Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 ERLEIMT INNLENT Deilt um af- skipti af lán- veitingum Samkvæmt úttekt Ríkisendur- skoðunar á Framkvæmdasjóði, Byggðastofnun og sjóðum hennar, vantar alls um íjóra og hálfan milljarð kr. upp á að opinberir reikningar gefi rétta mynd af fjár- hagsstöðu þeirra við stjórnarskipt- in í vor. Davíð Oddsson forsætis- ráðherra segir að sjóðirnir hafi verið misnotaðir af stjómvöldum og stjórnir þeirra látið undan pólitískum þrýstingi og hugsan- lega sé rétt að taka ij'ármálalegt hlutverk af Byggðastofnun og færa það til almennra peninga- stofnana. Miklar umræður hafa orðið í kjölfar þessara yfirlýsinga forsætisráðherra, sem hefur m.a. birt bréf forvera síns, Steingríms Hermannssonar, til þessara sjóða. Fljótsdalslína auglýst Skipulagsstjórn ríkisins hefur heimilað Landsvirkjun að auglýsa tillögu fyrirtækisins um legu Fljótsdalslínu 1, en tekið er fram að í leyfínu felist ekki samþykkt stjórnarinnar til þessarar línulagn- ar. Skipulagsstjórn óskaði einnig eftir því, að Landsvirkjun athugaði nánar aðra kosti. Hlutabréf í Hlaðsvík auglýst Stjóm Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri hefur fengið heimild ERLENT Gíslamálið í biðstöðu Um síðustu helgi var tveimur vestrænum gíslum, Bandaríkja- manninum Edward Tracy og Frakkanum Jerome Leyraud, sleppt lausum af ræningjum sínum í Líbanon. Tracy hafði verið í prísundinni í nær fímm ár en Leyraud aðeins í þrjá daga. Þá vöknuðu vonir um að gíslamálið myndi fá skjótan og góðan endi, en þær vonir dofn- uðu eftir að Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ræddi við fulltrúa ísra- ela á miðvikudag. ísraelska sendinefndin setti sem skilyrði fyrir samvinnu af sinni hálfu að afdrif sjö ísraelskra hermanna sem hurfu í Líbanon yrðu ljós. Menn gera sér enn vonir um að málið leysist, en nú virðast fiest- ir sammála um að skjót lausn sé ekki í sjónmáli. Harðar deilur um EESI norska Stórþinginu Eldrid Nordbo, ut- anríkisvið- skiptaráðherra Noregs, hélt á fimmtudag ræðu í norska Stórþinginu, sem kallað var saman auka- lega, þar sem hún fjallaði um þátt Noregs í viðræðunum um Evrópska efna- hagssvæðið (EES). Sagði hún að norska stjórnin hefði ekki getað hagað sér öðruvísi í samn- ingaviðræðunum en raun bar vitni. Stjómarandstæðingar gagnrýndu hana harðlega fyrir að fagna sigri of snemma eftir fundinn í Lúxemborg þann 18. júní. Kaci Kullmann Five, for- maður Hægriflokksins, sagði að stjórnin hefði vanmetið samn- ingsstöðu sína. Sjóslys á Kínahafi Hátt í annan tug manna fór- ust þegar pramma með 195 olíu- verkamönnum hvolfdi á Suður- hluthafa til að selja hlutabréf fyrir- tækisins í útgerðarfélaginu Hlaðsvík sem gerir út togarann Elínu Þorbjarnardóttur. Heima- menn á Suðureyri segja að ef tog- arinn verður seldur úr byggðarlag- inu, verði það gífurlegt áfall fyrir atvinnulífið á staðnum. Samstaða um EES-samninga Forsætisráðherrar Norðurland- anna lýstu yfír sameiginlegum vilja sínum til að leggja sitt af mörkum svo ljúka megi samningum um evrópskt efnahagssvæði í septemb- er, að loknum ráðherrafundi sem haldinn var í Reykjavík á mánu- dag. Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur vísað því á bug að Svíar væru að gæla við hugmyndir um EES-samning án þátttöku íslands og Noregs. Samkomulag um álver á Keilisnesi Endanlegt samkomulag hefur tekist um öll meginatriði samning- anna á milli íslands og Atlantsáls- fyrirtækjanna um nýtt álver á Keilisnesi. Þetta var staðfest á fundi forstjóra álfyrirtækjanna með íslenskum viðræðuaðilum í Reykjavík á mánudag. Skipbrotsmaður veifar að- framkominn til björgunar- manna. Kínahafi á fímmtudag. Fellibyl- urinn Fred geysaði þá um svæð- ið og gerði björgunaraðgerðir erfíðar. Fjórir kafarar voru í köfunarhylki sem fest var við prammann og talið er að þeir hafí látist þegar súrefnið þvarr. Króatar ætluðu að smygla vopnum um ísland Tollverðir í Flórída í Banda- ríkjunum handtóku á fimmtudag í síðustu viku fjóra menn sem ætluðu að smygla vopnum þaðan til Króatíu. Þeir hugðust milli- lenda á íslandi og í Þýskalandi. Ekki tókst þeim þó að koma nokkrum vopnum frá Banda- ríkjunum. írakar fá að selja olíu Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna kom saman á fímmtudag og samþykkti að leyfa írökum að selja olíu fyrir sem svarar 97 milljörðum ÍSK. Bróðurparturinn af þeirri upphæð fer í að kaupa matvæli og aðrar nauðsynjavör- ur fyrir írösku þjóðina, um 30% fara í að greiða gjöld vegna Persaflóastríðsins, en írösk stjórnvöld fá ekki að ráðstafa einum eyri. ítalir senda Albönum mat ítalir ákváðu á þriðjudag að sjá Albönum fyirr mat til þriggja mánaða til að stemma stigu við flóttamannastraumnum til Italíu. Þúsundir Albana flúðu til ítalfu í síðustu viku, m.a. til að forðast yfirvofandi hungursneyð. Nýr sambandssáttmáli Sovétríkjanna: Lýðveldin taka stjórn auðlinda í sínar hendur Þeir Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, munu báðir undirrita sambandssáttmálann í næstu viku ásamt leiðtogum fjögurra annarra Sovétlýðvelda. í NÆSTU viku verður undirrit- aður í Moskvu nýr sambands- sáttmáli Sovétríkjanna sem verið hefur í smíðum undanf- arna mánuði. Míkhaíl S. Gorb- atsjov forseti Sovétríkjanna bindur vonir við að sáttmálinn megni að stöðva gliðnun Sov- étríkjanna. Borís Jeitsín forseti Rússlands er einnig áfram um að samningurinn verði gerður því samkvæmt honum öðlast lýðveldi Sovétríkjanna yfirráð yfir auðlindum sínum. Margt er þó enn óljóst varðandi efni sáttmálans eins og t.d. hvernig miðstjórnin í Moskvu og lýð- veldin munu skipta með sér verkum við stjórn efnahags- mála. Nýr sambandssáttmáli Sov- étríkjanna var loksins birtur í vikuritinu Moskvufréttum á mið- vikudag í þessari viku. Gorbatsj- ov, forseti Sovétríkjanna, og leið- togar fimm lýðvelda munu undir- rita sáttmálann á þriðjudag í næstu viku. Sáttmálinn hafði ekki týrr verið gefinn út en byijað var að kvarta yfír því að skjalið væri hroðvirknislega unnið og mein- gallað. Gorbatsjov bindur vonir við að samningurinn sem kemur í stað stofnsáttmála Sovétríkj- anna frá árinu 1922 muni stöðva gliðnun Sovétríkjanna. Ásamt Gorbatsjov munu undirrita sátt- máiann Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, og leiðtogar Hvíta Rúss- lands, Úzbekistans og Tadzhikist- ans. Búist er við að fjögur lýð- veldi til viðbótar muni undirrita í október, þ.e. Úkraína, Azerbajdz- han, Túrkmenistan and Kirgizía. Eystrasaltsríkin þrjú, Georgía, Armenía og Moldavía, standa hins vegar ekki að sáttmálagerðinni. Samkvæmt sambandssáttmá- lanum verður nafni Sovétríkj- anna breytt í Samband sové- skra fullvalda (í stað sósíalískra) lýðvelda og völd verða flutt frá miðstjórninni í Moskvu til lýðveldanna sjálfra. Varnar- og utanríkismál verða áfram að mestu í höndum mið- stjómarvaldsins en lýðveldin munu ráða miklu um efnahags- mál, tollamál og eigin auðlindir. Viktor Gerasjenko, forstöðu- maður ríkisbanka Sovétríkjanna, gagnrýndi sáttmálann á þeirri forsendu að með því að setja rúbl- una undir sameiginlega stjóm lýð- veldanna væri í raun verið að jarða gjaldmiðilinn sem á nú þeg- ar við 100% verðbólgu að stríða. Rússneskir þingmenn þrýsta nú í auknum mæli á Jeltsín að láta undir höfuð leggjast að undirrita sáttmálann. Hópur þingmanna gekk á hans fund á miðvikudag og lýsti þeirri skoðun sinni að sáttmálinn væri ólýðræðislegur og sögðust myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma í veg fyrir að hann hlyti staðfest- ingu í rússneska þinginu. Til þessa hefur Jeltsín látið slíkar fortölur sem vind um eyru þjóta og sett sér það markmið að ná yfirráðum yfír náttúruauðlindum Rússlands sem eru einkum oiía, gas, gull og eðalsteinar. Hann hefur iátið svo ummælt að þartil þetta takist séu Rússar gíslar Gorbatsjovs. Fyrr í þessum mánuði ferðaðist Jeltsín til Tíjúmenhéraðsins í Síberíu þar sem fara fram 65% af olíufram- leiðslu Sovétríkjanna. Þar gaf hann til kynna að verðlag á olíu myndi þrefaldast innanlands eftir að Rússar tækju við stjórn auð- lindanna. Jafnframt boðaði hann að þak á laun þeirra sem vinna við olíufram- leiðslu og náma- gröft yrði afnum- ið. Fyrirtæki og stjómvöld í hér- aði munu geta selt 10% af fram- leiðslunni út fyrir Rússland á þessu ári, 30% á næsta ári. Jelts- ín hafnaði hins vegar þeirri kröfu olíustarfsmanna að þeir fengju að ráða yfír helmingi olíuframleiðslunnar. Þrátt fyrir gagnrýni á lokaskja- lið sýnir það að undanfarna átta mánuði hefur fulltrúum lýðveld- anna orðið nokkuð ágengt við að knýja fram breytingar á drögum sáttmálans. í drögunum sem lögð voru fram í nóvember síðastliðn- um var ekki minnst sértaklega á þá málaflokka sem lýðveldin hefðu rétt til að fara með í sam- starfí við miðstjórnina. En nú er þar um langan lista að ræða, m.a. varnarmálastefnu, efnahags- og peningastefnu,7 og utanríkis- mál. Upphaflega ætlaði mið- stjórnin sér að ráða yfír gullinu, erlendum gjaldeyri og demanta- námum en nú er svo komið að lýðveldin munu skipta þessu á milli sín auk eriendra skulda sem nú nema 65 milljörðum dala. Hvert lýðveldi mun ábyrgjast sinn hluta skuldanna gagnvart ut- anríkisviðskiptabanka Sovétríkj- anna en bankinn mun áfram standa í skilum gagnvart aðilum erlendis. Jafnframt munu lýðveld- in hafa einkarétt á skattheimtu. Fast hlutfall skatta rennur til miðstjórnarinnar og er búist við að það muni nema 10%. Þessi málamiðlun er hins vegar ekki talin fullnægjandi fyrir Úkraínu sem vill ráða því sjálf hversu mik- ið rennur til miðstjórnarinnar. Valentín Pavlov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hefur spáð löngum og hörðum vetri. Hann vísar á bug þeim fullyrðingum Jeltsíns að eftir undirritun sam- bandssáttmálans muni Rússar ráða sínum efnahagsmálum. „Menn stjórna ekki efnahagsmál- unum með því einu að gefa út yfírlýsingar. Áður en hægt er að tala um völd af einu eða öðru tagi verður að vera fyrir hendi kerfí til að beita valdinu,“ sagði hann. „Slíkt er ekki fyrir hendi í rússneska Iýðveldinu.“ Hann sagðist sjá. fyrir fyrir sér algert stjórnleysi ef lýðveldin tækju efnahagsmálin í sínar hendur. Sambandssáttmálinn er ekki lokapunktur í nýskipan Sovétríkj- anna heldur áfangi á langri leið. Sjálfsstjómarhéruð og lýðveldi innan Sovétríkjanna eru víða farin að gera kröfu til fullveldis og um sjötíu landamæradeilur innan Sovétríkianna eru óútkljáðar þannig að friðsamleg sambúð þjóða þeirra ér langt undan. BAKSVIÐ eftir Pál Þórfutllsson Blásið til verðstríðs í far- þegaflugi yfir Atlantshaf Cnicago. Reuter. VERÐSTRÍÐ er hafið í farþegaflugi yfir Atlantshaf og skiptast nú flugfélög vestan hafs og austan á að lækka fargjöld sín. A föstudag lækkaði flugfélagið American Airlines fargjöld milli Bandaríkjanna og Bretlands öðru sinni á tæpri viku. Verðstríðið hófst fyrir viku þegar breska flugfélagið British Airways lækkaði fargjöld sín miili Banda- ríkjanna og Bretlands um 15 pró- sent. Flest bandarísk flugfélög sigldu í kjölfarið. Virgin bætti svo um betur á miðvikudag og lækkaði fargjöld um' 25 prósent á flestum flugleiðum sínum. Lækkun Americ- an Airlines á föstudag samsvarar verðlækkun Virgin. „Þetta er liður í samkeppninni,“ sagði Marty Heires, talsmaður American Airlines. „Við erum að beijast um markaðinn. Þegarkeppi- nauturinn hefur snarlækkað sín fargjöld verðum við að svara í sömu mynt.“ American Airlines er annað bandaríska flugfélagið, sem hefur neyðst til að lækka fargjöld vegna samkeppni frá Virgin. Flugfélagið Pan American lækkaði fargjöld sín á flestum alþjóðlegum flugleiðum sínum um allt að fjórðung á fimmtu- dag til þess að halda sínum hlut gegn Virgin. Onnur bahdarísk flugfélög velta því nú fyrir sér hvað til bragðs skuli taka. Búist er við að flugfélag- ið Delta Air Lines tilkynni lækkun á morgun og Northwest Airlines og United Airlines geri slikt hið sama síðar í vikunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.