Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 21

Morgunblaðið - 18.08.1991, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 <21 ólfur Rögnvaldsson eðlisfræðingur. Guðmundur stýrir verkefninu og er leiðbeinandi fyrir Örnólf. En verkefnið er styrkt af Vísindasjóði og hefur fengið ferðastyrk frá Norr- ænu ráðherranefndinni, auk þess sem Bandaríkjamenn munu kosta dvöl Örnólfs þar vestra. „Þetta rannsóknasvið tilheyrir ekki bein- línis neinni stofnun hér á landi, hvorki Veðurstofunni né Háskólan- um, sem gerir þetta svo erfitt. Það er þess vegna sem Eðlisfræðifélagið tók þetta frumkvæði,“ segir Guð- mundur. Sjálfum er Guðmundi þetta svo mikið áhugamál að hann vinnur þetta allt í frístundum. Hef- ur í vetur yerið í vinnu hjá Orðabók Háskóla íslands og ætlar næsta vetur að vera við kennslu til þess að geta verið á Islandi. „Greining á ósongögnunum frá íslandi og samanburðurinn í reikni- HÆTTA: SOLSKIN! ■ Sérhver minnkuná ósoni um 1 % eykur út- fjólubláa geislun á yfir- borð jarðar um 2%. ■ Sérhver 1 % minnkun á ósoni eykur hættuna á húðkrabba um 5 til 7 af hundraði. ■ Spáð er að þau 5% af ósoni sem talið er að tapast hafi yfir Bandaríkj- unum frá 1 978 muni valda 4.000 dauðsföllum af húðkrabba á ári. (Úr Newsweek 15. apríl 1991.) er í fréttinni um vaxandi þynningu ósonlagsins yfir Evrópu hér að of- an, er einn þeirra sem ásamt 9 öðrum veitir rannsóknunum for- stöðu. Hafa þeir leitað eftir aðstoð og þátttöku íslendinga og komið hingað í þeim tilgangi. Einnig er búið að sækja hér um rannsókna- leyfi. Leitað var upplýsinga hjá Páli Bergþórssyni veðurstofustjóra um hvort búið væri að ganga frá að- stöðu hér fyrir þessar rannsóknir. Sagði hann að þær yrðu á Keflavík- urflugvelli, þar sem Veðurstofan sendir upp loftbelgi og hefur verið með háloftamælingar. Bandaríkja- menn á Keflavíkurflugvelli hafa líka áhuga á málinu, en vaxandi áhugi er á'að nota þennan stólpa upp úr Atlantshafinu til slíkra rann- sókna, enda um að gera að nýta sér þessa veðurstöð, eins og Páll Morgunblaðið/Þorkell Þessir ísiensku vísindamenn hafa myndað rannsóknalióp um óson og eru að skoða gögnin í tölvu. Frá vinstri: Örnólfur Rögnvaldsson eðlisfræðingur, dr. Guðmundur G. Bjarnason eðlisfræðingur, dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur og dr. Þorsteinn I. Sigfússon eðlisfræðingur. líkani á niðurstöðum er gerður í þeim tilgangi að meta þær náttúru- legu breytingar sem verða á óson- laginu. Þar er átt við breytingar sem verða á ástandi sólar og hvaða áhrif þær hafa á ósonlagið, svo og náttúrulegar breytingar sem verða á loftkerfum jarðar nálægt mið- baug,“ útskýrir Guðmundur. „Jafn- framt eru áhrif frá veðrahvolfinu mikil þegar lægðirnar fara yfir. Þær hafa áhrif á ósonið og geta haft í för með sér skammtímabreytingar, sem þarf að meta áður en hægt er að segja hvort ósonið er að minnka eða ekki. Jafnframt þarf að líta á langt tímabil, að minnsta kosti einn áratug. Allt frá 1957 höfum við tölulegar upplýsingar úr mælingum Veður- stofunnar yfir íslandi. Að vísu eru í þeim göt, en þær eru tiltölulega samfelldar. Það hefur verið lögð alúð við þessar mælingar og þær virðast vera þær áreiðanlegustu í þessum heimshluta. Mæiingarnar hér á íslandi eru þess vegna best til þess fallnar að meta á marktæk- an hátt langtímamælingar á óson- laginu á norðurhveli. Því er sem sagt ætlunin að nota þessar mæl- ingar til þess að leggja mat á nátt- úrulegar breytingar, sem er nauð- synlegt áður en hægt er að fullyrða um afgerandi áhrif mannsins á ósonlagið." Fjölþjóðlegar ósonmælingar í haust í nóvember í haust hefjast sem fyrr er sagt mælingar á ósonlaginu á Norður-Atlantshafssvæðinu, sem Evrópuþjóðir standa að. Munu mælingarnar standa yfir fram í mars 1992 og útlagður kostnaður áætaður 500 milljón kr. Reykjavík verður einn aðaláherslustaðurinn og hér verða framkvæmdar mæl- ingar bæði á jörðu niðri og með Viötal viö Dr. Guömund G. Bjarnason loftbelgjum á ýmsum lofttegund- um. Eru þessar rannsóknir gerðar í þeim tilgangi að kanna þau efni og eðlisferli sem hafa áhrif á óson, að því er Guðmundur G. Bjarnason útskýrir. Verður mælt frá jörðu niðri, með loftbelgjum og sérútbún- um flugvélum og síðan borið sman við gerfihnattamælingar.Að þessu átaki standa flestar Evrópuþjóðir og það er styrkt af Evrópubanda- laginu. Hér á íslandi munu það einkum verða Spánveijar, Grikkir og Belgíumenn sem að rannsóknun- um standa. Og Bandaríkjamenn koma með loftbelgjamælingar. Dr. Pyle frá Bretlandi, sá sem nefndur orðaði það. En einnig verður notað- ur mannskapur og tæki á Veður- stofunni í Reykjavík. Við víkjum talinu að mælingun- um á ósonlaginu sem Veðurstofan hefur gert frá 1957 með nokkrum hléum. Sagði Páll að ef litið væri yfir heildartölur virtist lítil breyting hafa orðið á ósonmagninu yfir ís- landi. Það sýndist heldur vaxandi ef eitthvað er og þá jafnt og þétt. Nú í júní hefði t.d. mælst 1-2% meira óson en mælst hefur áður. Á hitt væri að líta að þetta væru meðaltalstölur, Veðurstofan mældi heildarmagnið í öllu laginu. En að- allega hefðu menn áhyggjur af því sem gerist fyrir ofan 25 km úti í geimnum. Þar hefði lagið þynnst en heldur þykknað neðar og nær jörðu. Því sé ekki hægt að svo komnu máli að segja til um hvernig ástandið er nú. Auk þess sé óson hverfult og flytjist til með loft- straumum, sem geri erfiðara að átta sig og fá heildarmynd. í erindi sem Barði Þorkelsson á Veðurstofunni flutti á fundinum í Háskólanum gerði hann grein fyrir mælingum Veðurstofunnar. Sagði þær hafa hafist 1952 að tilmælum International Ozone Commission og þá staðið til 1955. 1957 hófust þær aftur með öðru mælitæki, sem hef- ur verið notað síðan. Þó féilu mæl- ingar niður 1960 og hálft árið 1977. Miðað er við að gerð sé ein mæling á dag er skilyrði leyfa. Mælingar voru þó til muna stopulli á árunum 1963-77 og lítið er jafnan mælt í svartasta skammdeginu enda niðurstöður þá afar hæpnar. Mælt er heildarmagn ósons í lóðréttri súlu sem nær neðan frá jörðu og upp úr gufuhvolfinu. Að undanf- örnu hafa ósonmælingarnar verið gæðametnar og yfirfærðar með til- liti til aðstæðna þegar þær voru gerðar og hefur Barði unnið að því, að því er Guðmundur G. Bjarn- ason sagði. ísland á mikilvægum stað Við biðjum Guðmund G. Bjarna- son að setja okkur í stuttu máli inn í það hvernig mál standi nú. „Það hafa verið gerðar mælingar hér yfir Norðuratlantshafinu, aðallega af Bandaríkjamönnum. Þær benda til þess að sömu efnaferlar eigi sér stað hér eins og yfir Suðurskauts- landinu. En þar eð blöndun lofts hér á norðurhveli er mun meiri en á suðurhveli verður hitastig í heið- hvolfinu sjaldan eins lágt ög það verður þar. En lágt hitastig þarf til þess að þau efnaferli sem valda ósonþynningu eigi sér stað.“ „Nýjustu rannsókir, sem einkum eru byggðar á gervihnattamæling- um, benda til þess að marktæk minnkun hafi orðið á ósoni yfir norðurhveli, einkum yfir vetrar- og vormánuðina. Breytingarnar eru litlar, en þær virðast vera í sam- ræmi við þær eðlisbreytingar sem eru að verða á suðurskautinu. Væntanlega fæst ekki úr þessu skorið fýrr en eftir nokkur ár vegna þess hve breytingin er hæg. Hins vegar kæmi það mér mjög á óvart ef áhrif ósoneyðandi afla af manna- völdum kæmu ekki fram hér á norð- urhveli,“ segir Guðmundur. „Miklar rannsóknir á þessu eru í gangi og verða á næstu árum. Á síðustu þremur árum hefur komið í ljós á norðurhveli að mikilvægustu staðirnir fyrir þessar rannsóknir eru þeir sem liggja á mörkum ljóss og myrkurs, ef svo má segja, eins og ísland, því sólarljóss þarf að gæta til þess að efnahvörfin geti farið í gang. Þetta veldur því að ísland er svona mikilvægt fyrir rannsóknir sem gerðar verða næsta vetur. Eitt af því sem gerir ósonmælingar Veðurstofu íslands svo dýrmætar er einmitt að fýrir hendi eru mæl- ingar á hitastigi í heiðhvolfinu yfir Keflavík. Þær hafa verið gerðar daglega í sambandi við flugið og framkvæmdar af Veðurstofu ís- lands undir yfii-umsjón Borgþórs H. Jónssonar veðurfræðings. Það er alveg einstakt að langtíma óson- mælingar og háloftaathuganir hafi verið gerðar á svo nálægum mæli- stöðum og gerir þetta mjög spenn- andi. Með samanburði á hitamæl- ingunum og ósonmælingunum ætti að vera hægt að fá betri innsýn og möguleika á að bera saman og skilja hvaða breytingar hafa verið ■í gangi. Það er af þessum ástæðum sem okkur er svo í mun að íslendingar missi þetta ekki út úr höndunum heldur vinni úr því sjálfir. Ég held því að varasamt sé að láta þessar fyrirhuguðu mælingar á næsta ári fara hjá garði. Við eigum að eiga okkar þátt í þeim og halda þessari þekkingu sem þarna býðst eftir í landinu. í þessu sambandi hefur mér verið boðið að sækja fundi er- lendis, þar sem þessar mælingar verða skipulagðar. Auk þess er ég að vinna að frekari samvinnu við vísindamenn erlendis á þessu sviði, því ýmsar aðrar rannsóknaáætlanir eru í gangi eða fyrirhugaðar,“ seg- ir Guðmundur að lokum. Og að- spurður bætir hann við: „Jú, ég verð hér fram yfir þessar rannsókir á næsta ári. Þetta er mér mikið áhugamál og það er í rauninni ein aðalástæðan fyrir því að ég er hér.“ Þörungarnir í hafinu viðkvæmir Loks má geta þess að í ofan- nefndri skýrslu bresku vísinda- mannanna um þynningu ósonlags- ins yfír Evrópu er lögð aukin áhersla á kröfur um útrýmingu á notkun klórflúorefnanna CFC, sem berast út í geiminn frá ýmiskonar iðnaði, svo sem frystiiðnaðinum og úðabrúsum, sem eru stærstu skað- valdarnir hér á landi. Og þar valdi þessi efni eyðingu ósonlagsins. Með alþjóðasamningi í Montreal var brugðist við þegar ósonþynningin yfir suðurskautinu var endanlega staðfest 1987 og samþykkt að hafa dregið úr notkun þessara efna um 50% um aldamót. I ljósi nýrra upp- lýsinga var þessi samningur endur- skoðaður í júní í sumar og þar stað- fest algert bann við notkun þessara efna eftir árið 2000, þó þannig að þróunarlöndin fá 10 árum lengri umþóttunartíma og er lofað fjárst- uðningi. En þó munu þau efni sem þegar eru komin út í andrúmsloftið eiga eftir að virka á ósonið í langan tíma. Hafa efnaframleiðendur látið sér detta í hug sú undankomuleið að í staðinn megi nota svonefnd HCFC eða hydroklórflúorefni. Bresku vísindamennirnir vara mjög við því, segja það skammgóðan vermi. Þessi skýrsla um aukna þynningu ósonlagsins yfir Evrópu, svo og gervihnattamælingar sem sýna þynningu yfir Bandaríkjunum, Sov- étríkjunum og Norður-Asíu, kemur á sama tíma sem menn hafa vax- andi áhyggjur af því að þetta geti valdið auknum húðrabba og dregið úr vexti gróðurs og dýralífs, bæði á láði og á legi. Vitað er t.d. að framleiðsla og dauði ýmissa þör- unga í hafinu eru mjög næm fyrir breytingum á útfjólubláum geislum, sem varðar okkur íslendinga miklu. Innflytjendaáætlun Bandaríkjanna Þjóðþing Bandaríkjanna samþykkti fyrir skömmu ný lög sem heim- ila útgáfu 40.000 innflutningsáritana til þegna 34 landa, þar á meðal íslands. Til þess að vera hæfur þarf umsækjandi að hafa tilboð trúverðugs atvinnurekanda í Bandaríkjunum um fasta vinnu. Fyrstu áritanir verða gefnar í október 1991. Til að fá frekari upplýsingar um áætlun þessa eða ókeypis við- töl, gjörið svo vel að hringja í 703-893-6807 (U.S.) eða fax 703- 893-7468, eða skrifið til: Law Offices of Romney Wright, 1730 K Street, N. W., Suite 304, Washington, D. C. 20006 U.S.A. Ennfremur: Við höfum tiltæka starfs/lögpersónu ábyrgðarmenn fyrir löggildingu umsókna til að fá „Græn kort". HAUST- VÖRURNAR KOMNAR Glugginn, Laugavegi 40.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.