Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 Morgunblaðið/Siguröur Jónsson Tryggvi L. Skjaldarson Norður-Nýjabæ blandar Pa.ll Guðbrandsson 1 Havarðarkoti. lyfi í úðunartank. Kartöflubændur: Myglu á kartöflugrös- um eytt með lyfjaúðun Bændur fengu sína mygluprófraun í fyrra Selfossi. KARTÖFLUBÆNDUR á Suðurlandi fylgjast vandlega með görðum sínum vegna kartöflumyglu sem orðið hefur vart. Bændur eru mun betur í stakk búnir að mæta myglunni en var í fyrra og eru meira á varðbergi gagnvart henni núna. „Ef við sjáum að sveppur er á ferð þá úðum við með varnarlyfi sem verkar á 2-3 dögum,“ sagði Páll Guðbrandsson í Hávarðarkoti í Þykkvabæ. Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum: Ragnar komst í úrslit í fímmgangi Snúður haltur o g Tómas úr leik A síðastliðnu hausti olli myglu- sveppurinn mörgum bændum verulegu tjóni. Nú hafa menn vitn- eskju um það hvemig á að bregð- ast við og hafa búið sig undir að mæta myglunni með kaupum á varnarlyfjum. Verði myglunnar vart í þeim mæli að hún sé farin að skemma grasið þá er úðað með lyfi sem drepur það niður. Grasagarðurinn: Ekkert hefur verið tekið upp úr görðum þar sem myglu hefur orðið vart en í fyrrahaust voru bændur grandalausir fyrir mygl- unni og tóku upp kartöflurnar með myglusveppinn á grasinu þannig að þær smituðust og skemmdust síðan eftir nokkum tíma í geymslu. Páll Guðbrandsson sagði að það væri ótrúlega víða sem myglunnar hefði orðið vart, hún virtist vera allstaðar. Það var í kringum versl- unarmannahelgina sem menn urðu fyrst varir við mygluna í Villinga- holtshreppi og skömmu síðar í Þykkvabænum. „Menn hafa ekki stórkostlegar áhyggjur af þessu,“ sagði Tryggvi L. Skjaldarson í Norður-Nýjabæ. „Þetta var mikil prófraun í fyrra, bæði í görðunum og við geymslu á kartöflunum en menn fylgjast mjög vel með görðunum núna og við vitum betur hvemig á að bregðast við,“ sagði Tryggvi. Erlendis þá er kartöflumygla algengasti sjúkdómurinn í kartöfl- um og reglubundið úðað gegn honum. Myglan smitast mjög hratt og er talið að ein kartafla geti jafnvel smitað 10 ferkílómetra svæði. Sig. Jóns. _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson „Ég HAFÐI reiknað með að hanga kannski inn í B-úrslitum en svo þegar Tómas og Snúður féllu út ákvað ég að fara lengra,“ sagði Ragnar Hinriks- son eftir að hann hafði hafnað í öðru sæti á Gammi frá Ingveld- arstöðum í forkeppni fimm- gangs. Var hann með feikna góða sýningu og kom þessi árangur öllum á óvart og Ragn- ari sjálfum mest. Það var á föstudagskvöldið að í Ijós kom að Snúður var orðinn haltur og ekki keppnisfær. Var þetta mikið áfall því Tómas var okkar stærsta von og átti að sigra fimmganginn. En maður kemur í mannsstað og mun Ragnar fá hlut- verk Tómasar. Efstur í fimmgangi varð Carine Heller frá Þýskalandi á Glaumi frá Sauðárkróki. Það er sami hestur og Jón Pétur Ólafsson var á er hann varð Evrópumeist- ari í gæðingaskeiði í Danmörku á síðasta móti. Hlaut hún 6,83 í ein: kunn en Ragnar var með 6,57. í þriðja sæti varð Eric Anderssen, Noregi, á Mekki frá Varmalæk Dómsmálaráðherra hefur skipað Þröst Eyvinds lögreglu- fulltrúa við almenna rannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Fimm rannsóknalögreglumenn sóttu um stöðuna og mælti Böðvar með 6,40. Ulf Lindgren, Svíþjóð, varð fjórði á Hrafnkatli frá Sauð- árkróki með 6,33 og Johannes Hoyos, Austurríki, varð í fimmta sæti með 6,20. Jón Pétur Ólafsson varð í tólfta sæti á Byr frá Akur- eyri með 5,60. Gott veður var í gær, bjartviðri með hlýindum en dálítil vindgjóla. I dag fara fram úrslit í tölti fjór- gangi og fimmgangi og verðlaun kynbótahrossa verða afhent. Metþátttaka í maraþoninu ÁTTUNDA Reykjavíkurmara- þonið verður þreytt á götum borgarinnar í dag og hefst kl. 12 á hádegi. Ljóst er að þátttakendur verða fleiri en nokkru sinni. Um hádegis- bil í gær höfðu um 2.100 manns skráð sig til keppni. 1.590 gerðu það í fyrra en þá hlupu um 1.300 manns. Boðið er upp á þrjár vega- lengdir, maraþon sem er rúmlega 42 kílómetrar, hálf-maraþon og skemmtiskokk, sem eru 7 km. Bragason, lögreglustjóri með því að hún yrði veitt Reyni Kjartans- syni. Aðrir umsækjendur voru Hörð- ur Jóhannesson, Þórður Hilmars- son og Bertram Möller. Þröstur Eyvinds skipaður lög- reglufulltrúi í Reykjavík 30ára afmæli Grasagarðurinn í Laugardal er 30 ára í dag. Hann var stofn- aður á 175 ára afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst 1961. Garðurinn var stofnaður með 200 plöntutegundum sem hjónin Katrín Viðar og Jón Sigurðsson, skólastjóri, gáfu Reykjavíkurborg á afmælinu. Upphaflega landið keypti borgin af Eiríki Hjartarsyni í Laugardal 1955 en tólf árum seinna var garðurinn stækkaður. Nú eru í garðinum 4-5000 plöntutegundir þar af 400 íslensk- ar og er garðurinn afar íjölsóttur að sögn Jóhönnu Þormar, garð- yrkjufræðings. I fyrra var opnaður garðskáli i Grasagarðinum auk þess sem komið var á fót sýningarsvæði fyrir tijákenndan gróður. Með nýja sýningarsvæðinu stækkaði garðurinn um helming. Þrír fastir starfsmenn eru í garðinum. Sigurður Albert Jóns- son, sem hefur verið forstöðumað- ur frá upphafí, Dóra Jakobsdóttir, líffræðingur, og Jóhanna Þormar, garðyrkjufræðingur. Þá vinnur ungt fólk í garðinum á sumrinn. Grasagarðurinn í Laugardal eru formlega opinn frá 1. júní til 1. október, alla daga milli klukkan 10 og 22, en fólk er velkomið þangað allan ársins hring. Að- gangur er ókeypis. Eru þeir að fá 'ann ■? ■ Byrjað að veiðast í Kálfá „Ég var í Kálfánni í gær og við fengum tvo laxa. Þetta eru fyrstu laxarnir, enda fer nú í hönd hinn hefðbundni veiðitími Kálfár, en síðustu þijú árin höfum við verið að fá þetta 100 til 120 laxa í henni á tvær stangir frá 20. ágúst og út tímabilið. Þetta er hrein síðsum- arsá og laxinn er oft vænn,“ sagði Vilhjálmur Garðarsson leigutaki árinnar í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Kálfáin er í eðli sínu eins og Stóra og Litla Laxá sem renna um völlu skammt frá Kálfá, þ.e.a.s. laxagöngur hefjast mjög seint á veiðitíma. Er hún ein áin sem jafn- an er nefnd er umræðan fer af stað um meiri sveigjanleika í veið- itíma einstakra áa. Vilhjálmur sagði ennfremur, að á annað hundrað silungar hefðu veiðst í ánni til þessa, bæði urriði og bleikja. Sumt af urriðanum væri sjóbirtingur og nema að hefðin brysti myndi sjóbirtingsveiði fara vaxandi er á haustið liði. Þarna væru til stórir sjóbirtingar, sjálfur hefði hann veitt allt að 20 punda físka, en þá hafi hann reyndar ver- ið að næla sér í klakfisk eftir veið- itíma. Hér og þar Við nefndum óstaðfesta tölu úr Þverá og Kjarrá í blaðinu í gær. Nú hefur það borist til eyrna að veiðin þar sé enn meiri og heyrst hefur að komnir séu miili 1.700 og 1.800 laxar á land. Er áin því lang efst á landinu og með tölu- vert forskot á næstu ár sem allar eru með milli 1000 og 1.100 laxa. Nýlega heyrðist sú fískisaga, að fyrsta hollið eftir útlendingana í Kjarrá hefði veitt milli 160 og 170 laxa! Og mikill lax væri um alla á, eins og í öllum Borgarfjarðarán- um. í miðri síðustu viku höfðu veiðst um 770 laxar í Grímsá og áin er sögð full af laxi. Ef skilyrði verði áfram góð ætti veiðin að fara vel yfír 1000 laxa. Þetta er meiri veiði úr ánni heldur en allt síðasta sum- ar sem var reyndar afleitt. Það hefur heyrst að um 90 laxar séu komnir á land úr Andakílsá, þar sé talsverður lax, en gamla sagan margendurtekna frá þessu sumri: Hann tekur illa. Svínafossá á Skógarströnd hefur gefíð 31 lax, þann stærsta 12 punda. Þetta er stutt á með aðeins einni dagsstöng, en silungsstöng sem veiðir í ósnum og ofan foss sem er ólaxgengur hefur aflað 23 bleikjur og 350 urriða sem eru upp í 4 pund. Hörðudalsá hefur gefið 40 laxa og 350 bleikjur. Laxinn er af bland- Agæt silungsveiði hefur verið á Arnarvatnsheiði í sumar. Þessar fallegu bleikjur veiddust í Stóralóni. Morgunblaðið/gg Kjartan Sveinsson og frú Hrefna voru í Kjósinni fyrir skömmu og fengu þá meðal annars þessa fallegu veiði úr Bugðunni. aðri stærð, allt að 11 pund, en bleikjurnar eru vænar, yfirleitt 2 til 3 pund. Slatti af laxi er í ánni, en mikið af bleikju. Síðasta holl hélt heim með 5 laxa og 19 bleikj- ur. Þarna er veitt á tvær stangir. Kiðafellsáin þar sem mávar blotna ekki í fætumar þótt þeir spóki sig í ánni samkvæmt veiðisér- fræðingum DV, hefur gefið rúm- lega 30 laxa. Á DV er það helst að skilja að laxinn í Kiðafellsánni andi með lungum því hún sé svo vatnslítil að það vatni ekki yfir físk- ana. Þröstur Elliðason leigutaki árinnar sagði í samtali við Morgun- blaðið að í sandkorninu í DV á dögunum hafi verið rætnar blekk- ingar. Það vissu allir að áin væri vatnslítil og ekki hefði áhugasöm- um veiðimönnum verið sagt annað. Til þess að auðvelda laxi dvöl í ánni hefði hins vegar mikið verið gert, t.d. ýtt upp görðum víða til að tryggja laxinum djúpa hylji til að liggja í. „Og í rigningartíð er þetta ekki ómerkilegri sþræna en Korpa,“ sagði Þröstur. Hann sagði töluvert af fiski komið í ána og miðað við það laxamagn sem sveimaði inn í ósinn á hveiju flóði mættu þeir eiga von á góðu sem ættu þar leyfi næst er vöxtur hleyp- ur í hana við rigningar. „„

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.