Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1991 33 Happadrjúg- reglugerð eftirBrynleifH. Steingrímsson Eins og oft áður minnir umræðan um heilbrigðismál á það sem Bjöm á Löngumýri sagði gjarnan þegar sló í brýnu með Skagstrendingum og Blöndósingum á dansleikum hér áður fyrr: „Hvernig stóðu mínir menn sig?“ og átti hann þá við Skag- strendinga. Tvær greinar birtust um reglu- gerð vegna lyíja.kostnaðar sjúklinga í Mbl. 16. þ.m. Önnur bar fyrirsögn- ina „Hver sparar á kostnað hvers ...“ eftir Kristínu A. Guð- mundsdóttur, sjúkraliða, en hin „Að- för að óskabarni", skrifuð af Daníel Daníelssyni lækni. Báðár eru grein- arnar ágætlega skrifaðar en eru þó stríðsglaðar og af mannúð hjart- næmar. Þessum greinum verða í litlu gerð skil hér enda engin ástæða til. Rétt er þó að spyija Kristínu að því hvernig ríkið geti yfirleitt sparað á kostnað almennings þar sem það tekur og gefur fólksins eigin fjár- muni. Sparnað er aðeins hægt að framkvæma með því að eyða ekki. Það er meginmál þess sem nú er verið að gera í ríkisfjármálum. Allir vita að lyfjakostnaður er of hár hér og í V-Evrópu og þá sennilega lyfja- neysla um leið. Ef þessi forsenda er rétt þá er ekki réttlætanlegt að greiða óþarfa lyfjaneyslu úr sjóðum almennings. Ábendingar Kristínar um innkaup og álagningu lyfja eru orð í tíma töluð. Vonandi verður lyfjadreifingin gefin fijáls, svo að elilegir viðskipta- Frá vinstri: Sigurður K. Sigurkarlsson fjármálastjóri Sjóvá-AImenn- ar, Vilhjálmur Sigtryggsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Ólafur B. Thors forstjóri Sjóvá-Almennar, Þorvaldur S. Þorvaldsson formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur, Sigurjón Pétursson framkvæmdasljóri Sjóvá-Almennar og Einar Sveinsson forstjóri Sjóvá-Almennar. Sjóvá-Almennar gefa 1,2 milljónir til skógræktar VINAMOT í Vífilsstaðahlíð við trjásýnareitinn var haldið á höf- uðdaginn, fimmtudaginn 29. ágúst. Þar voru komnir stjórn- endur frá Sjóvá-Almennar og s^jórn Skógræktarfélags Reykja- víkur. Sjóvá-Almennar voru að gefa 1,2 milljónir króna til að grisja og fegra lund sem Almenn- ar tryggingar og fleiri fyrirtæki kostuðu árið 1958, þegar fé skorti til gróðursetningar. í sumar hafa verið gerðir göngn- stígar um lundinn, hann grisjaður og komið fyrir borði og bekkjum. Jafnframt hefur hreinlætisaðstaða verið bætt. Skógræktarfélagið þakkar þetta góða framtak. í mörg horn er að líta í allri Heiðmörkinni og eftir því sem fleiri leggja hönd á plóg því betra mun þetta svæði verða í fram- tíðinni fyrir alla þá er vilja njóta náttúrunnar á heilbrigðan máta. (Frcttatilkynning frá Skógræktarfclagi Reykjavíkur) hættir ríki með verslun lyfja. Öðru- vísi verður verslun þessi ekki með eðlilegu móti. Ennfremur bendir Kristín á hlut- verk heilbrigðismálaráðuneytisins varðandi þessi mál og verða verk þess vart hátt metin, ef rétt er frá skýrt varðandi verðlagningu lyija. Hvað snertir hugleiðingar Daníels læknis um prósentur og meðalta! verður aðeins undir þá rökvísu hugs- un tekið enda aldrei á meðaltal og tölur varðandi fólk litið sem réttlæt- ismæli og gerir heilbrigðismálaráð- herrann það sennilega ekki heldur. En þetta er þó eina aðferðin sem nothæf er til þess að skýrgreina al- menn áhrif ráðstafana af þessu tagi þegar um þúsundir manna er að ræða. Það er óþarfí á það að minna að þessar tölfræðilegu aðferðir voru í miklum álitum meðal „formalista sósíalismans“ og leiddu eins og kunnugt er ekki til réttlætis heldur ranglætis. En það er nú svo, að það eru læknar en ekki ráðherrar, sem meðhöndla sjúklinginn einn og einn og er okkur þá ekki ætlað að fara eftir neinum meðaltalstölum. Það sem læknar geta gert og hafa gert varðandi elli- og örorku- þega er að gefa Almannatrygging- um vottorð um uppbótarþörf sjúkl- inga vegna mikilla lyijanota, sbr. 19. gr. 3. málsgrein þar um. Um það eru allir sammála að þeim sem þurfa hjálpar við skuli tryggð sú hjálp og það reljalaust. Umræðan um lyfjakostnað sjúklinga ætti því ekki að snúast upp í armæðu og volæði, þar sem til þess er engin ástæða. Hver hefir sagt að þér eigi að líða vel? Þessi orð eru höfð eftir Sighvati Björgvinssyni ráðherra. Ekki heyrði ég hann mæla svo, en hafi hann gert það vil ég taka undir með hon- um. Þessi orð bera vitni um heim- spekilegt innsæi um leið og þau spegla lífið eins og það venjulegast er. Heilbrigðislöggjöfin setur sér háleit markmið og er eitt þeirra fé- lagsleg velsæld (á ensku social well- being). Þetta er óneitanlega göfugt og gagnlegt mið. En að lofa fólki því að því skuli líða vel er annað og meira. Um þvílíkt tal verður ekki annað sagt en það er stórt orð Hákot. Orðið þjáning er sennilega and- stæðan við orðið vellíðan. Raunhæft Brynleifur H. Steingrímsson „Það er löngu tímabært að endurskoða lyfsölu- mál þessa lands. Ég hefi aldrei skilið vegna hvers útvöldum lyfsöl- um er gefin einokunar- aðstaða til sölu á lyfjum og þar með tryggðir jafnvel tugir milljóna í árstekjur.“ og mannúðlegt markmið allra þeirra sem vinna að lækningum og hjúkrun er að lina þjáningu sjúkra á öllum sviðum. En vellíðan verður aldrei með lyíjum veitt til lengri tíma. Lyf geta því aldrei náð því mark- miði Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) að öllum líði and- lega, líkamlega og félagslega vel. Oft verka þau gagnstætt svo sem róandi lyf og svefnlyf og raunar marg'ar aðrar lyfjategundir. Það er því engan veginn rétt að haida slík- um lyfjum að fólki. í flestum tilfell- um er eðlilegt að fólk greiði að fullu róandi lyf og svefnmeðöl. Stóra spurningin er: Veldur lágur lyfja- kostnaður aukinni neyslu? Lokaorð Vegna þeirrar dæmalausu um- ræðu sem átt hefir sér stað um lyf og lyijakostnað eru þessar línur rit- aðar. Það er löngu tímabært að end- urskoða lyfsölumál þessa iands. Ég hefi aldrei skilið vegna hvers útvöld- um lyfsölum er gefin einokunarað- staða til sölu á lyíjum og þar með tryggðir jafnvel tugir milijóna í árs- tekjur. Lyijadreifing er í dag ekkert annað en afgreiðsla á fullunninni vöru. Eins og til þessarar dreifingar er stofnað í dag er sennilega lagt í mikinn óþarfa kostnað. Hafi lyfjainnflytjendur vísvitandi flutt inn lyf á óeðlilega háu inn- kaupsverði til þess að fá hærri álagn- ingarprósentu sem svo aftur leiðir til hærra smásöluverðs, þá er um óeðlilega viðskiptahætti að ræða og þetta því sjálfsagt verkefni verð- lagsráðs. Líkt mál kom upp í Englandi 1973 vegna innflutnings á valium og libr- ium frá fýrirtækinu Roche. Farið var fram á stórfellda endurgreiðslu. Það sama ætti að gera ef lyfjainnflytj- endur reynast sannir að því sem kemur fram í grein Kristínar Á. Guðmundsdóttur. Við skulum vona að orð hennar hafi við rök að styðjast svo að hún lendi ekki í hópi óprúttinna heildsala og lækna, eins og hún kallar þá. Ljósið í „myrkrinu“ er sú trúa mín að fljótlega muni hin ágætu sýklalyf stórfaila í verði en þau eiga meira erindi við sjúklinga en haldið er. Reglugerð Sighvatar Björgvins- sonar ráðherra mun reynast lands- mönnum happadrjúg. Höfundur er lœknir á Selfossi. Opin kerfi Lausn sem beðfð hefur veriö eftlr? Skýrslutæknifélag Islands heldur ráöstefnu um opin tölvukerfi á Holiday Inn þann 5. september næstkomandi. Leitiö nánari upplýsinga. Skýrslutæknifélag íslands Hallveigarstíg 1 • Sfmi: (91) 2 75 77 'MMMSi HITAKÚTAR ELFA-OSO r HI 30-60-120-200-300 lítra. Ryöfrítt stál - Blöndunarloki. áratuga góð reynsla. Einar Farestvett&Co.hf. BORGARTÚNI28, SÍMI 622901 4 stopiMr vUI dymar Teppi - dúkar - flísar - parket 10-50% afsláttur WíW TEPPABOÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR, SUÐURLANDSBRAUT 26, S. 91 681950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.