Morgunblaðið - 30.08.1991, Page 38

Morgunblaðið - 30.08.1991, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991 .■ )'■ :i 0 1 : •-.-i—'U HINII EINI OG SANNI STEINAR Hljómplötur — kasettur KARNABÆR SONJA VINNUFATABÚÐIN PARTÝ B LDSHÓFÐI „ _ _ - STÓRUTSOLU MARKAÐURINN vESTURLANDSVEGUH STRAUMUH j Opnunartími j ■ I ■ __________ I J Föstudaga J : ki. 13-19 ; : Laugardaga 1 : ki. w-16 : : Aðra daga í í kl. 13-18 I FRÍTT KAFFI — VÍDEÓHORN FYRIR BÖRNIAI - ÓTRÚLEGT VERfi Tískuvörur BOMBEY Barnafatnaður STRIKIÐ Skór á alla fjölskylduna KJALLARINN/KOKO Alhliða tískufatnaður Fatnaður SAUMALIST THEODORA Tískufataverslun OG MARGIR FLEIRI Fjöldi fyrirtækja — gífurlegt vöruúrval NÝTT GREIÐSLUKORTATÍMABIL HEFST Í DAG .DSHOFBA 10 Með lágu verði, miklu vöruúrvali og þátttöku fjölda fyrirtœkja hefur stórútsölumarkaðurinn svo sannarlega slegið ígegn __________________og stendur undir nafni.________________ Joan Collins kynnir nýju bókina sína. BÆKUR Joan Collins í fótspor systur sinnar Leikkonan Joan Collins fylgir nú eftir nýrri skáldsögu sinni sem ber heitið „Love, Desire and hate“. Hún fer vítt og breitt og er koma hennar hvarvetna auglýst þannig að æstir aðdáendur geta komið og fengið hana til að árita bókina. Það væsir ekki um ungfrúna í uppákom- um þessum, hún rennir yfirleitt í hlað bókaverslana í gljásvörtum lí- músínum og sýnir lærleggina augnablik er hún stígur út úr þeim sötrandi bleikt kampavín. Aðsóknin er góð og bókin hefur verið rifin út. Joan er þekktari fyrir frammsitöðu sína á sviði, í kvikmyndum og sjón- varpi heldur en á ritvellinum. Bók hennar þykir vera mjög í anda þeirra bókmennta sem systir hennar Jacky Collins hefur auðgast ógur- lega á í gegn um árin. Þetta eru spennusögur með hráum ofbeldis- og kynlífslýsingum og tilheyrandi slanguryrðum og ljótu orðbragði. Það var raunar sagt strax um afurð Joan, að hún tæri beint í smiðju Jacky og viki ekki þaðan. Joan kærir sig kollótta um slíka dóma og ekki hefur heyrst að Jacky mis- líki það. Sem fyrr segir hefur aðsókn að áritunarstundum Joan verið mjög góð. Svo góð’ á stundum að komið hefur fyrir að hún hefur mátt hrök- klast úr verslunum vegna ágangs æstra aðdáenda sem láta sér ekki duga að fá áritaða bók, heldur rifr- ildi af fötum ungfrúarinnar. Eru þeir aðallega karlkyns sem svo langt ganga. Tískufatnaður herra og dömu Tískufataverslun Allskonar efni LEIKARAR Lífið ekki bara dans á rósum hjá Patrick Swayze Nýr hönnuður haslar sér völl Rétt rúmlega þrítug kona er nú mjög áberandi í heimi tískuhönnuða. Hún heitir Chynt- hia Steffe og tískujöfurinn Donna Karan réði hana í vinnu til sín áður en hún úitskrifaðist úr þekkt- um hönnunarskóla. Steffe segir að hún hafi alist upp í smábæ á afskekktum stað í Bandaríkjunum og það hafi ekki verið stanslaus dans á rósum-'aö láta verða þar af fatahönnun, slíkt hafi talist hinn versti hégómi. Fyrir vikið hafi hún verið álitin snobbaður sérvitringur erhún tók að ganga um í fötum sem hún hannaði sjálf, enda stakk hún þar með verulega í stúf við þorpsbúa. Hún hélt sér hins vegar við efn- ið og réðist til vinnu hjá Donnu Karan eins og áður sagði. Hróður hennar barst skjótt vítt og breitt og þar kom að hún treysti sér til að slíta tengslin við tískuhúsið og stofna sitt eigið. Eiginmaður hennar Richard Roberts stendur með henni og er meðeigandi. Hann segir að hún hafi haft slík áhrif á sig er hann sá hana fyrst, að ekki hafi annað komiö tií greina eu að giftast henni, sama hvað það tæki iangan tíma að sannfæra hana. Þó það tæki alla ævi. Það tók reyndar mun skemmri tíma, hann reyndist hafa sama aðdráttaraflið á hana og öfugt. Cynthia leggur áherslu á léttan útivistarfatnað fyrir konur með þeim orðum aö ef að konur fái á tilfinninguna að þær taki sig vel út í ákveðnum fatnaði þá hefj- ist þegar jákvæð útgeislun frá þeim.... Það skiptast á skin og skúrir hjá leikaranum og kyntröll- inu Patrick Swayze. Fyrir skömmu kusu lesendur bandaríska tíma- ritsins „People“ hann kynþokka- fyllsta karlmann veraldar og er talið að frammistaða hans í met- sölukvikmyndinni „Ghost“ hafi ráðið þar nokkru um og svo dálít- il forn frægð frá dögum kvikmynd- arinnar „Dirty Dancing". Síðustu ár hafa kappar á borð við Sean Connery, Tom Cruise, Harry Hamlin og Mel Gibson verið kosnir í umrætt óformlegt emb- ætti. Demi Moore, leikkonan sem lék á móti Swayze í „Ghost“ sagði um hann í blaðinu, að hann væri heiðursmaður, kurteis og snoppu- fríður, en líkami hans minnti helst á stælt villidýr! Það var og. En það var talað um skin og skúri. Það kom skúr hjá Swayze fyrir skömmu er hann var við tök- ur á nýjustu kvikmynd sinni „Po- int Break“. Þar leikur hann mikinn snilling í brimbrettamennsku og þar sem Swayze hefur ævinlega lagt Patrick Swayze var hætt kominn áherslu á að leika sjálfur í sínum áhættuatriðum, nema að þau séu þeim mun vafasamari, þá kom auðvitað ekki annað til greina en að sigla sjálfur á brimbrettinu í einu af aðalskotum myndarinnar, er hetjan tekst á við slíkan brotsjó að hann myndi laska meðaltogara. Þetta var mikil bára og Swayze reyndist ekki vera jafn liðtækur brimbrettamaður og hann hugði. Löðrið þeytti honum fyrst af brett- inu og leikaranum skolaði upp í ijöru. Er hann ætlaði að klóra sig í land þreif sogið í hann og spyrnti á haf út og það þurfti hálft dúsín strandvarða til að bjarga garpin- um úr sjónum. Hann var nærri rænulaus er menn náðu til hans og hann sagði eftir á að sú hugsun hefði flogið í gegn um höfuð hans, að lungun væru að springa, „ég er að deyja,“ var síðasta hugsun hans áður en hann missti meðvitund og það næsta sem hann vissi var að björg- unarmenn voru að dæla upp úr honum sjó... Cynthia Steffe... TÍSKA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.