Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 21
^—11 .....................
jnt ■pi'm JBTWM Hk.MI a| mm a / //—\/ \/C^ /k //•—\ a n
JHk ■ w INNIUAuOl / o//\/CjzA/\
EJS óskar eftir að
ráða f eftirtalin
störf:
1. Sölumaður 1: Til starfa við sölu skrifstofu-
tækja, Ijósritunarvéla, ritvéla o.fl. í verslun
EJS. (Reynsla æskileg - en þó ekki skilyrði).
2. Sölumaður2: Við sölu hugbúnaðar, tölva
o.fl. í verslun EJS. (Reynsla æskileg - en
þó ekki skilyrði).
3. Lagermaður: Til aðstoðar á lager fyrir-
tækisins við afgreiðslu og útkeyrslu.
4. Þjónustumaður: Til starfa í tæknideild
fyritækisins til að annast þjónustu á tölvum
og netbúnaði. Krafist er góðrar þekkingar
og reynslu í netstýrikerfum og öðrum stöðl-
uðum hugbúnaði.
Upplýsingar um störf 1, 2 og 3 gefur Guðjón
Kr. Guðjónsson frá 22. ágúst nk.
Upplýsingar um starf nr. 4 gefur Helgi Þór
Guðmundsson.
Umsóknir skulu póstlagðar eða þeim skilað
á skrifstofu okkar fyrir 31. ágúst nk. merkt-
EINAR J.SKÚLASON HF
Grensásvegi 10, 108 Reykjavík, Sími 686933
Sóknarnefnd Lágafellssóknar í Mosfellsbæ
vill ráða í eftirtaldar stöður sem fyrst:
Framkvæmdastjóri sóknarnefndar
Þetta er fullt starf en daglegur vinnutími
getur verið breytilegur:
Starfið er fólgið í umhirðu og eftirliti með
kirkjunum og kirkjugörðunum á Lágafelli og
Mosfelli og safnaðarheimilinu við Þverholt
3, auk annarra verkefna á vegum sóknar-
nefndar. Starfsmaðurinn þarf að geta annast
minni háttar viðhald.
Húsmóðir í safnaðarheimilið
Við leitum eftir konu í fast hálft starf fyrri
hluta dags. Starfið felst í umsjón með útleigu
og afnotum heimilisins auk aðstoðar við
sóknarprest á viðtalstímum. Starfi þessu
getur fylgt nokkur aukavinna við veitingasölu
í tengslum við útleigu samkomusalarins.
Upplýsingar veitir séra Jón Þorsteinsson,
sóknarprestur á skrifstofu sinni í Þverholti
3, 3. hæð, þriðjudag til föstudags kl. 10.00
til 12.00. Sími 667113.
Sóknarnefnd Lágafellssóknar.
FWQOF C X , F7DNINC7R
Auglýsingatafla
Komið og skoðið sjálf störf sem eru
íboði.
Ef þú ert í atvinnuleit getur þú komið og skoð-
að hvað er í boði, og lagt inn umsókn ef þér
sýnist eitthvað starf vera í samræmi við það
sem þú ert að leita að. Og auðvitað líka þó
þú sjáir ekkert þegar þú kemur, því störf í boði
eru mismunandi frá einum degi til annars, að
ekki sé talað um eina viku til annarar. M.a.
kemur fram hvers konar starf er um að ræða,
áætluð laun, vinnutími o.fl. Þægilegar upplýs-
ingar fyrir þá sem leita að starfi.
Ábendi, Laugavegi 178, s. 689099,
(á mótum Bolholts og Laugavegar).
Opiðp frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00.
Leikskólinn
Glaðheimar
Bolungarvík
Börnin á Leikskólanum Glaðheimum, Bolung-
arvík, hafa beðið mig að leita eftir forstöðu-
konu við leikskólann sinn, Glaðheima.
Bolungarvík er 1200 manna sjávarþorp, sem
liggur fyrir opnu hafi, en stórbrotinn fjalla-
hringur skýlir byggðinni.
Atvinnuástand er gott og félags- og menn-
ingarlíf fjölbreytt. Verslanir ágætar og þjón-
usta iðnaðarmanna hin besta.
í kaupstaðnum er íþróttamiðstöð (sundlaug
og íþróttahús), góður grunnskóli og tónlistar-
skóli.
Heilbrigðisþjónusta er og hefur ávallt verið
hin besta. Við heilsugæsluna starfa læknir,
hjúkrunarfræðingur og tannlæknir.
Stutt er að aka til Ísaíjarðar (um 16 km leið
á bundnu slitlagi).
Leikskólinn er ágætlega búinn og hafa starfs-
stúlkurflestarstarfað um árabil við skólann.
Bæjarstjórn útvegar íbúðarhúsnæði og
greiðir, samkvæmt samningi, kostnað við
flutning fjölskyldu og búslóðar.
Hvernig væri að „slá á þráðinn“, fá frekari
upplýsingar um framanritað ásamt viðræðu
um launakjör.
Bolungarvík 16.08.1991,
Bæjarstjórinn í Bolungarvík,
sími 94-7113.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Siðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500
Félagsráðgjafi
Laus er 75% staða félagsráðgjafa á félags-
ráðgjafasviði öldrunarþjónustudeildar í
Síðumúla 39.
Starfið er fólgið í ráðgjöf og aðstoð við aldr-
aða, mat á húsnæðis- og þjónustuþörf og
meðferð umsókna um húsnæði og fjárhags-
aðstoð.
Nánari upplýsingar veita yfirmaður öldrunar-
þjónustudeildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir,
og forstöðumaður félagsráðgjafasviðs, Ásta
Þórðardóttir, í síma 678500.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk.
Þroskaþjálfi
- meðferðarfulltrúi
Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði
20, óskar eftir að ráða þroskaþjálfa og/eða
meðferðarfulltrúa.
Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af
starfi með fötluðum börnum. Um er að ræða
dag-, kvöld- og helgarvaktir.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 681311 og 21682.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk.
Staða
forstöðumanns
Staða forstöðumanns við lítið heimili fyrir
unglinga er laus til umsóknar. Starf forstöðu-
manns felst m.a. í umsjón með daglegum
rekstri heimilisins ásamt ábyrgð á faglegum
störfum þess.
Forstöðumaður gegnir vaktavinnu. Reynsla
og menntun sem félagsráðgjafi eða önnur
menntun á sviði sálar- eða uppeldisfræði
áskilin.
Upplýsingar um starfið gefur forstöðumaður,
Anna Jóhannsdóttir, í síma 681836 og for-
stöðumaður unglingadeildar, Snjólaug Stef-
ánsdóttir, í síma 625500.
Umsóknarfrestur er til 30. ágúst nk.
Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnun-
ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á um-
sóknareyðublöðum sem þar fást.
Atvi n n utækif ær i
Almenn störf
Fjölmörg fyrirtæki hafa falið mér að útvega
gott starfsfólk til ýmissa framtíðarstarfa.
Sýnishorn af störfum í boði
★ Sérhæft skrifstofustarf hjá innflutnings-
fyrirtæki staðsettu í Kópavogi. Góð þekk-
ing á fjárhagsbókhaldi og öllum almenn-
um skrifstofustörfum.
★ Þvottahús staðsett á Höfða vantar starfs-
fólk til starfa bæði 1/1 og 1/2 vinnudag.
★ Vaktstjóri á bensínstöð hjá traustu og
góðu olíufélagi.
★ Starfsfólk til ýmissa starfa í prentsmiðju.
★ Þjónustufyrirtæki vill ráða starfsfólk til
hreingerningarstarfa á kvöldin, nóttunni
og um helgar. Mikil vinna, þó eingöngu
fyrir fólk sem stundar ekki önnur störf.
★ Lagerstarf hjá traustu og góðu fram-
leiðslufyrirtæki.
★ Starfsfólk til starfa hjá íþróttamiðstöð og
sundstað.
★ Afgreiðslustarf í snyrtivöruverslun 1/2
e.h. staðsett í Hafnarfirði.
★ Sölumaður til starfa hjá framleiðslufyrir-
tæki.
★ Útkeyrslu og sölustarf hjá innflutningsfyr-
irtæki.
★ Nýr veitingastaður vill ráða gjaldkera
(kassafólk), vaktavinna.
★ Veitingastaður vill ráða aðila til að sjá um
fjárhagsbókhald, greiðslu reikninga, upp-
gjör og önnur almenn skrifstofustörf. Ein-
göngu dagvinna.
★ Ymis önnur ótilgreind störf, þ.á m. sér-
hæfð skrifstofustörf, afgreiðslustörf í sér-
verslun, matvöruverslun o.s.frv.
Ath. verið búin að skrá ykkur áður en „ver-
tíðin“ byrjar i lok ágúst.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upp-
lýsingar um störf þessi sem og önnur eru
veittar á skrifstofu minni.
STARFSMANNAÞJÓNUSTA hf.
liAFNARSTRÆTI 20, VTO LÆKJARTORG, 101 REYKJAVÍK, SÍMI624550.
Afgreiðsla og
pökkun
Vegna mikilla anna óskar Goði hf. eftir að
ráða 3 starfsmenn í afgreiðslu á pöntunum
og 7 starfsmenn í pökkun og verðmerkingu
á kjötvöru.
Leitað er að konum eða körlum á aldrinum
25-50 ára og er vinnutími kl. 7.30 til 15.30,
nema föstudaga kl. 7.30 til 14.00.
Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst nk.
Ráðningar verða sem allra fyrst.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
aðeins veittar á skrifstofu Liðsauka hf. frá
kl. 9-15.
Skólavörðustlg la - 101 Reykjavík - Simi 621355
Afleysinga- og ráðningaþjónusta
Liósauki hf.