Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 15
Björn Engholm, leiðtogi sósíal- demókrata, skoraði á Kohl að fara ekki til Sanssouci vegna þess að myndi kynda undir ótta erlendis um að hemaðarhyggja væri að ryðja sér til rúms í Þýskalandi. „Konung- urinn tók við því herveldi, sem fað- ir hans hafði stofnað,“ sagði Eng- holm, í grein sem birtist í dagblað- inu Mitteldeutsche Zeitung á fimmtudag. „Með því að halda því við lagði hann grunninn að atburð- um, sem hafa haft hrikalegar afleið- ingar allt fram á þessa öld.“ Fræðimenn hafa bent á að Hitler réttlætti Þriðja ríkið með tilvísunum til Prússlands, þar sem járnagi og skyldurækni voru í hávegum höfð. Sagnfræðingurinn Sebastian Haffner sagði að endurgreftrun Friðriks mikla minnti á það þegar Hitler kraup fyrir framan gröf kon- ungsins 21. mars 1943 í Potsdam, skömmu eftir að hann komst til valda. Hitler hafði dálæti á bæði Friðrik mikla og Bismarck. Þegar hann framdi sjálfsmorð í sprengju- byrgi sínu í Berlín hékk stórt mál- verk af Friðrik fyrir ofan hann. Friðrik mikli hugleiddi einmitt sjálfsmorð þegar hann hélt að sér væru öll sund lokuð í Sjö ára stríð- inu. Sagnfræðingurinn Golo Mann, sem er sonur rithöfundarins Thom- asar Manns, sakaði Kohl um „al- gera smekkleysu". Mann tekur und- ir með þeim, sem segja að þátttaka Kohls breyti athöfninni úr fjölskyld- umáli í þjóðarviðburð. „Það myndi vekja fögnuð heimskingjanna og vandræðalegan ótta í höfuðborgum Evrópu ef þú notaðir embætti kanslara sambandslýðveldisins til þess,“ skrifaði hægri maðurinn Mann nýverið og beindi orðum sín- um til kanslarans. Kohl sá sig tilneyddan til að veija ákvörðun sína. Hann ítrekaði að hann færi ekki tit athafnarinnar í krafti embættis síns, heldur á eigin vegum, Kohl gaf út þriggja síðna yfirlýsingu þar sem hann lofaði pólitískar umbætur Friðriks mikla og lagði áherslu á að hann hefði hlúð að menningu og listum í Prúss- landi. Kanslarým sagði að Þjóðverjar yrðu' að meta hinar björtu hliðar sögu srnnar’ til jafns við þær dökku. Vissulega væri rétt að fordæma nazismann, en jafnframt væri sjálf- sagt að hampa því, sem væri af hinu góða. „Þjóð, sem þekkir ekki fortíð sína, getur hvorki skilið sam- tíðina, né mótað framtíðina. Óg Friðrik mikli er hluti af sögu okk- ar, hvort sem okkur líkar betur eða ver,“ sagði kanslarinn. Kennslustund í sagnfræði? Kohl er doktor í sagnfræði og því hefur verið haldið fram að hann sé að veita þjóðinni kennslustund í sögu Þýskalands. Árið 1984 gerði Kohl árangurslausa tilraun til að fá að vera við athöfn til minningar um að fjörutíu ár voru liðin frá inn- rás bandamanna í Frakkland. Síðar sama ár minntist hann orrustunnar við Verdun, sem var ein sú blóðug- asta í heimsstyijöldinni-fyrri, ásamt Francois Mitterrand, forseta Frakk- lands. Árið 1985 bauð Kohl Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til at- hafnar í kirkjugarði í Bitburg þar sem þýskir hermenn, sem féllu í seinni heimsstyijöld, liggja grafnir. Heimsóknin til Bitburg varð mikið hitamál vegna þess að í ljós kom að þar liggja einnig lík hermanna úr SS-sveitum nasista. Eberhard Jáckel, sagnfræðingur við háskólann í Stuttgart, sagði að Kohl væri að reyna að finna „not- hæfa fortíð“ til þess að efla föður- landsást Þjóðveija. Gallinn væri sá MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 TTT>' ‘ TWT'ii- 71 .1 I.IAIi V77T’~ TnrrA TfTvrurv.Tntr- FRIÐRIK MIHLI Upplýstur einvaldur eða valdatfkinn herfsringl? Heimspekingurinn Voltaire og flautuleikarinij Friðrik mikli. Sagnfræðingar segja að í Friðrik mikla hafi stangast á tvær ósættanlegar hliðar. Annars vegar hafi hann haf- ið hernaðarstefnw tii vegs, en hins vegar hafi hann haft unun af heimspeki, bók- menntum og listum og hrifist af umbótastefnu upplýsing- arinnar. Deilan snýst um það hvor hliðin á persónuleika hans hafi orðið ofan á. Friðrik mikli fæddist 24. janúar árið 1712. Þá voru aðeins ellefu ár frá því afi afi hans, Friðrik I., var krýndur fyrsti konungúr Prússlands. Faðir hans, Friðrik Vilhjálmur I., sem varð konungur einu ári eftir fæðing- una, gladdist yfir því að hafa eign- ast erfíngja. En sú sæla var skammvinn. Flest í fari Friðriks var föður hans til ama. Friðrik Vilhjálmur hlaut viðurn- efnið hermaníiakonUngurinn fyrir dálæti sitt á hermennsku. Prúss- land var fátækt land þegar hann komst til valda, en konungurinr, var staðráðinn í að tryggja við- gang þess. Hann upprætti allt óhóf í stjómkerfinu og lagði áherslu á dugnaö og eljusemi. Og hann breytti Prússlandi i herbúð- ir. 83 þúsund manns stóðu undir merkjum Prússlands í tíð her- mannakonungsins. Þá voru Prúss- ar aðeins 2,25 milljónir. Haft er eftir Friðrik Vilhjálmi aö hann hefði látið sér á sama standa um návist hinnar fegurstu konu, „en hermenn em minn veikleiki, Með hermönnum er hægt aö leiða mig hvert sem er.“ Það var því ekki aö furða að ást sonarins á bókum og tónlist færi fyrir bijóstið á honum. Frið- rik Vilhjálmur þoldi ekki hinn „kvenlega“ son sinn, sem kunni livorki „að ríða né skjóta af byssu“. Sonurinn lærði á flautu • og las Voltaire og aðra fulltrúa frönsku upplýsingarinnar og fað- irinn kvartaði undan því aö hann „gerði ekkert af ásc til sín“. Konungurinn gerði allt hvað hann gat til að bijóta son sinn á bak aftur. Hann hýddi hann fyrir framan liðsforingja sína og henti bókunum hans á eld. Friðrik sagði systur sinni að heldur vildi hann betia fyrir viður- væri sínu en lifa áfram í föður- garði og fór að leggja á ráðin um flótta. Upp komst um ráðabmgg- ið áður en Friðrik gat forðað sér og var honum varpað í fangelsi. Friðrik Vilhjálmur hótaði syni sín- um lífláti, en ákvað að þyrma honum. Vini Triðriks og banda- manni, Hans Hermann von Katte, var hins vegar ekki hlíft. Hann var tekinn af lífi fyrir augum konungssonarins. Eftir þetta varð Friðrik leiði- tamari föður sínum, þótt aldrei tækjust sættir milli feðganna. Friðrik Vilhjálmur lést. árið 1740. Voltaire, kallaði hinn nýja konung, Friðrik II., „Salómon norðursins“. Ári áður hafði Volta- ire aðstoðað Friðrik við útgáfu bókarinnar „Antimachiavelli11, sem skrifuö var gegn „Furstan- um“ eftir Niccolo Machiavelli. Voitaire hélt ekki vatni: „Heim- spekingur og konungur, ó, þetta var án vafa ósk þessarar aldar, en enginn þorði aö vona,“ skrifaði hann. Hálfu ári síðar blés heim- spekingurinn til styijaldar. Herskái heimspekingurinn í október árið 1740 dó Karl IV., keisari Austum'kis. Við krún- unni tók María Teresa. Önnur stórveldi i Evrópu hugðu sér gott ti! glóðarinna? og reyndu að gera henni lífið leitt. Prússar voru ekki í hópi stórveldanna, en Friðrik hugðist breyta því. í desember réðst hann inn í Slesíu. í eitt og hálft ár barðist hann við heri keis- araynjunnar og þegar upp var staðið hafði hann sölsað undir sig stóran hluta Slesíu. Eftir að friður komst á sneri Friðrik aftur til Berlínar og var kallaður hinn mikli. í ágúst 1744 lét hann aftur til skarar skríða og hugðist nú kné- setja Austumkismenn. Honum varð ekki kápan úr því klæðinu og varð að sætta sig við að halda því, sem hann hafði lagt undir sig í fyrra stríðinu. Blóðsúthellingunum var ekki lokið. Áriö 1756 hóf hann stríð, sem stóð í sjö ár. Prússar voru í bandalagi við Breta og gátu að- eins vænst fjárframlaga frá þeim. Gegn þeim var bandalag Frakka, Austurríkismanna, Rússa og Svía, auk þýskra smáfursta. Prússar höfðu 141 þúsund manna her, en andstæðingar þeirra 382 þúsund menn. í ágúst réðst Friðrik inn í Sax- iand. Fyrsta árið gekk allt, á aftur- fótunum hjá Prússum. „Heppnin er kona og ég er enginn elsk- hugi,“ sagði Friðrik um slæmt gengi sitt. En á öðru ári Sjö ára stríðsins snerisl gæfan við. Frið- rik vann tvo frækilega sigra gegn ofurefli manna. Napóleon sagði að orrustan við Robacli myndi „nægja til að gera Friðrik ódauð- legan og tryggja honum sess meðal mikilhæfustu herforingja sögunnar'*. Þessir sigrar nægðu ekki til aö snúa við gangi stríðsins. Rússar réðust inn í Austur-Prússland og lögðu undir sig Königsberg þar sem afi Friðriks hafði verið krýnd- ur. Árið 1760 náðu hermenn Rússa og Austurríkismanna til Berlínar, en þeir lögðu hana ekki undir sig. Eftir að hafa farið ráns- hendi um borgina í tíu daga drógu þeir sig baka. Þegar hér var komið sögu taldi Friðrik að allt væri glatað. En í stað þess að gefast upp tók hann sér stöðu í fremstu víglínu. Hann leitaði hvað eftir annað uppi hita orrustunnar, hvatti stríðshijáða liðsmenn sína til dáða og hefur frækileg framganga hans verið efniviður í margar hetjusögur. Þegar komið var i herbúðimar að loknum bardögum lék hann á flautuna sína eða settist við skrift- ir. Þrátt fyrir hetjudáðir Friðriks seig stöðugt á ógæfuhliðina og það var ekki honum að þakka að Prússland hélt velli. í janúar árið 1762 lést Elísabet keisaraynja í Rússiandi. Eftii-maður hennar var mikill aðdáandi Prússa og samdi umsvifalaust vopnahlé. Skömmu síðar höfðu Austurríkismenn fengið sig fullsadda af styijöld- inni. í febrúar árið 1763 var-sam- inn friður. Ekkert hafði unnist. Prússland var jafri stórt og áður. Umbætur í Prússlandi Friðrik sneri heim og kvaðst saddur lífdaga. Hann hafði komist að því að stríð væri eins og „hyl- dýpi, ... sem gleypir fólk í sig.“ 180 þúsund Prússar, bæði her- menn og borgarar, féllu í stríðinu. Hann var þó á þvi aö Prússland skyldi vera herveldi. En nft tók hann til við þær umbætur, sem Kohl hafa veriö svo hugleiknar undanfarið. Hann gerði umbætur á réttar- kerfínu og lýsti yfir því að einvald- urinn skyldi „aldrei grípa inn í gang réttlætisinr, þvi lögin eiga að tala í réttarsölunum og þjóð- höfðinginn að þegja“. Hann hafði hins vegar vakandi auga meö dómurum og hikaði ekki við að ógilda dóma væru þeir honum á móti skapi. Hann lagði af pyntingar, en þó bar við að menn væru pyntaðir. Hann leyfði frelsi í trúarbrögðum. Gyðingar og húgenottar fengu hæli í Prússlandi undan ofsóknum annars staðar í Evrópu. Kaþólikk- ar gátu hins vegar ekki gegnt æðstu stöðum og hann leit niður á gyðinga, þótt hann ofsækti þá ekki. Friðrik jók einnig frelsi fjöl- miðla, þótt það varðaði við lög að gagnrýna konunginn. Þessar umbætur standast ef til vill ekki kröfur okkar tíma, en þær voru einstakar í Evrópu á átjándu öld. En Friðrik átti enn eftir að sýna á sér hina hliðina. Árið 1782 skiptu Prússar, Austurríkismenn og Rússar Póllandi á milli sín með valdi, þótt ekki kæmi til styrjalrl- ar. Friðrik mikli lést 17. ágúst árið 1786. að hann velji ekki rétt tækifæri. „Afstaða hans til sögunnar er óheppileg og misráðin," sagði Jác- kel. Kohl hefur oftar en einu sinni komið sér í vandræði með söguskýr- ingum sínum. Árið 1984 kvaðst hann njóta „náðar síðburðar" þegar hann var að ávarpa fórnarlömb helfararinnar. Átti Kohl þar við að hann hefði fæðst of seint til að hafa aldur til að taka þátt í stríðs- glæpum nazista. Árið 1987 kallaði hann yfir sig reiði Míkhaíls Gor- batsjovs Sovétleiðtoga þegar hann líkti honum við Joseph Goebbels, áróðursmeistara Hitlers, í viðtali við tímaritið Newsweek. Menn hafa einnig lagt pólitískan skilning í ákvörðun Kohls. Hans- Ulrich Wehler, sagnfræðiprófessor við Bielefeld háskóla, segir að Kohl sé að reyna að afla sér stuðnings í nýju sambandslöndunum, þar sem fylgi hans hefur hrapað frá samein- ingu Þýskalands. Skoðanakannanir sýna að Eng- holm myndi vinna sigur í Austur- Þýskalandi yrði gengið til kosninga nú. Dýrkun á prússnesku konung- unum virðist vera að grípa um sig í Brandenburg, þeim hluta Prúss- lands, sem enn tilheyrir Þýska- landi. „Fólk hefur aðra afstöðu til fortíðarinnar eftir 60 ára einræði og þetta gæti reynst hið mesta kænskubragð," segir Wehler. Þátttaka hersins í athöfninni hef- ur verið gagnrýnd harkalega. Get- um hefur verið leitt að því að erlend- is muni menn óttast að hinn prúss- nesk-þýski hernaðarandi sé að grafa um sig á ný. Hvorki Hohen- zollern-fjölskyldan, né yfirmenn hersins vilja gangast við þvi að hafa átt frumkvæði að þátttöku hersins í útförinni. Loðvík Ferdin- and prins sagði í viðtali að varnar- málaráðuneytið hefði „lagt fram ósk“ um að herinn yrði með. „Við buðum okkur ekki sjálfir," svaraði Gerhard Stoltenberg vamarmála- ráðherra. Friðrik mikli er annálaðasti kon- ungur Prússa. Þegar tímaritið Der Spiegel spurði í skoðanakönnun hveijir væru mikilhæfustu Þjóðver- jarnir hreppti Friðrik fjórða sætið. Rúmur helmingur Þjóðveija kvaðst iíta sögu Prússlands „fremur já- kvæðurn" augum. Hins vegar voru fleiri andvígir þátttöku Kohls og hersins í „líkflutningi aldarinnar11, eins og Der Spiegel tók til orða, en hlynntir. Rétt er að Friðrik mikli lagði grunninn að Prússlandi Bismarcks og Vilhjálms II Og því má halda fram að hernaðarandinn, sem Frið- rik mikli innleiddi, hafi á endanum leitt til heimsstyijaldarinnar fyrri og síðari. Hins vegar er hæpið aö kenna honum um stríðsglæpi naz- ista. Umræðurnar um útför hans í Sanssouci eiga fyllilega rétt á sér. Friðrik mikli óskaði sér þess í erfða- skrá sinni að ríki sitt myndi standa um alla framtíð. En, svo vitnað sé í orð Rudolfs Augsteins, ritstjóra Der Spiegel, það ríki er ekki til leng- ur. Heimildir: The Daily Telegraph, Newsweek, Frankfurter Allgemeine Zeitung, og Der Spiegel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.