Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 44
Bögglapóstur ég 1 imMtiftltT ^i feiS ^i N Á M A N um ollt land PÓSTUR OG SÍMI Ot Landsbanki mk islands Banki allra landsmanna MORGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: IIA FNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Slippstöðin átti lægsta tilboðið Smíði skipa fyrir Malaví: SLIPPSTÖÐIN á Akureyri átti, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins, lægsta tilboð í smíði rannsóknarskips og fiskiskips fyrir Malaví en Þróunarsam- vinnustofnun íslands kostar smíði rannsóknarskipsins að hálfu á móti Norræna þróunar- Veiðimaður diTikknar í Soginu Veiðimaður drukknaði í Sog- inu í landi Bíidsfells í Grafnings- hreppi í gærmorgun. Tilkynning um að maðurinn, sem er 57 ára, hefði horfið barst lögreglunni á Selfossi um klukkan ; _hájf tíu um morguninn. Hálftíma seinna fannst maðurinn látinn. Hann hafði verið út í ánni að veiða. Orsakir slyssins eru ókunnar. A _ __ ASI og BSRB undirbúa kjarasamninga; Ahersla lögð á auk- inn kaupmátt launa sjóðnum sem lánar hinn helming- inn og lánar auk þess fé til smiða fiskiskipsins. Útboðið var einskorðað við íslenskar skipasmíðastöðvar. Alls gerðu 7 aðilar tilboð í verkið og voru tilboðin opnuð í Malaví í gær og þar er verið að fara yfir þau. Tilboð Slippstöðvarinnar er rétt rúmar 100 milljónir króna, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Áætlað er að hafist verði handa við smíði annars skipsins í næsta mánuði en hins þremur mánuðum síðar, og mun verkið taka um hálft ár. Verða skipin send út í pörtum og sett saman á staðnum. Malaví er lítið ríki í SA-Afríku á bökkum hins geysistóra Malaví- vatns. Þar veiða landsmenn um 80 þúsund tonn af fiski árlega, en mikill skortur er á þekkingu um lífríki vatnsins. íslendingar munu leggja til skip- stjóra og vélstjóra á rannsóknar- skipið fyrstu mánuðina, en íslensk- ur líffræðingur mun stjórna rann- sóknum þar í tvö ár. SAMNINGAR aðildarfélaga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja eru lausir frá 1. september nk. og samningar aðildarfélaga Alþýðusam- •Rnds íslands um miðjan september. Af hálfu beggja samtakanna og einstakra félaga þeirra er nú unnið að undirbúningi nýrra kjarasamn- inga. Ögmundur Jónasson formaður bandalagsins segir að grunntónn- inn í kröfugerð félaganna í komandi samningum muni hljóða upp á aukinn kaupmátt kauptaxta. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bandsins telur líklegt að auk kaupmáttar þá muni kröfugerð ASÍ snerta aðgerðir stjórnvalda, einkum þá þætti sem lúta að velferðar- kerfinu og vaxtastefnu stjórnarinnar. Ásmundur Stefánsson segist reikna með því að í kröfugerðum aðildarfélaga Alþýðusambandsins verði lögð rík áhersla á kaupmáttar- tryggingu. „Ég tel reynsluna af núverandi kerfi hafa verið nokkuð góða,“ segir Ásmundur, „en vissu- lega má einnig hugsa sér annað fyrirkomulag.“ á segir Asmundur að stefnumót- un stjórnvalda muni setja svip sinn á komandi samningaviðræður. „Margir hafa áhyggjur af því að velferðarkerfið verði eyðilagt," segir Ásmundur. „Áhrif hárra raunvaxta valda eihnig áhyggjum. Hávaxta- stefna ógnar ekki einungis heimil- unum í landinu heldur einnig fyrir- tækjum og því er óhjákvæmilegt að gera tilkall til þess að aðgerðir stjómvalda beinist að því að lækka vexti.“ Ákvarðanir þess efnis að kjara- raílin yrðu rædd innan félaganna í -'Shiar voru teknar í maí í vor af báðum launþegasamtökunum. Að sögn Ásmundar Stefánssonar, for- seta ASÍ, vantaði þá töluvert á að kröfugerð sambanda og félaga væri fullmótuð og mikil óvissa var um fiskkvóta og væntanlegar aðgerðir stjórnvalda. Nú er stefnt að þvi að undirbúningsnefnd kjarasamninga ““~í hittist í annarri viku september og meti stöðuna varðandi þær samn- ingaviðræður sem framundan eru. Á mánudag verður haldin Banda- lagsráðstefna BSRB þar sem full- trúar félaganna koma saman og ræða hvort einstök félög semji sér- staklega við vinnuveitendur sína eða haft verði samflot í samningunum. Vatnsrennibraut vígð Morgunblaðið/Bjami Yngsta kynslóð Kópavogsbúa lét ekki segja sér tvisvar frá vatnsrennibraut sem tekin var í notkun í Sundlaug Kópavogs á föstudag og fjölmennti í laugina. Umfangsmiklar ósonmæl- ingar framkvæmdar í vetur í NÓVEMBER næstkomandi munu hefjast umfangsmiklar mælingar á ósonlaginu yfir Norður-Atlantshafssvæðinu á vegum fjölmargra Evrópuþjóða og verður Island einn aðal mæl- ingastaðurinn. Þetta átak er í framhaldi af því að nýlegar mælingar benda til þess að óson- Iagið sé að þynnast yfir Evrópu og óttast menn livað muni á næstunni gerast yfir norður- hveli. Munu mælingarnar, sem standa fram í mars 1992, verða gerðar frá jörðu, með loftbelgj- um og úr flugvélum. Mumi vísindamennirnir vinna í sam- vinnu við Veðurstofu Islands í Keflavík og í Reykjavík. Ér þetta gert til þess að kanna þau efni og efnaferli sem hafa áhrif á óson, til þess að hægt sé að leggja mat á hvort ósonlagið er raunverulega að þynnast eða ekki yfir svæðinu. Þetta kemur fram í viðtali um ástand óson- lagsins við Guðmund G. Bjarna- son, eðlisfræðing, í blaðinu í dag. Frá íslandi eru til tölulegar upp- iýsingar um ósonmæiingar með loftbelgjum á vegum Veðurstof- unnar allt frá 1957, ómetanlégar mælingar, að því er Guðmundur segir. Og nú er ísienskur eðlisfræð- ingur á förum til Boulder í Banda- ríkjunum til þess að vinna frekar úr þeim og bera saman við útreikn- inga í tölvulíkani með öflugustu tölvu sem völ er á. Eftir það og mælingarnar yfir svæðinu í vetur á vegum „The European Arctic Stratospheric Ozone Experiment" verða möguleikar á að meta hvað er raunveruiega að gerast hér í háloftunum. Að þessu standa flest- ar Evrópuþjóðir, en hér munu það einkum verða Spánveijar, Grikkir og Belgíumenn, sem standa að rannsóknunum, auk Islendinga. Segir Guðmundur að á síðustu þremur árum hafi komið í ljós á norðurhveli að mikilvægustu stað- irnir fyrir þessar rannsóknir séu þeir sem liggja á mörkum ljóss og myrkurs eins og ísland. Sjá viðtal bls. 20-21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.