úr kjöllurum víðsvegar um borgina í gærmorgun og fram
eftir degi en tveir dælubílar voru í notkun í alla fyrrinótt við
dælingar úr húsum. Nokkur hundruð beiðnir höfðu borist
slökkviliðinu um aðstoð um hádegi í gær. Aldrei hefur mælst
'meiri úrkoma á sírita Veðurstofunnar í Reykjavík en milli klukk-
an 21.30 og 22.30 á föstudagsköldið en þá rigndi 18 millimetrum
í höfuðborginni.
Náði vatnið víðast hvar þrösk-
uldahæð í kjöllurum húsa en dæmi
voru um allt að 30 sentimetra
djúp vatn í kjöllurum og stóð fólk
þar í hnédjúpu vatni við austur.
Samkvæmt upplýsingum slökkvil-
iðsins má ætla að tugmilljóna tjón
hafi hlotist af vatnsflóðinu.
Flestar tilkynningar bárust
slökkviliðinu úr húsum í Hátúni
þar sem talið er að flóðið hafi
orðið mest, Miðtúni, við Rauðar-
árstíg, Framnesveg, Laugaveg og
Grettisgötu. Mikið vatn flæddi inn
í kjallara Tryggingastofnunar
ríkisins og fór þar m.a. í skjalalag-
er.
Að sögn Guðríðar Halldórsdótt-
ur, hótelstjóra á Hótel Lind, tók
vatn að flæða upp um öll niður-
föll um tíuleytið á föstudagskvöld
og náði vatnshæðin 30 sentimetr-
um. „Við erum búin að rífa par-
kettið af fundarsal í kjallaranum.
Starfsmenn slökkviliðsins voru í
þijá tíma að sjúga upp vatnið en
það kom mikill aur upp með
þessu,“ sagði Guðríður.
Morgunblaðið reyndi að afla
upplýsinga um tryggingar gagn-
vart tjóni af þessu tagi og að sögn
Guðmundar Jónssonar, deildar-
stjóra hjá Sjóvá-Almennum, bæta
fasteingatryggingar tjón á fast-
eignum og föstum gólfefnum í
tilvikum sem þessum en ekki tjón
á innanstokksmunum. Sagði hann
að húseigendatryggingar bættu
líkast til ekki tjón á lausum mun-
um.
Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður:
Nýja frystihúsið verði
almenningshlutafélag
ÁKVÖRÐUN um sameiningu Hraðfrystihúss Breiðdælinga og Hrað-
frystihúss Stöðvarfjarðar kemur til atkvæðagreiðslu á hluthafafund-
um fyrirtækjanna á þriðjudag. Stefnt er að því að nýja félagið verði
almenningshlutafélag. Bjarki Bjarnason hjá Byggðastofnun segir að
fyrir liggi úttekt er sýni fram á að hlutabréf í hinu nýja félagi
gæti verið góð söluvara.
„Eiginfjárstaða fyrirtækjanna er
jákvæð eftir nokkrar þrengingar á
undanförnum árum, svo hér er ekki
um neinár lífgunartilraunir að
ræða. Sameiginlegar skuldir fyrir-
tækjanna nema þó um 400 milljón-
um króna, en mikillar rekstrarhag-
ræðingar er vænst ef af sameining-
unni verður," segir Bjarki.
Meðal þeirra sem hafa beitt sér
fyrir sameiningunni eru Hlutaijár-
sjóður, sem á stóran hluta í báðum
fyrirtækjunum, Landsbankinn, sem
er viðskiptabanki beggja fyrirtækj-
anna, svo og Sambandsfyrirtækin,
sem bæði eru hluthafar og stórir
viðskiptaaðilar.
Eftir þreifingar í vetur gekk
hvorki né rak í sameiningarmálum,
en eftir hinar miklu kvótaskerðing-
ar sem við blasa fyrir næsta fisk-
veiðitímabil, sem hefst 1. septem-
ber, standa vonir til að með samein-
ingunni sé betur unnt að nýta þau
3450 þorskígildi sem frystihúsin
hafa samanlagt yfir að ráða.
Þó stefnt sé að sem minnstri
röskun mun einhver tilfærsla á
störfum verða milli staðanna, en
miðað er við að umsvif fyrirtækj-
anna haldist í meginatriðum óbreytt
eftir sem áður.
Sameining sveitarfélaganna
tveggja hefur einnig staðið til, en
menn hefur greint á um hvort ætti
að koma á undan, sveitarfélögin eða
frystihúsin. Bjarki telur að ekki sé
eftir neinu að bíða í sameiningu
fyrirtækjanna, því þau hal'i ekki
efni á að verða af þeim ávinningi
sem af því hlytist.
Hvað varðar sameiningarmál
sveitarfélaganna er starfandi nefnd
á vegum þeirra sem hefur haft þau
mál til umræðu. Næsti fundur henn-
ar mun verða í september, en ætlun-
in er að fyrir árslok liggi fyrir
ákvörðun um hvort sameiningarvið-
ræður skuli leiddar til lykta eða
ekki.
►Kirsten Kruch, atferlislíffræð-
ingur frá Þýskalandi hefur rann-
sakað tímalega samhæfingu at-
ferlis þegar um fyrsí u kynni karls
og konu er að ræða, <■-, benda nið-
urstöður til þess að ] , 1 sé konan
sem ráði því hvort um nánari kynni
verði að ræða./l 0
Líkflutninguc
aldarinnar
►Endurgreftrun Fríðriks mikla
vekur deilur í Þýskulandi./14
Tvinnaendai i skál
►Hjördís Gissurardóttir selur fyr-
irtæki sín þegar best gengur, hefur
gaman af að byggj: i pp önnur
ný og hefur ákveðna* skoðanir
þegar vinna og þekking er annars
vegar./ 16
Viðamiklar ésonmæl-
ingar á Éstanoi
►A hausti komanda fara í gang
viðamiklar mælingar á ósonlaginu
yfir Norður-Atlantshafssvæðinu
þar sem ísland verður einn aðalá-
herslustaðurinn./20
Bheimíu/
FASTEIGNIR
► 1-28
Ný byggð í Hafnarfirði
►Lokið er skipulagi á svokölluð-
um Einarsreit í hjarta Hafnarfjarð-
ar, þar sem ráðgert er að byggja
66 nýjaríbúðir./16
Afturganga tímans
►Stiklað á stóru um stundarbijál-
æði, tískutroðnar hermikrákur,
hjól ímyndafræðinnar og margt
fleira./l
Að yrkja frá sér
heimþrána
► Hallberg Hallmundsson hefur
búið í Bandaríkjunum í yfir 30 ár.
Hér ræðir hann um lífið, skáldskap
og tilveruna, en nýlega var hann
sæmdur viðurkenningu íyrir störf
sín að þýðingum og kynningu á
íslenskum bókmenntum./8
Einbúinn
►Hákon Sturluson bóndi og refa- 1
skytta í Arnarfirði býr einn á
Hjaltkárseyrimeðtveimurhund- ;
um og hundrað rollum. Hann er ‘
ekki með rafmagn, síma eða sjón-
varp og segist ekkrt hafa með það
aðgera./12
Perla
Miðjarðarhafsains
►Eyjan Ma'lorca er vafalítið ein
þekktasta og alræmdasta sólar-
strönd veraldar, þekktust fyrir að
hafa lengi verið er ein eftirsóttasta
sólarparadísin og alræmd fyrir að
vera tákn hóglífs og úrkynjaðs
gervitúrisma./14
Grótta og Suðurnesið
►Náttúruperlur í nágrenni þétt-
býiis./16
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Kvikmyndir 20c
Dagbók 8 Dægurtónlist 21c
Hugvekja 9 Minningar 13c/22c/
Leiðari 22 Myndasögur 24c
Helgispjall 22 Brids 24c
Reykjavíkurbréf 22 Stjörnuspá 24c
Fólk í fréttum 38 Skák 24c
Karlar/Konur 38 Bíó/dans 26c
Utvarp/sjónvarp 40 A fömum vegi 28c
Gárur 43 Velvakandi 28c
Mannlífsstr. 6c Samsafnið 30c
Fjölmiðlar 18c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4