Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Júlíus Slökkvilið að störfum við Glófaxa. Verið að rjúfa þak og kæla gashylki sem voru í smíðasalnum. Tveir menn björgnðust úr bruna í Armúla: Var orðinn sjóðheitur og skór og föt loguðu Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ragnar Gunnarsson sem var staddur inni í sprautunarsalnum þar sem eldurinn kom upp. Ilann heldur á sviðnum jakka sem var í skáp I syðri enda byggingarinnar. - segir Ragnar Gunnarsson „EG var orðinn sjóðheitur og skóraii-loguðu. Ég hélt að þetta væri mitt síðasta en það er bara einhver ofsahræðsla sem bjarg- ar manni þama,“ sagði Ragnar Gunnarsson, en hann var ásamt félaga sínum, Matthíasi Odd- geirssyni, inni í sprautunarklef- anum þegar eldur kom upp í blikksmiðjunni Glófaxa í Ar- múla 42 síðdegis í gær. Er talið að tjón af völdum brunans nemi nokkrum milljónum króna. Fyr- irtækið hefur einkum framleitt eldvarnahurðir. Þrír menn voru við störf í fyrirtækinu þegar eldurinn kom upp, þar af tveir I sprautunarklefa þar sem mesti eldurinn var, en þeir björguðust með undraverðum hætti úr eld- hafinu. Allt innanstokks í smíðasal fyrirtækisins er ónýtt af eldi, reyk eða vatni og mikl- ar skemmdir virðast einnig hafa orðið á húsinu. Mikil mildi var að eldurinn komst ekki í gas- hylki í smíðasalnum. Allt tiltækt lið slökkviliðs, fjórir dælubílar og einn körfubíll, auk tveggja sjúkrabifreiða, var kvatt á staðinn klukkan 17.15, og að sögn Bergsveins Alfonssonar varðstjóra, var aðkoman ófögur. Þegar slökkvilið var á leið á vett- vang fékk það upplýsingar um að húsið væri alelda en þegar á stað- inn var komið sást enginn eldur en sótsvartan reyk lagði frá hús- inu, einkum frá smíðasal í við- byggingu á baklóð. en einnig frá aðalbyggingunni í Ármúla. „Við fréttum strax af því að eldurinn væri á þessu afmarkaða svæði. Tveir reykkafarar fóru strax inn í eldinn og sá þriðji skömmu síðar með vatnsdælu og þeir náðu að slá niður mesta eld- inn þar til við náðum meira vatni úr brunahana í Síðumúla," sagði Bergsveinn. Slökkvistarf gekk mjög greiðlega og var mesti eldur- inn kæfður á hálfri klukkustund. Nokkur. gashylki voru í salnum, sem er um 400 fermetrar að stærð, en Bergsveinn sagði að þau virtust ekki hafa náð að hitna nógu mikið til að sprenging yrði. „Gashylkin standa á gólfínu en lofthæðin er um fímm metrar þannig að hitinn er mestur fyrir ofan þau. Hefði öðruvísi hagað til hefðum við fengið sprengingu, sem er mjög hættulegt fyrir reyk- kafara því þeir fara beint inn í eldinn," sagði Bergsveinn. „Ég átta mig ekki á því hvað hefur komið fyrir. Ég stóð bara allt í einu í eldhafí. Við vorum að baða hurð upp úr bensíni, hreinsa hana fyrir sprautun, og það hlýtur að hafa hlaupið neisti í gufumar þegar við snerum hurðinni við. Ég sneri mér við og henti mér út. Ég var orðinn sjóðheitur og skóm- ir loguðu. Ég hélt að þetta væri mitt síðasta en það er bara ein- hver ofsahræðsla sem bjargar manni þama,“ sagði Ragnar Gunnarsson, en hann var ásamt félaga sínum, Matthíasi Oddgeirs- syni, inni í sprautunarklefanum þegar eldurinn kom upp. Ragnar sviðnaði á höfði og þegar hann komst út úr salnum tók hann eft- ir því að eldur hafði náð að læsa sig í skó hans og buxur, sem hann slökkti sjálfur. Bjargmundur Björgvinsson sem var við störf í smíðasalnum sagði að hann hefði skyndilega heyrt féiaga sína segja honum að ná í slökkvitæki. „Eg hljóp og náði í slökkvitækið en þegar ég ætlaði til baka þá stöðv- aði mig svartur veggur, allt var orðið svart af reyk í húsinu. Ég sneri við og fór aftur í skrifstofu- bygginguna og þaðan út,“ sagði Bjargmundur. Mestur varð eldurinn í homi smíðasalarins, á mótum hans og nýbyggingar á baklóð, en þar var sprautunarkiefinn staðsettur. Reykkafaramir Óli R. Gunnarsson og Guðmundur Halldórsson fóru fyrstir inn í húsið þar sem eldurinn var mestur. „Eina sem við vissum var að það voru gashylki þama inni. Það var.ekki góð tilfinning að fara þama inn. Það var búið að segja okkur að það væri gat í gólfinu, við höfðum dálitlar áhyggjur af því. Þung eldvama- hurð varð á vegi okkar og við sviptum henni af en við bifum henni ekki núna. Það var hörku- eldur og geysilegur hiti hér fyrir innan," sagði Oli. Guðmundur sagði að eldurinn hefði verið farinn að hlaupa um allt loftið og þeir strax hafíð slökkvistörf. „Við viss- um ekkert hvar hylkin vom. Þetta er stórhættulegt og við gemm okkur báðir grein fyrir því og því er nauðsynlegt að vera passlega kvíðinn," sagði Guðmundur. Feðgamir Benedikt Ólafsson og Ólafur Benediktsson em eigendur Glófaxa. Ólafur sagði að allar vél- ar væm ónýtar, auk þess hefði reykur komist inn í skrifstofuna þar sem tölvubúnaður er. Einnig hefði reykur komist inn á næstu hæðir. „Eins kaldhæðnislega og það hljómar þá fáumst við aðallega við framleiðslu á eldvamahurðum. Við notum ýmiss eldfím efni, eink- um við hreinsun á hurðum," sagði Ólafur. Benedikt sagði að tjón af völdum eldsins næmi nokkmm milijónum króna. 12-14 manns starfa að jafnaði hjá Glófaxa. Benedikt sagði að fyrirtækið hefði verið tryggt og að það yrði byggt upp aftur. Vestmannaeyjar: Laumufarþ egi fannst um borð í Helgafellinu Vestmannaeyjum. LAUMUFARÞEGI, 23 ára gamall Palestínumaður, fannst um borð í Helgafellinu þegar verið var að losa gáma frá borði í Vest- mannaeyjum seinnipartinn í gær. Maðurinn kom um borð í Árósum og hafði hafst við matarlaus í nokkra daga í gámi um borð í skipinu. Að sögn Guðbjöms Ármannsson- ar, tollþjóns í Eyjum, var Helgafell- ið að koma úr hringferð frá Rotter- dam, Norðurlöndunum og Bret- landi. Þegar verið var að losa gáma frá borði í Eyjum síðdegis í gær sást maður reka höfuðið út úr msla- gám á dekki skipsins. Guðbjöm sagði að maðurinn hefði ekki haft persónuskilríki á sér og eini farang- ur hans hafí verið landakort, húfa og snyrtiáhöld sem hann hafði með- ferðis í bakpoka. Hann sagði að maðurinn hefði verið orðinn slæptur enda hafði hann hafst við í gámnum matarlaus í nokkra daga, því Helga- fellið hafði viðkomu í Noregi og Hull í Englandi áður en það hélt yfír hafíð til íslands. Guðbjöm sagði að laumufarþeg- inn hefði flakkað frá Kiel í Þýska- landi yfír til Norðurlandanna þar sem hann komst í skipið. Tilganginn með ferð sinni sagði hann vera að komast til einhvers lands þar sem hann gæti fengið landvistárleyfí. Að höfðu samráði við útlendinga- eftirlitið var ákveðið að maðurinn héldi áfram með Helgafellinu til Reykjavíkur þar sem það ætlaði að taka á móti honum. Helgafellið fór frá Eyjum um klukkan sex síðdegis í gær og var væntanlegt til Reykjavíkur í nótt. Grímur Heimdallur: Kjartan Magn- ússon kjör- inn formaður NÝ STJÓRN var kjörin á aðal- fundi Heimdallar í gær. Formað- ur var kjörinn Kjartan Magnús- son, blaðamaður og sagnfræði- nemi. Stjórn og for- maður var sjálf- kjörin þar sem ekkert mótfram- boð barst. í stjóm vom kjörin Krist- ján Garðarsson heimspekinemi, Hlynur M. Grímsson lækna- nemi, Ámi J. Magnús heimspekinemi, Þómnn Sigþórsdóttir laganemi, Skorri Andrew Aikman sálfræðinemi, Már Másson nemi, Hólmfríður E. Finns- dóttir viðskiptafræðinemi, Andrés Magnússon blaðamaður, Per Henje viðskiptafræðinemi, Þorsteinn Davíðsson laganemi og Þórður Þór- arinsson heimspekinemi. Eldur laus í fjölbýl- ishúsi á Bíldudal Slökkvibíllinn dreginn í gang ELDUR varð laus í íbúð í fjöl- býlishúsi við Gilsbakka síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði út um glugga og eldur logaði í einu herbergi þegar slökkviliðið kom á staðinn. Engan sakaði. Eigandi íbúðarinnar var við kaffídrykkju ásamt gesti þegar rafmagnið fór af íbúðinni. Kom þá í ljós að eldur hafði kviknað út frá frystikistu í geymsluher- bergi. íbúi í nærliggjandi húsi náði að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitækjum áður en slökkviliðið kom á vettvang. Eldurinn blossaði síðan upp aft- ur þegar slökkviliðið kom á stað- inn. Kveikt var á branaboðanum um kl. 18.30, og vom slökkviliðs- menn mættir á örskammri stundu, en einhver bið var á slökkvibílnum, því draga varð hann í gang. í sam- tali við Öm Gíslason slökkviliðs- stjóra sagði hann að rofí í bflnum hefði klikkað og því hefði þurft að draga í gang. Það hefði tafíð þá um 2 mínútur eða svo. íbúðin er mikið skemmd af völd- um reyks. Alls era 12 íbúðir í fjöl- býlishúsinu. R. Schmidt. Bíldudalur: Rafhlöður í reykskynjara seldust upp BQdudal. í KJÖLFAR eldsvoðans í Qöl- býlishúsi á Bíldudal síðdegis í gær, þriðjudag, seldust allar rafhlöður í reykskynjara upp í verslun staðarins. Óhætt er að segja að fólk hafí brugðist heldur betur við eftir eldsvoðann, því á einum klukkutíma seldust upp allar rafhlöður sem notaðar eru í reykskynjara. Margir fjarlægja rafhlöður úr reykskynjuram þegar rafhlöðumar eru búnar og gleyma síðan að setja nýjar í staðinn. R. Schmidt. Avöxtunarkrafa hús- bréfa hækkar í 8,8% ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa hækkaði í gær þjá Landsbréfum hf. úr 8,6% í 8,8% í kjölfar aukins framboðs bréfanna að undanförau. Sala hefur ekki verið í takt við framboðið og vegur þar þyngst að kaup lífeyrissjóða á húsbréfum voru minni í ágúst en mánuðina þar á undan að sögn Sigurbjörns Gunnarssonar, deildarstjóra hjá Lands- bréfum. Sigurbjöm sagði að framboð hús- um þessar mundir. bréfa hefði aukist sérstaklega vegna mikils fjölda greiðsluerfiðleikalána í húsbréfakerfínu og ættu þau stóran þátt í því að ávöxtunarkrafan hækk- aði. Þá væri ennfremur mikið fram- boð annarra verðbréfa á markaðnum Ávöxtunarkrafan hækkaði síðast í 8,8% í Vor en lækkaði í 8,6% í júní þegar sala húsbréfa glæddist. Hækkun ávöxtunarkröfunnar nú þýðir að afföll við sölu hækka úr rúmlega 20% í um 22%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.