Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.08.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1991 SKÓÚTSALA 0CCO Skóverslun Þórðar Laugavegi 41, Borgarnesi Kirkjustræti 8, sími 13570. Brákarbraut 3, sími 14181. sími 93-71904. Islenskt landslag IVIyndlist Bragi Asgeirsson Það skal segjast, að litla listhús- ið „Gallerí einn-einn“ á Skólavörð- ustíg 4a stendur vel fyrir sínu um sýningaframkvæmdir. Sýningar þess ei-u vel kynntar nokkuð fram í tímann og flestir reyna að búa bærilega að einstök- um sýningum, þótt innan um séu slæmir fingurbrjótar, sem á stund- um gerir almenna umíjöllum með öllu tilgangslausa. Geri ég ráð fyrir, að þrátt fyrir að húsnæðið þrengi mjög að öllum umsvifum, leggi svipaður fjöldi fólks leið sína þangað og t.d. í SÚM galleríið forðum daga og tel ég það gott, þar sem nýjabrumið er löngu horfið af athöfnum nýlistafólksins. Það er eðlilegt að fólk almennt streymi ekki á sýningar, sem ein- ungis bjóða upp á tvö til sex verk og það stundum lítil, og án þes að um nokkra útskýringar séu á athöfnum viðkomandi. Sem betur fer er stundum öðru- vísi staðið að hlutunum og t.d. sýnir um þessar mundir Guðbergur Auðunsson ijórtán lítil verk sem Njóttu þess besta -útílokaðu regnið, rokið og kuldann íslensk veðrátta er ekkert lamb að leika við. Þess vegna nýtum við hverja þá tækni sem léttir okkur sambúðina við veðrið. LEXAN ylplastið er nýjung sem gjörbreytir möguleikum okkar til þess að njóta þess besta sem íslensk veðrátta hefur að bjóða - íslensku birtunnar. LEXAN ylplastið er hægt að nota hvar sem hægt er að hugsa sér að Ijósið fái að skína, t.d. í garðsofur, yfir sundlaugar, yfirbyggingu gatna, yfir húsagarð, anddyri og húshluta. Möguleikamir eru óþrjótandi. LEXAN ylplast Flytur ekki eld. Er viðurkennt af Brunamálastofnun. Mjög hátt brotþol. DIN 52290. Beygist kalt. Meiri hitaeinangrun en gengur og gerist. Hluti innrauðra geisla ná í gegn. GENERAL ELECTRIC PLASTICS LEXAN ylplast - velur það besta úr veðrinu. SINDRI BORGARTÚNI 31 • SÍMI 62 72 22 Guðbergur Auðunsson eiga að vera stef við íslenzkt lands- lag. Myndirnar vann hann erlendis á síðastliðnu ári og hafa þær verið sýndar í Menningarhúsinu í Stokk- hólmi og „Allied Arts Gallery", Belllingham, Washington. Guðbergur hefur komið víða við í myndrænum athöfnum á umliðn- um árum og haldið nokkrar einka- sýningar hér í borg, sem athygli vöktu. Stíll hans var áður mjög knappur og móderne eða jafnvel postmóderne, en nú hefur hann söðlað yfir í ljóðrænari vinnubrögð þar sem hann byggir á ýmsum hughrifum úr sjónreynslu sinni. Þetta minnir dálítið á það tíma- bil, er hann reif snifsi úr vegg- spjöldum og límdi upp eftir því sem hugurinn bauð, ásamt tilfinning- unni fyrir samspili forma og lit- rænu hrynjandi. Guðbergur viðist vera mjög þenkjandi um listræn vinnubrögð um þessar mundir og hefur víða lagt land undir fót, skoðað og num- ið í skólum erlendis. Hann er meira að segja á förum utan með haust- nóttum í enn einn slíkan leiðangur og nú til San Francisco. Þetta er ágæt aðferð til að sjóa sig í listinni því listaháskólarnir eru yfirleitt prýðilegur starfsvett- vangur fyrir alla sem vilja hagnýta sér þá á verksviðinu, og stefna að æðri markmiðum en nafnbótum, sem allir virðast geta fengið er svo er komið. Á sýningunni í listhúsinu einn- einn kemur þessi leitandi hvöt Guðbergs greinilega fram. Hér er ekki um átakamikil verk að ræða og er meira glímt við hin þýðari form og veikari litbrigði ásamt efnislegri dýpt. Þessi þættir málverksins eru þó ekki síður vandasamir en að notast við ábúðamikil form og hvella lita- samhljóma. Þær myndir sem ég tók aðallega eftir við fyrstu skoðun fyrir hnitm- iðuð og sannfærandi vinnubrögð voru „Draumurinn“ (3), „íslenzkt landslag“ (9) og „Landið siglir“ (11). Er auðséð á sýningunni að Guð- bergur hefur bæst í hóp þeirra núlistamanna, sem eru mjög þenkj- andi vegna náttúrunnar og vilja legga sitt lóð á vogarskálina á ör- lagaríkum tímum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.